Alþýðublaðið - 28.01.1964, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.01.1964, Qupperneq 10
ÞAÐ var ekki sami bar- áttuhugur í KR á sunnu- V&WVW5 MWtWVlVimWMWV Frábær kvik- mynd frá leik Englands og heimsliðsins u n JCVTKMYNDIN, sem KSI hef ur fengið frá leik Englands og ,,heimsliðsins“ svokafl- aða er í einu orði sagt, frá- bær. Þarna sýna allir helztu knattspyrnusnillingar heims listir sínar og kvikmynda- tökumennirnir flytja þá, sem horfa á kvikmyndina næstum'' til Wembley, svo vel tekst þeim upp. Þarna sjáum við Puskas og di Stefano, Gen- to, Jasjin, íhinn frábæra), Masopust, Greaves, Smith Charlton, o. fl. o. fl. Það ætti enginn knattspyrnuunnandi að missa af þessari mynd, sem verður sýnd í Tjamar- bæ í þessari viku. Fyrsta sýn- ingin er á fimmtudaginn. ssjálfu-frio -efnða dagskvöld, er Iiðið lék gegn ÍR, eins og á móti Fram á dögunum. ÍR-ing ar gjörsigruðu KR með 28 mörkum gegn 17 og eftir þann sigur verða tveir þeir stóru í I. deild, FH og Fram að fara líta á ÍR, sem hættulegan keppinaut um íslandsmeiistaratitil- inn. •k KR-ingar byrja vel .... Sigurður Óskarsson skorar tvö fyrstu mörkin í leiknum fyrír KR af línu og áhorfendur hugsa senni- lega með sér, að sigurganga KR muni halda áfram. Það sést 6:3 fyrir KR á töflunni eftir 10 mín- útna leik og vörn ÍR var um tíma býsna opin. . .. . en þá kom 10:3 kafli fyrir ÍR Gunnlaugur hafði lítið haft sig í frammi í leiknum, en nú tekur hann af skarið og skorar tvö mörk, annað úr vítakasti, og Hei-mann jafnar fyrir ÍR. Þó að Gylfa sé vísað af velli í 2 mínútur lilaðast mörkin á KR og er dómarinn gef- ur merki um leikhlé er staðan 13: 9 fyrir ÍR. ★ ÍR-ingar Iryggja sigurinn á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. ÍR-menn léku liðlega og vel eft- ir hlé, fóru sér að engu óðslega og skutu ekki nema í góðu færi. Þetta fór vitanlega í taugarnar á KR- ingum, sem fengu ekki rönd við reist og eftir 10 mínútna leik má segja, að ÍR hafi tryggt sér sigur- inn, en þá er staðan 19:11. Um miðjan hálfleikinn er Gunnlaugi vísað af leikvelli í 5 mínútur, og það var strangur dómur (hafði áð- ur verið vísað út í 2 mín.) Þetta heíði nú átt að setja kraft í KR- inga, en það merkilega skeði ÍR- ingarnir sex á móti sjö KR-ingum auka bilið! Leikurinn var lítt skemmtilegur undir lokin, bæði liðin kærulaus, en lokatölurnar voru 28 gegn 17 ÍR í vil. ★ Liðin. ÍR-liðio nefur ekki verið eins jafnt og sterkt og nú í langan tíma. Vörn in er traust orðin og hinir ungu piltar, sem leika með meistara- flokki eru efnilegir og falla vel inn í liðið. Hermann og Gunnlaúg- ur áttu mjög góðan leik, sá fyrr- nefndi skoraði t. d. 12 mörk, en Gunnlaugur 8. Jón Jónsson, sem nú lék í marki ÍR átti góðan leik, varði m. a. vítaköst. KR byrjaði leikinn vel, en síð- an ekki söguna meir Hinn frægi baráttuhugur KR-inga var ekki með liðinu í þetta sinn og svo lék vörn ÍR línumenn liðsins grátt. Dómari var Sveinn Kristjánsson og slapp allvel frá þessum erfiða leik og er vaxandi dómari. Þó þyrfti að gæta meira samræmis í dómun- um. Þreyttir en ánægðir ÍR-ingar ásamt formanni félagsins, Reyni Sigurðssyni, að loknuin yfirburðasigri gcgn KR. Formaðurinn veitti „Coke” á línuna. — (Ljósm. Bj. Bj.). P ■ -'Á V mpíiiíip Hér er Ijósmynd af atvikinu, sem orsakaði 5 mínútna brottrekstur Gunnlaugs af leikvelli, boltinn hafði rúliað í netið, en Gunnlaugur gat ekki stillt sig um að sparka í knöttinn. Nokkuö strangur dómur