Alþýðublaðið - 02.02.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 02.02.1964, Qupperneq 3
r^m i iii i iii ii ii ii iim ■■■ii .............iiimiiiiiiiiu^ | ,Þetta er erfittog þungt nám' | I Rættvið nýútskrifaðan tannlækni,Ómar R. Konráðsson I Klukkan var að byrja a3 ganga sjö, þegar við kvöddum dyra að Spítalastíg 4. Frú Edda Eyfeld bauð til stofu, því að húsbóndinn var enn ekki kormnn heim. Blómin voru aug sýnilega farin að berast, og börnin störðu hugfangin á stóra og skrautlega köku, sem beið kvöldsins inni í stofu. Okk ur var þegar í stað boðið kaffi og meðan vindillinn reyktist upp, spjallaði frúin við blaða- menn. Þetta er merkisdagur hjá okkur, sagði hún um leið og liún setti plötuna á plötuspil- arann. Maður hefur ekki get- að hlustað á músík að undan- förnu fyrir próflestri, en nú er þeita búið og við ósköp ánægð eins og gefur að skilja. í dag lauk sem sagt kandi- datsprófi í tannlækningum fyrsti kandidatinn af þeim stúdentum, sem liófu nám í tannlækningum við Háskóla íslands eftir að ný námsreglu- gerð tók gildi 1957. Og ekki höfðum við setið lengi að Spítalastíg 4, þegar hann snaraðist inn úr dyrun- um, hress og glaður að loknu prófi, eins og vera ber. Við óskuðum honum til hamingju og ekki að ástæðulausu, því að fyrir utan • allt annað gekk honum mjög vel. íiann hlaut sem sagt mjög góða fyrstu eink unn eða rétt um ágætiseinkunn — Jæja, Ómar, livernig líður þér? — Ágætlega. Maður hefur ekki ástæðu til annars en að vera ánægður. Ómar Konráðsson er fæddur í Reykjavík 13. júní 1935 sonur Konráðs Gíslasonar kaup- manns í Hellas og Huldu ÓMAR: — þau yngstu voru að gera mig vitlausan. Bjarnadóttur, ritara á Veður stofunni. Ómar er kvæntur Eddu Eyfeld, og eiga þau þrjú börn, 2, 3 og 7 ára. — Þau yngstu hafa alveg verið að gera út af við mig í próflestrinum að undanförnu, segir hinn nýbakaði tannlækn ir og brosir. — Hvenær laukst þú stú- dentsprófi, Ómar? — Ég varð stúdent frá M.R. 1958. Fyrst var ég í skóla í Reykholti, en tók síðan mennta skólann utanskóla á tveimur og hálfu ári. Um haustið 1958 innritaðist ég í Læknadeild H.í. og tók þaðan upphafspróf í læknisfræði vorið eftir. Reglugerðin frá 1957 var þá komin til framkvæmda, en henni var ætlað að vera ný sia og var ég í fyrsta árganginum, sem hóf nám í læknadeild eft- ir að hún tók gildi. Með henni voru prófin stórþyngd, eink- um í efnafræði og vefjafræði. Við innrituðumst 25 eða 26 hausdð 1958, ef ég man rétt, en 5 eða 6 luku báðum próf- unum um vorið. Haustið 1959 hélt ég svo áfram í læknadeild inni, en þá fjölgaði í fjölskyld unni, svo að ég varð að fara að vinna og vann til næsta vors. Haustið 1960 byrjaði ég svo í tannlæknadeild, þó að ég æt aði mér upphaflega í al- menna læknisfræði. Eftir ára- mótin lauk ég fyrsta hluta prófi í tannlækningum og gekk vel, fékk 15 og 16. Miðhlutan um lauk ég hálfu öðru ári síð- ar eða vorið 1962. Og nú er ég sem sagt ab koma heim úr síð- asta munnlega prófinu og kandidatsprófinu þar með lok ið. — Og þú ert sá fyrsti, sem útskrifast eftir nýju reglugerð inni og tókst ágætt próf i ofaná lag? í — Já, ég er að visu ekki bú- inn að fá alveg aUar einkunn- irnar enn þá, en flestar þær, sem ég veit um, hljóða upp á 14, 15 og 16, svo að ég reikna með mjög góðri fyrstu eink- unn. — Tókstu ekki líka óvenju mörg skrifleg próf í einu? — Jú, ég tók 6 skrifleg próf eða fleiri en nokkru sinni áð- Fnunh. ð 13. síðu | Ómar R. Konráðsson ásamt eiginkonu sinni, Eddu Eyfeld og þremur börnum þeirra. (Mynd: J.V.), C E l 5 = 5 = 1 i E = E E E E = i = 5 E 3 = C = = = = -*:'i«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»> TILBOÐ óskast í leigu á hluta af byggingu mnferða- miðstöðvarinnar í Reykjavfk til igreilða- og veitingaisölureksturs. Húsið verður væntan- lega tekið í notkun á þessu ári. Tilboðum sé skilað fyrir 25. febrúar n.k., til samgöngumála ráðuneytisins, sem gefur nánari upplýsingar um málið. Samgöngumálaráðuneytið. Laus staða Aðstoðarmaður eða stúlka óskast við rannsóknarstörf. Stúdents menntun eða hliðstæð menntun æskileg. Laun skv. hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist fyrir 10/2. Atvinnudeild Háskólans, fiskideild, Skúlagötu 4. Keflavík — Suöurnes Aðalfundur Skrifstofu- og verzlunarmannafélags Suðurnesja, verður haldinn í Aðalveri, Keflavík, laugardaginn 8. febrúar kl. 3 e. h. Stjórnin. TUNGUTALSGÁFAM nefnist erindið sem Svein B. Johnsen flytur f Aðventkirkj- unni í dag, sunnudaginn 2. febrúar kl. 5 s. d. —- Fjolbreýtt 1 ur söngui- undir stjórn Jóns H. Jónssonar. Allir velkomnir. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessnm hverfum: ★ Miðbænum ★ Tjarnargötu ★ Lindargötu ★ Kleppsholt ★ Rauðarárholti Afgreiðsla AlþýÖublaÖsins Sfml 14 900 Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. febr. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.