Alþýðublaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 9
verzlunarhliðina
vinna þetta verk, og það má ekki
tefja Ragnar fró rennibekknum.
— Hafið þið selt mikið til vit-
landa?
Einar: Við höfum sent muni á
nnnið.
sýningar erlendis á hver.ju ári síð-
an við stofnuðum fyrirtækið fyr-
ir sex árum. Það er óhætt að segja
að við höfum fengið góðar viður-
kenningar fyrir framleiðslu okkar,
enda hafa munirnir yfirleitt selzt
úti. Möguleikarnir fyrir útflutn-
ingi eru fyrir hendi en samkeppn-
in við hin stóru verkstæði erlend-
is, er hörð. Á vörusýningunni í
Frankfurt síðastliðið haust vakti
okkar deild mikla athygli og með-
’istell
Myndir: Jóh. Viib.
Texti: Ragnar Lár.
al annars sjónvarpað frá henni tví-
vegis.
— Hvað hefur þú starfað lengi
við leirkerasmíði, Ragnar?
Ragnar: 25 ár eða frá því ég var
15 ára.
Einar: Hann er fermdur upp á
leirinn og faðirvorið.
Ragnar: Ég byrjaði hjá Guð-
mundi frá Miðdal og var hjá hon-
um fram að stríðslokum, en þá fór
ég til náms í Svíþjóð. Vorið 48
kom ég heim, en vann eitt ár eft-
ir það við leirkerasmíði á Upp-
sölum.
— Hvað hefurðu rennt stærst-
an vasa?
Ragnar: Meters háan, en hann
varð ég að renna í tvennu lagi, þar
sem ég get ekki rennt hærri hlut í
einu, en sem svarar handleggs-
lengd minni, eða 70 em.
— Hvaða litir eru mest notað-
jr á- leirmunina?
Ragnar: Mest glerungur, sem
við kaupum að utan, en setjum
saman sjálfir. Hvert verkstæði hef-
ur sína aðferð til að laga litina.
Við höfum komið okkur upp nokk
uð góðum litaskala en erum sí-
fellt með tilraunir til endurbóta
og fjölbreytni. Einnig notum við
„majolika” liti, en þeir eru
grynnri, en hafa þann kost að
breytast lítið við brennslu.
— Framtíðaráform?
Einar: Stækka húsrými. Fólkið,
sem skreytir þarf að hafa sitt „at-
elier”.
Ragnar: Við erum að byrja að
framieiða lampa núna. Hengi-
lampa, borðlampa og gólflampa.
Einar: Einnig höfum við byrjað
framleiðslu á kaffistellum sem
eru mjög vinsæl. Svo og vínsett-
um og „vasapelum”.
Mörg fyrirtæki láta okkur búa
til jólagjafir fyrir starfsfólk sitt
og ennfremur höfum við gert ösku
bakka fyrir ýmis fyrirtæki, svo
sem Hótel Sögu, Lidó og Glaum-
bæ á sínum tíma.
Einar býður okkur að koma með
sér í Hú gagnaverzlun Reykjavík-
ur, en þar er hvað mest úrval af
vörum fró Glit.
Einar: Ég held að við séum á
réttri leið. Fólkið er farið að
kunna að meta nýstárlegri hluti
en það áður gerði. Þú manst vaf-
alaust eftir postulínshundunum
sem úði og grúði af hér á árunum.
— Finnst þér hið opinbera ætti
að gera eitthvað fyrir listiðnað-
inn í landinu?
Einar: Ekki beinlínis. Það mætti
styðja hann óbeint, en ég er ekki
þeirrar skoðunar að styrkja eigi
listiðnað með útlátum.
Við lítum inn í Húsgagnaverzl-
un Reykjavíkur, en hún stóð fyrir
sýningu ó list og listiðnaði
skömmu fyrir jól, en sýningin mun
því miður hafa farið fram hjá
mörgum, vegna verkfal’a og af-
leiðinga þess. Þó fræddi verzl-
unarstjórinn okkur á því að það
fólk sem kom hefði verið mjög
hrifið af þeim hlutum, sem sýndir
voru og þá ekki sízt Glitvörunum.
Þarna var mikið úrval af þeim og
kennir margra grasa. Mesta at-
hygli vöktu kaffisettin og vínsett-
ín, enda mjög nýstárleg að gerð.
Meðan við ljósmyndarinn skoðuð-
um okkur um í verzluninni, tóku
hinir tal saman og verzlunarstjór-
inn spurði: Hvenær fæ ég fleiri
kaffistell?
Við þökkum Glit-fólkinu góðar
móttökur og óskum því og fyrir-
tækinu alls hins bezta í framtíð-
inni.
ÞORBJÖRG
— eitt ár við leirkerasmíð
EDDA
— mvndlistakvöldin á kvöldin
RAGNAR:
— fermdur upp é leirinn og faðir-
vorið
HREEÐAR JÓNSSON
________KLÆÐSKERI _________
LAUGAVEG 18 3. HÆD SÍMI 16928
Duglegur sendisveinn
óskast. — Vinnutími eftir háclegi.
Þarf að hafa reiðhjól.
AiþýðubiaSið sími 14 »00.
ALbÝÐUBLAÐIÐ — 28. jan. 1964 9