Alþýðublaðið - 21.03.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 21.03.1964, Page 4
'«iiimimmimmiiiiiimiiimmiimmimmiiiiiiiiiiii*itiiiiiiiiiiiiiiMiiitii>iiiiiiiiiiiitiiiiiiii I ?. ....B--Jk.—L---- " a veröur rannsóknir í þágu atvinnuveganna Reykjavík, 20. marz - EG GYLFI I*. Gíslason, mennta- málaráúlierra (A) mælti í dag fyrir stjórnarfrumvarpi um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. Frumvarpið var flutt á Alþingi 1962, en náði þá ekki afgreiðslu. Það er nú flutt með smávægilegum breytingum. Gylfi sagði, að þetta frum- varp fjallaði um nýskipan rannsókna hér á landi í þágu atvinnuveganna. Þegar það hefði fyrst verið lagt fram,- hefði fylgt því ítarleg grein- argerð, sem nú hefði ekki ver- ið talin ástæða til að endur- prenta. í framsöguræðu fyrir frumvarpinu þá, kvaðst Gylfi liafa undirstrikað nauðsyn þess að efla vísindarannsóknir í þágu atvinnuveganna, og það ætti við enn og kannske í öllu ríkara mæli, en þegar frum- varpið var f.vrst lagt fram. Megin gallinn á þeirri rann- sóknarstarfsemi, sem nú færi hér fram, sagði ráðherrann, að væri hversu dreifð sú starf- semi væri. Nú fengju til dæm- is ekki færri en átta aðilar styrki til rannsókna á sviði land búnaðar. Þá benti liann á, að lítil eða engin rannsókna- starfsemi færi nú fram á sum- um sviðum, eins og til dæmis um hagkvæmar byggingarað- ferðir, og skortur hefði verið á samræmingu á þessum sviðum. Þetta frumvarp gerði ráð fyrir að til rannsókna í iðnaði og byggingaiðnaði fengist hátt á þriðju milljón króna með fjár öflunarleiðum, sem í frumvarp- inu felast. Síðan skýrði menntamálaráð- herra frá þeim breytingum, sem verða munu á þessum málum, ef frumvarpið verður að lögum. Þá verður komið á fót fimm sjálfstæðum rannsókn arstofnunum, og eru þær þess- ar: Hafrannsóknastofnun, Rann sóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnað- arins, Rannsólcnastofnun Iðn- aðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stjórn hverrar stofnunar verður í höndum ráðherra og stjórnar, sem skipuð er skv. á- kvæðum í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hlutverk Rann- sóknarráðs ríkisins breytist verulega, það verði einskonar ráðgjafarstofnun er stuðli að eflingu liagnýtra rannsókna og undirstöðurannsókna og skal það hafa samráð við fyrrnefnd ar rannsóknarstofnanir. Gylfi Þ. Gíslason Þá skýrði ráðherrann frá þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á frumvarpinu frá þvi að það var lagt fram á þjngi 1962, en meginbreytingin er á ákvæðum um hvernig skipa skuli stjórn Rannsóknarstofn- unar iðnaðarins, og er fækkað í henni um tvo menn, enn frem ur er fellt niður ákvæði um að veita megi sérfræðingum verð- laun fyrir unnin afrek. Menntamálaráðherra lagði að lokum til að frumvarpinu yrði vísað til 2. umræðu og menntámálanefndar. Eysteinn Jónsson (F) kvaddi sér hljóðs, og lýsti þeirri skoð- un sinni, að mikla nauðsyn bæri til að efla rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, en kvaðst ekki treysta sér til að segja um hvort þær breytingar er frumvarpið gerði ráð fyrir væru til bóta eður ei. Sagði hann, að sér fyndist vanta ákvæði um fjár- öflunarleiðir í frumvarpið, og þær fjáröflunarleiðir sem það gerði ráð fyrir væru umfangs- miklar miðað við, að ekki væri um smærri upphæðir að ræða, en ráðherra