Alþýðublaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 11
Heppnir Framarar unnu Víking 23:22 FltAMARAR voru sannarlega heppnir a3 naela í baeði stigin í lciknum gegn Yíking á sunnudags- kvöld, eu þeir sigruðu Víking með einu marki, 23 gegn 22. Framlið- ið virðist eitthvað vankað eftir ó- sigurinn gegn KR. Bræðurnir Pétur og Björn Bjarnasynir skora fyrstu mörkin í leiknum fyrir Víking, en Fram- arar jafna fljótlega, Liðin hafá yf- irhöndina í mörkum á víxl. Sigurður Einarsson vaf fajög markheppinn fyrstu mínúturnár, Ensk knattspyrna Framh. af 10. 'ð” þeim tókst að jafna, því öll þrjú mörkin voru skissur hjá vörn- inni, Kaye skoraði mark nr. 2 fyrir WBA og miðframvörðurinn Jones jafnaði 16 mín. fyrir leiks- í 2. umferð skozku bikarkeppn- innar urðu úrslit þessi: Aberdeen 1 - Q. Park 1 Albion R. 4 - Abroath 3 Brechin 2 - Dundee 9 Alloa 1 - Airdrie 4 Dunfermline 7 - Fraserb. 0 Buckie Th. 1 - Ayr. 3 Falkirk 2 - Berwick 2 Clyde 2 - Forfar Hamilton 1 - Kilmarnock 3 E. Fife 0 - E. Stirl. 1 Morton 1 - Celtic 3 Motherwell 4 - Dumbarton 1 Partick 2 - St. Johnstone Ö Q. of South 0 - Hearts 3 Rangers 9 - Duns 0 St. Mirren 2 - Stranraer 0 urnar, skoraði fimm af sex mörk- um Fram og sýndi mjög skemmti- leg tilþrif. Fyrri hálfleik lauk með eins marks sigri Fram, 14 gegn 13. ★ ÆSISPENNANDI SÍÐARI IIÁLFLEIKUR. Framarar byrja síðari hálfleik mjög ákjósanlega og komast í 17: 13. En Víkingar gefast ekki upp, og þegar 18 mínútur eru til leiks- loka hafa þeir jafnað, 18:18! . .Þessar 18 mínútur, sem eftir eru, voru mjög taugaæsandi, Víkingur háði að visu aldrei yfirhöndinni, en tekst þrívegis að jafna, 19:19, 20:20 og 21:21. Það hefur e. t. v. ráðið úrslitum í leiknum, að Pétri Bjarnasyni er vísað af leik- velli í 2 mínútur, þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka, var það býsna strangur dómur, margir sem sýnt höfðu grófan leik fengu vart áminningu. Fram tekst að ná yfirhöndinni í leiknum meðan Pétur er utan vallar og sigruðu með einu marki, eins og fyrr segir, 23 gegn 22. ★ LIÐIN Það er eins og Fram sé ekki enn búið að ná sér eftir hinn fræga ósigur gegn KR. Ingólfur var eitt- hvað miður sín allan leikinn og snilið var hvorki lifandi né öruggt. Eða eru hin liðin farin að kunna betur á leikaðferðir Fram? Guð- jón og Sigurður voru áberandi beztu.menn liðsins og markmenn- irnir vörðu þokkalega. Víkingar áttu allgóðan leik, lið- ið er jafnt, en aðalskipuleggjar- inn og traustasti maðurinn er Pét- ur Bjarnason. Hannes er vaxandi leikmaður. Víkingar voru ó- heppnir að hljóta ekki annað stig ið í leiknum. Valur Benediktsson dæmdi leik- inn og tókst vel, nema við getum ekki sætt okkur við útafrekstur Péturs. Innsbruck, 27. jan. (NTB). ★ Rússnesku keppendurnir á Vetr arleikjunum verða áreiðanlega þeir bez! klæddu við opnunina í sínum fögru selskinnsfrökkum. Þeir hafa svo sannarlega vakið at- hygli í Olympíuþorpinu undan- farna daga. Sérfræðingar hafa lauslega reiknað út, að hver frakki kosti ca. 43 þúsund ísl. kr. Yfirhafnir rússnesku þátttakend- anna 74 munu því kosta sam'.als rúmar 3 milljónir. ★ Finnsku þátttakendurnir eru í sjöunda himni í Innsbruck. Or- sökin er sú, að Austurríkismenn hafa flutt fullkomna finnska gufu- baðs ofu til Olympíuþorpsins. — Þetta er dáfítið annað en í Squaw Valley, segir finnski göngumaður- inn Matti Talsi. ★ Veikko Hakulinen verður fána- beri finnska otympíuliðsins við setninguna á miðvikudag og það er ekkert undarleg', þegar litið er á feril hans sem olympíukepp- anda: Sigurvcgari í 50 km. göngu í Osl'ó 1952, s=gurvegari í 30 km. og silfur í 50 km. og boðgöngu í Cortina 1958 og loks gull í boð- i göngu í Squaw Valley 1960. Að þessu sinni tekur Hakulinen þátt | í skíðaskotgöngu. Þet'a er óþekkt j grein hér á landi, keppendur þurfa að taka þátt í skotfimi með- | an á göngunni stendur. J ★ Fjórir nýir meðlimir voru sam- þykk ir í alþjóða-olympíunefndina ■ í dag þ. e. Alsír, Nígería, Brazza- viíle og Sterre. Löndin í IOC eru j því orðin 114 alls. Hér skorar Þórður glæsilega fyrir ÍR í leiknum gegn KR. Mörg verkefni KSÍ: Tveir landsleikir og Færeyjaíör Síðasta atriði í leik Víkings og Fram. Ingólfur tekur fríkast, en allt lið Víldngs er til varnar. Boltinn fór í gegnum vörnina, en fór fram hjá markinu. — Ljósm. Bj. Bj.). 5. umferð ensku bikarkeppninnar London, 27. jan. (NTB-RT). Eftirtalin lið leika saman í 5. umferð ensku bikarkeppninnar: Swindon gegn Leyton eða West Ham, Oxford gegn Brentford eða Blackburn, Bolton gegn Preston eða Carfisle, Wsc' Bromwich eða Arsenal gegn Liverpool eða Port 1 Vals, Barnsley gegn Manchester Utd, Burnley eða Huddersfield | gegn Ipswich eða Stoke, Sunder- I land gegn Leeds eða Everton. STJÓRN KSÍ ræddi við íþrótta- blaðamenn á laugardag og skýrði þeim "frá því helzta, sem er á döfinni hjá stjórninni. — Þetta er nú eiginlega ekki tími knattspyrnunnar, sagði Björg- vin Schram, formaður KSÍ, en samt er ýmislegt, sem -við höf- um á prjónunum og viljum gjarn- an skýra frá. Fyrst skal nefna svokallaða þjálfunarmiðstöð, en það er stórt mál og þýðingarmikið og algjört nýmæli hjá stjórn KSÍ. Það er | Tækninefnd KSÍ ásamt stjorninni ! sem hefur þetta mál með höndum. í stjórn Tækninefndar eru Karl Guðmundsson, Reynir Karlsson og Árni Njálsson. Þjálfunarmiðstöð- in efnir til æfinga tvisvar í viku í íþróttasal Austurbæjarbarna- skólans, á þriðjudögum og fimmtu dögum, en öllum I. deildarliðun- um hefur verið boðin þátttaka. Þjálfararnir Karl og Reynir fara og til nærliggjandi bæja og leggja á ráðin um þjálfunina, sérstak- lega úthaldsþjálfun. — Stjórn KSÍ álítur, að þetta sé fjárfesting, sem borgar sig, sagði Björgvin Schram, en auð- vitað kostar þetta mikið fé. Ekki virðist vanta áhugann, því að æf- ingar hafa verið vel sóttar. Ann- ars er alvarlegt ástand hjá þrem af stærstu félögunum í Reykja- vík, KR, Val og Fram. Þau hafa ekki ennþá fengið þjálfara fyrir meistaraflokka sína. Stjórn KSÍ og Tækninefndin hafa einn'g æfingar einu sinni í viku á miðvikudögum fyrir ungl- ingaflokk, þ. e. drengi, sem verða 18 ára á árinu og þær eru mjög vel sóttar. Stjórnin stefnir að því að koma á Unglingalandsleik, en ekkert er þó ákveðið í þeim efn- um. \ Tveir landsleikir hafa verið á- ' kveðnir hér heima næsta sumar, gegn Bermuda 10. ágúst og hugs- anlegjt er, að tveir aukaleiki^ verði’ gegn þeim. Einnig verðuj? leikið gegn Finnum 13. ágúst. íþróttasamband Færeyja liefuv- boðið KSÍ að senda landslið tLl Færeyja og þreyta leik við Fær- eyinga 19. júlí. KSÍ hefur að sjálí? sögðu þegið þetta myndarboð, eu ekki er ákveðið hvaða lið fer, þ.e.a.s. hvort A-lið, ab-lið eða unglingalandslið fer. Færeyingar greiða ferðir og uppihald. Loks var skýrt frá því, að KS í hefði keypt kvikmynd frá leik Englands og úrvalsliðs annarrá landa. Myndin er stórglæsileg og vcrður sýnd almenningi og cr fyrsta sýningin í Tjarnarbæ nk. fimmtudag. Jakob Jakobs- son lézt í bílsiysi Þau sorgartíðindi bárust hingað til fands í gær, að hinn kunni knattspyrnumað- ur, Jakob Jakobsson frá Ak- ureyri hefði látiz í bilslysi, í Þýzkalandi, en hann stund- aði þar nám í tannlækning- um. Jakob lék með knatt- spyrnu'iði Akureyrar í nokk ur ár og var af mörgum tal- inn bezti kna tspyrnumaður Akureyringa. Jakob lék í landsliði íslands gegn Eng- lendingum árið 1961. íþrót asíðan vottar aðstcnd endum inn’lega samúð. ALÞÝÐUBLADIÐ — 28. jan. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.