Alþýðublaðið - 28.01.1964, Page 16
með 8V2 vinning
Reykjavík, 27. jan. — ÁG.
í GÆRKVÖLDI voru tettdar
nokkrar biðskákir á Reykjavíkur-
mótinu. I*á vann Gligoric .Friðrik
og Jón Kristinsson gaf skákina við
Friðrik. Skák Inga og Johannes-
sen fór í bið, en þar hefur Johann-
essen mun meiri vinningslíkur.
Þegar blaðið fór í prentun voru
þeir Trausti og Ingi að tefla bið-
skák. Annað kvöld veröur 10. um-
ferðin tefld.
; .Staðan er þá þannig: Tal er efst
ur með 8Vz vinning. Gligoric er
•næstur méð 8 vinninga. Friðrik
þriðji 'ineð. 7:1-2, Þá er Johannessen
með 6Vl, bf . hann vinnur skákina
við Inga. Næstur er Ingi með 4 og
biðskák við Trausta. Síðan koma
þau Nona, Wade og Guðmundur
með 4 vinninga. Þá koma Ingvar,
Magnós og Freysteinn með 3 vinn
inga hyer. Trausti með 2Vá og bið-
skðk við Inga og Arinbjörn með
2VSs. Jðn Kristinsson. er með lVá.
Drukknaði í áveituskurði
Reykjavík, 27. jan. - GO.
Sigurður ívarsson bóndi i
Meðalholtshjáieígu í Glaum-
bæjarlireppi hvarf skyndilega í
gærmorgun er hann var aö
gegningum í fjósi með bróður
sínum. Upp úr liáceginu var
farið að óttast um feann og
þegar eftirgrennslanlr á næstu
bæjum báru ekki árangur, var
leitað til lögreglunnar á Sel-
fossi og hjálparsveitar skau-, í
Hafnarfirði.
Nonni, sporhundur hjálpar-
sveitarinnar fann slóð sem
virtist liggja að straumliörð-
um og djúpum skurði, sem
rerinur um túnið neðan við bæ-
inn. Þar sem dimmt var orð-
ið og áliðið dags, var ekki að-
hafzt meira, en í morgun fór
hjálparsveitin austur og liafði
með sér tæki til að slæða í
læknum. Síðdegis í dag fannst
svo lík Sigurðar í þessum læk.
Sigurður var einhleypur mað-
ur, 36 ára gamall, og bjó i
Meðalholtslijáleigu með bróð-
ur sínum og móður þeirra
aldraðri.
Skurðurinn, sem Sigurður
drukknaði í var áður lækur,
en var grafinn upp í sambandi
við Flóaáveituna. Hann er mjög
djúpur og straumliarður og
fellur í vatn, sem er neðar í
Flóanum. Forn álög eru þau á
læk þessum, að í honum eigi
20 menn að drukkna.
Myndin var tekin í morgun,
þegar hjálparsveitarmenn
voru að byrja að slæða lækinn,
sem líkið fannst síðan í. —
Mynd: JV.
DRUKKNAÐÍÍ
KVERNÁRSÍKI
HVtlWWMWMMWMWWWWWimWMWWIWVMWMWIWWWWWWWWWWtMMIWWWWIIM
Grafarnesi, 27. jan. SH-IIP.
Aðfaranótt síðastliðins laugar-
dags varð banaslys skammt frá
Grafarnesi i Grundarfirði. Ungur
maður, Lýður Lárusson frá Kirkju
felli í Grundarfirði, drukknaði, er
bíll hans fór út af veginum við
brúna yfir Kvemársíki og lenti
ofan í djúpum hyl. Þegar bíllinn
náðist upp, var Lýður örendur.
Slysið varð milli kl. 5-6 aðfara-
nótt laugardags. Lýður þurfti að
láta draga bíl sinn, sem var lítill
Renault, árgerð 1946, nokkurn
spöl, og lá leiðin yfir brúna á
svonefndu Kvernársíki. Ekki er
alveg Ijóst, livernig það vildi til,
að bíllinn fór út af, en talið er,
að þegar hinn bíllinn var kom-
inn á brúna, hafi bíll Lýðs lent
á brúarstólpanum og hrapað við
það ofan í hylinn, þar sem hann
lenti á hvolfi. Fór hann í kaf, en
hylurinn mun vera nær 2 metrar
á dýpt. Var þegar í staS reynt
að ná ýýS út úr bílnum, en það
tóícst ékki, ,Var þá fenginn bíll
frá, 'Grafai-nesi til að ná fólks-
bílrium upp„ en þá var Lýður lát-
Frb. á 4. síðu.
Reykjavík, 27. jan. - KG.
