Alþýðublaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 14
Sagt er, að erfitt sé aS
verða ríkur í einu vetfangi,
en bót í máli að fáum auðn-
ast það . . .
k lianglioltssöfnuður. Er til við-
íals í safnaðarheimili Langholts-
prestakalls alla virka þriðjudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 5-7,
,3VO og klukkustund eftir þær guðs
hjónustur, er ég annast. — Sími
j5750. Heima: Safamýri 52. Sími
38011. — Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson.
Hinningarspjöld barnaspítalasj óðs
Hringsins.
— fást á eftirtöldum stöðum:
Verzlun Jóhannesar Norðfjörð,
lymundssonarkjallaranum, Vestur
oæjarapóteki, Holtsapóteki, Vestur
götu 14, Verzluninni Spegillinn,
Laúgavegi 48, Þorsteinsbúð,
Snorrabraut 61.
Sjálfsbjörg.
Mijnningairspjöld Sjálfisbjargar
3ást á eftirtöldum stöðum: í Rvík.
Vesturbæjar Apótek, Melhaga 22,
ReykjavikUx- Apótek Austurstrætl.
Holts Apótek, Langlioltsvegi.
Garðs Apótek, Hólmgarði 32
ÍBókabúð Stefáns Stefánssonar,
Laugávegi 8, Búkabúð ísafoldar,
Austurstræti. Bókabúðin Laugar-
nesvegi 52. Verzl. Roði, Laugavegi
74.
1
Fullkomið hreinlæti —•
Hrein f jós.
Gerlar eru svo örsmáir, að þeir
geta vel komið sér fyrir í rykkorn'
um, hári, lieyi, húsaskúmi og köng
ulóarvefum sem og hinum ólík-
legustu krókum og kimum. Er því
bezt að sópa þessu beint út úr
fjósinu, en þó ekki fyrir mjaltir,
því að ekkert á betur við gerla en
að fá tækifæri til þess að svífa á
irykkorni beint ofan í spenvolga
mjóikurfötu.
Áríðandi er til þess að sigrast á
gerlum, er að halda fjósunum
hreinum, þau skulu vera björt og
vel loftræst. Nauðsynlegt eir að
kalka eða mála þau einu sinni á
ári. Áríðandi er, að básar og flór-
ar séu vatnsheldir. Varast ber að
liafa salemi eða kamar í beinu
sambandi við fjósið. Safnþróm,
mykjuhúsum og votheysgryfjum
skal vera þannig fyrir komið, að
ekki berst þaðan óþefur inn í
fjósið.
TMjólkureftirlit ríkisins
*
Kvenfélag- Hallgrímskirkju heldur
aðalfund sinn fimmtudaginn 30.
apríl kl. 8.30 e. h. í Iðnskólanum
(gengið ihn frá Vitastíg). Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, önnur
mál, og kaffidryfckja. Áríðándi
að félagskonur mæti vel. Stjórnin
Sunnuúagaskófa
hefir Fíladelfiusöfnuðurinn á
hverjum sunnudegi á þessum stöð
um: Hátúni 2, Hverfisgötu 44 og
Herjólfsgötu 8 Hafnarfirði. Alls
staðar á sama tíma kl. 10.30 f.h.
í kvöld talar Einar Gíslason í Fíla
delfíu Hátúni 2.
Reykjavíkurdeild Rauðakross
íslands tekur á móti umsóknum
um sumardvalir barna 4. og 5.
maí kl. 9—2 og 13—18, á skrifstof
unni Torvaldsensstræti 6.
LISTASAFN Einars Jónssonar
er opið á sunnudögum og miðviku-
dögum frá kl. 1.30 - 3.30.
Frímerkl.
Upplýsingar um frímerkj og fri-
merkjasöfnun veittar almenningl
ókeypis í herbergi félagsins að
Amtmannsstíg 2 (uppi) á miðviku-
dagskvöldum milli 8 og 10.
Félag frímerkjasafnara.
Frá Sjálfsbjörg.
Skrifstofa Sjálfsbjargar er einn
ig opin frá kl. 5—7.
□ Tveir innfæddir mættust á
götu í Edinborg. Annar spyr:
— Heyrðu félagi. Þú getur lík-
lega ekki lánað mér 50 pund?
— Eg er því miður ekki með
neitt á mér, kæri vinur.
— En heima?
— Jú, þakka þér fyrir. Bæði
konan og krakkarnir hafa það
ágætt.
□ Hinn kunni slúðurdálkahöf-
undur fransjka blál'Ssins Franee
Soir, Carmen Tixier, hefur sagt
um kynsystur sínar:
Maður getur ekki sagt um konu
að hún sé lygari ef hún segir að-
eins ósatt til um aldur sinn, verðið
á kjólum sínum og laun manns
síns.
Að sigra Dani oss tókst ei
íhrótta í raununum.
