Alþýðublaðið - 12.03.1964, Page 13
VinnuvéKar
til leigu
Lcigjum út litlar raíknúnar
steypuhrærivélar (tvær stærðir).
■Ennfremur rafknúna grjót- og
múrhamra, með borum op f'eyg
um og mótorvatn^Jælur.
Upplýsingar í síma 23480.
Loftpressa
til leigu.
Tökum að okkur stærri og
smærri verk.
Akkorð koma til greina.
Upplýsingar í síma 35740.
frá kl. 9—6.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiiðjan h.f.
SÆNGUR
REST BEZT-koddar
Endurnýjum aömlu sængumar
eigum dúri- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og gæsadúnr
sængur — og knd.ia af ýmsun
stærðum
Dún og fiðurhreinsunin
VatnssiiV 3 Siml 1874».
IÞROTTIR
Framh. af 11. síðu
það hlýtur óhjákvæmilega að
auka áhrif iþrótta meðal lands-
manna.
SLYSATRYGGINGA-
SJÓÐUR ÍSÍ.
Á s. 1. ári var komið á laggirn
ar Slysatryggingasj óði íþróttasam
bands íslands. í>ar með var merk
um áfanga náð, og þar hefur fram
kvæmdastj órn ÍSÍ orðið við óskum
héraðasambanda úti á landsbyggð
inni, og má ætla að sjóður þessi
muni skapa öryggi, sem skort hef
ur á varðandi þá, sem iðka íþrótt
ír, því að þótt sjóðurinn sé enn
ekki umkominn að greiða háar bæt
ur, þá mun hann samt geta orðið
léttir þeim, sem verða fyrir því
óliappi að verða óvinnufærir stutt
an eða langan tíma vegna slyss
við íþróttaþjálfun eða íþrótta-
keppni.
Lögð verður mikil áherzla á að
efla sjóðinn, og mun framkvæmda
stjórnin leggja fram tillögu á
næsta íþróttaþingi um að leggja
sjóðnum til verulegt stofnfjárfram
lag, svo að hann geti fyrr enn
ella gengt hlutvcrki sínu.
FORMANNAFUNDURINN í
HAUKADAL.
Rétt þykir hér að geta um hið
merka nýmæli, sem framkvæmda
stjórnin tók upp á s. 1. ári, nánar
til tekið hinn 14. og 15 septem-
ber, þegar haldinn var fundur með
formönnum héraðasambanda og
sérsambanda inn,an ÍSÍ, í Hauka-
dal í Biskupstungum.
Þessi fundur sem skipað var
niður í starfshópa, þar sem rætt
var um þau fræðsluerindi, sem
flutt voru, markar tímamót í sögu
íþróttasambands íslands. Allir
þeir, sem á þessum fundi voru,
ljúka einum munni um, hversu
þessi fundur hafi verið gagnlegur
og fræðandi. Munu því slikir fund
ir verða fleiri og framkvæmda
stjórnin boða til slíkra funda, og
þá helzt á því ári, sem íþróttaþing
eru ekki haldin.
Hér hefur aðeins verið getið nokk
urra af viðfangsefnum þeim, sem
framkvæmdastjóm íþróttasam-
bands íslands glímir nú við, og
raunverulega þá um leið lýst þelm
viðfangsefnum, sem blasa við í ná
inni framtíð. Mikið er í húfi að
vel takist til, en framkvæmda-
stjórnin er bjartsýn um að árang
ur verði góður og byggir þá bjart
sýni sína á því, að vorliugur er
varðandi íþróttahreyfinguna í land
inu.
