Alþýðublaðið - 02.02.1964, Síða 8
iMuiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiMiiiiittiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiHMiMiiiimik JtMHmmmimuiHmimmiimiuimnii
KRISIJÁN KRISTJÁNSSON
frá Hraunhöfn - Minning
ÞAÐ var hljótt um lát Krist-
jáns Richter í St. Paul í vetur.
Hann dó sama dag og Kennedy
forseti var myrtur, 22. nóvem-
ber, 1963, og þannig var það að
fréttin um andlát þessa háaldr
aða heiðursmanns fór framhjá
mörgum kunningjum. Kristján
var móðurbróðir Ólafs Thors fyrr
verandi forsætisráðherra íslands,
Thors sendiherra í Washington,
og þeirra systkina, og líka móð-
urbróðir Kristjáns Albertssonar
rithöfundar. Hann var síðastur
sinnar kynslóðar í fjölskyldunni
og var nærri því 95 ára er hann
lézt.
C. Harold Richter var nafnið
sem Kristján Kristjánsson frá
Hraunhöfn á Snæfellsnesi bar hér
vestra. „C“. var, á ensku, „Christi
an“, Kristjáns nafnið sem liann
fékk við skrín, en „Harold“ var
nafnið Haraldur, sem hann kaus
sjálfur í endurminningu um elzta
bróður sinn, Harald, sem fórst
sviplega í sjóslysi nðJægt Akra-
nesi, 1884.
Kristján dó á Midway sjúkra-
húsinu í St. Paul skömmu eftir há
degið, 22. nóvember. Banalega
lians var um aðeins sex daga og
hafði hann haft frábæra heilsu
alla ævi, þangað til um síðustu
þrjú ár ævinnar þegar sjón og
heym fóru að bila. Samt var hann
andlega hress alveg fram á síð-
ustu stundu.
Jarðarför Kristjáns fór fram á
mánudaginn, 25. nóvember, á jarð
arfararstofu Fred Johnsons í St.
Paul, þar sem prestur Baptista-
safnaðarins, sem Kristján til-
heyrði, Dr. Alton Snyder, flutti
kveðjumál. Hann var jarðsettur
í kirkjugarðinum Roselawn Cem-
etery í St. Paul.
Kristján kom til Vesturheims
árið 1887 með Pétri og Sveini
bræðrum sínum, og fór hann
fyrst til Winnipeg. Var hann þar
nokkur ár og kom svo til St. Paul,
höfuðborgar Minnesota-ríkis, um
1894.
Nokkuð eftir komu hans til St.
Paul giftist Kristján Theresu
Lawin, af þýzkum ættum, sem
fædd var í Þjóðverja-byggð
skammt fyrir vestan Minneapolis,
í Chaska, Minnesota. Lifir hún
^mann sinn, ásamt tveimur börn-
um, fjórum bamabörnum og átta
bamabarnabörnum. Eftirlifandi
börn Kristjáns og Theresu eru:
Forrest Harold, 62 ára, sem á
heima í Ricmfield, Washington,
skarnmt frá Portland, Oregon, við
. Kyrrahafsströnd, og dóttirin,
' Phyllis, kona J. T. Van Istendal,
sem á heima í Hollywood, Florida.
,j Phyllis var tvígift, missti fyrri
mann sinn, David M. Brownlee,
sem hún átti tvö börn með, Ric-
hard og James Philip. Er James
Philip aðeins 18 ára, og á heima
(með móður sinni og stjúpföður í
Hollywood, Florida, en eldri son
urinn, Richard Brownlee, er giftur
og á sex böm, þrjá syni og þrjár
dætur, og eiga þau heima að White
Bear Lake, Minnesota, útjaðra-
bæ St. Paul borgar. Af nánum
aðstendendum Kristjáns er líka
Frank Gross, sem þau hjónin ólu
upp, verzlunarmaður í mörg ár í
Stillwater, Minnesota, félagi fóst-
urföður síns í fleiri fyrirtækjum,
ógiftur, kominn yfir sextugt, við
slæma heilsu af heilablóðfalli er
hann fékk fyrir þrem árum, til
heimilis hjá ekkjunni, að 1725
Highland Avenue, White Bear
Lake, Minnesota.
Kristján Richter átti heima í
St. Paul og nágrenni borgarinnar
í 70 ár, í Winnipeg sex eða sjö
ár, á íslandi rúm 18 ár. Það er
þá lítil furða þó hann fjarlægðist
íslandi, en samt gleymdi hann
aldrei uppruna sínum. Hann var
— af gildum ástæðum — montinn
af fólki sínu á íslandi. Maður
þarf ekki nema að blaða í ævisögu
Kristján Iíristjánsson
mágs hans, Thors Jensen, eftir
Valtý Stefánsson til að skilja það
Um líf Kristjáns í Vesturheimi
— og er það lengsti kaflinn — er
sannarlega margt hægt að segja.
