Alþýðublaðið - 29.04.1964, Síða 15

Alþýðublaðið - 29.04.1964, Síða 15
I en hann væri orðinn heiíl faeilsu. 1 Rétt áður en Peta fór í bað, kom írú McLéod hlaupandi upp til að segja „frú Prensham“ að hún hefði allt í einu munað úftir því, að læknirinn átti afmæii í dag. Þess vegna yrði að taka enn bctur á móti honum. Peta kveið mjög mikið fyrir að 1 hitta Noel, og leika oiginkonu 1 hans. Það gerði henni enn erfið ara fyrir, að hún var daaðást- fangin í öðrum manni. ÖU upp- gerð var líka svo andstseð eðii hennar. Hún gat heldur ekki í- myndað sér að það væri auðveid- ara fyrir Noel. Hún ákvaö að reynar að vera ekki of eigingjörn í kvöld, og taka yel á móti NoeL 1 Hann hafði þrátt fyrir allt kóin- i« mjög heíðarlega fram við liana, og hún bjó.hér mjög þægi lega í húsi hans. Peta leit í spegilinn, eftir að hún hafði klætt sig. KjóUimi fór lienni mjög vel. Hún festí tveim- l ur rauðum róstrni á Öxl sér, ogf fannst hún vera nægilega veidu- klædd. Hún yrði að reyna að vera dálítið glaðleg á svipinn, þegar Noel kæmi. En i hvert sinn og hun heyrði til bifreiðar úti á götunni hrökk hún við og kveið því að þar væri „læknirinn'- að koma. Hún gekk inn í dagstofuha til að ná sér í vindling. Henni varð litið á spegilinn með kertunum, og hún minntist sögunnar, sem frú lyicLeod hafði sagt henni. Móðir Noels hafði ávallt kveikt á þessum kertum á afmælisdegi hans. Alltaf. En nú var enginn til að gera það. Hann myndi á- reiðanlega sakna þess. Viðkvæmnin vaknaði í Petu. Hún náði í eldspýtur, kveikti á kertunum og stóð lengi og dáð- ist að þeim. Áhrifin af endur- skini ljósa þeirra í gamla spegl- inum voru töfrandi. ! Hún heyrði hurð skella og mannamál einhvers staðai- niðri í húsinu. Hún þekktl vel eina röddina. Hún hlóp út að glugg- anum skjálfandi af taugaóstyrk, og hendur hennar vorti ískaldar. 1 Enn var bjart úti á þessu hlýja júníkvöldi. Londón var töfrandi fögur á þessu dásamlega sumar- kvöldi. Fyrir utan húsið stóð bifreið, og þjónn var að bera farangur úr henni. Hún vissi, að nú var Noel kominn. Hún gekk aftur inn í kerberg- ið, og henni Ieið illa. Hvað gerði fólk í slíkum kringumstæðuml Góð eiginkona myndi hlaupa nið- ur á móti manni sfnum. En hún var engin góð, lítil eiginkona. Hún var ekki annað en ókunnug kona, sem hann hafði gizt vegna mistaka. Hún kveikti sér í vindl- ingi, og allur líkami hennar skalf af taugaóstyrk. II. KAFLI. Noel hlýtur að hsfa spurt frú McLeod hvar Peta væri, því að meðan hún stóð enn þama og var að hugsa sig um, kom hann upp til hennar. Hann gekk hægt upp stigann. Hann var ekki bú- inn að ná fullum kröftum enn. En hann langaSi ákaft til að sjá konu sína aftur. Það var svo [ yndislegt að vita t.il þess að hún biði efttr honum, og heyra frú McLeod segja að „unga frúin“ væri heima, og lföi vel. Hjarta hans barðist ákaft, er hann lauk upþ hurðina og sá hana standa þaraa svo yndislega fagra. — Balló, sagðl hann, og réyndi að láta rödd sína hljóma eðlilega. En hann þráði að taka hana í faðm sé'r og segja henni hvað hann hefði hlakkað mikið til að hitta hana aftur. Segja henni að hún hefði ekki vikið úr huga hans síðan hún fór frá Port Said, 31 og að þó hún hefði aldrei minnít á Auburn Lyell í bréfum sínum, hefði hann samt kvalist af af- brýðisemi og brotið heilann um það, hvort hún hefði hitt hann oft. , — Ilalló, sagði Peta. Hún reyndi líka að vera eðllieg I fram komu, og bætti við nokkrum hversdagslegum orðum um - að hún vonaði að hann væri betri til heilsunnar. Noel svaraði að hann væri sem nýr máður, og nokkra vikna frí f Englandi myndi áreiðanlega hjálpa honum til að ná fulíri heilsu. — Ég þarf ekki að spyrja um liðan þina — þú