hefði skýrt frá. Einar Olgeirsson (K) sagði mikla nauðsyn bera til að efla þessar rannsóknir. Sagði liann, að í fyrstu hefði átt að hafa annan hátt á um stjórn rann- sóknarstofnanna og ráðningu framkvæmdastjóra, en ríkis- stjórnin hefði breytt því mjög til betri vegar. Kvaðst hann síðan vilja benda menntamála- nefnd á að athuga tillögu um fjáröflunarleið, sem atvinnu- málanefnd hefði orðið sammála um og sent ríkisstjórninni. Jörðin Ás í Hafnarfirði. Matthías Á. Mathiesen (S) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fleirum um að ríkinu verði heimilað að selja Hafnarfjarðarbæ land jarðarinnar Áss. Minnti hann á að Emil Jónsson hefði flutt frumvarp um það 1935, að rík- ið seldi Hafnarfirði óræktað land þessarar jarðar og hefði svo verið gert. Einar Olgeirsson (K) sagði að nefndin, sem málið fengi til meðferðar ætti að athuga hvort ekki ætti að bæta inn í lögin ákvæðum um að Hafnarfjörður mætti ekki selja þetta land að nýju. Málinu var visað til .2. umræðu og landbúnaðarnefnd- ar. ATKVÆÐAGREIÐSLUR: í neðri deild fór fram í dag atkvæðagreiðsla við 2. umræðu um frumvarp til skipulagslaga. Voru breytingartillögur heil- brigðis- og félagsmálanefndar samþykktar og málinu vísað til 3. umræðu. Þá fór og fram atkvæða- greiðsla við 2. umræðu, um sölu hluta úr landi jarðarinnar Miðhúsa. Var frumvarpið sam- þykkt til 3. umræðu. Samband við Rauða-Kína Einar Olgeirsson (K) mælti á fundi sameinaðs þings í dag fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur þess efnis, að við íslendingar tökum upp diplómatisk samskipti við Rauða Kína. Kvað hann aðeins eðlilegt, að þessi samskipti yrðu tekin upp þar sem í Kína byggi 1/4 alls mannkyns og Kínverj- ar létu nú æ meira að sér kveða á alþjóðavettvangi. Umræðu um tillöguna var frestað og hún tekin af dag- skrá er Einar hafði lokið máli sínu. Páskaleyfi Störfum Alþingis er nú lok- ið fyrir páska og munu flestir þingmenn halda lieim í kjör- dæmi sín nú um helgina. Þing- störf hefjast að nýju strax eftir páska. IMMMUMMMUftMVMVMMUM Stúdentafélagiö ræöir um íslenzkt sjónvarp STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur efnir íil almenns fund umræðufundar um efnið: ,ís lenzkt sjónvarp’ í Lidó í dag laugardag, kl. 2 e.li. Frum- mælandl verður Vilhiáimur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Á eftir framsöguerindinu verða frjálsar umræður, bað skal tekið fram, að öllum er lieimill aðgangur að í'undin- um. VERÐLAUN Framhald af síðu 16 á morgun, pálmasunnudag, og rit- gerð Skúla á Ljótunnarstöðum næstkomandi þriðjudag. Hinar þrjár ritgerðirnar, sem aukaverð- launin hlutu, verða fluttar á skír- dag, á páskadag og á þriðjudag eftir páska. — Aðrar ritgerðir koma svo síðar. í fréttaaukanum í gærkvöldi flutti útvarpsstjóri hlustendum þakkir útvarpsins fyrir mikla og góða þátttöku. Við í útvarpinu, sagði hann að lokum, erum þess viss, að hér muni hlustendur heyra gott og girnilegt efni. BANASLYS Framh. al I. síðo Klukkan langt gengin níu í morg un mun frú Jóhanna sáluga hafa gengið út á svalirnar. Er talið lík- legast, að hún muni hafa fengið aðsvif þar úti og fallið fram yfir brjóstriðið. Lenti hún á stein- steyptum palli framan við kjall- aradyr og lá þar, þegar að var kom ið. Hún var þegar í stað flutt á Slysavarðstofuna, en var látin, er þangað