Alþýðublaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 8
Með Gísla Sigur-
björnssyni
SKÖMMU fyrir hádegi var lagt
af stað auslur til Hveragerðis
þeirra erinda að skoða nýjung í
elliheimilismálum, sem Gísli Sig-
urbjörnsson, forstjóri hefur hrint
í framkvæmd. Starfsemi þessi er
kölluð samhjálp eldra fólksins og
verður nánar sagt frá henni hér á
eftir. Einnig var komið við í gróð-
urhúsunum, sem rekin eru í sam-
bandi við elliheimilið, en þar eru
kaffitré, sem eru að byrja að bera
ávöxt, líklega ein af þeim fyrstu
hér á landi.
Vegurinn austur fyrir Fjall var
eins og oft vill verða á þessum
árstima þegar einhverjar rigning-
ar hafa verið sérlega holóttur og
oft tafsamur yfirferðar. Og ekki
bætti úr skák, að þegar við vorum
á ferð þarna var hvassviðrið það
mikið, að bílstjóranum þótti ekki
vænlegt að láta vinnukonurnar
ganga nema andartaksstund í einu
af ótta við að þær fykju út í loftið.
það var engiijn snjór á Hellisheið-
inni nema örlitlir skaflar á stöku
stað og allir lækir kolmórauðir
eins og í vorleysingum. í helztu
skíðahrekkunni við skálann var
ekki snjóblettur og ekki var hjá því
komizt að velta fyrir sér vanda-
málum skíðamanna hér á Suður-
landi. Hér búum við á nyrstu
mörkum hins byggilega heims, en
það tekur því varla að eiga skíði,
því að ekki gefst tækifæri til þess
að nota þau neins staðar nálægt
bænum nema endrum og eins og
oft tæplega það. En áfram var ek-
ið og þrátt fyrir slæman veg kom-
umst við óhappalaust til Hvera-
gerðis. Þar blasir við okkur ein-
kennileg staðreynd. Vegirnir í þorp
inu sjálfu eru holóttari og enn
verri yfirferðar heldur en þjóðveg
urinn, sem liggur til þorpsins, og
ekki bætir úr skák að sé ekki í
þessa mörgu og stóru polla ekið
með mikilli gát er hætta á að
slettist á saklausan vegfaranda,
sem í örvæntingu hallar sér upp
að næstu girðingu, því að göturn-
ar eru flestar mjög mjóar og sam-
felld girðing víða meðfram götun-
um endilöngum.
Við ökum í gegnum þorpið og
áleiðis að elliheimilinu og sé ein-
hver vafi á því hvaða hús heyri
Gísla til þá er vafinn fljótlega úr
sögunni, því að hans hús hafa þá
sérstöðu að meðf’am girðingum
eru gangstéttir.
Okkur er boðið að borða nýja
ýsu og með kaffinu eftir matinn
byrjar Gísli að segja okkur frá
samhjálp gamla fólksins og um
TEXTI og MYNDIR:
KARL GRÖNVOLD
leið og kaffinu er lokið, leggjum
við af stað til að skoða með eigin
augum aðbúnaðinn. Þetta er vist-
legt einnar hæðar hús með tepp-
um út í öll horn. Þarna er hug-
myndin að fjórar eldri konur búi
saman og hugsi um sig sjálfar að
miklu leyti og aðstoði hver aðra
eftir föngum, en undir umsjón
elliheimilisins, sem einnig legg-
ur þeim til efni til matargerðar.
Hver íbúi hefur sitt eigið herbergi
en svo er sameiginlegt eldliús,
setustofa og þvottahús.
Þegar eru tvær konur fluttar í
húsið og eru þær hinar ónægS-
ustu með aðbúnaðinn og dvölina.
Og á meðan við sitjum í setustof-
unni og spjöllum við þær segir
Gísli okkur að nú sé rúm fyrir tvær
í viðbót.
Eliiheimilis Ás í Hveragerði.
— Vantar þriðja og f jórða mann
í vist, segir hann og kímir.
