Alþýðublaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 3
Brezkur falIhlífahermaSur, grár fyrir járnum, heldur til Kýpur. Þar hafa Bretar haldið uppi lög- uni og reglu síðan til átaka kom milli grískra og tyrkneskra eyjar- skeggja milli jóla og nýárs. VOPNAHLEI LYST YFIR Á BORNEÓ BANGKOK 23.1 (NTB-Keuter). | Dómsmálaráðherra Bandarikj- anna, Robert Kennedy sagði á blaðamannafundi í Bangkok í kvöld, að Thailand hefði verið beð- ið um að hafa eftirht með vopna- hléum á landamærum Malaysíu og Indónesíu á Borneó. Kennedy, sem hafði stutta við- komu í Bangkok á leið sinni til London þar sem hann mun skýra brezku stjórninni frá tilraun sinni ; til að miðla málum í Madaysíu- deilunni, kvaðst telja, að vopna I hléð gengi í gildi í lok janúar. Dómsmáiaráðherrann bætti því við, að Indónesía, Filippseyjar og Malaysía hefðu orðið ásátt um að halda undirbúningsfundi 1 Bang- kok í febrúarbyrjun. Kennedy kom til Bangkok frá Djakarta þar sem hann hefur átt viðræður við Ahmed Sukarno for seta. Sukarno tilkynnti í morg- un, að deiluaðilar í Malaysíu-deil unni hefðu náð samkomulagi um tafarlaust vopnahlé á Norður- Borneó. Þar með hefur verið lagð ur grundvöllur að viðræðum hinna þriggja ríkja um friðsamlega lausn deilunnar, sem reis upp þegar Malaysíu-sambandsríkið var stofnað í fyrrahaust. Árekstrar indónesískra her- sveita og öryggissveita frá Bret- landi og Malaysíu hafa valdið þeirri hættu, að deilan breiðist út í Suðaustur-Asíu. Kennedy, sem verið hefur sér legur fulLtrúi Johnsons forseta á ferð sinni um Austurlönd fjær, ræddi fyrst við Macapagal, for- seta Filippseyja, og Tunku Ab- ROBERT KENNEDY — góð byrjun dul Rahman, forsætisráðherra Malaysíu, áður en hann hélt flug leiðis til Djakarta til að ræða við Sukarno. Sukarno skýrði svo frá að deiluaðilar mundu bráðlega senda fulltrúa til friðarviðræðna í Bangkok. Hann sagði, að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir þessum friðarviðræðum. Hvorki Indónesía né Filipps- eyjar hafa viðurkennt Malaysíu- sambandsríkið. í Bangkok er talið að þetta mál verði aðalumræðuefn ið á fundi ríkjanna þriggja. Indónesia hefur áður lýst yfir fjandsamlegri stefnu gagnvart Malaysíu í því augnamiði að kné setja sambandsríkið, en í því eru tvær fyrrverandi nýlendur Breta á Borneó, Sabah og Sarawak. Fil- ippseyjar, sem gera kröfu til Sabah af sögulegum ástæðum, hafa ekki viðurkennt stofnun sam bandsríkisins en ekki tekið eins virka og fjandsamlega afstöðu gegn því og Indónesía, í Washington lét formælandi ut anríkisráðuneytisins í ljós mikla ánægju með vopnahléð. Þetta er góð byrjun. Nú er það Asíuríkj- anna að koma á friðarsamningi. Við vonum að deiluaðilar haldi á- fram að vinna að friði eftir þessa góðu byrjun, sagði formælandinn. Skrifstofa FUJ Skrifstofan er opin alla daga milli kl. 5-7. Á miðviku virka daga, nema laugar- dögum verður hún auk þess opin milli kl. 8.30-10.30. Fé lagar eru hvattir til þess að koma á þessum úmum, og er athygli þeirra sérstak- lega vakin á miðvikudags- kvöldum. Þá er FUJ-félögum bent á félagsfund Alþýðuflokks- félagsins í kvöld, en á hon- um verður m.a. rætt um hag hinna lægst launuðu. Eru fé lagar hvatlir til að mæta vel. Johnson vill viö- ræöur viö Panama Washington, 23. janúar (NTB - Reuter) LYNDON Johnson forseti sagði á MHtMMmMMHMHMHHtW IFundur Kven-j| félagsins á || mánudaginn | Kvenfélag ATþýðuflokks- j | ins í Reykjavík heldur fund ;! mánudaginn 27. jan. n.k. í !