Alþýðublaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 7
Iflóðleikhúsið: Læ'ðurnar. Sjónleikur í tveimur þáttum eftir Walentin Chorell. Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir. Leikstj.: Baldvin Halldórsson. Leiktjöld: Gunnar Bjarnason. Dæmalaust er Nína Sveinsdóttir Skemmtileg leikkona. Hún hefur alveg sérkennilegan sviðspersónu- leika, hún er engri lík nema sjálfri sér. Hins vegar er hún sjálfri sér lík. Hún er eiginlega alltaf eins; og maður skellir upp úr, þegar maður sér hana. Hún þarf ekki nema klóra sér undir kjálkabarð- inu, og það gerir hún í Læðunum. Skyldi Baldvin Halldórsson geta sagt mér, — hvers vegna Nína Sveinsdóttir nýtist ekki betur í þessari sýningu en raun er á? — Anna er sprottin úr umhverfi sínu, — hún er eins konar á- lyktun af því. Hvert viðbragð hennar, orðsvar, hreyfing, svip- brigði er grundvallað í andrúms- lofti verksmiðjunnar; hún á heirna þar og ekkert sem hún gerir eða segir kemur á óvart, hvorki stúlk- unum á sviðinu eða áhorfendum í salnum. En óneitanlega er Nína Sveinsdóttir þó nokkuð hjáróma í hlutverki Önnu í sýningu Þjóðleik hússins; heyrið bara orð hennar í fyrsta þætti, „Læður .. djöfuls- j ins læður”, sem alveg brestur | þann þunga sem þeim ber í sýn- ingunni; eða sjálfar lokasetning- ! ar leiksins, „þú ferð heim núna? Ferðu ekki heim, Rikka? .. ”. Eg Nína Sveinsdóttir ogr Kristbjörg Kjeld í hiutverkum sínum. veit svo sem ekki hvort það var sjálf frammistaða Nínu sem var ábótavant; öllu heldur held ég að leikstjórnin hafi brugðizt. Það er meginatriði í Læðunum að and- rúmsloft verksmiðjunnar sé stað- hæft nógu trúlega á sviðinu; án verksmiðjunnar er t. d. Anna eins og fiskur á þurru landi. Og Bald- vini Halldórssyni lánaðist ekki að skapa leiknum þetta innra sam- hengi sem allt veltur á; verk Wal- entin Chorells er ekki svo burð- Frá hægri: Guðhjörg Þorbjarnardóltir, Helgra Valíýsdóttir, Brj'ni dís Pétursdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Jóhanna Norðfjörð og Briek Héðinsdóttir. ugt að nokkuð minnsta gaman sé að því nema í nógu snjallri og mikilhæfri meðferð. Ekki svo að skilja: sviðsetning Baldvins Halldórssonar á Læðun- um er um marga hluti smekklega og skynuglega unnin. Eg held hún hafi verið rétt í öllum einstökum atriðum, og sum sviðsatriðin voru sterk og áhrifamikil, en af ein- hverjum ástæðum brestur leikinn heildarsamhengi, þá innri rök- vísi sem skiptir sköpum. Var kannski ekki æft nóg? Þannig birtist það aldrei á sviðinu hvers vegna Marta Bartsche hlýtur að SKEMMTIIÐNAÐURINN segja verksmiðjustúlkunum sögis sína, sem þær geta ekki með nokkru móti skilið. Og hvers vegna hlýtur Rikka að ljúga að stöllum sínum; hvernig er háttað sambandl þeirra Mörtu? Það er leikstjórans að svara þessum spurningum sem ekki eru nein afdráttarlaus svör við í textanum sjálfum. Og það er hans að skapa það andrúmsloft félagsskapar og hollustu i eyði- landi verksmiðjunnar sem gerí viðbrögð stúlknanna innbyrðis og gegn þeim tveimur, Mörtu og Rikku, sönn og nauðsynleg. Þcgar þetta bregzt stendur maður sig að því að leiðast leikurinn í heild, þar sem hann gengur Iiæet og þungt og seint fyrir sig á sviðínu, onda cr sjálfur leiktextinn enga» veginn minnisverður, þótt frammi- staða leikkvennanna, hverrar fyr- ir sig, sé mjög viðunanleg. EITT