Alþýðublaðið - 29.04.1964, Qupperneq 2
tUtstjórar: Oylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Grðndal — Fréttastjóri:
Arni GunnarsBon. — RltstjómarfuUtrúi: Elður Guönason. — Sbnar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsiö við
rSverflsgötu, Roykjavu í entsmiöja AIÞýöuBlaösins. — Askriftargjald
fcr. 8Ó.00. — í Iausasölu kr. 5.00 elntaklð. — Útgefandi: Alþýöuflokkurlna.
HJÓNÁGARÐUR
UM NÍU 'hxmdraið istúdentar stúnda nú nám
við Háskóla Ís0.ands. í mörgum greinnan er náms-
tíminn langur og oft er það gvo, að stúd-entar íhafa
istofnað heim'iU og eignazt 'böm áður en námi er
lokið.
f>etta skapar ýrnsa erfiðleifca, og veá'dur því
jafnvel á stundum, að menn verða að híverfa frá
snámi, stundum um sinn og stundum fyrir fullt og
allt. Slíkt er þjóðfólaginu að sjálfsögðu dýrt spaug,
og kappkosta œtti að reyna að (koma í veg fyrir að
slíkt eigi sér stað.
í nýútkommu Stúdentablaði jafnaðarmaima er
rætt um mauðsyn þess að byggja hjónagarð til að
(létta undir með stúdentum, sem stofnað haf a Sheim
ili. Segir þar svo:
„í Reykjavík er miklð húsnæðisleysi og íbúðir
í háu verði. Stúdentar og annað námsfólk 'hafa að
jafnaði minna fé en fólk í launaðri atvinnu. Getur
því orðið erfitt fyrir gifta stúdenta að fá húsnæði.
Margir njóta þó aðstoðar foreldra og vina, en kysu
iheldur að eiga eigilð heimiii.
Með byggingu stúdentagarðs gæti þetta orðið
að veruleika. Leigu yrði stiilt í hóf og stúdentum
þannig gert fyrr kleift að byrja eigin búskap en
ella.
í sambandi við hjónagarð þarf að vera bama
'heitmili, jafnvel svo stórt, að böm fleiri stúdienta
en garðsbúa fái þar inni. Einnig mætti væntan-
ílegt f élagsheimili vera málægt garðinum, enda yrðu
íbúar hjónagarðs ömggasta lyftistöng félagsHfi
ékólans.
Bygging hjónagarðs yrði þvf byrjimarlausn á
tmörgum vandamálum stúdenta og er þannig hafin
yfir flokkadrætti og dægurþras. Hjónagarður yrði
stúdentum tii öryggis, skólanum til sóma og verð-
'ugt merki um hug íslendinga til lærdóms og
mennta“.
Hækkun biíreiðafrygginga
Iðgjöld bifreiðatryggilnga hafa nýverið hækk-
að um 50%. Þessi hækkun á sér tvær meginrætur.
Annars ivegar er hækkandi viðgerðarkostnaður og
Hins vegar geigvsenleg tjónafjölgun.
Tjónafjölgunin er sjálfskaparvíti. Enginn skyldi
íhalda að það fé, sem tryggingafélögin nota t'll að
bæta tjón, korni af himnum ofan. Féð kemur úr
rvösum bifreiðaeigendanna og nú verða hinir gætnu
að gjalda fyrir þá, sem ogætnari eru.
Umferðarmenning okkar er því miður í mesta
ólestri og stórátak þarí til að bæta það, sem aflaga
fer. Aðeins með sameinuðu átaki allra er hægt að
ráða bót á því ófremdarástandi, sem nú ríkir.
SiÓNVARPSSÓFI
5 ára ábyrgðarskírteini tryggir gæðin. — Vandið valið.
VALHÚSGÖGN
Skólavörðustíg 23. — Sími 23375.
FORNI SKRIFAR: „Undanfarlð
hef ég verið að lcsa nokkra ár-
g'ang’a af Árbók fornleifafélagsins.
