Alþýðublaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 16
Wmmmm ;.■/>■/•: v wrví:-: Comet þota lenti Lendingin gekk að óskum eins og fyrr er sagt og var vélin siðan afgreidd hjá Loftleiðum þar sem hún-. tók tæpa 2500 lítra af steinolíu til heimflugs- ins. laust á Reykjavíkurflugvelli. Fjöldi fólks var á vellinum til að sjá þessa einstöku lendingu, en þetta er stærsta flugvél sem nokkurntimá hefur lent hér. I >: Reykjavík, 5. júnt. — GO. : l LAUST fyrir klukkan hálf- j í tíu í morgun renndi Comet- ; ' þota Hertogans af Edinborg sér J! yfir Kársneslð og Ienti klakk- Samningum lokið nyrðra og eystra B Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á VELTA SÍS JÓKST UM 181,2 MILUÓNIR 1962 Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var settur að Bif- röst í Borgarfirði 5. júní kl. 9. ISétt til fundarsetu eiga 106 full- tvúar og fara þeir með umboð 31.163 félagsmanna. Mæ’.tur var meginþorri fulltrúa þegar fundur var settur auk stjórnar Sambands í.jis, forstjóra, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og allmargra ann- fltw starfsmanna og gesta. Sitja cundinn nokkúð á annað hundrað taanhfl. Formaður sambandsins, Jaköb Frímannsson, kaupfélagsstjóri, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Þá minntist hann for- ystumanna innan hreyfingarinnar iánar sem látizt höfðu frá því að síðasti aðalfundur var haldinn. Fundarstjóri var kjörinn Jörund úr Brynjólfsson. Jakob Frímann^son fcjfmaður cwmbandsins flutti skýrslu stjórn- arinnar og gcrði grein fyrir fram- kvæmdum á vegum sambandsins i á liðnu starfsári. I Helztu framkvæmdir þess á ár- inu voru: Unnið hafði verið að byggingu sambandsins við Ár- múla 3 í Reykjavik, að fyrsta á- fanga kjötmiðstöðvar í Reykjavík, viðbótarbyggingu vörugeymslu í Reykjavík, ullarþvottastöð í Hvera gerði og fleiri smærri framkvæmd um. ■ Nýtt sltip „Mælifell", var byggt í Noregi, en kom ekki til landsins fyrr en á þessu ári. Stofnlán feng- ust til framkvæmdanna og auk þess gengur andvirði Hvassafells, sem nú hefur verið selt, upp í bygg ingarkostnað Mælifells. Þá flutti forstjóri sambandsins, Erlendur Einarsson, skýrslu um rekstur þess á árinu 1963. Launa- hækkanir starfsfólks féllu með miklum þunga á rekstur sambands ins, einkum þegar líða tók á árið. Heildarlaunagreiðslur á rekstrar reikning námu 112 milljón krónum. Umsetning helztu deilda Sam- bandsins á árinu 1963 var: Búvörudeildar 459,7 milljónir, auknmg frá fyrra ári 42,7 mill- jönir. Sjávarafurðardeildar 437,7 mill jónir, aukning frá fyrra ári 15,8 milljónir. Innflutningsdeildar 333,2 mill- jónir, aukning 10,4 milijónir. Véladeild 232,3 milljónir, aukn- ing 69,6 milljónir. Skipadeild 94,4 milljónir, aukn ing 16,8 milljónir. Iðnaðardeild 186,4 milljónir, aukning 14,9 milljónir. Að viðbættri umsetningu ýmissra smærri starfsgreina var heildar- umsetning Sambandsins kr. 1.830, 2 milljónir og hafði aukizt um 181,8 milljón frá árinu á undan. Vaxandi reksturfjárskortur kom í (Framhald á 10. síðu). Myndlist síð- ustu fimm ára Reykjavík, 5. júní — HKG. FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna opnar sýningu næstkom- andi sunnudag í Listasafni iríkis- ins. Ragnar Jónsson, forstjóri, opnar sýninguna kl. 16.00 eða strax að lokinni setningarathöfn listahátíðarinnar í Háskólabíói. Forseti íslands verður viðstadd- ur opnuina. