Alþýðublaðið - 02.02.1964, Page 7
Alfreff Flóki:
1 TEIKNINGAR
Inngangsorff eftir Jóhann
Hjálmarsson.
Reykjavík 1963.
EIN MYND að minnsta kosti verð-
ur mér harla minnisstæð úr bók
Alfreðs Flóka: það er andlitsmynd
Jónasar Hallgrímssonar. Flóki hef
ur löngum verið laginn að vekja á
sér athygli með ýmiskonar hneyksl
unarbi'ellum; og vel má það vera
að grunlausum aðdáendum „lista-
skáldsins góða“ hætti við að
skoða þessa mynd sem rétt eina
slíka, yppta öxlum og líta kæru-
laust af henni. Slíkt viðhorf hcld
ég væri meinlegur misskilningur
bæði á Jónasi sjáifum og svo á list
Alfreðs Flóka. Vel megum við vita
að Jónas var fleira en ástVinur
lands og tungu sem býr nú í ævar-
andi skáldskaparbirtu og dýrð;
einnig þetta sollna þjakaða andlit,
merkt hrörnun og aðsteðjandi
dauða er Jönasar Hallgrímssonar.
(Fróðlegt er að líta á teikningu
Helga Sigurðssonar af Jónasi til
samanburðar). í mynd Flóka þyk-
ist ég greina skáldið sem orti um
skammdegið og dauðann, — „dauð
inn er hreinn og hvítur snjór”.
Alfreð Flóki er ungur maður,
fæddur 1938, hefur stundað mynd-
listarnám í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn og haldið tvær sýning-
ar hér heima. í þessari bók eru 31
teikning hans frá 7 ára bili, 11 frá
árunum 1957-59, 2 frá 1950-61 og
afgangurinn frá árunum 1962-’63,
flestar frá síðastnefnda árinu. —
Myndin af Jónasi Hallgrímssyni
er gerð 1961; en einmitt um það
leyti virðist breyting vera að
verða á vinnubrögðum Flóka, og
eru yngri myndirnar í bókinni
með allólíkum svip hinurn eldri.
Nokkrar síðustu og yngstu teikn-
ingar í bókinni eru vonandi vöttur
þess þroska sem Flóki er að taka
út þessa dagana og árin.
Myndir Alfreðs Flóka eru allar
hrollvékjur. Hrollur, óhugnaður,
virðist vera óhjákvæmilegur þátt-
ur í list hans, stundum kvöl, stund
um óhugnanlegt skop, stundum
einhyerskonar æðruleysi mitt í
óhugnaðinum. Áreiðanlega hefur
FLoki.
V/
Penelopa
hann lært mikið af súrrealistum,
Salvador Dali og Max Ernst eru
nöfn sem strax koma í hugann, en
hitt er svo sem trúleg saga að
meistarar hans séu minnst þúsund
og einn, eins og líka kann að vera
eðlilegt um ungan mann á þroska-
skeiði. Mestu skiptir hvort æfing-
ar hans og tilraunir við fjölbreyti-
leg áhrif, fyrirmyndir og læri-
meistara verða til að efla eigin
svip hans, efla list hans eigin
þroska og staðfestu. Flóki er af-
bragðs fimur teiknari, og vel má
það vera að sjálf leikni hans
fr.eistj hans stundum til ódýrleika
eins og Jóhann Hjálmarsson gefur
í skyn í formálsorðum fyrir bók- |
inni. (Sundurlaus grein full með
sp.iátrungsskap, en sitthvað greind-
arlega athugað inn á milli og sam-
an við). En þróunin sem lesin verð-
ur í þessari bók sýnist mér benda
til þess að Flóki yfirvinni þessa
hættu, að eigið erindi hans sé of
mikið til að hann verði undirokað-
ur af fyrirmyndum sínum. Lífs-
svnin scm birtist i þessum mynd-
nm, — eða réttara sagt: kjarni
þessarar sýnar er ekki tillærður
rómantískur hrollur, en uppruna-
leg tilfinning, raunveruleg skelf-
ing. Menn geta kallað slíka list
soillta eða úrkynjaða; það haggar
ekki gi'ai hennar svo framarlega
sem listamaðurinn er sýn sinni
trúr, leiðist ekki til að gera sér
kaupskap úr hneykslunargirni ná-
unga síns.
