Alþýðublaðið - 07.05.1964, Síða 5
Glófaxi Flugfélags íslands á flugvellinum við Húsavíh.
fK®ja
'fS Jr.
Sumaráætlun innanlandsflug FÍ:
SUMAKÁÆTLUN innanlandsflugs
Flugfélags íslands gekk í gildi 1.
maí. Flugferðum innanlands mun
verða hagað með svipuðu sniði
og s.I. sumar, en nokkrar breyt-
ingar hafa verið gerðar, t. d. eru
ferðir milli Egilsstaða og Iíorna-
fjarðar nú á miðvikudögum í stað
laugardaga þá. Alls verða flognar
48 ferðir á viku frá Reykjavík til
annarra staða á landinu.
Til Akureyrar verða morgun-
ferðir og kvöldferðir alla daga og
miðdagsferðir á mónudögum,
þriðjudögum, fimmtudögum og
föstudögum. Samtals 18 ferðir á
viku.
Til Vestinannaeyja verða tvær
ferðir á dag alla virka daga, en
ein-ferð á sunnudgum.
Til ísafjarðar verða ferðir alla
daga vikunnar.
Til Egilsstaða verður flogið alla
daga og þangað verða tvær ferðir
á miðvikudögum.
Til Hafnar í Hornafirði verður
flogið á mánudögUm, miðvikudög-
um og föstudögum.
Til Fagurhólsmýrar í Öræfum
á mánudögum og föstudögum, til
Þórshafnar og Kópaskers á mánu-
dögúm og fimmtudögum, til Sauð-
árkróks á þriðjudögum og föstu-
dögum, og til Húsavíkur sömu
daga.
Milli Akureyrar og Egilsstaða
eru ferðir á þriðjudögum, föstu-
dögum og sunnudögum, en á mið-
vikudögum eru ferðir til Egils-
staða með viðkomu á Hornafirði.
Beinar ferðir milli Reykjavíkur og
Egilsstaða verða á mánudögum,
miðvikudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Milii Vestmannaeyja og Hellu
verða ferðir á miðvikudögum og
milli Vestmannaeyja og Skóga-
sands á laugardögum.
Sérstök athygli skal vakin á
hringferðum kringum landið, sem
Flugfélagið byrjaði á í fyrrasum-
ar og urðu strax mjög vinsælar.
Þessir staðir eru í hringferðinni:
Reykjavík, ísafjörður, Akureyri,
Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði og
Fagurhólsmýri í Öræfum.
Þessar ferðir hefjast 1. júní.
Hægt er að hefja hríngferðina á
hverjum framangreindra staða og
stanza á'hverjum viðkomustað, ert
ferðinni verður að Ijúka innan
mánaðar frá því Iagt er af stað.
Flugfélag íslands hefur nú, til
viðbótar litprentaðri áætlun á
ensku, gefið út litprentaða sumar
áætlun á íslenzku.
Til innanlandsflugs í sumar hef-
ur Flugfélag íslands þrjár flug-
vélar af gerðinni DC-3 og ennfrem
ur Skymasterflugvél, sem tékin
var á leigu í Bretlandi. Þessi flug-
vél, sem hefur sæti fyrir 64 far-
þega, mun fljúga á leiðunum
fteykjavík, Akureyri, EgilsStaðir.
Hún mun hefja flug á innanlands-
Ritari óskast
Landspítalinn vill ráða nú þegar duglegan og helzt æfðan
ritara. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfs
manna. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í vél-
ritun, íslenzku, ensku og Norðurlandamálum. Umsóknir
með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf ósk-
ast sendar til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klappársstíg 29,
Reykjavík, fyrir 25. maí n.k.
Reykjavík, 4. maí 1964.
I SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
Tilkynning
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að sam-
kvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins í 1. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1964, fer önnur úthlutun gjald-
eyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1964 fyrir þeim inh-
flutningskvótum, sem taldir eru í I. kafla auglýsingarinnar,
fram í júní 1964. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa
borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir
1. júní næstkomandi.
*
landsbanki íslands
Útvegsbanki íslands.
Tímarit Máls og menningar
1. hefti 1964
Ný smásaga eftir HaHdór Laxness:
DÚFNAVEIZLAN
ÍMeða'l annars efnis:
Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og
leikrit eftir Halldór Laxness
Grein um Davíð Stefánsson
eftir Kristin E. Andrésson
Bandarísk bylting eftir James Boggs
Bænarskráin
eftir Sverri Kristjánsson
Umsagnir um bækur eftir Hermann Pálsson, Jó-
'hannes úr Kötlum, Jón frá Páhnholti, Friðrik
Þórðarson, Loft Guttormsson, Björn Þorsteinsson,
Jakob Benediktsson.
I
og menning
í Reykjavík
Þar eð 10. maí ber upp á sunnudag, hefst út-
borgun effilífeyris í Reykjavík að þessu sinni
föstudaginn 8. þ. m.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
Bæjarstjóm Kópavogskaupstaðar heitir á alla Kópavogs- •
búa, að taka höndum saman um fegrun og snyrtingu bæj- •
arins. Sérstaklega er skorað á eigendur fyrirtækja að taka .
sér til fyrirmyndar hornlóð Nýbýlavegar og Reykjanes- ;
brautar.
Hreinsum lóðirnar, málum húsin og girðinganiar.
Til þess að auðvelda yður starfið verða vöruþifreiðir bæj- ;
arins í ferðum næstu helgar.
Vinsamlegast hafið samband við heilbrigðisfulltrúann i .
síma 41570 frá kl. 9.30 — 10.30 daglega og óskið eftir akstrl •
á úrgangi. ’ :
Þá hefur báéjarstjórn gengist fyrir því, að utanhúsmálning :
verður seld með afslætti í málningarverzlunum í Kópa-
vogi.
Fegnxm bæinn okkar, gerum hann að fyrirmynd fyrir 17, ■
júní.
Kópavogi í maí 19G4
BæjarStjórinn.
tlugleiðum í dag.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. maí 1964 $
,A ,,V.W A/AAAA.AA Á. A A >