Stærð og starf íþróttahreyfing-
arinnar gefur einnig bjartar von
ir um árangur. íþróttasambandið
er nú fjölmennasta æskulýðslireyf
ing landsins.. í því eru nú 230 fé-
lög, 27 héraðasambönd 7 sér-
sambönd, með um 25.000 meðlim
um, og þar af eru 16.200 virkir fé
lagar. En þrátt fyrir allan þenn
an fjölda, sem æfir og leggur
stund á íþróttir í frístundum sín
um, er það staðreynd að áherzlu
þarf að leggja á það að ná til
enn fleiri, og mun framkvæmda
stjórn íþróttasambauds íslands
gera allt sem hún getur til þess
að auka allt starf íþróttasambands
ins. Hún mun leggja áherzlu á þau
atriði, sem liér hefur áður verið
drepið á. Hún veit hversu þýðing
armiklu hlutverki íþróttasam-
bandið gegnir í þjóðfélaginu fyrir
allann æskulýð þessa lands.
Fagurt skal...
Framh. af 4. siðn
lagan verði samþykkt með smá
væg.legrj breytingu, sem flutn
ingsmaður er samþykkur. Var
tillagan samþykkt eins og nefnd
in hafði lagt til.
HEFTING SANDFOKS
★ Pétur Sigurðsson (S) hafði
framsögu fyrir allsherjarnefnd
um þingsályktunartillögu um
hefting sandfoks við Þorláks-
höfn. Nefndin hefur leitað um-
sagna ýmissa manna um til-
löguna og mælir eindregið með
samþykkt hennar. Nokkrir
fleiri tóku til máls.
INNLENDAR SKIPASMÍÐAR
★ Sverrir Júlíusson (S) hafði
framsögu fyrir allsherjarnefnd
um þingsályktunartillögu um
ef'ingu skipasmiða innanlands.
Leggur nefndin til að tillagan
verði samþykkt. Jóhann Haf-
stein iðnaðarmálaráðherra tók
til máls og ræddi nauðsyn inn-
lendra skipasmíða og lánafyrir
komulag í sambandi við þær.
Færeyjar
Framh. af l. eíðu
sambandi við veiðar brezkra tog-
ara við Færeyjar.
í gær var áætlaður fjöldi
brezkra togara að veiðum við eyj-
arnar um 20. Flestir voru þeir
norðvestur af Færeyjum. Brezka
stjórnin viðurkennir ekki 12
mílna landlielgi, en segir sig fúsa
til frekari umræðna um lausn
deilunnar, en færeyska stjórnin
segir, að engu verði breytt frá
því, sem ákveðið hefur verið
— 12 mílurnar skuli gilda.
Félög togaraeigenda í Bret-
landi hafa ákveðið að takmarka
• löndun á fiski úr færeyskum skip
um. Hafa þeir gefið leyfi til að
Færeyingar landi fiski fyrir 17
milljónir færeyskra króna árlega,
en að meðaltali liafa færeysk skip
selt fisk í Bretlandl fyrir 27 millj
ónir á ári hverju. Þessi skerðing
kemur sér illa fyrir Færeyinga,
en þetta kemur þó ekki niður á
þeim einum. Vegna þessara að-
gerða mun fiskverð til neytenda
hækka, rvo að brezkar húsfreyj-
ur koma til með að þurfa að
borga hærra verð en áður fyrir
fisk í soðið.
Landhelgin
Framh. af bls. 16.
undanförnu, enda sé lítið um
brezka eða útlenda togara við
landið þessa dagana gagnstætt
því sem venjan er. í fyrradag
þegar þeir á SIF fóru í gæzlu-
flug umhverfis landið sáu þeir
aðeins 59 erlenda togara, en
á þessum tíma ættu þeir að
vera um eða yfir 200. Guð láti
gott á vita eins og kerlingin
sagði.
Frá strandstaðnum er stefn-
an tekin heim á leið yfir sand-
ana og fjöllin og lent heilu og
höldnu í Reykjavík þrem stund
um siðar eftir lærdómsríka og
skemmtilega ferð.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg, (Bifreiðageymslu
Vöku) eflir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl.,
föstudaginn 20. marz n.k. kl. 1,30 e. h.