Hinar eldri myndir Flóka eru
mjög hreinlega og snyrtilega unn-
ar, dregnar klárum, skýrum drátt-
um. Falleg en ólík dæmi í bókinni
eru myndir nr. 5, 6, 9 og 12, og
finnst mér raunar hin síðastnefnda
(Penelopa) langfremst. Sjálfur
skýrleikj þessara mynda, sem
lvsa stöðu Flóka í upphafi, kann
að einangra þær, setja þær niður
í vissri fjarlægð frá áhorfandan-
um; en þó held ég þær standi
framar mörgum hinum „efnis-
hlöðnu” myndum aftar í bókinni
(nr. 17, 22, 23, 24 t.d.). í þeim
fórnar hann einfaldleikanum án á-
vinnings; nokkrar þessar myndir,
sem eru að kafna í ringulreið, sýn
ast mér ódýrastar og ósjálfstæð-
astar í bókinni. Breytingin, sem
verður á myndum Flóka birtist
einkurn í því að teikningin verður
frjálslegri, höndin liðugri og kæru
minni um smáatriði; og hún horf-
ir tvímælalaust til bóta: í stað yf-
irborðsfágunar komur -persónuleg
ur svipur. Hér erú einfaldar mynd-
ir miklu álirifasterkari en hinn
fágaði óhugnaður fyrr í bókihni
(nr. 15, 16, 18) og að lokum nokkr-
Jónas Hallgrímsson.
ar þar sem meiri efniviður er
hnepptur í formlega heild, og eru
það allar yngstu myndirnar í bók-
inni (nr. 27, 29, 31 t. d.).
Þessi bók geymir varla meira en
lítið sýnishorn af verkum Alfreðs
Flóka, en hún er vel fallin til að
kynna list hans og vekja á henni
áhuga. En óneitanlega er safnið
sundurleitt; manni er ekki grun-
laust um að verk Flóka hafi til
þessa einkanlega verið æfingar,
tilraunir, leit. Efalaust
er það rétt hjá Jóhanni Hjálmars-
syui í formálanum að bókmenntir
séu Flóka ærinn innblásturs- og
hugmyndavaki, og væri gaman að
sjá hann færast í fang stór verk-
efni í bókskreytingum. íslenzkar
bókmenntir bjóða snjöllum mynd-
listarmanni ótæmandi verkefni,
enda hefur myndskreytingu bók-
menntaverka varla verið sinnt af
neinni alvöru hérlendis til þessa-
Skyldi ekki Píslarsaga Jóns þum-
lungs hæfa Flóka? Eða þjóðsögur,
fornaldarsögur — og kannski ekki
sízt sumir sálmar? Fyrir skemmstu
sáum við túlkun Barböru Árnason
á Passíusálmum; það var einhver
ánægjulegastur myndlistar?iðburð
ur hér um sinn. Allfróðlegt væri
að sjá Alfreð Fióka ráðast í svip-
uð stórræði; og manni sýnist að
list hans nú þarfnist einmitt þösa
ága og aðhalds, sem slík stórvirki
mundu veita honum. — Ó. J.
FJOLBREYTT
MIMISHEFT
UT ER komið 1. tbl. 3. árg. aP
,;Mími“, — blaði stúdenta í ís-
lenzkum fræðum við Háskóla ís-
lánds. Blaðið er 52 bls. að stærð
og hið vandaffsta.
