Alþýðublaðið - 21.03.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 21.03.1964, Side 8
 “ Vindturninn í A'þcnu, hámarksafrennsli og flóðahættu, þar sem stíflugarðar eru reistir vegna vatnsvirkjana. Stórslys síð- ustu ára erlendis eru næg áminn íng í því efni. Hitt mun mönn- um eflaust þykja öllu vafasamara að aukin þekking á úrkomu á ís- landi verði beint látin í askana eða kunni að afstýra slysum. Sé nánar að gætt má þó fljót- lega finna dæmi þess, að betra sé að vita sem fyllst skil á úr- komunni og duttlungum hennar áður en ráðist er í framkvæmd- ir, einnig hér á landi. Raforkuverin okkar eru meðal dýrustu mannvirkja hér, og hvort það mikla fjármagn og sú mikla vinna, sem í sameiningu skapa þessi mannvirki, bera fullan á- vöxt er m. a. undir því komið, að þeir sem ábyrgð bera á fram kvæmdinni kunni sem bezt skil á öllu háttalagi vatnsins, sem virkja skal, en því ræður veðrið" og þá fyrst og fremst úrkoman að verulegu leyti. Afrennsli og úvkoma haldast í Loftslags-athugunartæki í Þýzkalandi, SUMARIÐ 1960 ákvað Alþjóða veðurfræðistofnunin að veðurstof ur skyldu árlega hagnýta afmælis dag stofnunarinnar 23. marz til kynningarstarfsemi. Einhverjum kynni að vii-ðast, að veðurstofur þyrftu allra stofnana sízt á sérstökum kynningardegi að halda, þar sem veðurfréttir hljómi í eyrum allra manna oft á dag. En hér kemur tvennt til. í fyrsta lagi byggjast veðurspárnar sjálfar og allar framfarir í þeim á mjög umfangs miklu starfi, og í öðru lagi getur veðurfræðin lagt sitt hvað annað af mörkum en daglega veðurspá. Jafnframt því sem Alþjóðaveð- urfræðistofnunin ákvað að halda afmælisdag sinn hátíðlegan með þessum hætti var ákveðið að deg inum skyldi hverju sinni varið til þess að kynna einhvern sér- stakan þátt veðurfræðinnar og þau beinu not, sem af henni megi hafa. Að þessu sinni munu veðurstof ur um allar jarðir þannig ræða um úrkomu og vatnið í jörðu og á. Alþjóðaveðurfræðistofnunin sjálf hefur á margvíslegan hátt stuðlað að auknum úrkomu- og vatnsrannsóknum. Hún hefur leit ast við að samræma mæliaðferð- ir, haldið námskeið um mæli- tækni og útireikninga og vqjitti þeina ;jðstoð við rannsóknir á tilteknum svæðum. Það er sjálfsagt auðskilið hverj um manni, að þar sem úrkoma er af skornum skammti og rækta þarf heita og þurra jörð sem hungraðar þjóðir byggja, er ná- kvæm þekking á öllu tiltæku vatni mikilvæg og öll aðstoð Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar dýrmæt. Einnig mun tæpast þurfa að benda á nauðsyn þess að sem öruggust vitneskja liggi fyrir um hendur og gildir það ekki einung is um yfirborðsvatn heldur einn ig neðanjarðarrennsli. Jafnvel þegar verkfræðingar reyna að á ætía mesta stöðugt rennsli úr borholum á tilteknum svæðum, t. d. Reykjavíkursvæðinu, verður úr koman fyrsta rannsóknarefnið. Þar sem menn gera tæpast ráð fyrir að vatn verði til í iðrum jarðar að neinu ráði, er ekki hægt að vænta þess að úr jörðu fáist annað vatn en það, sem fallið hef ur á hana um lengri eða skemmri tíma, og ekki runnið burt á yfir- borðinu eða gufað upp. Eigi að breyta um búskapar- hætti að einhverju leyti, t. d. hyggja á ræktun nýrra nytjajurta gera menn sér ljóst, að þekking á hitaskilyrðum er höfuðnauðsyn, en síður munu menn hugleiða þatt úrkomunnar eða telja fullvíst að af henni höfum við þó alltaf nóg. Bændur norðan lands a.m.k. mun þó æði oft hafa orðið illa fyrir barðinu á vorþurrkum, sem kippt hafa úr gróðri. Þeir, sem hyggðu á víðtæka ræktun verð- mætara nytjajurta, hefði væntan lega hag af því, ef hægt væri að segja þeim með sem mestri ná- kvæmni hvar eru mestar líkur á þurrkum og \ hve langan tíma verði að gera ráð fyrir að þeir geti varað. Þess háttar upplýsing ar koma að gagni við staðarval og mati á því hvort e. t.v. bæri að leggja i kostnað við vökvun arkerfi. Rannsóknir í þessu skyni eru enn litlar sem engar, en þó má benda ræktunarmönnum í ná- grenni Akureyrar á, að þar er meðalúrkoman £ maí aðeins 15 mm, og þó að sá mánuður yrði þar úrkomulaus með öllu væri það ekki einsdæmi. Með vaxandi tækni og vaxandi landnámi nytjagróðurs fara mjög vaxandi fyrirspurnir til Veður- stofunnar um það við hverju megi búast af veðrinu á tilteknum svæð um. Því miður verður Veðurstof an æði oft að svara sem svo, að við fyrirspurninni, sé ekki hægt að gefa svo ítarlegt svar sem skyldi, þar sem engar mælingar hafi verið gerðar á því svæði sem um er spurt. Á þetta ekki sízt við um úrkomuna, sem er breytilegri eftir staðháttum, en flestir aðrír þættir veðurlagsins. Á síðustu árum hefur Veður- stofan þó getað fjölgað úrkomu- mælisstöðvum í byggð verulega og eru þær nú alls 104 og á nokkr um stöðum á hálendinu standa stórir úrkomugeymar, sem mælt er í a.m.k. einu sinni á ári. En til þess að hægt sé að byggja verulega á úrkomumælíngum,. þurfa þær að hafa farið fram um nokkurt árabil á hverjum stað. Þess vegna þyrfti Veðurstofan að vera forsjá, ekki aðeins um veðr ið á morgun, heldur einnig um þörf landsmanna á veðurfræðileg um upplýsingum t. d. 10 ár fram í tímann, og hún þyrfti einnig að hafa nauðsynlegan mannafla og fjárráð til þess að riða stöðva net sett nægjanlega þétt fyrír framtíðarnot. En það er erfitt að spá fyrir langa framtíð og ennþá erfiðara að sannfæra yfirvöld um að íaka beri mark á slíkum spám, og Veð urstofan verður því að verulegu leyti að byggja auknar rannsókn ír á viðurkenningu fjárveitingar- valda á því, að þekkingarleit veð- urfræðinnar þurfi ekki alltaf að takmarkast beint við það hag- nyta, fremur en aðrar rannsókn ir náttúrufræðinga. Við viljum t. d. gjarnan vita um hæðir fjalla, þó að flugsam göngur séu ekki hafðar £ huga, og við viljum mæla dýpt stöðu 8 21. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.