Alþýðublaðið - 21.04.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.04.1964, Blaðsíða 8
......................... imiimmmimimimimmmmmmimimmmmmiiimiimimiimmmmimmmmmmmimmmiiimimmunmiiiiiimimmmniiimiiiiiiiiiiiimiiiiinii l-l = = = = 3 = = a 3 1 3 = I '| | 1 | § i I = I k í I § = = = = inn eftir, en þá héldum við aftur til London með viðkomu í Cambridge á leiðinni. Það, sem eftir var heimsóknarinnar, dvöldumst við síðan í London. Við stigum aðeins einu sinni upp í lest á þessu ferðalagi. Það var á leiðinni frá London til Norfolk. Annars ferðuðumst við alltaf í þremur brezkum stjórnarráðsbílum, sem ekið var af kvenfólki. Voru þeir allt af auðkenndir með islenzka fánanum, meðan við sátum í þeim. — Hvað sáuð þið merkast á þessum stöðum? — Það er vitanlega margt og sumt -nýstárlegt fyrir flesta okkar, því að enginn í sendi- nefndinni hafði ferðazt um Bretland að nokkru ráði áður. Fyrsta morguninn í London skoðuðum við Billingsgate Fish Market. Þar gat að líta hinar fjölbreyttustu fisktegundir víðs vegár að úr heimimun, — m. a. sáum við þar lax frá Japan og mjög mikið af alls konar skel- fiski. Þar var líka hægt að kaupa ísvarinn fisk og hrað- frystan, m. a. hraðfrystan fisk í umbúðum frá íslandi, en því miður leit sá íslenzki fiskur, sem við sáum, ekki sem bezt út, en það kann að hafa verið af einhverjum sérstökum ástæðum. í London heimsótt- um við einnig Westminster Abbey, sem er stórkostlega fög- ur bygging, og skoðuðum þar aðalstöðvar brezka sjónvarps- ins, — BBC Television Centre. Eitt af því skemmtilegasta, sem gerðist í London, var heimsókn okkar í Neðri málstofuna, en þar vorum við viðstaddir spurningatíma fimmtudaginn 9. apríl og skoðuðum þinghúsið undir Ieiðsögn þingmanna úr móttökunefndinni, en þing- mennirnir eru að sjálfsögðu beztu leiðsögumenn, sem völ er á, til að sýna manni þing- húsbyggingarnar. í öllum bæj- unum og borgunum, sem við heimsóttum formlega, þ.e.a.s. London, Norwich, Lowestoft, Cromer og Hull, byrjaði heim- sóknin með hátíðlegri móttöku hjá borgarstjórunum. f Lowes- toft skoðuðum við fiskiskipa- höfnina og fiskmarkaðinn, og þar heimsóttum við einnig Fiskirannsóknastofnun Bret- lands, sem dr. H. A. Cole veitir forstöðu. Þar var margt fróð- legt'að sjá, og var okkur m. a. skýrt frá því, að stofnunin gerði út 4 fiskirannsóknarskip, þ.á. m. eitt, sem er á stærð við venjulegan togara og er not- að til rannsókna á fjarlægúm miðum. Hin munu vera minni. Forstöðumaðurinn, Dr. Cole, kannaðist vel við suma fiski- fræðinga okkar, t. d. Jón Jóns- son, og bað okkur fyrir kveðju til þeirra. — Og fleira hafið þið séð? — í Norwich skoðuðum við skóverksmiðju, — Norvic Shoe Company, en skógerð er ein helzta iðngreinin, sem stunduð er í borginni og nágrenni hennar. í þessari verksmiðju unnu um 1000 manns. Eru þar Þingmennirnir skoðuðu björgunarbátagerð Frá því hefur verið sagt í blöðum, að sex íslenzkir al- þingismenn fóru nýlega í kynnisför til Bretlands. Dvöld- ust þeir þar í viku, ferðuðust um og skoðuðu merka staði og stofnanir og hittu að máli ýmsa framámenn í brezkum stjórnmálum. Formaður þing- mannanefndarinnar var Birgir Finnsson, forseti sameinaðs þings, og féllst hann á að segja lesendum Alþýðublaðsins frá henni í stórum dráttum. — Var þetta ekki ánægjulegt ferðalag, Birgir? — Jú, það var hið skemmti- legasta í alla staði. Við flugum til Bretlands með flugvél Flug- félags íslands 6. þ. m., en boðið stóð frá 7.-15. apríl. Heim kom- um við svo þann 16. apríl, og á heimleiðinni gafst okkur ein- stakt færi á að sjá gosið í Surtsey, sem mér er sagt, að hafi sjaldan verið tilkomumeira en einmitt þá. Og flugstjór- inn, Snorri Snorrason, lagði örlitla lykkju á leið sína og flaug með okkur tvo hringi yfir eynni, svo að við gætum virt gosið betur fyrir okkur. Þeir, sem þátt tóku í för- inni, voru auk mín þeir Sig- urður Óli Ólafsson, Jón Skafta- son, Halldór E. Sigurðsson, Ein- ar Olgeirsson og Jónas Péturs- son. Þessi ferð var mjög vel skipulögð og fór fram með mestu prýði og svo til alveg samkvæmt áætlun. Var okkur alls staðar tekið með gestrisni og vinsemd. — Var þetta ekki boðsferð? — Ferðin var farin í boði brezka þingsins, og í móttöku- nefndinni, sem annaðist allan undirbúning, voru rösklega 30 brezkir