í Winnipeg var hann vinur Frí-
manns Anderson, stofnanda viku
blaðsins Heimskringlu, og lagði
hann sitt til að styrkja blaðið. Við
komuna til St. Paul í „landaleys-
inu“ þar, samrýmdist strax staðar
háttum. Hann varð ljósmyndari,
en betur þó — taldist „portrait
artist", vegna þess að hann litaði
manna-myndir sem hann tók, í
pastel-litum, af mikillri list. Upp
úr því færði hann út kvíamar við
stofnun „The Richter Company‘,‘
sem varð auglýsinga-fyrirtæki,
lagandi myndir, texta, teikningar
og uppköst að auglýsingum handa
mörgum stórfyrirtækjum. Frank
Goss, fóstursonur hans, var þá
kominn á starfsrek, og lögðu þeir
út í raflýst auglýsingaskilti, sem
varð þeim mikið til hagnaðar. Það
an af varð Kristján formaður líf-
tryggingarfélags, Samaritan Life
Insuranre Assoriation, sem hann
veitti forstöðu í 16 ár, og starf-
aði árum saman í þágu fél. í skrif-
stofubyggingu í St. Paul langt
fram yfir öll þekkjanleg aldurstak
mörk, þangað til fyrir rúmum
þremur árum.
Kristján var trúmaður mikill,
gekk í Baptista-söfnuð fyrst við
komuna til St. Paul. Hann var leið
andi starfsmaður í KFUM og
sunnudagaskólakennari í meira
en 40 ár. Hann kenndi drengjum
eingöngu, og ungum karlmönum,
jg voru kennslutímar hans helgað
ir biblíulestri og athugasemdum
þarafleiðandi Hann var oftast nær
með 140 til 150 ungmenni í sunnu
dagstímum hjá sér, varð þekktur
um alla borgina í þessu starfi.
nóg til þess að aðrir trúarflokkar
sóttu um hann sem starfsmann
og á sjálfsfórnarferli hans í þessu
starfi kenndi hann minnst fjögur
til fimm þúsund ungum mönnum,
sem héldu tryggð við hann ævi-
langt.
Kristján Richter var ekki að-
eins andlega hneigður, eins og
varð svo augljóst í tómstundum
frá verzlunarstarfi hans. Stjóm-
málin, sem hafa einkennt að svo
miklu leyti ættfólk hans á íslandi,
voru ekki síður áhugamál hjá hon
um. Hann var ákveðinn fylgjandi
Republikanaflokksins ÖU sín ár í
Bandaríkjunum. Sérstaklega órið
1914 beitti hann starfskröfum sín
um fyrir frjálslynda hreyfingu inn
an flokksins, og þar var hann öt-
ull samstarfsmaður föður míns,
Gunnars heitins Björnssonar, sem
þá var formaður flokksins í Minne
sota.
Kristján varð fyrir mörgum ár
um, meðlimur „Charter Commissi
on“ í St. Paul og átti virkan þátt
í því að endursemja grundvallar
reglúr bæjarstjórnarinnar í höfuð
borg Minnesotaríkis. Hann skírði
líka götuna þar sem þau hjón-
in og fjölskyldan bjuggu lengst —
1767 Highland Parkway í St.
Paul. — Gatan átti að heita Otto
Avenue. Kristjáni var alveg sama
um það þótt hún ætti að heiðra
þýzkan lúðraflokksstjóra sem hét
Otto — honum fannst miklu
meira viðeigandi að láta götuna,
í einu af fallegustu íbúðarhverfum
borgarinnar njóta samnefnis með
stórum garði þar í grendinni, Hig
hland Park og, einu sinni sem oft-
ar, fékk hann eitt fram, safnaði
áskriftum að bænarskjali sem fór
fyrir bæjarstjórn, og fékk nafn-
inu breytt.
Það var eitt sem einkenndi póli
tískt starf Kristjáns um ára-
tugi. Hann vann fyrir málefni
sem honum voru kær og fyrir
frambjóðendur sem höfðu náð
fylgi hans — ekki handa sjálf-
um ser. Hann sótti einu sinni um
þingmennsku í neðri deild Minne
sota-þingsins, náði ekki kosningu,
en var eftir sem áður áhugamað
ur í stjórnmálum.
Langt fjarri íslendingum, í St.
