Alþýðublaðið - 21.04.1964, Side 16
45. árg- — Þriðjudagur 21. apríl 19S4 — 90. tbl.
Miklar skemmdir
af eidi í Ólafsvík
HŒidtekinn veqna
dauöa harns síns
Reykjavík, 20. apríl - ÁG
- MAÐUR nokkur, 23 ára gamall
' eitur nú í varðhaldi á Akranesi,
' en hann var handtekinn í sam-
11 bandi við dauða barns, sem hann
■ átti. Maður þessi hefur verið að
‘ vinna á Hellissandi ásamt konu
*'* sinni, en barnið fannst látið í
*' gaermorgun í rúmi sínu og voru
töluverðir áverkar á höfði þess.
Nánari atvik eru þessi: í gær-
rnorgun var maðurinn einn heima
*neð barninu, en kona hans var
að vinna úti. Hafði hann verið
undir áhrifum áfengis. Þegar kon
* an kom heim fann hún barnið
frÞRÍR BÍLAR
’ ÁREKSTRI
Eeykjavík, 20. apríl. — KG.
« ÞRJÁR biðreiðar lentu í
1 Srekstri á mótum Reykjanesvegar
' * Sléttuvegar kl. rúmlega 7 á
*• eunnudagskvöld. Ekki skemmdust
’ tbílamir mikið, en töluverð töf
' warð á umferðinni.
Skodabifreið var ekið eftir
*. .Sléttuvegi og- ók á Kópavogsvagn-
vánn, sem kom eftir Reykjanes-
1 fcraut á leið til Kópavogs. Mun
> vagnstjórinn hafa ætlað að sveigja
; frá en lcnti þá utan í Opel Kad-
‘ ett, sem kom á móti.
Ekki urðu nein slys á mönnum.
látið í rúminu, og voru nokkrir
áverkar á höfði þess. Kallaði
hún á héraðslækninn, en hann
gerði síðan yfirvöldunum aðvart.
Maðurinn hafði síðar farið til
Akraness og þar var hann hand-
tekinn að ósk saksóknara Maður-
inn varð tvísaga við yfirheyrsl-
una, og verður hann nú sendur
til Reykjavíkur.
Tveir rannsóknarlögreglumenn
fóru vestur á Hellissand í dag til
að athuga allar aðstæður. Líkið
var sent til Reykjavíkur til krufn-
ingar, og munu mjög miklir á-
verkar hafa fundizt á höfði þess
og jafnvel viðar á líkamanum.
Var þetta drengur, aðeins 10 mán-
aða gamall.
Eins og sjá má á forsíðu
blaðsins í dag er mikið vand
ræðaástand að skapast í ver-
stöðvum vegna hinna miklu
þorskveiða. Þessi mynd er
tekin í einu fiskverkunar-
húsi í Reykjavík í gær. Fisk
urinn hefur safnast upp í
stórar hrúgur og mennirnir
hafa ckki undan að verka.
iMWMWWWWMWWWMW
Reykjavík, 20. apríl. — KG.
Gunnar Ásgeir Hjaltason opn-
aði málverkasýningu í Iðnskól-
anum í Ilafnarfirði sl. laugardag.
Um 250 gestir voru viðstaddir
opnun sýningarinna.r og meðal
gesta forseti íslands og frú.
Gunnar hefur ekki haldið sýn-
ingu áður nema nokkrar myndir,
sem sýndar voru í Morgunblaðs-
glugganum fyrir nokkrum árum.
Á sýningunni í Hafnarfirði eru
93 myndir mest vatnslitamyndir,
en einnig olíumyndir. Fyrsta dag
sýningarinnar seldust 54 mynd-
anna og á mánudagsmorgun voru
66 myndir seldar.
Sýningin er opin daglega frá kl.
2-10 til sunnudagskvölds 26. apr.
Fiskverkunar-
stöð skemm-
ist af eldi
Reykjavik, 20. apríl. — KG.
Skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt sunnudags kom upp eldur í
fiskverkunarstöð að Súðavogi og
varð talsvert tjón bæði á húsinu
og fiskbirgðum, sem í því voru.
Var mikill eldur í þakinu þeg-
ar slökkviliðið kom á vettvang og
hiti og reykur í húsinu.
Mestur var eldurinn í kringum
kaffistofu .þar sem þaksperrurnar
voru kiæddar og í kyndiklefa, sem
var þar við.
Erfiðlega gekk að slökkva eld-
inn i þakinu og tók slökkvistarfið
um þrjá klukkutíma og varð að
rjúfa þakið. Enginn var í húsinu
þegar eldurinn kom upp, en fólk
hafði verið þar við vinnu fram
undir klukkan 11 og mun ætlunin
liafa verið að byrja aftur siðar
um nóttina. Ekki er kunnugt um
eldsupptök en miðstöðin mun
hafa verið í gangi.
Ólafsvik, 20. apríl. — ÓÁ-HP.
UM tvöleytið í fyrrinótt kom
upp eldur á efstu liæð Hraðfrysti
húss Ólafsvíkur, sem er þriggja
hæða steinliús. Á hæðinni var
mötuneyti fyrir starfsfóik frysti-
liússins og íbúðir aðkomufólks.
Slökkviliðið í Ólafsvík var þegar
kvatt á vettvang, er eldsins varð
vart, en það fékk ekki við neitt
ráðið. Brann allt, sem brunnið
gat á efri hæðinni, og er nú þak
hússins gersamlega fallið.