þingmenn. Formaður nefndarinnar var Sir Herbert Butcher, sem er formaður brezku deildarinnar í Alþjóða- þingmannasambandinu, IPU. í þessu sambandi má geta þess, að 1949 komu tveir brezkir þing menn til íslands í boði Alþing- is. Árið eftir fóru svo tveir þingmenn héðan í boði íslands deildar IPU. Einnig má geta þess, að gagnkvæmar þing- mannaheimsóknir hafa átt sér stað milli íslands og fleiri landa, t. d. Rússlands og Ték- kóslóvakíu. í sumar hefur Al- þingi m. a. boðið hingað þing- mönnum frá Tékkóslóvakíu. — Tilgangur ferða sem þessara er fyrst og fremst sá að auka kynni þingmanna af högum og háttum annarra þjóða en sinn- ar eigin, og getur það oft kom- ið að góðu gagni, eins og gef- ur að skilja. — Ferðuðuzt þið mikið um Bretland þessa daga, sem þið dvölduzt þar? — Fyrst vorum við tvo sól- arhringa í London, en fórum síðan til Norwich í Norfolk á fimmtudagskvöld. Þaðan fórum við ekki aftur, fyrr en á sunnu dagskvöld, en meðan við héld- um þar til, ferðuðumst við til Lowestoft, sem er einn mesti útgerðarbær á austurströnd Bretlands, og Cromer, sem er lítill bær, en þekktur sumar- dvalarstaður, einnig á austur* ströndinni. Sunnudaginn 12. apríl fórum við siðan til Hull og vorum þar, þangað til dag- Lord Snowdon (Armstrong-Jones) ‘ heilsar Jónasi Péturssyni. MiIIi þcirra er Paul Reilly. eingöngu framleiddir barna- og kvenskór. Þá sáum við í Norwich sýningu á sjónleikn- um „Ríkharði III.” eftir Shakes peare í Maddermarket-leikhús- inu, sem er gamalt, lítið Shak- espeare-leikhús. Engir af þeim, sem þar léku, eru leikarar að atvinnu, en eigi að síður var leiksýningin mjög skemmtileg, þó að Ríkharður þriðji sé ekki í tölu beztu leikrita Shakes- peares. Einnig skoðuðum við dómkirkjuna í Norwich, sem er fögur og tilkomumikil, svo og Kastala- og listasafnið, sem er mjög merkilegt sambland af gömlu og nýju og á senni- lega óvíða sinn líka. Hjá dóm- kirkjunni er gröf hinnar frægu hjúkrunarkonu Edith Cavell. Þegar við komum til Cromer, heimsóttum við hina frægu björgunarbátastöð. Þar var okkur sýnt, hvernig björgunar- bátarnir á austurströndinni -eru sjósettir með allri áhöfn og full- komnum búnaði, og þegar tveir björgunarbátanna voru komnir á flot, kom þyrla fljúgandi, og okkur var sýnt, hvernig fram- kvæmd er björgun úr sjávar- háska með þyrlu. í Cromer skoðuðum við einnig stærsta vita Bretlands, og var þaðan mjög gott útsýni yfir bæinn og nágrenni hans, enda vorum við mjög heppnir með veður, þegar við vorum þar. Á leið- inni til baka frá Cromer til Norwich stönzuðum við á óð- alssetri Mr. R. W. Ketton-Croe- mer, en þangað fórum við vegna þess, að einn úr sendi- nefndinni, Jónas Pétursson, hafði látið í ljós ósk um að fá að koma á bóndabæ. Jónas fékk ósk sína uppfyllta, en meðan hann leit á búfénaðinn, skoðuðum við hinir óðalssetr- ið, sem er raunar merkasta safn listaverka, einkum mál- verka, bóka og annarra fagurra gripa. Eigandinn er eins konar safnminjavörður og mun vera þekktasti sérfræðingur í öllu, sem lýtur að sögu Norfolk. — Sunnudaginn 12. apríl ókum við til Hull. Þar sátum við kvöld- Birgir Finnsson ræð verðarboð Félags fiskiskipaeig- enda í Hull og heimsóttum síðan fiskihöfnina á mánudags morgun og skoðuðum íbúðar- hús þau fyrir sjómannaekkjur, sem byggð voru á sínum tíma fyrir peningagjöf héðan frá íslandi í stríðslok. Á leiðinni frá Hull til London var sú breyting gerð á ferðaáætlun- inni, að komið var við í Cam- bridge vegna þess, að nefnd- armenn höfðu látið í Ijós ósk um að sjá þann stað, og hann var ekki mikið úr Ieið. Stúd- entagarðarnir eða „the colle- ges” í Cambridge eru heims- frægar byggingar og mjög fagrar, og þó að dvölin þar væri ekki löng, þótti okkur mjög vænt um, að við skyldum fá tækifæri til að heimsækja háskólaborgina. Það helzta, sem gerðist eftir að við komum til London, var það, að við sát- um kvöldverðarboð forseta Neðri málstofu brezka þings- t- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiniliiii,1,1,1,,,,ii,,iilliiiilliiiiiiiiiiiiiiijii,li,,„lil„i„iiiii:,l„lilll„„,i,i„,l,llllll„lllimilllllllll|llllllllll|||||||llll|lll||||||||||||||||||||||||||im|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||1||ll|llj(llll,iiU„„„i, 8 21. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.