Alþýðublaðið - 28.01.1964, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.01.1964, Qupperneq 6
STOFNUN, ÞAR SEM MENN VENJAST AF REYKINGUM Læknar í Hammersmith-sjúkra- húsinu í London gera sér vonir um, að þeir finni upp ráð, sem geri mönnum auðveldara en hing að til að vera án tóbaks. Ekki er það fullrannsakað mál, hvort það er í rauninni nikótín- nautnin, sem gerir mönnum erfiðast að hætta reykingum. Margir læknar telja, að hún sé tiltölulega lítilvæg, líkamleg van- líðan, jafnvel mjög ákafs reykinga manns, þegar hann hættir neyzl- unni, sé hvergi nærri jafn mikil og ofdrykkjumanns eða eitur- lyfjaneytanda þegar þeir hætta að fá sitt ei.ur. Engu að síður er nautn líkam- ans af reykingum atriði, sem taka verður tillit til, og ekki er ó- hugsandi, að tæki, sem gæfi frá sér nikótín í loftkenndu ástandi gæti hjá'pað mönnum við að kom ast yfir hina þjóðfélag legu erf- iðleika sem eru því samfara að hætta reykingum. Dr. Fletcher, sem var formaður brezku sígaretturannsóknarnefnd- arinnar hefur látið í ljós þá skoð un ; ína, að sennilega sé félagslega hiiðin á vandanum erfiðust viður- eignar fyrir hvern einstakling. Hann hefur litla trú á hjálpar- gögnum eins og alls konar töflum nema hvað hann telur, þau geta I r á 13. síðu VINSÆLAR STJÖRMUR Þessar tvær s úikur njóta nú geysivinsælda í Englandi og Bandalríkjunum fyrir söng sinn. Þær syngtja sam- an og kalla sig „The Cara- vell'es.“ Þær heita Andrea Simpsen til vinstri átján ára og Lois Wilk n on til hægri, ní ján ára. Myndin er tekin í London þar sem þær voru aö búa sig undir Bandaríkja för. Þær kippa pilsunum svona upp til þess aö sýna hve vel þær séu undir Bandarikjaförina búnar, en þar mun vera all'kalt sums stðar um þessar mundir. Lagiö, sem þær eru frægast ar fyrir „You Don’t have to be a Baby to Cry“, er geysi vinsælt um þessar mundir í Bandaríkjunum. !!!!!!! min Alþýðublaðiö hefur fengiö sent þetta gamankvæði um Löngiihiíðina, og enda þótt nú sé búið að malbika hana, er það skemmtileg skopmynd af ástandinu þar eins og það var. NÚ er ekki gott að ganga, götur naumast saman hanga, hclótt er hún hlíðin-Langa, hún er lítil vegabót, ííkust er hún Leggjabrjót. Forarslettur yfir alla unga jafnt scm gamla falla þótt þeir hafi fráan fót. AIls staðar er aur og flaumur, endalaus er bílastraumur hvert sem litið auga er. LangahJíð er háskinn versti og hún er farartálmi mesti fólki sem vill flýta sér. .............imi: Q íú. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þó er ekki þvi að neita að þarna líkt og upp til sveita náttúran sér auðlegð á: Fannir, hólar, fell og bungur, fossar, lækir, hraun og klungur, — allt má þarna í einu sjá. Ein yngismey er úti að ganga, ekki virðist hlíðin langa fyrir hennar hæla gerð. Hvar skal fara? Hvar skal standa? Kafhlaup er til beggja handa og svo kemur bíll á fleygiferff. Prjónar hann og eys og æðir, alla forarpytti þræðir, — úr meyjaraugum angist skín. Hnitar hann þarna hringa marga, heldur er nú fátt til bjarga Röðul-klædda rjúpan mín. Óttaslegin undan hrökk hún, eins og kjóllinn leyfði stökk hún, þá skall flóðið aftan á. Ausin krapi, aur og svaffi um opinbera og leynda staði þarna endilöng hún lá. Áður glöð á góðum degi grét hún nú á förnum vegi hamingjunnar horfnu sól, úti var um ástarhótið úti var um stefnumótið úti var um votan kjól. Þannig lífsins Lönguhlíðar láta bæði fyrr og síffar velta láns og lukku hjól. Yngismeyjar innst í barmi eiga í gleði og eiga í liarmi pund sitt allt — í pokakjól. Hér með þessu ljóði lýkur — — lítil saga úr Reykjavíkur- lífmu einn drottins dag. Ef sagnaþulir seinni tíðar semja annál Lönguhlíffar þeim ég helga þennan brag. A. G. !:!l!IIKl!!!lliilllllIlililjBlMlH8MiBii8IHiffllllllIHIlllllliillÚlllÉlAHIIM!IlllllBUIIIlllllllllllIIIIIIIÍIIIIIi!llllllll!iHÍIIIHI[lllll!ll[llllllllllllllllHHltl § Tveir bændur h t.ust á förnunt 1 vegi og ræddu um daginn og veg- B inn. Annar sagði: g tj — Jæja, nú er ég búinn að p tryggja eigur mínar, bæði fyrir ' bruna og óveðri. J! Hinn svaraði með hægð: 1 — Ég get vel skilið þetta með . brunatrygg.'nguna, en hvernig ætl S arðu að koma af s.að óveðrinu? ☆ Margt getur skn'tið og skemmti ff legt skeð í réttarsal, eins og eftir 1 farandi skopsaga . ýnir. Kona nokk ur var ákærð fyrir að hafa ráðið ‘ eiginmanni sínum bana. Hún ját- H aði þegar. Hún hafði skotið á ■ hann sofandi í rúmi sínu — af 1 boga. ) É — Hann var óþo andi, sagði frú p in. — En hvers vegna notuðuð þér | svona óvenjuregt vopn, spurði m dómarinn. Í — Ég vildi ekk{ vekja nágrann H anna. 3 Önnur saga úr réttarsal: 8 — Hvers vegna börðuð þér kon H una yðar, spurði dómarinn. Jj — Mér datt það bara allt í B einu í hug, svaraði hinn ákærði |j eiginmaður. Illillllllii!!! a — Hvað mynduð þér segja, ef mér „dytti bara svona allt í einu í hug“ að dæma yður til mánaðar fangelsisvjstar, sagði dómarinn. — Mér mundi þykja það ákaf- lega fljótfærnislegt af yður, að eyðileggja þannig hamingjusamt hjónaband, svaraðj ákærði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.