Eftir að hafa kvatt gomlu kon-
urnar förum við að skoða gróður-
húsin og kaffibaunirnar. Á leið-
inni inneftir gróðurliúsinu sýnir
hann okkur sítrónutré, sem þegar
ber margar sítrónur misjafnlega
mikið þroskaðar. Sumar eru enn
grænar en aðrar eru orðpar gul-
ar og líta út fyrir að veraí svo til
þroskaðar. Þarna er einhig röð
af bananatrjám á mismunandi
stigi. Sum eru með klasa af full-
vöxnum ávöxtum en önnur stutt
komin upp úr jörðinni. Af þess-
um trjám koma meira en 20 kíló
af bönunum á 10 mánaða fresti.
í afhýsi í enda gróðurhússins eru
kaffitrén 10 talsins. Þau eru um
það bil einn metri á hæð og á einu
þeirra eru kaffibaunirnar byrjað-
ar að myndast. En tilsýndar eru
þær á stærð við fremsta köggnl á
fingri, rauðgrænar á lit. Trén eru
nú orðin 6 ára gömul og nú má bú-
ast við að þau fari öll að bera á-
vöxt. Þarna inni hjá kaffinu er líka
fleira, vanilla, sem er klifurjurt,
og ananas. Þegar við komum þavna
út, sýnir Gísli okkur nýlega rann-
sóknarstofu, sem er þarna í sam-
bandi við gróðurhúsið, búin öllum
nauðsynlegum tækjum. Síðan
göngum við í gegnum húsin og sjá-
uni fullt hús af rósatrjám og ým-
iss konar blóm og kaffiplöntur frá
Ghana, sem eru nú um tveggja ára
gamlar.
Þessari hringferð lýkur svo með
því að við setjumst inn í það,
sem Gísli kallar gestahús eða
dúkkuhús, en það er lítið tveggja
herbergja hús, sem hann leigir ut
helzt göm’u fólki til stuttrar dval-
ar. En einnig mun vera hægt fyrir
þá aðra, sem þurfa að hvíla sig í
ró og næði í nokkra daga, að fá
þar inni.
Og þarna inni höldum við áfram
að spjalla. Gísli ræðir nokkuð um
þá miklu fjölgun sem orðið hefur
á gömlu fólki, en nú er meðalald-
ur karla hér á landi orðinn 71 ár
en kvenna 75. -— Það verður að
gera einhverjar ráðstafanir áður
en allt fer í hnút. Og sam-
hjálp gamla fólksins virðist vera
leið, sem er vel fær fyrir okkur.
Enda er oft verið að tala um að
það þurfi að liagnýta þá starfs-
krafía, sem gamla fólkið býr yfir.
Og þarna er dvölin 50 krónum ó-
dýrari á dag.
Það er algjör misskilningur, að
elliheimili þurfi að vera mjög
stórar stofnanir. Það sem við þurf-
um eru fleiri minni elliheimili út
um allt land, og samhjálpin virð-
ist vera lausnin.
— Mín von er sú, að kirkjan og
söfnuðirnir taki málið í sínar hend-
ur og leiði það til farsælla lykta.
— En vilja ekki flestir vera í
Reykjavík, þar sem flestallir eiga
einhver skyldmenni?
— Jú, jú, glaumurinn dregur
alla til sín, bæði unga og gamla.
En oft kemur það fyrir, að ég fæ
fólk til þess að dvelja hér í Hvera-
gerði á meðan það er að bíða eftir
plássi fyrir sunnan og iðulega fer
það svo, að það vill ekki héðan
fara. Og með heimsóknirnar.
Hingað kemur fólk í heimsókn úr
Reykjavík og notar ferðina sem
einskonar skemmtiferð og dvelur
þá allan daginn.
— Hvað er starfsemin umfangs-
mikil hér núna?
— Nú höfum við hér 12 hús fyr-
ir vistmenn og starfsfólk. Vist-
menn eru nú 35 talsins og pláss
Bananatré á ýmsu skeiði.
8 18. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