Á miðhæðinni urðu nokkrar
skemmdir af vatni, bæði í skpif-
stofunni og á umbúðum, sem
geymdar eru á hæðinni. Engu
tókst að bjarga af efstu hæðinni,
og brunnu þar allar eigur fólks-
ins, sem hélt til í liúsinu. Vitað
er, að eitt par geymdi þar eitt-
hvað af peningum, sem það missti
í brunanum.
Dansleikur var í Ólafsyík á
laugardagskvöldið, og það starfs-
fóik frystihússins, sem ekki var
að vinna við aflann fram eftir
nóttu, mun háfa verið þar. Var
því enginn heima, þegar eldur-
inn brauzt út.
Á efstu hæðinni bjó allmargt
aðkomufólk, og þar sem vertið
stendur enn, er nú búið að koma
því fyrir, en það verður í fæði
i mötuneyti Kirkjusands hf.
Slökkviliðið í Ólafsvík var að
starfi, þar til kl. 8 í gærmorgun.
Hæg norðaustanátt var í Ólafsvík
meðan á brunanum stóð, en bálið
talsvert mikið, og standa nú vegg-
irnir einir eftir af efstu hæðinni.
Þakið er gersamlega fallið.
Eldsupptök eru ókunn, en tal-
ið er, að eldurinn hafi komið
upp í auðu herbergi á efstu hæð
hraðfrystihússins. Húsið var vá-
tryggt, en óvíst er, hvort eigur
fólksins, sem þar bjó hafi verið
vátryggðar. Engar skemmdir urðu
á tækjum eða vinnusölum frysti-
liússins, og verður því vinnu hald
ið þar áfram eins og ekkert hafi
í skorizt.
| Aððlfundur FUJ (
I á Akranesi
= Félag ungra jafnaðar- |
I manna á Akranesi hcldur j
= aðalfund sinn í Röst, félags i
i heimili Alþýðuflokkslns, kl. |
| 8,30 annað kvöld, miðviku- |
i dag. Benedikt Gröndal, al- |
i þingismaður og Sigurffur |
i Guðmundsson, forseti SUJ, |
{ mæta á fundinum.
BRÁÐABIRGÐAS AM KOM U-
LAG VIÐ FARMENNINA
Reykjavík, 20. april. — ÁG.-
SAMKOMULAG um kaup og
kjör farmanna náðist um miðjan
dag í dag- Er þetta bráðabirgffa-
samkomulag um 9% hækkun á
mánaðarkaupi og ýmsum öðrum
greiðslum samkvæmt samningum
WWMWWWMMMMWtMMWWMWMWVMViMtMVWMWMMMWWWMMMMWWWWtWMWIWtMMWWWMWWWWWMiMWWW
Köld vistí Surtsey
Reykjavík, 20. apríi. IIP. mótor, þegar hann var kom- hafði vcrið róiff út að honum aði síðan að freista landgöngu
ÞRÍR ungir menn áttu
kalda vist i Surtsey í nótt, sem
leið. Hugðust þeir freista lend
ingar í eynni, og tókst hún á-
gætlega, en þegar þeir ætl-
uðu aftur út og um borff í Har-
ald frá Vestmannaeyjum, reið
alda yfir bát þeirra félaga, sem
var plastbátur með utanborðs-
inn tæpa 10 metra frá Iandi,
og hvolfdi honum. Lentu þre-
menningarnir þá í sjónum, en
gátu svamlaff í land. Urðu þeir
síðan aff gista þar í nótt, eins
og fyrr segir, blautir, þjakaðir
og amk. tveir þeirra illa
klæddir. Lóðsinn frá Vestm.-
eyjum kom síðan meff þá tii
Eyja í morgun eftir að þeim
frá Surtsey á árabát.
Þremenningarnir, sem gistu
í Surtsey, eru Pétur Svein-
björnsson, blaðamaður hjá
Vísi, fréttaritari Tímans í Vest-
mannaeyjum og Örlygur Har-
aldsson, — einnig úr Eyjum.
Pétur fór flugleiðis til Eyja
á laugardagsmorguninn og ætl
á Surtsey við þriðja mann,
enda höfðu þeir til þess allan
útbúnað. Á laugardaginn var
hins vegar svo mikið brim við
eyna og bræla úti fyrir, að
ekki þótti tiltækilegt að reyna
landgöngu, en í gær var komið
blíðskaparveður, þó að heldur
tæki að hvessa eftir hádegið.
(Framhald á 4. síðu).
»VVWMWMWVW4WWWMWWVMMWHVWWWWWWVM%mUWWVVWWWVWWWWWW%WWWWWWWM
og 15% hækkun á yfirvinnukaupi.
Þegar samkomulagið náðist háfði
samningafundur staðið nær óslit-
ið frá því á fimmtudagskvöld.
Er blaðið náði tali af Jóni Sig-
urðssyni, formanni Sjómannáfé-
lags Reykjavíkur í kvöld, sagði
hann, að þetta væri aðeins bráða
birgðasamkomulag, en samningar
væru lausir. Ef annar hvor aðil-
inn vildi taka upp samninga að
nýju væri nægilegt að tilkynna
það með viku fyrirvara. Hjá yfir
mönnum væri það mánuður.
Er við spurðum Jón hvort
þetta væri ekki lengsti samninga-
fundur, sem hann hefði setið, —
kvað hann nei við, sá lengsti
hefði verið í farmannadeilu fyrir
nokkrum árum, og stóð sá óslitið
í 73 klukkustundir. Nokkrar
hvíldir voru á þessum fundi.
Jón sagði að lokum, að þessi
kauphækkun væri á grundvelli
þeirra hækkana, sem aðrar stétt-
ir fengu í desember-mánuði siðast
liðnum.