megineinkenni þeirrar þró unar, sem orðið hefur í öllum iðn- aðarþjóðfélögum undanfarna ára- tugi, er, að tómstundum hefur fjölgað jafnhliða því, að tekjur manna hafa aukizt. Þetta hefur smám saman orðið undirstaða nýs íðnaðar, sem er nú víða um lönd orðin voldug og áhrifamikil iðn- grein, og á ég þar við skemmtiiðn- aðinn. Sívaxandi fjöldi fólks hef- ur atvinnu af því að skemmta öðr um. Veitingahúsum, kvikmynda húsum og skemmti- og samkomu stöðum margs konar stórfjölgar, hljómplötu- og ségulbandafram- leiðsla vex, starfsemi útvarps og sjónvarpsstöðva færist mjög í aukana o. s. frv_ Auðvitað er ekki við öðru að búast en að aukinn hluti vaxandi tekna almennings gangi til ýmiss konar dægrastytt- ingar, þegar jafnmikill bati verð- ur á lífskjörum og átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Hinn um fangsmikli skemmtiiðnaður á sér því örúggan fjárhagsgrundvöll. Hann fullnægir mikilli óg vaxandi eftirspum. En hann hefur þó um margt sérstöðu miðað við annan iðnað og önnur þjónustustörf, sem innt eru af hendi í nútíma þjóð- félagi. Sá iðnaður, sein t d. fram leiðir handa okkur skó, fullnægir líkamlegri þörf, þótt hann leitist að vísu við að gera það jafnfranit á þann hátt, að fegurðarskyni sé fullnægt. En kvikmyndahús, sam- komustaður eða hljómplötufram- leiðandi ér ekki fyrst og fremst að fullnægja augljósri líkamlegri þörf, heldur þörf fvrir dægrástytt ingu, skemmtun, sem oft stendur í engu sambandi við nauðsyn hvíld ar, heldur er afleiðing stytts vinnu tíma og tilraun til þess að koma í veg fyrir, að iðjuleysi valdi leið indum. Skemmtiiðnaðurinn fram- leiðir þjónustu sína fýrst og fremst fyrir tilfinningalífið. En þar er um marga strengi að ræða, sem á má leika. Ef hagnaðarsjónarmið ein ráða í skemmtiiðnaðinum er hætt við því, að ekki sé síður leikið á vonda strengi en góða. Fullorðið fólk kann að vera fært um að velja og hafna af smekk- vísi og heilbrigði í þessum efnum. En augljóst er, að við því er ekki að búast, að æskufólk geti valið og hafnað af þroska á þessu sviði. Það er því í vissri hættu gagn- vart skemmtiiðnaðinum, er lætur æ meir að sér kveða í skjóli vax- andi velmegunar og aukinna tóm s.tunda og býður fram þjónustu, sem er mjög misjafnlega vel fall in til þess að auka þroska, smekk og sanna lífsgleði. Þess vegna er nú hvarvetna lit ið á það sem mikið nauðsynjamál að gera öflugar tilraunir til þess að verja æskuna gagnvart skaðleg um áhrifum frá skemmtiiðnað inum. í lýðfrjálsum löndum þýðir ekki að ætla sér að hafa allsherj ar eftirlit með skemmtiiðnaðinum, né.heldur að leggja á hann höft til þess að draga úr skaðlegum á- hrifum hans. Þar, sem það hefur verið reynt, hefur það mistekizt. Þess vegna beinist nú athygli yfir- leitt að tilraunum í þá átt að fá æskufólki heilbrigð verkefni og veita því aðstöðu til hollari dægrastyttingar, sem valdi því, að það sjálft taki þessi at- riði fram yfir skaðlega þætti skemmtiiðnaðarins. En hér er aug ljóslega um svo stórt verkefni áð ræða, að því verður ekki sinnt, svo að vel sé, nema aðstoð opinberra aðila, bæði ríkisvalds og bæjar- og sveitarfélaga, komi til. Hér á landi hefur þessum mál- um ekki verið veitt nægileg at- hygli fram til þessa. Mjög stórt átak hefur þó verið gert á sviði íþróttamála, og ýmiss konar önnur æskulýðsstarfsemi