Þó eyðilögSum við okkar mey
á undan Hafnar-baununum.
Kankvís.
Miðvikudagur 29. apríi
7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir — Tónleikar —
7.30 Fréttir — Tónleikar — 7.50 Morgunleik-
fimi — 8.00 Bæn — Tónleikar — 8.30 Fréttir
— Veðurfregnir — Tónleikar — 9.00 Útdrátt-
ur úr forustugreinum dagblaðanna — Tón-
leikar — 10.15 Fréttir — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir —
Tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna". Tónieikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir — Tilkynningar —
Tónleikar — 16.30 Veðurfregnir — Tónleik-
ar — 17.00 Fréttir — Tónleikar).
17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku.
18.00 Útvarpssaga bamanna: „Hetjan unga“ eftir
Strange; III. (Þýðandinn, Sigurður Skúlason,
les).
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Vamaðarorð: Haraldur Árnason ráðunautur
brýnir fyrir hlustendum aðgát við meðferð
landbúnaðarvéla.
20.05 „Tunglskin og tónar“: Jesse Crawford leikur
á bíóorgel.
20.20 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Norðlendingasögur, —•
Guðmundur ríki. Helgi Hjörvar les.
b) íslenzk tónlist: Lög eftir Björgvin Guð-
mundsson.
c) Þáttur um Árna Reynistaðamág eftir Benja
mín Sigvaldason.
d) Vignir Guðmundsson blaðamaður flettir
• þjóðsagnablöðum. Flytjendur með honum:
Hjörtur Kristmundsson og Jóhannes úr
Kötlum.
e) Andrés Valberg kveður stökur eftir sjálf-
an sig og aðra,
21.45 íslenzkt mál. Ásgeir Magnússon cand. mag.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Ragnheiður Heiðreks-
dóttir). v
23.00 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen).
23.25 Dagskrárlok.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins.
Afmælisfagnaður verður þriðju
1 daginn 28. apríl, og hefst með
borðhaldi kl. 7.30 í Slysavarnafél
agsliúsinu á Grandagarði. Til
skemmtunar: Einsöngur, Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari,
undirleík annast Þorkell Sigur-
björnsson, Gamanvísur; Jón Gunn
laugsson. Miðar seldir í verzlun-
inni Helenu, (áður verzlun Gunn-
þórunnar). Félagskonur sýni skýr-
teini.
Stjórnin.
★ DAGSTUND biður lesendur
sína að senda smeilnar og sbemmti
legar klausur, sem þeir kynnu að
rekast á í blöðum og tímari'um
til birtingar undir hausnum
Klippt.
★ Minningarkort Langholtssóknar
fást á eftirtöldum stöðum: Goð-
heimum 3, Efstasundi 69, Lang-
Holtsvegi 67, Kambsvegi 33, Karfa
vogi 46, Sólheimum 17, Verzlun-
inni Njálsgötu 1, Safamýri 52.
★ Minningarspjöld Heilsuhælis-
sjóðs Náttúrulælkningafélags ís-
lands fást hjá Jóni Sigurgeirssyni,
Hverfisgötu 13b, Hafnarfirði. Sími
50433.
ÁRNAÐ HEILLA
Síðastliðinn sunnudag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Erna
Sæmundsdóttir skrifstofustúlka
Sjafnargötu 2, Reykjavík og John
I B. Ley starfsmaður á Keflavíkur-
flugvelli.
★ Minningarsjóður Landsspítala
íslands. Minningarspjöld fást á
eftirtöldum stöðum: Landssíma
íslands, Verzluninni Vík, Lauga-
vegi 52, Verzluninni Oculus, Aust-
urstræti og á skrifstofu forstöðu-
konu Landsspítalans. (Opið kl. 10-
11 og 16-17).
Sunnudagaskóla hefur Fíladelfíu
söfnuðurinn á hverjum sunnudegi
á þessum stöðum: Hátúni 2, Hverf-
isgötu 44, og Herjólfsgötu 8. Hafn
arfirði, allstaðar á sama tíma kl.
10.30 f. h. Öll börn velkomin. t
kvöld talar Einar Gíslason frá
Vestmannaeyjum í Fíladelfíu kl.
8.30. {
Lyfjabúðir
Nætur- og helgidagavarzla ,1964:
Vikan 25. apríl til 2. maí: Vestur-
bæjar Apótek. Sunnudag Austur-
bæjar Apótek.
Veðurhorfur: Norðaustan kaldi, allhvasst. í gær
var norðaustan átt um allt land, strekkingslivasst
á Norðurlandi, en liægviðri fyrir sunnan. í
Reykjavík var norðaustan gola og 12 stiga hiti.
Þegar kerlingin scgist
Iiafa sofið eins og steinn,
þá leiðréttir karlinn
liana og segir: Eins og
loftbor mcinarðu.
14 29. aprí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