lítur dásamlega út, sagði hann. — Og auðvit- að — Hann þagnaði. Peta sá. að hann horfði á kertin. Roða brá á and- lit hans, en svo fölnaði harm Hann snéri Sér að hennl. — Hver kveikti á kertunum, Bpurði hann stuttur í spima. Peta fitlaði við perlufestina sfna. Hún hló ósyrk. — Ég gerði það. Ég . . .. — Hvers vegna, greip hann fram I fyrir henni. — Ég vona, að þú sért ekki reiður vegna þess, sagði hún. — Það var kannske heimskulegt af mér, en ég — frú McLeod sagði mér, að það hefði alltaf verið kveikt á þeim á afmælinu þínu, Þú átt afmæli í dag, er það ekki? — Jú, svaraði hann. Hann talaði lágri roddu. Augna ráð hans gerði. haná vandræða- lega. Það var alvarlegt, en samt þrtlhgið hlýju. Henni fannst ein- hvem veginn að það væri ekki ætlað henni, heldur hinni látnu roóður hans. Hann færði sig nær Petu. — Mamma var vön að kveikja á þessum kertum á afmælisdag- inn minn, vegna þess að hún keypti sþegilinn rétt áður en ég fæddist, -pg setti hann einhvern veginn alltaf í samband við mig. Það hefur kannske veriö óþarfa viðkvæmni af hennl, en hún tók nú einu sinni alla hlutl svo alvar lega. Mér þótti vænt um þenn- an sið, því hann sýndi svo vel hvað hún elskaði mig heitt. Mér þótti afar vænt um hana. — Ég veit það, sagði Peta. Hann för aftur að virða fyrir sér kertin, og það varð andar- taks þögn' Hann var hrærður vegna þessara kerta, sem bnmnu til heiðurs heimkomu hana. Og vegna þess áð það vár Peta, sem hafði kveikt á þeim. En hann gat ekki ímyndað sér hvers vegna hún hafði gert það, nema að það hafi verið vegna augnabliks duttl unga. , — Hvers vegna kveiktir þú á þeim? spurði hánn. Hún leit niður. — Ég veit það ekkl. Bara . . . bara vegha þess að frú McLeod eagði mér að þú ættir afmæli í dag, og ég hélt að þér þætti vænt um að kveikt væri á kert- unum. -— Mér þykir líka vænt um það. Þétta er í fyrsta skipti, er kveikt hefur verið á þeim eftir dauða móður minnar. Ég hef saknað þess. Þetta var mjög fall- ega gert af þér, Peta. Þér finnst ég kannske bamalegur, en ég er þér mjög þakklátur. Þakka þér fyTir, vina mín. Hann tók um hægri hönd henn ar og kyssti hana. Hún varð mjög vandræðaleg, og gat ekk- ert sagt. En hún hugsaði: — Undarlegt . . . að svona smá hlutur skuli geta snert hann svo djúpt. En auðvitað eru það allfc af slík smáatriði, sem snerta mann mest í lífinu. Ég skil það, og ég met Noel meira vegna þess. — Ég er heppinn, að fá svóna yndislegar móttökur, sagði Noel. Ég var annars ákveðinn í aJf hætta að halda upp á afmælið Gjérið svo vel og komið og atbugtð verð og gæði. FANNÝ BENÓNÝS. slml 1878». SÆNGUR Endumýjum gömlu sængurtutr. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIDURHREINSUNIN, Hverflsgötu 57 A. Sími 1673& .^fouomis 'tht — gEP CH!NS*'ö MC-rt 7D FOhCt CSlAKti KAI-fcHEK ment 'i& cAftmm- M. AMTZ mmvtt jt cwéjtt i V/Jt wt'gví— I TVf fH*' fU&n » KS»k> — Þegar Rauða Kína ætlaði að neyða Sjang Kai Sjek til að gefast upp, svo ekki yrði varpað atómsprengjum á Formósn, sögðu Bandarikin og bandamenn þeirra, að þeir vildu rinna að þvi, að viðhalda friði 1 'r f>|k(SSP 'RS> t&W ðCVgíVMSNT •.t r*6**«v# væftD czcpsL ey wm nmnsl j, -AKÍ £i Jfc WD*U> Y wnnsr wrn j co*«íþrrvH», J WHy-AH.NoT^ COLONSL! ITWA5 A SOET OF CODE WOEP W£ WOEK- EP OUT FOR TEAM heiminum, en sendu síðan Kyrrahiafsflotami til Hong Kong. — Sovétstjórnin var beðin að reyna að koma viti fyrir Kínverja, en Vesturveldin voru við öllu búin. — Þetta er nú al . . . __Var verið að spyrja einhvers? __Nei, ofursti, þetta var bara leynimerki, sem við höftmi hér í bláa Iiðinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. apríl 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.