það. — (Ljósm. Bj. Bj.). Enska knattspyrnan Á laugardag fóru fram 4. um- ferð ensku bikarkeppninnar og 2. umferð skozki’. bikarkeppninnar. Ekki varð mikið um óvænt úrslit, en af 16 leikjum í ensku bikar- keppninni enduðu átta í jafntefli og verða endurleiknir í byrjun þessarar viku. j 4. umferð ensku bikarkeppn- innar: Aldershot 1 - Swindon 2 Swindon var mun betri aðil- inn og skoruðu Rodgers og At- kins mörk þeirra. Barnley 2 - Bury 1. Bury sýndi mun betri knatt- spyrnu, en voru slegnir út af typ- isku cupliði. Bedford 0 - Carlisle 3 Utandeildarliðið Bedford var mörgum klössum neðar 4. deild- arliðinu. Blackburn 2 - Fulham 0. Inntrióið Douglas - Pickering og McEvoy hjá Blackburn voru í stórformi og Fulham sá aldrei glætu í leiknum.. Pickering og McEvoy skoruðu mörkin. Boltón 2 - Pr.eston 2. . Preston var mun betri aðilinn og höfðu þeir tvö mörk yfir, — skoruðum af Dawson, bar til á 66. mín. að Deakin .skoraði. fyrir Bal- ton og. sami maður jafnaði leikr inn á 76. mín. Burnley 2 - Newport 1 Lítill munur á 1. og 4. deildar- liðinu og var jafnt í hléi 1:1. Connelly skoraði sigurmarkið fyr- ir Burnley. Chelsea 1 - Huddersfield 2. Þetta voru óvænt úrslit — og einkum ef litið er á þá staðreynd að miðframvörður Huddersfield meiddist snemma og varð að leika sem miðframherji það sem eftir var leiksins. Tambling skoraði fyrir CÍielsea og McHale og White 17 mín. fyrir leikslok ásamt frá-. bærri markvörzlu Wood tryggðu sigur Huddersfield. Ipswjch 1 - Stoke 1 Ipswich var óheppið að missa miðframh. sinn Baker út af vegna meiðsla snemma í fyrri hálfleik, en voru þrátt fyrir það betri að- ilinn. .Mellroy skoraði beint úr hornspyrnu fyrir Stoke, en Baxt- er jafnaði á 70. mín. Leeds 1 - Everton 1. Þrátt fyrir þó nokkra yfirburði í leik, tókst Everton ekki að jafna fyrr en 8 mín. fyrir leikslok með tvítékinni vítaspyrnu, fyrst af Scott og síðan Vernon. Fyrir Leeds skoraði Lawson. Lcyton 1 - West Ham. 1. Deeley skoraði fyrir Leyton er aðeins 100 sek. voru liðnar af leik én Sissons átti mestan þátt í marki West. Ham. Liverpool 0 - Port Vale 0. Liverpool komst lítt áleiðis gegn 3, deildarliðinu Port Vale. Manch. Utd. 4 — Bristol R. 1. Manch, IÞd. hafði yfirburði þrátt fyrir að Cantwell væri ,,far- þegi” í 75 mín. Law skoraði fyrst á 30. mín. Þá Herd á 28. mín. Law á 65. mín. og Law skoraði þriðia mark sitt eða „hattrick” rétt fyrir leikslok. Crerand haíði skorað í eigið mark fyrir Bristol R. Oxford 2 - Brentford 2. Sheíf. Utd. 1 - Swansea 1. Jafn leikur og skoraði Jones f.vrir Sheff. Utd. á 19. mín. en Thorhas jafnaði fyrir Swansea á 05. mín. Sunderland 6 - Bristol C. 1. Sunderland sýndi stórglæsileg- an leik og er eflaust í klassa með beztu 1. deildarliðunum. W: Bromwich 3 - Arsenal 3. Þarna- missti Arsenal' illa af vagninum og máttu undir lokin tel.ia sig- hennna að sleppa. Þegar aðeins 11 mín. voru liðnar af leik var staðan 2:0 fyrir Arsenal og skoruðu McLeorl og Armstrong mörkin, en í hléi var staðan 3:1 Og haíði Baker bætt einu við fyr- ir Arsenal, en Fenton fyrir WBA —r í seinni hálfleik sótti W. Brom. meira, en það var aðeins vegna varnarmistaka lijá Arsenai að Framh. á 11. síðu. Staðan í I. dei’d: FH FFam .......... 5 4 0 1 144:116 3 ÍR ............ 5 3 1 1 127:123 7 EH ............,4 2 11 118:101 5 Víkingur .... 5 2 0 3 117:122 4 KR ............ 5 2 0 3 118:140 4 Ármann. .... 4 0 0 4 72= 92 0 10 28- J'an- 1964 — ALÞYÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.