Alþýðublaðið - 29.04.1964, Síða 11

Alþýðublaðið - 29.04.1964, Síða 11
KR: Gísli Þorkelsson, Hreiðar Ár- sælsson, Kristinn Jónsson, Þórður Jónsson, Þorgeir Guðmundsscrn, Sveinn Jónsson, Örn Steinsen, EH- ert Schram, Gunnar Felixson, Jón Sigurðsson, Gunnar Guðmanrisson. VALUR: Björgvin Hermannsson, Árni Njálsson, Þorsteinri Frið1 þjófsson, Ormar Skeggjáson, Björn Júlíusson, Matthias Hjart- i arson, Bergsteinn Magnússon, J Reynir Jóiisson, Ingvar Elísson, Bergsveinri Alfonsson, Hermann Gunnarssoh. Úrslit: 2:0 KR í vil. Dómari: J Haukur Óskarsson. Áhorfendur ca: 3000. KR sigráði Val með 2 mörkum gegn engvií í allfjörugum leik sl. mánudagskvöld. í heild var leik- ] urinn í góðu meðallagi af vorleik að vera, því slíkir leikir eru oft Afmælismót KR i korfuknattleik í tilefni af 65 óra afmæli KR, heldur körfuknattleiksdeild fél- agsinc hraðmót að Hálogalandi þriðjudaginn 5. maí. ÖLum körfuknattleiksfélögum er heimii þátttaka í mótinu, en þátttökutH- kynningar þurfa að hafa boi-izt 1 síðasta lagi þann 2. maí nk. Sam- vinnutryggingar hafa gefið vandá'ð an verðlaunagrip, sem. sigurvegri mótsins hlýtur til eignar. Eins og allir körfuknattleiks- unnendur vita, hefur verið mikill skortur á hæfum körfuknattleiks- þjálfurum hérlendis, og hafa KR- ingar, ekki síður en önnur félög farið varhlum í þeim málum. Nú hefur rætzt úr þessum mál- um hjá KR. Tveir Bandaríkja- menn hafa tekið að sér þjálfun hjá körfuknattieiksdeild félagsins, þeir Mr Röbinson og Mr. Sutphin Mr. Robiöson hefur um árabil starfað sem íþróttakennari og körfuknattleiksþjálfari við banda ríska skóla og er hann tvímæla- laust sá bezti körfuknattleiks- þjálfari sem starfað hefur hérlend is hjá einu félagi. Ráðgert er að halda áfram æf- ingum í sumar tvisvar til þrisvar í viku og nýta sem bezt þeLa tæki færi, sem nú gefst. Innan skamms munu hefjast hjá dei dinni æfiBgar undir tækni- þrautir Körfuknattleikssambands íslands, sem eru í fjórum stigum, og munu nánari upplýsingar gefn- ar á æfingum deildarinnar. All- ir eldri meðlimir deildarinnar eru hvattir til að mæta vel á æfingar og einnig eru byrjendur og nýir félagar velkomnir. æði lélegir. Mikill hraði var lengst af í leiknum, og áttu báðir aðilar allgóð tækifæri, sem ekki nýttust. Leikur KR-inga var þó mun skipu- legri en Valsmanna. Þeir náðu oft prýðisgóðum sóknarleik, þar sem þeir Gunnar Guðmannsson, Ell- ert og Örn voru í aðalhlutverk- um. Þá var varnarleikur KR-inga oft með ágætum, einkum tókst markverðinum Gísla Þorkelssyni vel upp. Hefur hann ekki í ann- an tíma átt betri leik. KR-liðið siglir nú hraðbyri að Reykjavíkur- meistaratitlinum og virðist svo sem ckki sé á færi þeirra and- stæðinga, sem eftir eiga að mæta þeim að stöðva þá siglingu. Vals-í liðið er skipað duglegum og leikn- i um mönnum, en það sem háði | þeim í þessum leik var skortur á leikskipulagi. Þeir náðu sjaldan vel saman, en áttu aftur á móti oft all glæsilega einleikskafla, sem oftast urðu til lítils gagns fyrir liðið, sem heild. Vörnin er nú veikari en hún var sl. vor. Eink- um eru þar áberandi staðsetning- arveilur í öftustu vörninni, sem urðu afdrifaríkar. Takist að ná fram þeim samleik, sem þetta Valslið hefur vissulega möguleika á að ná, þá getur þetta lið sýnt mun betri leik en raun varð á sl. mánudagskvöld. Eftir gangi leiksins var sigur KR-inga alls ekki ósanngjarn, þó markamunur væri í stærra lagi. Eins