Af efni blaðsins skal nefna^
„Umþenking sálmabókar" eftir
Böðvar Guðmundsson, „Annáls-
brot“ eftir Björn Teitsson, þar
sem skýrt er frá starfi Mímis, sem
er félag stúdenta í íslenzkum fræ9
um, „Um Laxdælu" eftir Aðalstein
Davíðsson, „Við ritvélina" eftir
Sverri Tómasson ,,Tvö rit um
könnun bókmennta,, eftir Vé-
stein Ólason, „Spássíuathuganir
um Skáldatíma" eftir Örn Óiafs-
son. „Grautað í bíblíunni" eftir
Sverrf Ilólmarsson, „Thorkikk
Framh. á 10 sífft*
M%%%%%t%%%%%%%*%%%%%%%%%%%%%%WM%%%4%%%%%%%%%W%%%*
★ SATURNUS
TÍÐINDI noklcur hafa nú gerzt
í geimferðamálum. Bandaríkja-
menn hafa skotið á loft Saturn-
us eldflaug, sem er þyngst og
aflmest þeirra eldflauga, sem
skotið hefur verið á loft til
þessa.
Flaugin bar gervibnött, 19
smálestir á þyngd, og er hann
jafnframt sá stærsti, sem haf-
inn hefur verið frá jörðu enn
sem komið er.
Bandaríkjamenn og Rússar
hafa löngum þreytt liarðvítugt
kapphlaup í þessum málum.
Alkunna er, að Bandaríkja-
menn voru langt á undan Rúss-
um í framleiðslu kjarnavopna,
sem og á flestum sviðum vís-
inda og tækni. Með Spútnik
náðu Rússar dágóðu forskoti,
en Bandaríkjamönnum var
brugðið, og sáu þeir sitt ó-
vænna, ef þeir ættu ckki að
verða á eftir í kapphlaupinu
um himingeiminn. Þá einbeittu
þeir kröftum sínum að stórri og
aflmikilli eldflaug, Saturnus,
og nú hafa þeir séð árangur
iðju sinnar. Forskot Rússanna
er horfið, og telja ýmsir sér-
l'ræðingar, að tvímælalaust liafi
Bandaríkjamenn nú tekið for-
ystuna í þessum efnum.
★ METIN JÖFNUÐ
ÞRÓUN vísindanna síðustu ár
hefur æ meira beinzt að því að
gera öll tæki léttari og fyrir-
ferðarminni. Þetta lögðu
Bandaríkjamenn megináherzlu
á. í gervihnöttum, sem ekki
vógu nema 2-3 kíló tókst þeim
að koma fyrir hundruðum flók-
■ inna mælitækja.
Rússar urðu að fara aðra leið
. af því að tæki og sprengjur
voru mun þyngri. Þeir ein-
beittu sér að því að smíða afl-
mikla eldflaugamótora, sem
komið gætu þungum hlutum út
í geiminn. Þetta tókst þeim,
þegar þoir komu Spútnik á
braut umhverfis jörðu Þeir
hafa þetta ekki lengur fram yf-
ir Bandaríkjamenn eftir til-
komu Saturnusar, svo nú eru
metin jöfnuð, og kannski held-
ur betur.
Þróun þessara mála hefur
verið undraör síðustu ár, enda
hefur ekkert verið til sparað.
Stórveldin hafa veitt svimandi
upphæðir til geimflaugasmíða
og geimrannsókna. Hefur hin-
um almenna skattborgara víða
þótt nóg um og ekki miklu máli
skipta, hvort maðurinn stígur
tíu árum fyrr eða siðar fæti á
tunglið.
Vonandi verður þróun þess-
ara mála sú á næstu árum, að
aukinnar samvinr.u gæti meðal
stórveldanna, og meira hófs
verði gætt um hraða og kostn-
að og heldur notað til að bæta
lífskjör þeirra, sem við fátækt
eða skort búa.
!%%%%%%%%%%%%%%%%%V%%%%%%%%%V%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%M%%%%fi%%%%%%V%%%%%%%%M%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%MV%%%%M%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%t
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. febr. 1964 J