Alþýðublaðið - 09.05.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 09.05.1964, Page 9
veg frá því að láta handtaka hana, en stakk í þess stað upp á því, að htin sneri aftur heim til Amst erdam. Andartak hikaði hún, en sagði síðan og lagði áherzlu á orð sín með leikrænni handsveiflu: „Látið mig fá passa til Spánar.“ Á þeirri stund innsiglaði Mata Mari örlög sín. Hinn 13. desem- ber kom hún til Madrid og leit- aði þá þegar uppi þýzka hermála fulltrúann, von Kalle, ásamt flota fulltröanum Walter Wilhelm Can aris. Canaris átti síðar eftir að koma aftur við sögu, þar sem hann var sá sami sem stjórnaði njósnum Þjóðverja í seinna stríð inu og (Var tekin af lífi 1944, grun aður um þátttöku í samsærinu gegn Hitler. í ársbyrjun 1917 hélt Mata Hari aftur til Parísar, en nú var hún undir svo sterku eftirliti og undir svo sterkum grun, að einungis var tímaspurning hvenær hún yrði handtekin. Öll bréf hennar voru lesin og verðir hennar slepptu ekki af henni augunum. í Madrid hafði Mata Hari komizt í kunn- ingsskap við franska hermálafull trúann, Davignies, og dag einn hélt hún af stað til fundar við hann. Þegar hún kom til heimil- ís hans í París, frétti hún, að hann væri nýfarinn til brautarstöðvar innar til þess að halda aftur til Madrid. Við fyrri mót þeirra hafði fulitrúinn verið mjög við- mótsþýður við hana, en nú neit- aði hann að ræða við hana. Þá rann það upp fyrir henni, að leik urinn væri tapaður og senn leik inn til enda. Það var 13. febrúar 1917, sem lögreglan aflaði sér að 0 ' gangs að herbergi Mata Hari í París og þar komu lögreglumenn með handtökuskipun meðferðis. Hún var flutt í Réttvísihöllina og þar var hún spurð hvers vegna hún hefði heimsótt von Kalle í Madrid. Hún svaraði, að þar hefði verið til þess að útvega upplýs- ingar fyrir Danvignis hershöfð- ingja. Skýring hennar var ekki tekin gild og hálftíma síðar var hún á leið til St. Lazarefangels- isins. Mata Hari var ekki enn ljóst hvaða sannanir væru til gegn h.enni. 1. maí var hún aftur færð til Réttvísihallarinnar. Þar var komið beint að efninu: Gagnnjósna kerfið hafði komizt yfir skeyti frá von Kalle til yfirmanna hans í Berlín. í því var frá því sagt, að sendimaður H. 21 að nafni Mata Hari frá Köln hefði sent skýrslu tíl hermálafulltrúans um ferðir franska flotans í Miðjarðarhafi. Mata Hari reyndi enn einu sinni að sannfæra menn um sakleysi sitt, en án árangurs í þetta sinn. Hún staðhæfði, að hún væri fórn arlamb öfundar von Kalle gegn Canaris og því til sönnunnar nefndi hún, að skeytið hefði ver ið sent á dulmáli, sem Frakkar þekktu lykilinn að, og skeytið hefði verið sent beinlínis til þess, að hún yrði tekin höndum. En það var eitt atriði, sem hún gat með engu móti talað sig frá: Hún hafði við þrenn tækifæri tek ið við peningum frá leynilegum þýzkum sendiboðum. Þrem mánuð um síðar var Mata Hari dæmd til dauða. Á gráum októbermorgni árið 1917 gekk þögul fylking í átt frá St. Lazarefangelsinu til aftökustað arins við Vincennes. Það hafði rignt um nóttina og menn urðu að stikla veginn til þess að kom ast þurrum fótum leiðar sinnar. Á þessum þungbúna morgni bundu tólf skotliðar endi á líf konu, sem hafði fengið að kynn- ast fleiri þáttum mannlegra til- inninga en almennt er kostur, sennilega fleiri en hollt er. ÍBÚÐ EFTIR EIGIN VALIÁ NR. 44857 í GÆR var dregið í 1. fl. Happ drættis DAS um .200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali kr. 750.000 kom á miða nr. 44857. íbúð eftir eigin vali kr. 500 þús. kom á miða nr. 51477. Opel Caravan Station bíll á nr. 35881. Vauxhall Victor Super fólks- bifreið á nr. 29262. Bifreið eftir eigin vali kr. 130 þús. á nr. 49380, Bifreið eftir eigin vali kr. 130 þús. á miða nr. 55766. Húsbúnað fyrir 25 þús. á nr. 64271. Húsbúnað, kr. 20 þús. á miða nr. 4540 og 27767. Húsbún- að fyrir 15 þús. hlutu nr. 550, 16344 og 40711. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10 þús. hvert: 2279 2472 4789 10314 14107 31496 49672 54075 61768. (Birt án áb.). ija clansmær og stórnjósnari — hét í raun og vem Mar- d í Hollandi órið 1876. Hún giftist Hoílendingi og flutt- Ijónabandið entist þó ekki lengi og árið 1904 rekast sna dansmey í París. Hún aflar sér sambanda þar og í danslistarinnar var hún afkastamikill njósnari og vann f’rakka. Hún lék þannig tveim skjöldum þar til sumar- fhjúpuð af Frökkum. r hún. tekin af lífi. PIERPONT-ÚR Ný gerð — Safírslípað glas —■ Vatnsvarið — Höggvarið —- Óbrjótanleg gangfjöður — 17 steina. Ársábyrgð. Sendi gegn póstkröfu. Sigurður Sívertsen, úrsm. Vesturgötu 16 — Sími 18711» BAZAR STOKKSEYRINGAFÉLAGIÐ heldur bazar í Breiðfirðmga- búð, uppi, sunnudaginn 10. maí kl. 2 e. h. Þar verða til sölu margir eigulegir munir, svo sem handa* vinna, barnafatnaður, prjónles og margt fleira. Allt selt á gjafverði. Munum veitt móttaka á sama stað eftír kl. 4 í dag. Stokkseyringafélagið. Opinber stofnun óskar að ráffa karl effa konu til birgffabókhalds nú þegafV Umsækjandi þarf að vera vanur skrifstofustörfum. StarfiQ er algjörlega sjálfstætt. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ. m. merktaí? „Birgðabókhald". G irðingasfaurar Seljum girðingastaura úr niðursöguðum fisktrönum ÍSBJÖRNINN H.F. Sími 24093. Atvinna Saumastúlkur, helzt vanar, vantar oss nú þegar. — (Ákvæðisvinna). Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands h.f. Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða gæzlukonu á barna- íeikvöll strax. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. BÆJARSTJÖRI. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. maí 1964 $ v

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.