marks munur hefði verið hæfilegur. í fyrri hálfleik var ekk- ert mark skorað. Bæði liðin áttu allgóð tækifæri. Valsmenn þó heldur betri. Þannig skall hurð (Framhald á 13. síðu). Jón Þ. Ólafsson og Bandaríkjamaffurinn Lew Hoyt, en hann hefu , hæst stokkiff 2,16 m. í hástökki. Jórt Þ. Ólafsson skrifar um Frjálsar íþróttir á fslandi og i USA Hér skall hurff nærri hælum, en Björgvin tókst aff góma boltann. Los Angeles, 24. apríl ÞÁ ER FYRSTI mánuðurinn hjá mér í USA liðinn, nóg hefur ver- ið að gera, bæði við æfingar og keppni, mót eru hafin hér fyrir nokkru síðan, mörg hafa verið haldinn og frábær afrek náðst. Það fer ekki hjá því, að margt hafi borið fyrir augu hvað viðvík- ur íþróttaþjálfun og öðru sem viðkemur frjálsum íþróttum, það eitt út af fyrir sig er efni í langa grein, en ég ætla að gera langt mál stutt og komast beint að kjarnanum. Hér ytra hefur mér gefist tæki- færi að fylgjast með nokkrum beztu frjálsíþróttamönnum heims, bæði við æfingar og keppnir. Þeir æfa allir vel og leggja hart að sér til þess að ná árangri, allur þcirra tími, sem fer í æfingar er skipu- lagður af þjálfurum þeirra, þeir hlýða þjálfurunum og nota tímann vel meðan þeir æfa. Allir þeir, sem ég hef fylgst með hérna æfa lyftingar, allt að 80% æfingatím- ans hjá sumum, fer í lyftingar. — Flestir æfa svokallaðar IC-æfing- ar, sem eru ekki ósvipaðar Atlas- æfingakerfinu. Það er ekki langt siðan frjálsíþróttamenn fóru að iðka þessar æfingar og í fyrstu voru margir þjálfarar á móti bessu, einkum þjálfarar af gamla skólanum, en nú ráðleggja flestir biálfarar nemendum sínum að iðka þessar æfingar og leggja þær til jafns við lyftingar. Einnig æfa menn mikið hiaup hér, bæði sprett hlaup og úthald, þetta á við alla, sem æfa íþróttir. Þegar íþrótta- menn hér hafa lokið æfingum á vellinum, fara þeir inn t~ íbrótta- húsið og bar æfa þeir leikfimi, l.vftingar. IC-æfingar og vmislegt annað. Sameiginlegt með öllum cr það, að þeir taka á, hlýða þjálfar- anum og æfa þessvegna af viti. Á árunum í kring um 1950 gáttl ísiendingar teflt fram einu sterk • asta landsliði, sem Evrópuþjótt hafði upp á að bjóða. Nú eru tím - ar breyttir, þjóðir sem við sigrjið ■ um áður fyrr, gersigra okkur núrin, Áður fyrr áttum við marga íþrójtta menn, sem voru meðal tíu beztu a afrekaskrá Evrópu árlega í kring um 1950. Hvað eigum við marga núna? Það er fljótfundin lausn, á ár • unum 1945—1951 æfðu íslenzkir frjálsíþróttamenn á sama hátt'og erlendir, þessvegna var árangur okkar manna jafn góður og þeirra. Nú er hinsvegar öldin önnur, þieir hafa gjörbreytt æfingaaðferðtma< með þeím árangri, að nú eru byrj- endur í frjálsum íþróttum meö sama árangri og toppmenn höfðui- fyrir 15 árum síðan. Þegar Dallau Long var 17 ára kastaði hann kúl- unni 18.65, 17 ára gamall strákur. stökk fyrir nokkrum dögum héma 4.75 í stangarstökki og var nálægt því að stökkva 4.88, svona má lengl telja. Vísindin hafa verið tekin $ þjónustu íþróttanna og allt er gjör- breytt. Stórþjóðirnar læra hver af annari og tileinka sér það sem fundið hefur verið upp. Ég hef (Frarahald á 13. síðu) Ármannsmótinu lýkur í kvöld í KVÖLD kl. 8.15 lýkur af- mælismóti Ármanns í liand- knattleik. Þá leika Fram og sigurvegararnir frá í gær- kvöldi til úrslita. WWWWIMIWWMWWWMVW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. apríl 1964

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.