Alþýðublaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 5
Verðlækkun á jap- önsku mósaíki hér Rcykjavík, 5. júní - HP FALUR hf. í Kópavogi, sem nú hefur starfað í 7 ár boðaði ,til blaðamannafundar í dag, en hér- lendis er nú staddur hr. Kasuge, stjórnarformaður Binko Sangyo Company Ltd., Kagoya í Japan, en Falur hf. liefur umboð liér á landi fyrir það fyrirtæki. Eftir að rýmkað var um innflutnings- höft liefur mjög mikið verið flutt inn af mósaik frá .Tapan, Margir kannast eflaust við.,,jap- anska mósaíkið”, sem þekkt er fyr- flutningurinn var bundinn. við vöruskiptalöndin, var verðið kr. 400.00 fermetrinn. Hér er um mikia verðlækkun að ræða, ca. 30% og raunverulega meiri, því að gengisbreyting hefur orðið, og gæði japanska mósaíksins eru meiri en þess, sem áður fékkst. Svipaða sögu er að segja um aðr ar vörur, sem Falur hf. hefur um- i boð fyrir. Expandet- múrtappar j eru t. d. miög vinsælir hér á landi, en fyrirtækið fékk umboð fyrir þá vöru á síðastliðnu hausti. Lækk- ir gæði og gott verð. Má í því sam- . aði bá verðið jafnframt um helm- bandi geta þess, að núverandi smá söluverð á veggmósaíki er kr. 280.00 (meðalverð), en þegar inn- ÁLISUNDI VERKSMIÐJUTOGAUINN Longva, sem er eini verksmiðju- togari Norðmanna fær nú ágætan afla á Grænlandsmiðum. Á einum mánuði hefur togarinn fiskað og fullverkað 225 tonn af þoskflök- um. Verði veiðin áfram sem þessi mun skipið fulllesta fyrr en búizt Iiafði verið við. Verð á þorskflök um er miög vel viðunandi nú. Skip ið losar afla sinn í Grismby. ing frá því, sem áður var. Þá má nefna Ticino-raflagningarefni, ítalska framleiðslu, sem liér hefur nú verið notuð í 7 ár. Af helztu nvjungum, sem Falur hf. hefur nú á boðstólum, má nefna sænskar nlötur í loft. mjög auðveldar í upp setningu, enda eru þær málaðar og því liægt að setja þær upp síð- ast. og englr naglar sjást eftir upp- setningu. Stutt er einnig síðan Fal ur t.ók að flytja inn sænskar plast- skúffur og plastgrindur, sem mikið eru notaðar við innrétting- ar, t. d. í eldhús, fataskápa o. fl. Þær eru ódvrari en tréskúffur og að mörgu leyti hagkvæmari, enda mikið notaðar á Norðurlöndum. Róðrasveit frá ísbirninum sigraði í róðrarkeppni kvenna, sem fram fór í Rcykjavíkurhöfn á sjómanna daginn. Myndin er tekin af stúlkunum að sigri loknmn. (Mynd. J. V.) Leiðbeint um starf^ rækslu elliheimila Felagsheimilt við Skipholt Reykjavík, 8. júní. — KG. NÚ hefur verið skipulagt leið- beiningarstarf fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynna sér stofn- un og rekstur elliheimila. Er þetta gert að undirlagi Gísla Sigur- björnssonar forstjóra Ellihehnil- Isins Grundar. Hefur hann fengið Eér til aðstooar tvo arkitekta, byggingarfræðing og tvo lækna. Þá er nú verið að hefja byggingu á litlu tveggja íbúða timburhúsi f Hveragerði á vegum elliheim- tlisius þar og verður það fyrsta húsið af átta, sem reisa á. Er að- eins eftir að fá trésmið til þess að taka að sér verkið og vonar Gísli að ekki liði á löngu þar til hann kemur í leitirnar. » Á fundi með fréttamönnum í dag sagði Gísli, að undanfarin ár hefði oft og mörgum sinnum verið leitáð til sln á Grund Vegna stofn- unar og reksturs á elliheimilum. og hefði þá að sjálfsögðu verið reynt að veita leiðbeiningar eftir föngum. En nú hefði verið horfið að því ráði að fá nokkra: "sér- fróða menn til frekai i aðstoðar. Þeir eru, arkitektarnir Þórir Bald vinsson og Ragnar Emilsson og Sig urður Geirsson, byggingarfræð- ingur, sem munu veita upplýsing-, ar