Alþýðublaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 11
s i Skarðsmótinu Siglufirði, 18. maí 1964. Skarðsmótið 1964 var haldið í Skarðsdal, Siglufirði, 16. og 17. maí sl. og var keppt. í svigi og í stórsvigi karla og kvenna og svigi pilta 12-14 ára. Veður var mjög gott báða keppn ísdagana og áhorfendur fjölmarg- ir. 71 keppandi var skráður til keppni, eða 28 frá Siglufirði, 19 frá Reykjavík, 11 frá Akureyri, 7[ frá Óíafsfirði, 5 frá ísafirði og 2 frá Seyðisfirði. Svig kvenna, 35 hlið: Sigr. Júl. SSS : 86,5 Kristín Þorg. SSS 126,4 \ ■ Beztum brautartíma náði Krist- ín Þorgeirsdóttir, Siglufirði, 39,8 sek. Svig karla, 50 hlið: Samúel Gústafsson, í 113,5 Reynir Brynjólsson, A 113,6 Ásgrímur Ing. SSS 115,1 ívar Sigmundsson, A 121,7 Jóh. Vilbergsson, SSS 124,7 Kristinn Ben. í 127,4 Beztum brautartíma náði Jóh, Vilbergsson, Siglufirði, 50,5 sek. Svig pilta, 12-14 ára. Eyþór Haraldsson, R 55,5 Tómas Jónsson, R 56,1 Kristján Bjarnason, SSS 66,5 Ólafur Baldursson, SSS 70,1 Guðm. Skarp. SSS 73,7 Stórsvig kvenna, 20 hlið: Sigríður Júlíusdóttir, SSS 76,4 Árdís Þórðardóttir, SSS 78,5 Karólína Guðm. R 79,8 Kristín Þorg. SSS 86,8 Stórsvig karla, 32 hlið: Jóhann Vilbergsson, SSS 88,3 Kristinn Ben. í 90,4 Svanberg Þórðarson, Ó, 96.4 Hafsteinn Sig. í 96,5 Hjálmar Stefánsson, SSS 97,6 Björnþór Ólafsson, Ó 100,8 Alpatvíkeppni karla: stig Jóhann Vilbergsson, SSS 6,01 Kristinn Ben. í 9,69 Reynir Brynj. A 19,36 ívar Sigmundsson, Á 19,87 Samúel GúStafsson, í 22,93 Reynir Pálmason, A 27,09 Alpatvíkeþpni kvenna: stig ' Sígr. Júlíusdóttir, SSS 40.00 Kristín Þorgeirsd. SSS 40,59 Mesta athygli á þessu móti vakti árangur Sigríðar Júlíusdótt- ur, en hún sigraði bœði í svigi og stórsvigi. Kl. 17,30 sunnudaginn 17. maí (Framhald á 10. siðu). Okkar fjölhaefi íþróttamað- ur, Valbjörn Þorláksson, keppir í fjórum greinum á Vormóti ÍR í dag. Hér sést hann í stangarstökki, en það er ein af greinunum, sem hann keppir í. ítalska meistaramótið í sundi fór nýlega fram í Milanó. Þrjú met voru sctt. Giovanni Orlando synti 200 m. skriðsund á 2.03,5 mín., sem er met. Giovanni synti 200 m. bringusund á 2.35,0 mín. nýtt met, og loks synti Rastrelli 200 m. flugsund á 2.16,4 mín. — nýtt met. Vormót ÍR fer fram í dag: fjórun? félögum VORMÓT ÍR í frjálsum íþrótt- um, fyrsta opinbera frjálsiþrótta- mót sumarsins, fer fram á Mela- vellinum í dag og hefst kl. 15. — Keppni í sleggjukasti Iiefst þó kl. 14 og í kúluvarpi og stangar- stökki liefst keppnin kl. 14,30. — AIIs verður keppí í 18 greinum á Akranes vann Þróit í allgóðum leik 3:1 Siglfirzka skíðakonan Sigríður Júlíusdóttir. AKURNESINGAR fjölmenntu „á völlinn“ á miðvikudagskvöldið, til að siá knattspyrnukappa sína leika sinn fyrsta leik í íslandsmótinu að þessu sinni. En þarna gengu ÍA-menn til baráttu við lið Þrótt- ar úr Reykjavík, „nýliðann" í I. deild. Hins vegar hefur Þróttur svo sem komið þar áður, svo hann er ekki með öllu óhagvanur á þessum slóðum, þó að hann hins vegar hafi ekki, að öllum jafnaði, haft þar langa viðdvöl í senn. Eftir leik Þróttar í Reykjavík- urmótinu og ÍA yið úrval Reykja- víkur var full ástæða til að gera því skóna, að Þróttur yrðu „létt- vægur fundinn“ í viðureigninni við þá Skagamenn, og þá ekki sízt þegar við bættist sá aðstöðumun- ur, að leika þar efra. En Þróttarar eiga sitt livað í pokahorninu. Þeir geta vissulega komið á óvart. Muna má þegar ! Fram laut í lægra haldi fyrir þeim í vor. Og satt að segja komu þeir nokkuð á óvart í þessum leik. Eink um þó í fyrri hálfleiknum. Þá barðist liðið í heild af miklum móði, og gaf mótherjunum svo að segja aldrei stundargrið. Kom reynsla Skagamanna og leikhæfni þeim því að næsta litlum notum í þessum hluta leiksins, þar sem j þeir fcngu svo að segja aldrei tæki j færi til að átta sig eða athafna. j Þróttararnir voru þegar komnir j yfir þá eins og gammar. Það var líka Þóttur, sem skoraði fyrsta mark leiksins. Haukur sendi knött inn inn úr næsta erfiðri aðstöðu. Helgi Dan. var of seinn niður, og skaust boltinn undir hann. Þetta skeði mjög seint í hálfleiknum. En rétt fyrir leikhlé gáfu Skaga- menn kvittun fyrir þessu næsta óvænta skoti Hauks. Það var Donni, sem það gerði. Skaut úr sendingu frá Ríkliarði og skoraði Framhald á síðu 10 rnótinu, 13 greinum karla, 4 greiii um kvenna og 1 grein fyrir sveina. Skráðir kcppendur eru milli 40 og 50 frá fjórunt félögum og hér aðssamböndum, þ. e. Ármanni. IK, KR og Skarphéðni. Meðal keppenda eru marghr beztu frjálsíþróttamenn landsins, KR sendir m. a. Iíristleif Guð björnsson, Valbjörn Þorlákssoiíj Úlfar Teitsson, Ólaf Guðmunds: - son, Pál Eiríksson, Jón Pétursson, Guðmund Herniannsson, Þórð R» Sigurðsson, Halldór Guðbjörnssom o. fl. ÍR sendir m. a. Kristján Stelí ánsson, Björgvin Ilólm, Þorstein Löve, Helga Hólm o. fl. Búast má við skemmtilegri keppni í mörg- um greinum. W%WWWWUVWtMMMMMMU* 3 Ðanir íengu betri tíma en 301 min. í 10 km. Kaupmannaliöfn, 22. maí. (ntb-rb). Jörgen Dam setti nýtt danskt met í 10 þús. m. hl. á frjálsíþróttamóti á Fred- eriksberg leikvanginum í Kaupmannaliöfn í kvöld, — tími hans var 29.43,2 mín. Það er 1,8 sek. betra en met Thyge Thögesen, sett í Briis- sel 1957. Tveir aðrir dansk- ir Iilauparar náðu betri tíma en 30 mín. Thyge Thögesen hljóp á 29.55,6 og Finn Tof- tegaard hljóp á 29.55,8 m. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. maí 1964 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.