Alþýðublaðið - 29.04.1964, Side 9
MuiiiiitiriiiimiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiimiiiiimiiiiuisiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifuiiiiiiiftmiiiiiifiitifiiifntiiiimmmiiniiiiuiifiiiic rr,
! KÚBUDEILAN HARÐNAR
‘ÐeUa Bandaríkjanna og
I Kúbu er kalt stríð, sem verður
| sennilega ekki „heitt“ í fyrir-
f sjáanlegri framtíð, sagði í for
I ystugrein í „New Yoirk Times“
| nýlega. í>ó var tilefni þessara
I. ummæla blaðsins versnandi
i sambúð stjórnanna í Havana
i og Washington. Það er nefni-
|: lega athyglisvert í sambandi
I við ástand það, sem nú hefúr
l skapazt, að hin aukna spenna
| stafar af bættri sambúð Banda-
| ríkjanna og Sovétríkjanna.
I Á undanförnum mánuðum
k hafa Rússar haldið áfram brott
|- flutningi hermanna sinna frá
I Kúbu í samræmi við samkomu
I lag það, sem tókst með Krúst-
| jov og Kennedy haustið 1962.
| Samkvæmt upplýsingum, sem
| fyrir liggja, verða í næsta mán-
| uði aðeins eftir 800 af um það
| bil 20 þúsund Rússum, sem
| voru á Kúbu er deilan stóð
| sem hæst. Nú er það spurn-
I ingin mikla hvort þessi „hér-
| málanefnd“ eigi að hafa það
| verkefni að hafa eftirlit með
| þeim 24 loftvarnareldflaugum,
| sem komið hefur verið fyrir
§ á Kúbu.
£§
| Ef sú verður raunin mun
| bandaríska stjórnin varpa önd
| inni léttar, því hingað til hefur
| eldflaugum þessum ekki verið
| beitt gegn bandarískum könn-
| unarflugvélum, sem jafnan
| fljúga yfir Kúbu til að ganga
| úr skugga um, hvort nokkur
| árásarviðbúnaður eigi sér stað.
Þessar könnunarferðir hafa
| verið farnar með þegjandi sam
| þykki Rússa, enda höfðu Krúst
| jov og Kennedy orðið ásáttir
| um, að eftirlit skyldi haft með
| brottflutningi eldf lauganna
| og niðurrifi skotpallanna. En
| nú, þegar brottflutningi sov-
| ézku hermannanna er senn að
i ljúka, gefur það tilefni til boil
| alégginga, hvort hið þegjandi
| samkomulag um flug Banda-
| ríkjamanna yfir Kúbu gildi á-
| fram.
| Þótt það hafi ekki komið
1 skýrt fram, hvort Kúbumenn
I fái í hendur stjómina á eld-
| flaugunum, hefur Castró sjálf-
| ur tekið skýrt fram, að ,hann
hafi í hyggju að binda enda á
flug Bandaríkjamanna yfir
Kúbu. Á því getur ekki leikið
nokkur vafi, að þessar könn-
unarferðir eru brot á þjóðar-
rétti og að með þeim er troð-
ið á fullveldi Kúbu.
En bandaríska stjórnin tel-
úr, að Kúba hafi sjálf með
stefnu sinni sett sig utan.við
gildandi reglur, og að jafn-
framt geri pólitískar ástæður
og öryggisástæður, sem vegi
þungt á metunum, Bandaríkja-
mönnum nauðsynlegt að halda
könnunarferðunum áfram.
m
Auðsætt er, að síðan Kúbu-
deilan hjaðnaði hafa Rússar
hvatt Castro til hófsemi gagn
vart Bandaríkjamönnum, og
þessi ráðlegging hefur að sumu
leyti haft áhrif. Kúba er svo
háð aðstoð Rússa og annarra
Austur-Evrópuþjóða, að hún
gæti alls ekki þolað vinslit,
þótt hún hafi aldrei verið eins
óánægð með stefnu þá sem
fylgt er og nú.
Samt er greinilegt, að Cast-
ro er staðráðinn í að viðhalda
ems miklu athafnafrelsi og
honum er framast unnt. TTaun
hefur ekki gerzt aðilí að samn
ingnum um takmarkað tilrauna
bann og ekki tekið undir hinar
almennu fordæmingar á stefnu
Peking-stjórnina. Yfirleitt
eru fyrir hendi möguleikar á
nánari samskiptum Kúbu og
Kína, og eftir öllu að dæma
óttast Rússar þetta. Þeir verða
að taka þetta til greina í stefnu
sinni gagnvart stjórninni í Hav
ana.
Þetta er augljóslega tilefni
ummælanna í stjórnmálamál-
gagninu „Izvestia“, sem hefur
tekið eindregna afstöðu gegn
könnunarflugferðum Banda-
ríkjanna og staðhæfir, að
Kúba hafa rétt til að binda
enda á þær. Sem fyrr var á
það lögð áherzla, að Rússar
mundu ekki halda að sér hönd-
um yrði Kúba fyrir árás.