viðvíkjandi húsaskipan og bygg- ingar, en þeir hafa allir kynnt sér erlendis bygglngar fyrir aldrað fólk. Karl Sigurður Jónsson ,yfir- læknir og Alfreð Gíslason læknir, sem báðir hafa' starfað á Gimnd um langt árabil munu veita upp- lýsingar um það, sem snýr að heilsu og heilbrigði og svo mun Gísli sjálfur veita upplýsingar um það, sem snertir skipulag, stofn- un og rekstur. Þá geta þeir, sem . hug hafa á því að koma upp elli- heimilum í sínu héraði fengið tækifæri til þess að kynna sér starfsemina á Grund og að Ási í Hveragerði. Ennfremur mun verða tekið á móti væntanlegu starfsfólki við slík elliheimili til þjálfunar og kynningar í störf- j um ef óskað er. Öll þessi aðstoð og upplýsingar verða veittar fyrirspyrjendum að kostnaðarlausu. Yonar Gísli að þetta megi verða til þess að auðvelda þeim, sem áhuga hafa á vandamálum eldra fólksins, starf þeirra. Enda sagði Gisli, að það sem fyrst og fremst skorti í málum eldra fólksins væri fólk, sem hefði áhuga og tíma til þess að sinna þeim mál- lun. Með þessu væri enn á ný verið að reyna að fá fólk í svéit- um og kaupstöðum til þess að (FranJiald & 10. siða). Reykjavík, 4. júní. — HP. Meistarafélag húsasmiða og fleiri aðilar hafa nú í hyggju að reisa um 700 fermetra hús í Skip- holti 70. Ef af því verður, er gert ráð fyrir, að á efri hæðinni verði fundarsalur og skrifstofur fyrir meistarafélagið, sem fengi þar þá allgóða aðstöðu til félags- i starfsemi sinnar, en neðri hæðiu yrði verzlunarhúsnæði, þar sem | fyrirhugað er að reka nýlendu- vöru- og mjólkurbúð, brauðgerð, kjötbúð og fiskbúð. Á síðasta fundi byggingar- nefndar var lögð fram fyrirspurn frá Meistarafélagi húsasmiða o.fl. um, hvort leyft yrði að hefja bygg ingarframkvæmdir samkvæmt meðsendri teikningu á lóðinni nr. 70 við Skipholt, og var bygging- arfulltrúa^falið að svara erindinu, sem líklegt má telja að verði samþykkt. Eins og fyrr segir, er hér um 700 fermetra byggingu að ræða, sem Daníel Einarsson, tæknifræðingur, hefur teiknað. Byggingin verður á tveimur hæð- um, en þrír aðilar standa að byggingu liennar. Það eru Meist- arafélag húsasmiða, Chr. Christi- ansen, verzlunarmaður og Jóhann Hafliðason, fisksali. Auk þeirra vérzlana, sem gert er ráð fyrir á neðri hæðinni, verður þar dreifistöð fyrir Rafmágnsveitu Reykjavíkur. Á efri hæðinni verður meist- arafélagið með starfsemi síná, en það hefur undanfarin ár haft mik- inn hug á að útvega sér hentugft húsnæði fyrir hana, en hún fer sívaxandi. Einnig gæti komið til mála að flytja endurskoðunar- skrifstofu þá í sambandi við upp- mælingu, sem félagið hefur und- anfarið rekið í leiguhúsnæði á Suðurlandsbraut 12, í nýja húsiST við Skipholt, þegar þar að kemur. I VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í Niíf arósi (Norges Tekniske Höjsko!a» Trondhcim) mun væntanlega veitsr fáeinum íslenzkum slúdentunD skólavist á vetri komanda. Þeir,. sem kynnu að vilja koma til greins* sendi Menntamálaráðuneytinu un». sókn um það fyrir 25. júní n.k„ Umsókn fylgi fæðingarvottorð, staðfest afrit stúdentsprófsskírteíD is og meðmæli, og skulu öll gögi> in vera þýdd 'á norsku, dönsku eö» sænsku. Umsóknareyðublöð fást I' menntamálaráðuneytinu, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg. At- hygli skal vakin á því að einungis er um skólavist að ræða en ekkí styrkveitingu. (Frétt frá Menntamálaráðuneitinu> ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. júní 1964 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.