Alþýðublaðið - 23.06.1964, Page 1
Ætlaði að synda
yfir Seyðisfjörð
Saltfiskframleiðslan hér
IS-207o meiri en í fyrra
Reykjavík 22. júní — KG.
Á AÐALFUNDI Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda, sem
haldinn var þann 19. júní kom
meóal annars fram, að' áætlaö er
að framleiðsla á sallfiski verði 15
—20% meiri en s.l. ár. Síðastliðið
ár nam heildarframleiðsla salt
fisks 25.800 tonnum eða 6000 tonn
um minna en árið 1962.
Mesbur hluti saltfisksins síðast-
liðið ár var fluttur úr landi óverk
aður og voru stærstu markaðslönd
in: Spánn, Portúgal og Ítalía, en
það sem verkað er, var að lang
mestu leyti selt til Brazilíu. Vant
aði mikið á að hægt væri að full
nægja eftirspurninni.
Gengið hefur verið frá sölum á
öllu því magni, sem áætlað er að
flytja út óverkað af þessa árs fram
leiðslu og er þess vænzt að útflutn
ingi verði lokið um miðjan júlí.
Verð á saltfiski hefur farið liækk
andi á öllum mörkuðum og nem
ur þessi hækkun 20—25% miðað
við sama tíma í fyrra.
Á fundinum kom fram að salt-
fiskframleiðendur telji mikla nauð
Frh. á 4. síðu.
nífurinn beit
e.kki á bjórinn
Rcykjavílc, 22. júní. — KG.
Síðastliðinn laugardag ætlaði
litlendingur nokkur að frenija
sjálfsmorð vestur á Ólafsfirði með
því að fremja kviðristu að japönsk
um sið. Ekki varð þó úr þeim á-
setningi mannsins vegna þess að
hnífurinn beit ekki.
Hafði maðurinn gert sér ferí
vestur á laugardag til þess að hitts
unnus.u sína, en þegar til kon
vildi stúlkan lítið við liann tala.
Fór maðurinn þá upp í fjall og
Frh. á 13. síðu.
,Ráðstefnan mikil
væg fyrir ísland'
Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra setur ráðstefnuna. Mynd: JV.
Reykjavík, 22. júní. — HP.
NÍUNDA norræna fiskimála-
ráðstefnan hófst í Reykjavík fyrir
hádegi í morgun og stendur til
föstudagskvölds. Ráðstefnuna sitja
157 fulltrúar, 67 frá íslandi, 40
frá Noregi, 26 frá Svíþjóð, 14 frá
Danmörku, 7 frá Finnlandi og 3
frá Færeyjum. Auk þess eru 35
fulltrúar með konur sinar með
sér, svo að erlendu gestirnir, sem
hingað koma í sambandi við ráð-
stefnuna, eru samtals 125.
Meðal þeirra eru margir framá-
menn í fiskimálum Norðurlanda-
þjóðanna, svo sem sjávarútvegs-
málaráðherrar Noregs og Dan-
merkur, fiskimálastjórar, fiski-
fræðingar o. s. frv. —■ Ráðstcfnan
var sett í há'íðarsal Háskólans kl.
10 í morgun af Emil Jónssyni,
sjávarútvegsmálaráðherra, en síð-
an gengið til dagskrár.
Framh. á 4. síðu.
Seyðisfirði 22. júní — GO.
Reykjavík — HKG.
BREZKUR stúdent gerði til-
raun til að synda yfir SeyÖisfjörð
í morgun. Stúdentinn lagði af stað
innarlega úr firðinum, — sunnan
megin, i— og ætlaði lað synda
þvert yfir, — en bar af leið vegna
vinds og báru og var kominn tals
vert út með firðinum, 2—3 kíló
REIDDIST
UNNUSTINNI
Reykjavík, 22. júní. — KG.
UNG hjónaleysi tóku sér bíl hjá
bílaleigu um helgina og fóru á
dansleik fyrir austan fjall. Var
pilturinn við skál og auk þess próf
laus og ók stúlkan því bílnum.
Þegar þau komu á Kambabrún á
heimleið, fékk pilturinn löngun til
þess að aka bílnum, en stúlkan
vildi ekki leyfa það. Varð pilt-
ur þá vondur og gekk berserks-
gang, braut hann m.a. framrúð-
una og skemmdi mælaborð bíls-
ins. Stöðvaði stúlkan þá bílinn og
CFramhald 4 4. sfSnl
metra, — þegar bátur tók hann
upp. Pilturinn, sem er 21 árs að
aldri, mun hafa veðjað við kunn
ingja sína 5000 krónum, að til-
tækið heppnaðist.
Kappinn sem heitir John Reid
er kominn til Seyðisfjarðar til sum
arvinnu, — en áður var hann á-
samt með skólafélögum sínum frá
Edinborgar-háskóla í fiskvinnu í
Vestmannaeyjum.
John Reid lagði af stað'um átta
leytið í morgun, — þá var strekk
ings vindur af suð vestan, — en
ekki lét hann það aftra sér og
lagði til sunds í Seyðisfjörð. Eins
og fyrr segir mistókst fyrirtækið
að þessu sinni, — maðurinn var
orðinn kaldur og máttvana, er bát
urinn tók liann upp. Aðspurður,
kvaðst hann ætla að gera aðra til
raun eftir mánuð.
Davfð Ólofsson fiskimálastjóri flytur ræðu sína (Mynd: JV).
Norska licrskipið Draug
strandað við mynni Siglu-
fjarðar. Myndina tók Ólafur
Ragnarsson. Sjá frétt á bak-
síðu.