Paul, lagði Kristján fé í starf-
Framh. á 10 síðu
=
E
=
Á MÁNUDAGINN kom hingað
kanadískur útvarps- og sjón-
varpsmaður, Peter Reynolds,
sem búsettur er í London og
safnar ýmsu efni hér austan
hafs fyrir kanadísku sjónvarps-
stöðina CBC. Hér var hann að
safna efni um ísland og íslend-
inga. Er þar um að ræða hálf-
tíma prógram, sem sjónvarpað
verður um allt Kanada og á að
gefa mönnum ýmsar haldgóðar
og fræðandi upplýsingar um
land og þjóð ef þeir skyldu
hafa í hyggju að ferðast hing-
að.
Peter Reynolds er Kanada-
maður, fæddur í Hamilton, sem
er stutt frá Toronto. Undan-
farin 15 ár hefur hann unnið
við fréttaöflun og efnissöfnun
fyrir ýmsar kunnar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar. Fyrst var
hann einn af fréttastjórum
CBC. Þá vann hann fyrir BBC
og við hina alþjóðlegu dagskrá
sjónvarpsins, einnig um skeið
fyrir Radio-Press International
of New York, en er nú aftur
kominn til CBC og er eins kon-
ar Evrópufréttamaður stöðvar-
innar. Hann befur dvalizt í Evr
ópu i 7 ár, 2 í Svíþjóð og 5 í
London.
CBC sjónvarpaði í sumar
hálftímaþáttum um ýmis lönd
og þjóðir, og voru þeir hugsað-
ir sem landkynning og jafn-
framt ætlaðir ferðafólki, sem
hefði í hyggju að ferðast til
viðkomandi landa. Reynolds
safnaði efni í þessa þætti og
ferðaðist í því skyni til 12
landa í fyrra, þ. á m. Svíþjóðar
Grikklands, Júgóslavíu, Frakk-
lands og írlands. Og nú er röð-
in komin að íslandi, en þættin-
um verður sjónvarpað í vor eða
sumar. Næst mun Reynolds
safna efni á Spáni, í Portúgal
og Marokkó.
RÆTT VIÐ PETE
Reynolds kom hingað í fyrsta
sinn í nóvember í haust, en þá
var hann á leið frá Kanada til
London. Athugaði hann þá m.a.
möguleikana á því að safna efni
í þátt hér. Þá var gosið í Surts-
ey nýbyrjað, og dró það ekki
úr áhuganum. Þátturinn, sem
Reynolds hefur unnið hér að
undanfarna daga er þannig
gerður, að hann hefur átt við-
töl við ýmsa íslendinga um
störf þeirra, áhugamál og ýmis
legt fleira og spurt þá um land
og þjóð. Inn í þáttinn er ofið
alls konar íslenzkri tónlist. —
Sagðist Reynolds leggja á-
herzlu á að gefa sanna og rétta
mynd af hverju landi og fólk-
inu, sem það byggir í þáttum
sínum, en lýsa því ekki endi-
lega á sama hátt og gert væri í
auglýsingabæklingum. Einnig
reyndi hann að gera nokkra
grein fyrir venjum og hugsun,
stjórnmálum og efnahagslífi á
hverjum stað.
Aðspúrður sagðist Reynold
álíta, að ísland hefði sæmilega
möguleika til að verða ferða-
mamialand, ekki sízt af því að
það er áfangastaður á flugleið-
inni miIli Evrópú og Ameríku.
Persónulega hefði hann aðeins
smávægilegar kvartanir fram
að bera eftir dvöl sína hér, af-
greiðsla gengi seint á veitinga-
húsum, matur væri ekki nógu
góður miðað við verð, og íslend
ingar brostu allt of sjaldan.
Hins vegar hefðu þeir allt vilj-
að fyrir sig gera og væru mjög
lijálpfúsir og liprir vrð ferða-
menn. Einnig sagðist hann
kunna ágætlega þeim sið að
þurfa ekki að gefa þjórfé.
Hann sagðist hafa orðið undr
andi á því, hve menningarlíf á
ýmsum sviðum stæði með mikl-
um blóma í ekki stærri borg en
Reykjavík. í gærkvöldi fór
hann í Þjóðleikhúsið að sjá
Hamlet. Þó að hann skildi ekki
íslenzkuna, sagðist hann hafa
séð, að við ættum góða leikara,
og greinilega ættum við marga
unga og efnilega leikara. Sviðs
búnaður og sviðstækni hefðu
verið í mjög góðu Iagi.
í Kanada er CBC (Canadian
Broadcasting Corporation) eína
opinbera útvarps- og sjónvarps
stöðin, og nær hún til allra
Kanadamanna, þó að landið sé
stórt og sjónvarpsrekstur mjög
dýr. T. d. þarf margar endur-
n iii ii 1111111111111111111111111111111111111111111111111
i tiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiia iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMáamiiiiii
3 2. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