> Iðnó uppi kl. 8.30. Á fundin- 1 j um vcrður m.a. ræit um !j væntanleg námskeið á veg- j; um félagsins og er ætlast ;! til að konur tilkynni þátt- j! töku á fundinum. Jónas |! Pálsson, sálfræðingur flytur ! > erindi um sálfræðideild jj skóla og frú Helga Smári ; [ mun lesa upp frumsamið ;! efni. Félagskonur eru beðn ;! ar að mæta stundvíslega og !j f jölmenna. !; MHMMMMMMMMMMHMHV blaðamannafundi seint í kvöld, að Bandaríkin væru fús að ræða við Panama um öll ágreiningsmál. — Hann bætti því við, að samninga- umleitanirnar gætu hafizt 30 dög- um eftir að rikin hefðu aftur tekið upp stjórnmálasamband. — Stjórnir landanna ættu að fá tækifæri til að bera upp hvaða mál sem er. Bandaríkin munu íhuga allar raunhæfar lausnir, sem stungið verður upp á, sagði John- son enn fremur. Fyrr í dag átti sam-ameríska „friðarnefndin” fund með John- son forseta og bandarískum ráð- herrum í því skyni að reyna að leysa deilu Bandaríkjanna og Pa- nama. Formaður nefndarinnar, Enríque Tejara, sagði eftir fundinn, að af- staða forsetans til vandamálanna væri mjög uppörvandi. Nefndin, sem skipuð er af Samtökum Am- eríkuríkja, OAS, reynir að gera kleift, að Bandaríkin og Panama taki aftur upp stjórnmálasamband og viðræður verði teknar upp um mál, sem ríkin eru ósammála um. MMMMMMMMMMMMMMMMMtMMIMMMMiMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMt IDÚMUR HÆSTARÉTTAR i MERKILEGU PRÓFMÁLI: Rakarasveinar mega j| reka eigin stofur Nýlega var kveðinn upp í Hæstarétti dólnur, sam fljaUaÁL um hvort rakarasveini, sem ekki hafði öðlast meistararét indi, væri heimil að reka rakarastofu. Stað- festi rét'.urinn sýknun héraðs- dóms og felldi auk þess þann dóm að ríkissjóður skyldi greiða all- an málskostnað en héraðsdómur hafði gert hinum ákærða rakara- sveini að greiða þriðjung hans. Nánari málsatvik eru þau, að hinn ákærði rakairsvteinn hafði hinn 18. okt. 1958 fenglð útgefið sveinsbréf í rakaraiðn. Frá þeim tíma og þar til í árslok 1960 stund aði hann aðra vinnu en rakara- stölrf. Þann 7. des. 1960 festi hann svo kaup á rakarastofu einni og gekk inn í leigusamning um liúsnæðið fyrir hana. Hann hóf síðan vinnu á rakarastofunni í ársbýrjun 1961 og vann þar einn síns liðs fyrst í stað. 1 apríl kærðj svo Rakarameist- arafélag Reykjavíkur sveininn fyrir brot á iðnlöggjöfinni, með því að reka stofuna án þess að vera meistari í iðninni, eða hafa slíkan í þjónustu sinni. Að lok- inni lögreglurannsókn var málið sent dómsmálaráðuneytinu til fyr irsagnar, en það sendi það aftur Iðnráði Reykjavíkur til umsagnar. Iðnráð leit þannig á málið, að samkvæmt lögum um iðju og iðnað mætti aðeins sá, sem meist- araréttindi hefði, reka iðnað. Og þar sem kærði uppfyllti ekki kröf una um meistararéttindi og að hér væri um iðnað að ræða þá væri kæran á rökum reist. Málinu var síðan lokið £ bili með dóms- sátt og greiddi rakarasveinninn 500 krónur í sekt til ríkissjóðs. í júní sama ár kærði svo Rak- arameistarafélag Reykjavíkur rakarasveininn á ný fyrir ítrekað brot á iðnlöggjöfinni með þvl að halda áfram rekstri rakarastofu sinnar og með því að ráða í þjón- ustu sína réttindalausan mann, en sá maður hafði lokið námi í iðnimii um 1930 en hafði ekki fengið útgefið meistarabréf, sem hann átti þó rétt til og fékk seinna útgefið. Hinn ákærði kvaðst hafa haldið, að maður þessi væri fullgildur meistari, enda hefði hann rekið rakarastofu um árabil og hafi ákærði eingöngu ráð ið hann af því, að hann hélt að með því yrði bætt fyrir þá hátta semi, sem hann hafði fengið sekt fyrir. Málið fór nú að lögreglurann- sókn lokinni til saksóknara, sem sendi það iðnráði til umsagnar i annað sinn. Staðfesti ráðið fyrri skoðun sína og taldi þetta ský- laust bhot á iðnlöggjöfinni. Rak- arameistarafélagið ítrekaði svo kröfu sína 10. september sama ár og með ákæru dagsettri 30. des. 1961 var svo höfðað mál gegn rak arasveininum. Verjandi hans fór nú fram á framhaldsrannsókn um nokkur at riði og einnig hafði dómari frum kvæði að frekari rannsókn máls- ins. Ákærði hafði ekki fært neitt bókhald fyrir rakarastofu sína ár- ið 1961 enda ekki um aðrar fjár- Framh. á 10. siða ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. jan. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.