Frá - sjónarhóli Castrós
sjálfs væri það spurning með
tilliti til eigin álits, hve lengi
hann geti látið könnunarferð-
irnar viðgangast án þess að
aðhafast nokkuð. Þess vegna
getur hæglega skapast nýtt
hættuástand, ef brottflutning-
ur Rússa felur í sér, að kú-
banska sfjómín íjú frjálþan
umráðarétt yfir loftvarnareld
flaugunum.
Þótt slíkt ástand skapaðist
væri það íhugunarefni fyrir
Castró hvort hann hefði nokk-
urn hag af því, að sambúðin
við Bandaríkin versnaði alvar-
lega. En stefna Bandaríkjanna
kann einnig að komast í alvar
,lega þolraun á næstunni, því
að stefna Castrós á undanförn-
um mánuðum hefur bent til
þess, að hann hafi áhuga á að
samskiptin við Bandaríkin kom
ist í eðlilegt horf.
Enn er óvíst hvort stjóm-
endur bandarískra utanríkis-
stefnu séu undir það búnir að
endurskoða stefnuna gagnvart
Kúbu, en ef forðast á nýtt og
alvarlegt. hættuástand gefst
tækifærið ef til vill eftir for-
setakosningamar í haust. (Ar
beiderbladet: Torstein Sandö).
^ ■uiiiMiiúiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiitiiiiiiiiMinuiiiiiiinniiiiiiimiiiiiii*i*iiii*iiiiii“ili*,,'imtit«i»*iiiiimtmmM«iii»iiii»Muiii«iiuii»iimHiuiiii»»iiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiuiiniiiiii»'f'
FÖR FÁKS AÐ HLÉGARÐI
Mosfellssveit, 20. apríl. — ÓG.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var hin
árlega för Hestamannafélagsins
Eáks að Hlégarði í Mosfellssveit.
Veður var hið ákjósanlegasta, sól
og bliða. Þarna munu hafa verið
á ferð á fjórða hundrað hesta-
menn og sumir hverjir með tvo
til reiðar. Það er tignarleg sjón
að sjá svo fríðan hóp sem þennan,
fara 'á kostum um byggðir lands-
íns og fagurt minningartákn um
þarfasta þjóninn, hestinn. Meðal
hestamaiina voru ekki síður kon-
ur en karlar og á þar við visu-
helmingur Kolbeins í Kollafirði:
svo verða allar fínustu frúrnar í hnakk
QS framtíðarhestamenn íslendinga.
Að Hlégarði hafði. Kvenfélag
Lágafellssóknar veitingar fyrir
Fáksfélaga, en það tilheyrir hinni
árlegu ferð. Undir borðum að Hlé-
garði skemmtu nokkrir skóladreng
ir með hornablæstri undir stjórn
eins af barnakennuram sveitar-
innar. Hljómsveitin er reyndar
enn á byrjunarstigi, en á væntan-
lega eftir að þroskast óg dafna og
verða sómi sveitar sinnar.
Félagar úr Hestamannafélaginu
Herði í Kjalarnésþingi fóru til
móts við þá Fáksfélaga og fylgdu
þeim einnig úr hlaði að lokinni
kaffidrykkju í Hlégarði.
För þessi fór hið skipulegasta
fram og var þeim til sóma, sem
að henni stóðu og verður ferðum
þessum væntanlega framhaldið á
komapdi árum.
ÁRBÓK FERÐA-
FÉLA6SINS 1964
Reykjavík, 27. apríi - KG
ÁRBÓK Ferðafélagsins fyrir árið
1964 er komin út. Fjallar hún að
þessu sinni um Austur-Húnavatns-
sýslu og hefur Jón Eyþórsson
skrifað bókina. Áður hefur verið
fjallað um Vestur-Húnavatnssýslu
og er sú frásögn, í árbókinni 1958.
Bókin er að þessu sinni 224
biaðsíður og eru í henni 58 ljós-
myndir og fjórar litmyndir.
Seljum á morgun og næstu daga meðan birgð-
ir endast nokkurt magn af
karlmannaskóm
úr leðri með leður- og gúmmísóía. Vandaðaí
gerðir fyrir krónur 292,00 og krónur 299,00.
Ennfremur HVÍTBOTNAÐA GÚMMÍSKÓ
drengja. Verð krónur 72,00 og krónur 83,00.
Skóbúð Ausfurbæjar
Laugaveg 100
Bamavinafélagið Sumargjöf
Á morgun fimmtudag
kl. 3 verður kvikmyndasýning í Háskóiabíói fyrir börn, sen*
seldu bækur, fána og merki á sumardaginn fyrsta.
Sölunúmer gilda sem aðgöngumiði.
Konur óskast
Konur vantar í eldhús Kópavogshælis. Hálfs dags vinna
kemur til greina. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma
41502.
Reykjavík, 27. april 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Smjör
brauöiÓÍ _ \nnr
Osta og smjörsalan s.f. j
i ir
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. apríl 1964 Q.