kom. Er talið sennilegt, að hún hafi dáið, er hún kom niður. Sjónvarpsmál Framhald af 5. síðu. sömu erindum og fékk afsvar á sömu forsendu. Að lokum skal tekið fram, að undirritaður er hvenær sem er þess albúinn að eiga orðaskipti um sjónvarpsmálið, ef á eðlilegan og hlutlausan hátt yrði til stofnað. Reykjavík, 20. marz 1964. Þórhallur Vilmundarson. HUSNÆÐISMALATIL- LÖGUR. ANNAR fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Húsnæðismála- stjórn, Þorvaldur Garðar Krist jánsson, hélt í fyrrakvöld ræðu um húsnæðismálin, sem Morg- unblaðið birti í gær. í ræðunni setur hann fram ýmsar tillög ur til úrlausnar þeim vanda, sem nú er við að etja í húsnæð ismálum, og ætla verður að séu hugleiðingar húsnæðismála stjórnar, en hún hefur nú um alliangt skeið fjallað um nýjar tillögur í þessum efnum. Þorvaldur telur, að veðlána kerfið eigi að vera fjórþætt og hafi hver þáttur afmarkað starfs svið, og ætti enginn að fá lán nema frá einu kerfi út á sömu íbúð. Almenna veðlánakerfið ætti eftir sem áður að vera að alstofnun íbúðalána, sérstakt veðlánakcrfi yrði fyrir lífeyris sjóði, sem aðeins lánaði út á fyrsta veðrétt. Þá telur hann að Byggingarsjóðir verkamanna ítarfi áfram, þeim til aðstoðar, sem verst eru settir og ættu að gerðir um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis að heyra undir þá sjóði. í fjórða lagi er Stofnlánadeild landbúnaðar ins og telur Þorvaldur, að rétt sé, að starfsemi hennar verði haldið áfram í núverandi formi, eins og veriðJiefur. Svo mikið hefur borizt af lánsum- sóknum til húsnæðismálastjórn ar að undanförnu, að yfir 200 milljónir króna þurfi til að losa þann vanda með núgildandi íánahámarki. Bendir hann síðan á, að það hafi verið mjög til baga und- anfarin ár, að lánsfé, sem hús- næðismálastjórn hafi haft til úthlutunar hafi verði óvisst og breytilegt frá ári til árs, auk þess sem mjög skorti á, að féð væri nóg til að hægt væri að sinna öllum umsóknum. Bendir hann á þessar leiðir ■til úrbóta: 1) Vátryggingafélögin þurfa að leggja meira af mörkum en áður, og segir orðrétt: Þeir viðskiptahættir geta ekki gengið til lengdar hjá okk ur, að vátryggingarfélögin séu í kapphlaupi um vátrygginga viðskipti með lánveitingum til tryggjenda, livort sem það eru lán til bifreiðakaupa eða ann- arpa þarfa. Það er ekki hægt að hafa slíka starfsemi hömlu lausa á sama tíma, sem við er um að gera ráðstafanir á sviði ríkisfjármóla og útlána bank anna, til þess að stemma stigu við verðbólguþróun“. 2) Framlag Atvinnuleysis- tryggingasjóðs þarf að hækka verulega. 3) Auka þarf skyldusparnað. (Frumv. hefur nú þegar' verið fram lagt). 4) Almenna veðlánakerfið hef ur 1% af tolltekjum rikisins í fast framlag árlega, það fram lag þarf að hækka og ef það væri 7% mundi það gefa 50 milljónir árlega. Um hugmyndir sínar til úr- bóta í þessum málum, segir Þor valdur Garðar Kristjánsson að lokum: „Hugmyndirnar fela ekki í sér stærra þjóðhagslegt' átak, heldur betra skipulag. Bætt skipulag í lánastarfsemi til hús bygginga er ekki einungis nauðsynlegt vegna húsbyggj- enda, heldur ein helzta for- senda þessa, að ráðið verði við verðbólguþróunina í landinu." ijiwwviViVivwwvvwwwvwwMvwvwvMwwvvwwwwvwwwwwvwwwwwvtvwwwwwm^mmmm^wwwwwwmiiiwwwiiiwvm^wvivimiiim 4 21. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.