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða sýningu myndlistar- manna, sem er í uppsetningu í Listasafninu. Þarna eru eingöngu sýnd verk frá síðustu fimm árum, — en á sýningunni eru málverk, te'i'kningar, svartlistarmyndir og liöggmyndir. 32 listamenn taka þátt í sýningunni og er skipting- in sem hér segir: 18 málarar, 9 myndhöggvarar, 2 vefarar, 3 svart listarmenn. í sýningarnefndinni eru þessir menn: Jóhannes Jóhannesson, formað- ur, Þorvaldur Skúlason, Eirikur Smith, Steinþór Sigurðsson, Karl Kvaran, Sigurjón Ólafsson, Magn- ús Árnason og Guðmunda And- résdóttir. Tveir utanfélagsmenn taka þátt í sýningunni sem gestir: Gunn- laugur Scheving og Júlíana Sveins dóttir. Sýningin verður opin í þrjár vikur. Kennarar milli launaflokka Reykjavík, 5. júní. FULLTRÚAÞING Landsam- bands framhaklsskól?/i/inna,ra hófst í samkomusal Hagaskólans klukkan fimm í dag. Friðbjörn Benónýsson, formaður sambands ins settj þingið, fcn v/jðstaddir þingsetninguna voru ýmsir gest- ir, m. a. menn’amálaráðherra og fjármálaráðherra. í þingsetningarræðu sinni las formaður sambandlsinsi bréf frá menntamálaráðuneytinu, sem sam bandinu barst í dag, en í bréfinu var skýrt frá ákvörðun, sem ríkis l stjórnin hafði tekið fyrr um dag- inn, varðandi óskir, sem fram- haldsskólakcmiarar hafa liaft; uppi um launakjör þeirra kennara, sem skipaðir höfðu verið til starfsins, er úrskurður kjaradóms kom til frarakvæmda á sl. ári. í bréfi menntamálaráðuneytis- ins var skýrt frá því, að ríkis- stjórnin hafi fyrir sitt leyti fall- izc á, að þeir framhaldsskólakenn arar, sem voru skipaðir eða settir 1952 skuli taka laun samkvæmt 18. launaflokki en ekki 16. flokki eins og áveðið var í fyrra. En 1952 voru samþykift lög á Alþingi, serrl veittu kandídötum frá Hásj:óla íslands forgangsrétt til kennara embætta, en kváðu þó svo á, að þeir sem þá höfðu kennararétt- Framhald á síðu 10. Reykjavík, 5. júní. — EG. LAUST fyrir liádegið í dag var undirritaður samningur við 24 verkalýðsfélög á Norður- og Aust- urlandi. Samningurinn er gerður á grundvelli samkomulagsins, sem náðist síðastliðna nótt. Vegna styttingar vinnutímans án lækkun- ar kaups, kemur 4-5% hækkun á taxta félaganna. Taxtar þessara 24 félaga, sem eru á svæðinu frá Skagaströnd til Hornafjarðar, liafa nú verið sam- ræmdir að lang mestu leyti þó haldast enn ýmis fráhvörf hjá ein- staka félögum, sóm -ekki fengust tekin upp í heildarsamninga. Öll síldarvinna, sem unnin er á plönum á sumrin hækkar nú um einn taxta, þá hækkar trygging síldarfólks í landi verulega eins og áður hefur verið skýrt frá og ennfremur hækkar vinna við haus skurð og verkun á síld. Stytting vinnutímans hefur í för með sér, að 1. taxti hækkar um 4,4%, 2.-6. hækka um 5% — og taxtar þar fyrir neðan hækka um 4%. Samningar liinna ýmsu félaga á þessu svæði hafa fram að þessu verið mjög sundurleitir, og er mikil bót talin að þeirri samræm- ingu, sem nú hefur verið gerð. mánuði. Gerizt á- skrifendur. 40 ára af- i mæli B.Í.S. Bandalag íslenzkra skáta á 40 ára afmæli þann 6. júlí í ár. Þessara tímamóta í sögu íslenzkra skáta verð- ur minnzt á skátaþingi, sem haldið verður við Akureyri 12.-14. júní næstk. Fyrsti skátahöfðingi BÍS, var Axel Tulinius. Eftir lát hans (1938) varð dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi, en að honum látnum tók við Jónas B. Jónsson, og gegn- ir hann þvx embætti nú. Bandalag íslenzkra skáta hefur starfað sameiginlega fyrir drengjaská'a og kven- skáta allt frá 1944.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.