Seldar verða eftirtaldar bifréiðir: R-91, R-1391, R-1396,
R-1498, R-2042_ R-2451, R-2889, R-2950, R-3042, R-3363,
R-3691, R-4724," R-4970, R-5091, R-5168, R-5370, R-5575,
R-5677, R-5821, R-5901, R-6049, R-6243, R-6256, R-6957,
R-7049, R-7098, R-7195, R-7329, R-7366, R-7922 R-8181,
R-8553, R-8564, R-8611, R-8614, R-8621, R-8648' R-8649,
R-8762, R-8829, R-8964, R-9109, R-9534, R-9598, R-9816,
R-9845, R-9889, R-10200, R-10203, R-10249, R-10261
R-10316, R-10521, R-10706, R-10874, R-11505, R-11593* *
R-12054, R-12293, R-12422, R-12608, R-12868, R-13040,
R-13434, R-13438, R-13731, R-13757, R-13763, R-13805,
R-13949, R-13981, R-14288, R-14312, R-14680, R-14695,
R-14786, R-14906, R-15191, R-15431, R-15445, R-15582,
G-2323, L-157, óskrásett Moskowitchbifreið árg. 1955 og 2
loftpressur.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjaavik.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., verður eldhús-
innrétting, í vörzlum Björns Ólafssonar Irésmíðameist-
ara, seld á opinberu uppboði, sem fram fer á verkstæðl
hans, Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði í dag fimmtudag
inn 12. marz kl. 13.30.—
Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógretinn í Hafnarfirði.
Byggingarfélag verkamanna í .Reykjavík
7/7 sölu
3. berb. íbúð í VI. byggingarfloMri. Félags-
menn. sem vilja neyta forkanpsréttar sendi
tilboð sín á skrifstofu félagsins Stórholti 16
fyrir kl. 12, þann 16. þ. m.
Stjórnin.
LEIKDÓMUR
Framh. af bls. 5.
Rómeós sem ber sigurorð af garp
inum Tíbalt og París greifa, þótt |
hann kunni að vera álitlegur ljóð 1
rænn ástmaður. Örvænting Ró-
meós var ekki alltaf sannfærandi,
þótt hann væri bærilega broslegur
í fyrsta þætti; beztur þótti mér
hann í ástargleðinni við fundi
þeirra Júlíu; þar naut sín
vel drengilegur þokki hans og þýð
rödd; svalaatriðið leystu þau bæðl
mjög fallega af hendi, eins og ég
var víst búinn að nefna áður, og
kveðjustundina.
★ NOKKUR NÖFN.
Mikill fjöldi fólks. kemur fram
í þessari sýningu, og er ógerning-
ur að nefna alla á nafn, hvað þá
drepa á frammistöðuna. Þó hlýðir
að nefna Gest Pálsson að lokum,
sem er tiginmannlegur og virðu-
legur í lilutverki furstans, endur-
heimtur á sviðið f Iðnó eftir 15
ára fjarvist; einkar fallega mælir
hann fram lokaorð leiksins. Helgi
Skúlason er skýr og skörulegur
Merkútíó; Pétur Einarsson gerir
Tíbalt mjög hæfilega heiftúðug-
an. Pétur er nemandi í leikskóla
leikfélagsins; tvo aðra nýliða má
nefna sem gera litlum hlutverk-
um hin laglegustu skil, Sigmund
Örn Arngrímsson (Pétur þjónn)
og Ernu Gísladóttur (sveinn París-
ar). I kórnum, sem ræður miklu
um fjörlegt og fallegt yfirbragð
sýningarinnar, vekja einkum at-
hygli þau Guðrún Ásmundsdóttir,
sem eykur hann miklum yndis-
þokka, og Knútur Magnússon, sem
hefur samið lag við forljóð og fyr-
ir dansi, einkar smekkleg og eyrna
töm.
Leikhúsgestir töku leiknum aB
vonum með miklum fögnuði; var
Thomas Mac Anna hylltur að lok
um af gestum og leikendum, og
mega allir kunna honum mikla
þökk fyrir komuna. Fari hann heill
og komi heill aftur. — O. J.
ALÞÝÐUBLAOIÐ — 12. marz 1964 11