er og öflug. Hin mörgu og myndarlegu félagsheim ili út um allt land ættu og að geta skapað skilyrði til ýmiss kon- ar heilbrigðraræskulýðsstarfsemi' Starfsemi æskulýðsráðs Reykja- víkur og tómstundaþáttur ríkisút- varþsins hafa og verið mjög mik ilvæg spor í rétta átt. Fjölbreytt félagslíf skólanna hefur og mjög mikla þýðingu í þessu sambandi. En samt vantar enn stóraukna fjölbreytni í skilyrðin til tóm stundaiðkana og dægrastyttingar. Það vantar enn heildarskipulagn- ingu þessara skilyrða og bætta að stöðu til handa æskufólki til þess að sinna tómstundaáhugamálum sínum, hvort sem þau eru á verk legu sviði, bóklegu eða listrænu, og aðstöðu til annars konar dægra styttingar en þeirrar, sem skemmti iðnaðurinn býður upp á, oft fyrir ærna greiðslu. Slíkt getur eflaust ekki orðið nema fyrir markvissa aðstoð opinberra aðila, ríkis, og bæjar- og sveitarfélaga. Sá stuðn ingur verður að eiga sér stað á grundvelli löggjafar. Af þessum sökum var það, sem menntamála ráðuncytið skipaði fyrir skömmu nefnd manna til þess að gera til- lögur um undirbúning slíkrar lög- gjafar, og var þess farið á leit við helztu forustumenn í æskulýðsmál um þjóðarinnar, að þeir störfuðu að þessum undirbúningi. Er þess að vænta, að unnið verði vel og skynsamlega að málinu og það fái á sínum tíma góðar undirtekt ir á Alþingi, enda mun óhætt að fullyrða að fátt sé þessari þjóð eins og raunar öllum þjóðum nauð synlegra en að gera allt hugsan- legt til þess, að æskan sé heilbrigð og hamingjusöm. Undir því er sjálf framtíðarheill þjóðarinnar kom- in. Bríct Héðinsdóttir er að vísui ! miklu mcira en viðunanleg, leikur hennar var langsamlega ánægju- uégastur af því sem fyrir bar & þessari sýningu. Xenia hennar var heilsteypt persónusköpun og mjögt vel unnin, hlutverkið nýtt út t æsar. Helga Valtvsdóttir hélt hlut- verki Þóru vel til haga, þótt hún hefði tæpast það áhrifavald i fé- la»sskan s+úlknanna sem til mua rera ætlazt, vel tjáði hún beiskji* og dapurlyndi þessarar þrevtti* konu, en miður kannski þá eigi» leika sem innar bua og halda hennk urmi brátt fvrir allt: hlýjuna, kær leikann, ástina á mannrolu sinnl og börnum. Sambærilegrar innlif- unar saknaði maður með þeirn Guðbjörgu Þorbjarnardóttur (Mar- tai og Kristbjörgu Kjeld (Rikka), sem að vísu fóru báðar mjög skyn- samlega og snyrtilega mcð hlut- verk sín. Örlög þeirra er frásagn- arcfni leiksins í umgerð verk- smiðjunnar og stúlknanna þar. — Mannskilningur Chorells er kann- ski ekki ýkja djúpstæður eð» merkilegur, kynferðistal hans ev næsta yfirborðslegt; en í lýsingn hinna einmana, útskúfuðu kvenn,> grípur hann á raunverulcgu mar.n- legu vandamáli; það er erindk íeiksins á svíð að halda framm-l fyrir okkur mynd þeirra beggja óg sanna okkur að hún sé rétt, :óhjá- kvæmileg; mynd lífs sem fer t,i> spillis. Harmsefni leiksins er van- leysið í samskíptum þeirra, ein- angrun þeirra 1 stölluhópnum. Þetta kom svo sem fram í sýn- ingu Þjóðleikhússins: kuldi eg innilokun Mörtu. fram í lntabloss- ann í skiptum þeirra Rikku * lokaatriðinu, þar sem einscnMlI liennar cr fyrst afhjúpuð til fulls; geðsmunaringl og hræðsla Rikki* bak við ögrandi tilburði. Eg hcld, Framh. á bls. 101 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. janúar 1964 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.