Umboðsmenn Morris bíianna
hér á landi Þ. Þorgrímsson
og Co. bmgðu skjótt við eft-
ir að úrslitin í Monte Carlo
keppninni urðu kunn. Sigur-
vegarinn í þeirri keppni ók
í Morris Cooper «g var blaða
mönnum í dag boöið að sjá
einn slíkan leika listir sínar
á einni af flugbrautunum í
Reykjavík.
Það var Sverrir Þórodds-
son, sem ók bílnum og fengu
blaðamenn að sitja í bílnum
eina ferð hver og sannfærast
um, að þó að duglega væri
gefið í á beygjum, þá kom
bíllinn alltaf á réttum kili
úr þeim, og fullyrti Sverrir,
að á sléttum brautum væri
ekki liægt að hvolfa honum.
Morris Cooper eða Mini
Cooper er einn af hinum svo
Framh. á 4. siðu
STJÓRNARKJÖR f DAGS-
BRÚN, IÐJU OG ÞRÓTTI
Reykjavík, 27. jan. ÁG.
UM helgina fór fram stjórnar-
kosning í Verkamannafélaginu
Dagsbrún. A-Iistinn, borinn fram
af stjórn og trúnaðarmannaráði
hlaut 1295 atkvæði og alla menn
kjörna. B-listinn, bovinn fram af
Birni Jónssyni og fleirum hlaut
465 atkvæði.
Atkvæði greiddu 1789. Gildir
.seðlar voru 1760, 28 voru auðir
og 1 ógildur. A-listinn hlaut sam-
tals 73.6% greiddra atkvæða, og
er stjórnin öll endurkjörin. í fyrra
greiddu 2019 atkvæði. Þá fékk A-
listinn 1389 atkvæði, eða 68.8%
og B-listinn 630 atkvæði, eða
31.2%.
Þá fór einnig fram stjórnarkjör
í Iðju, félagi verksmiðjufólks í
Reykjavík. Þar voru þrír listar, A-
listi (kommúnistar), B-listi, (stjórn
og trúnaðarmannaráð) og C-listi
(framsóknarmenn). B-listinn hlaut
798 atkvæði og alla menn kjörna.
A-listinn fékk 282 atkvæði og C-
listinn 191 atkvæði. Kjörsókn var
m unminni en í fyrra. B-listinn
bætti við sig 1% atkvæða, en A-
listinn tapaði sama magni. B-list-
inn lilaut nú 61.5%, A-listinn 21,-
7% og C-listinn 14.5%.
Þriðja stjórnarkjörið, sem fram
fór um helgina, var í Vörubíl-
stjórafélaginu Þrótti. Þar missti
gamla stjórnin völdin en ný tekur
við með Sigurð Sigurjónsson í for
mannssætinu. Tveir listar buðu
fram, A-listi stjórnarinnar og B-
listi Sigurðar Sigurjónssonar. B-
listinn lilaut 101 atkvæði og alla
menn kjörna, en A-listinn 98 at-
kvæði. Undanfarin 4 ár hefur Ein-
ar Ögmundsson verið form. fé-
lagsins.
Kópaskeri, 26. jan. SV-HP.
19. þessa mánaðar var Sigv'aldi
Jónsson, bóndi í Garði í Keldu-
liverfi, að sækja sand út að sjó. á
bíi sínum, sem er gamall vöru-
bíll með tvöföldu húsi. Fór hann
út á svokallaðan Sand í grennd
við bæinn Arnarnes í þessil
skyni. Með honum i bilnum voru
þrjú börn hans.
Á lieimleiðinni lá leið Sigvalda
mcð lilaðinn bílinn yfir gamlan
árfarveg, sem vatn hafði staðið
uppi i, þegar þar tók að frjósa
fyrir alllöngu. Síðan hafði þiðn-
að, og var ísinn því ekki éins
traustur og Sigvaldi ætlaði, þeg-
ar hann ók út á ísinn í góðri trú.
Skyndilega brast ísinn undan
bílnum og hann tók að sökkva.
Sigvaldi brá þá skjótt við og tókst
að bjarga börnunum út um glugg-
ann og upp á skörina off. komst
loks sjálfur á eftir. Þegar bíllinn
stöðvaðist í botni, voru allar rúð-
ur komnar í kaf og toppurinn
einn upp úr, svo að ljóst er, að
ekki mátti tæpara slanda, að Sig-
valdi bjargaði sér og börnum
sínum.
Þau gengu síðan heim að Arn-
arnesi, en fljótlega var fenginn
kranabíli frá Kópaskeri til að
draga bílinn upp.
Tal er nu efstur