Alþýðublaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 8
......... >■
kynjaða aðalsmenn, illræmda
stjórnarherra, hræsnisfulla presta
og konungurinn sjálfur' hefur
ekki farið varhluta af ádeilunni,
nema síður sé.
Daumier var fæddur 26. febrú-
ar árið 1808, í Marseilles, í Frakk
landi. Faðir hans var glerskurð-
armaður að atvinnu, en fékkst
við yrkingar í hjáverkum, þó al-
drei nyti hann opinberrar viður-
kenningar fyrir skáldskap sinn.
Þegar Daumier var ennþá barn
að aldri, fluttist fjölskyldan til
Parísar, en þar átti Daumier
heima alla tíð síðan og sótti efni-
viðinn í myridir sínar í götur
Parísar, dómshús og leikhús.
Faðir Daumiers var mikill unn-
andi fagurra lista og tók son sinn
oftlega með sér á hið fræga Lo-
uvre safn. Snemma hneigðist hug-
ur Daumiers að listabrautinni, en
hún var honum, sem fleirum,
þyrnum stráð. Faðirinn kom syn-
inum um tíma til náms í mynd-
list, en dýrðin stóð ekki lengi,
þar sem fjárhagurinn var svo
þröngur, að hann leyfði ekki
„munaðinn.” Seinna komst Dau-
mier til náms á steinprentunar-
verkstæði, en steinprent var þá
tekið að ryðja sér til rúms; ný
aðferð með miklum tæknilegum
möguleikum. Daumier náði fljót-
lega ótrúlegri tækni við stein-
Frelsisg-yðjan grætur.
ínn.
sém hann gerði 15. apríl 1834, eft-
ir að stjórnarherinn hafði myrt
saklaust fólk í samnefndri götu.
La Caricature var gert upp-
tækt og bannað með öllu. Daum-
ier var samt ekki af baki dottinn
og stóð að stofnun nýs blaðs, sem
hlaut nafnið Charivari, þar sem
hann hélt áfram að birta hinar
nöpru ádeilumyndir sínar.
Lengst af átti Daumier heima
í mjög óhentugu húsnæði, enda
sárafátækur allt sitt líf. Þetta
bitnaði ekki sízt á listsköpun hans,
enda hefði hann án efa gert meira
af málverkum, ef tök hefðu ver-
ið á. Þau fáu málverk sem til
eru eftir hann, sýna okkur Ijós-
lega hvílíkur snillingur hann er
í meðferð lita, ekki síður en í
teikningu, enda er hann af mörg-
um talinn hafa sterkust áhrif
samtímamálara á listsköpun
þeirra tíma. Hin einfálda upp-
bygging í litum og formi var
geysilega sterk, ennfremur hvern-
ig hann notfærði sér ljósið til
myndrænna áhrifa, en þar má
kenna áhrifa frá Rembrandt.
Eitt þekktasta málverk Daum-
iers, er án efa myndin af þvotta-
prentið, og er að efa að nokkur
hafi náð þangað með tærnar, sem
hann hafði hælana. Eftir nokk-
urra ára starf við steinprentið,
ræðst Daumier til skopblaðsins
La Caricature (skopmyndin), en
það var róttækt blað, sem deildi
mjög á fúna og stórspillta stjórn-
arhætti Louis Philippes og hans
slektis.
La Carieature var stofnað eft-
ir júlíbyltinguna 1830.
Ekki hafði Daumier lengi starf-
að við blaðið, er hann var dæmd-
ur í fangelsl í sex mánuði fyrir
að gera skopmynd af konungin-
um. — Á myndinni sést konung-
urinn sitja í hásæti sínu, en skatt-
píndur almúginn ber sínar byrðar
í óseðjandi ginið á konungi. Nið-
ur af honum ganga embættin og
bitlingarnir og sjást hinir betri
borgarar rífast tun þau — úrgang-
konunni við Signu, sem kemur
upp tröppurnar frá árini, leiðandi
bæklað barn sitt við hægri hönd
en berandi þvottinn undir hinni.
Þær mæðgur eru í forgnumi
myndarinnar, þar sem skugga ber
á, en í baksýn glampar á Signu
og húsin handan árinnar leysast
upp í sólarljósri móðu.
Eins og fyrr er sagt, átti Dau-
mier við mikla fátækt að stríða,
og hpfur gert nokkrar skopmyndir
af því, þegar hann mætir húseig
andanum og snýr við öllum vös-
um til að finna eyri til að borga
með húsaleiguna.
Svo skeði undrið. Einn dag, er
átti að bera Daumier út úr íbúð-
inni, barst honum bréf frá vini
sínum, málaranum Corot, þar sem
stendur að hann (Corot) hafi fest
kaúp á húsi, sem hann viti hreint
'ekkert hvað hann eigi yið að gera
og þiðúr hann Daumier að þiggja
sem gjöf, en tilefnið sé aðallega
það, að hann langi til að stríða
liúsráðanda hans. Daumier skrifar
Þegar Daumier hafði afplánað
refsingu sína, hóf hann að starfa
hjá La Caricature á ný, og lét
engan bilbug á sér finna.
Ekki leið á löngu þar til nafn
hans var á hvers manns vörum
og mesta athygli allra hans mynda
vakti án efa Rue Transnonain,
Þvottakonan við Signu.
Honoré Daumier var ósvikinn
málsvari alþýðunnar, unnandi
freisis og jafnréttis. Ádeilumynd-
ir hans voru hnitmiðaðar, sterk-
ar og áhrifamiklar. Viðfangsefni
hans er fólkið, gleði þess og sorg,
í blíðu og stríðu. Eg minnist þess
ekki að hafa séð mynd eftir Dau-
mier, þar sem engin mannfígúra
er sjáanleg.
Persónur hans eru af öllum
stigum þjóðféiagsins og það leyn-
ir sér aldrei hver er hvað.
Við sjáum stritandi verkamenn,
frelsisbaráttu alþýðunnar og
þreyttar þvottakonur, en við fáum
einnig að sjá hrokafulla lög-
gæzlumenn, vilhalla dómara, úr-
g 20. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