Það sér maður víða á það minnzt,
að fornleifar hafi ekki verið kann-
aðar, að byrjað hefur verið á upp-
greftri en ekki lokið, að munn-
mæli herma að „þarna séu gamlar
rústir“, en ekki hafi verið fé fyrir
hendi eða mannafli til þess að
kann það. Mann furðar dálítið á
þessu, en skýringin er sú, að fé til
fornleifarannsókna er af mjög
skornum skammti og starfsiið er
fámennt.
UM DAGINN GEKK ÉG um
Vonarstræti. Á horni þess og Suð-
urgötu var verið að ryðja burt
gömlum húsgrunni, og nú er þai-
komið bílastæði. Ekki virðist nokkr
um manni hafa dottið I hug, að
grafa þama í könnunarskyni — og
H þó er ekki langt síðan að þarna
komu upp merkar fornmynjar,
þegar Steindórsprent var reist. Því
er jafnvel haldið fram, að úr grunn
inum hafi komið upp „hlóðahella
Hallveigar Fróðadóttur“.
ÉG TEL ÞETTA MJÖG miður
farið. Vitanlega eigum við að nota
tækifærið þegar svona stendur á
og gera rannsóknartilraunir. Er
■ nokkuð líklegra, en að þarna, í
+ Hvers vepa er ekki grafiff í grunninn?
ic Fornleifarannsóknir vantar bæffi fé og
vinnukraft.
+ Rannsóknir bíffa á mörgum stöffum.
ir Tillaga um stofnun nýs félags, sem og
annars staffar á Norðurlöndum.
, ,,|,|t]|||t'mMHiitiiii»milmimiiiimmimmmmnnniiiiimiiimmimtiimmiiiiiimuiiimmiiiiiiiimnMiiiiH>ini»
næsta nágrenni við fyrri gröft, sé
að finna einhverjar fornminjar.
Mér leyfist þvi að spyrja: Hvers
vegna var grunnurinn ekki rann-
sakaður fyrst tækifærið bauðst á
annað borð?
EN SVO LANGAR MIG til þess
að minnast á annað. Nú er stofn-
að hvert félagið á fætur öðru til
hjálpar í baráttunni við sjúkdóma
og ýmist konar kröm og þú hefur
nokkrum sinnum hvatt til þess, að
stofnað verði slíkt félag til aðstoð-
ar í baráttunni við sálar- og tauga-
sjúkdóma. Þetta er ágætt. Það er
gott, þegar borgararnir finna köll-
un hjá sér til að vinna að góðum
málum, óralangt frá allri pólitík,
en nær öll félagsstarfsemi hefur
til skamms tíma því miður verlð í
sambandi við pólitík. Ég vil stinga
upp á enn einu félagi.
Á NORÐURLÖNDUM eru til fé
lög áhugamanna um forleifarann-
sóknir. í þessum félögum eri*
menn úr öllum stéttum, allt frá
verkamönnum upp í borgarstjóra,
lögfræðinga, presta og þar fram
eftir götunum. Þessir menn eyða
sumarleyfum sínum við þessar
rannsóknir, og hef ég komið þar
að sem borgarstjórinn í Árósum
var vinnuklæddur með litla skeiS
og lítinn bursta í höndum við upp-
gröft ásamt nokkrum öðrum mönni
um, þar á meðal forrikum grósséra
frá Kaupmannahfn. Og þar ríkti
vinnugleði.
HVERS VEGNA stofnum við
ckki svona félag? Ég er sannfærð-
ur um, að margir mundu vilja taka
þátt í því. Það á að starfa undir
forystu starfsmanna Þjóðminja-
safnsins, en ekki sjálfstætt. Þjóð-
minjavörður mundi áreiðanlega
fagna svona félagsskap".
Þetta er ágæt tillaga.
Hannes á horninu.
2 29. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