Alþýðublaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 9
Litla myndin er af regnguði, en stóra mýndin af leik Indíánanna, sem minnzt er á í greininni,
ir með höfuðin á undan af ramm-
anum. Þá kemur í ljós, að þeir
hanga í köðlum, sem þeir hafa
bundið um sig, og sveiflast nú
stöðugt í hingi, en með einhverju
móti lengist alltaf í köðlunum,
sem þeir hanga í. Gengur svo
langa lengi, að mennirnir sveifl-
ast þarna í hringi og nálgast stöð
ugt jörðu, en upp reisa þeir sig
ekki fyrr en komið er svo til al-
veg niður að pallinum. Þá hefur
litklæðamaðurinn sérstöðu í
þessu sem öðru. I-Iann reisir sig
upp í miðju kafi, tekur upp hljóð
pípu sína og trumbu og byrjar
hljóðfæraslátt sinn að nýju. Það
er einkennilegt; að fastar situr í
manni endurminningin um kjark
og hugrekki en minningin um alls
konar tæknileg afrek, sem er að
sjá á sýningu þessari.
Áfram var haldið vappinu um
víðáttumikið sýningarsvæðið. í
Afríkuhúsinu eru sýnd ýmis þau
dýr, er einkenna Afríku, auk ým-
issa muna og mynda, er sýna eiga
þróun mannsins um þúsundir ára.
En sem við gengum inn í húsa-
garðinn barst til okkar einhvers
konar sönglist, og þegar nær kom
reyndist þarna vera hópur mis-
munandi mikið (eða lítið) klæddra
Afríkunegra af báðum kynjum,
sem. söng og dansaði uppi á palli.
Venjulega var einn forsöngvari,
en hinir tóku undir eitthvert við-
lag, og iíktist þetta þó ekkert
Ólafi, sem reið með björgum
fram. Karlmenn sóku spjót í ákafa
og virtist sem sum sönglaganna
væru til þess ætluð að koma
mönnum í vígahug, enda gerðust
forsöngvarar tíðum all ófrýnilegir
í söngnum, og hefði ég ekki viljað
hitta þá í slíkum ham hefði ég
verið á labbi í myrkviðum Af-
ríku. Var manni nokkur huggun
í að lita kringum sig og sjá, að
maður var ekki einn. Einhverj-
um varð að orði, að þetta væri
tómt plat og þarna væru á ferð
Samór Dankar og Þjóðdansafélag
Vestur-Afriku, og má það svo sem
vel vera, en allt um það var þetta
mjög svo sannfærandi sýning.
Víðar var að sjálfsögðu farið,
bæði fótgangandi og í skemmti-
legum vögnum frá langferðavagna
félaginu Greyhound, sem sér um
alla flutninga innan svæðisins. Of
langt yrði að rekja allt það ferða
lag, en hinu má slá föstu, að varla
höfum við á þessari dagstund séð
meira en tuttugasta hluta hinnar
tröllauknu sýningar.
Gífurlegt fé hefur vafalaust ver
ið lagt í að koma sýningu þessari
upp, og á hún að vera opin þar til
í haust, en opnast síðan aftur í maí
n.k. og vera opin til haustsins
l'Ö65. En fjórum mánuðum eftir að
sýningunni lýkur eru allir sýnend
ur skuldbundnir til að hafa fjar-
lægt sýningarhús og önnur mann
virki, hafa grafið sem svarar fjög
ur fet ofan í jörðina, ekið þar of
an í mold, sléttað og sáð grasfræi
eða sett grasþökur á svæðið. Ekk
ert á að standa þar eftir nema
merki sýningarinnar; hnötturinn
og eitt eða tvö hús, og skal þetta
standa til minnis um heimssýning
una 1964—65. Sami háttur var á
hafður um heimssýninguna i New
York árið 1939.
A fimmtudagskvöld var svo ek-
Brúðan, sem er nákvæm eftirlíking af Abraham Lincoln. Framhald á síffu 10.
Opnum í dag
Verzlun með ýmsar vörur til hitalagna. Sér*
staklega koparpípur, koparfittings og krana.
Vér munum leggja sérstaka áherzlu á faglega
fyrirgreiðslu um efnisval.
Gjörið svo vel að leggja inn uppdrætti að hita-
kerfum þeim. er þér hafið í hyggju að láta vinna
og vér munum annast uppskrift á efnislista og af-
greiðslu eftir óskum yðar.
Munið viðurkenndar vörur.
Sendum í póstkröfu um allt land.
GEISLAHITUN H.F.
X.
Brautarholti 4. — Reykjavík.
Sími 19804. — Pósthólf 167.
VERKAFÓLK
SÍLDARVINNA
Síldarstúlkur og karlmenn vantar á nýja söltunarstöð á
RAUFARHÖFN.
. ... j
Nýtízku íbúðir og mötuneyti á staðnum.
Upplýsíngar í síma í 36, Raufarhöfn, og 50165, Ilafnarfirffi.
Til síldarsöltunar
Viljum ráða stúlkur og nokkra dixelmenn, sem fyrst á
söltunarstöðvar vorar
Siglufirffi, Raufarhöfn, Vopnafirffi.
Fríar ferðir, húsnæði og kauptrygging.
Upplýsingar í símum 41868 og 34580.
GUNNAR HALLDÓRSSON H.F.
Farangursgrindur
LÉTTAR — ÞÆGILEGAR — RYÐVARÐAR
ÓTRÚLEGA ÓDÝRAR (Verð frá kr. 575,00).
FYRIRLIGGJANDI Á FLESTAR GERÐIR
FÓLKS- OG STATIONBÍLA.
BIN
Bolholti 4 — Reykjavík — Sími 32881.
AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. júní 1964 9