Alþýðublaðið - 23.06.1964, Side 5
UNTGMENNASAMBAND A,-
Húnvetninga liefur um margra
ára skeið rekið menningarstarf
semi hór f sýslunni. — Vildi
ég vekja athygli á því að starf
þess er fjölþættara, en marg
ur gerir sér grein fyrir. Saga
þess var skrifuð í „Skinfaxa"
á síðastliðnu ári, en þá var
sambandið — eða U.S.A.H.
eins og það er venjulega kall-
að — 50 ára. Sögu þess skrif-
aði Steingrímur Davíðsson fyrr
verandi skólastjóri, sem- um
margra ára skeið, stóð framar-
lega í þeim félagsskap.
U.S.A.H. hefir árlega geng-
izt fyrir íþróttamótum 17.
júní. Það hefur kostáð íþrótta-
kennara, sem farið hefur milli
sambandsfélaganna á hverju
vori, nú í mörg ár. Kostnaður
við íþróttastarf þetta, hefur
verið árlega frá kl. 20—50 þús
und. En það má segja að árang
urinn hafi orðið góður, því sam
bandið hefur átt allmarga á-
gæta íþróttamcnn.
Þó hefur U.S.AcH. starf-
rækt skemmtiviku, á hverjum
vetri, nú í nær 20 ár. Skemmti
vika þessi hefur lilotið riafnið
„Húnavaka". Oítast hafa
skemmtikraftar Húnavökunnar
verið hér úr sýslunni, — sjón
leikir, Kórsöngur, ýmsir
skemmtiþættir, og svo auðvitað
dans. Hafa þessar skemmtanir
átt við þröngan og erfiðan
húsakost. að búa, þangað til á
síðastliðnum vetri, að hið á-
gæta Félagsheimili tók til
starfa hér á Blönduósi. Að-
sókn hefur alltaf verið góð.
Á síðustu Húnavöku voru
seldir, um 3000 heilmiðar á
skemmtiatriði, auk þess mikið
af barnamiðum. Dansleiki
sóttu um 1900 gestin. U.S.A.H.
er eignaraðili 'í nýja Félags-
heimilinu á Blönduósi. Er hlut
ur þess 15% af kostnaðarverði.
Upp í þann hlut, er nú búið að
greiða kr. 200.000.00. Þá styrkti
það félagsheimilið. „Húnaver“
á sínum tíma, með kr. 50.Ó00.
00. Ennfremur er ráðgert, að
það styrki félagsheimili á
Skagaströnd, sem nú er í smíð
um. Þá styrkti það byggingú
Héraðsliælisins á Blönduósi á
sínum tíma og sundlaug að
Reykjum á Reykjabraut rak
það um árabil.
Nú í 4 ár hefur U.S.A.H. gef
ið út rit, sem nefnist „Húna-
vaka“. Tvö fyrstu árin var það
fjölritað, en 2 síðari árin prent
að. Flytur það fréttir úr Húna-
þingi, og margskonar efni, til
skemmtunar pg fróðleiks, og
er mjög eigulegt rit. Ritstjór-
ar eru Þorsteinn Matthíasson
skólastjóri og Stefán A. Jóns-
son kennari. Veit ég að þeim
væri þökk á, ef Húnvetningar
heima og heiman, sendu þeim
efni til birtingar í ritinu. Einn
ið hefur U.S.A.H. gengizt fyrir
skákmótum hér á vetrum.
Skákþing Norðiendinga, var að
nokkru leyti á vegum þess síð
astliðinn vetur, og er nú einn
ágætur ungmennasambandsfé-
lagi Jónas Halldórsson skák-
meistari Norðurlands.
Stjórn U.S.A.H skipa nú:
Kristófer Kristjánsson form.,
Ari Einarsson varaform., Pétur
Sigurðsson gjaldkeri, Stefán A.
Jónsson ritari og Ingvar Jóns-
son meðstjórnandi.
Eins og sjá má af framanrit-
uðu, hefur U.S.A.H. í mörg horn
að líta, og mikið og óeigin-
gjarnt starf unnið af þeim
mönnum, sem stjórna þessum
málum á hverjum tíma.
Guðmann Hjálmarsson.
HÚN ÞEKKIR LEYNDARMÁLIÐ.
Hún veit að LOXENE Medicated Shampoo með hinni heil-
brigðu nærandi sápu tryggir henni fagurt, heilbrigt og
flösuíaust hár.
LOXENE ER FEGRANDI
KAUPIÐ
shampoo
STRAX í DAG.
Heildsölubirgðir:
KRISTJÁN Ó.
SHAGFJÖRÐ H.F.,
Reykjavík.
Reykijavík, 20. júní — HP
I IIINNI nýju vegaáætlun Alþing-
is fyrir árið 1964 eru yfir 60 millj-
ónir króna ætlaðar til nýbygging-
ar þjóðvega, scm í s’órmri dráttum
er skipt í þrennt, hraðbrautir, þjóð'
brautir og landsbrautir. Til lirað-
brauta verður varið ?0 milljónum
til þjóðbrauta 24.7 og landsbrauta
27.2 á þessu ári. Ekki verður þó
unnið að beinum framkvæmdum
fyrir all þetta fé í sumar, þar eð
smnt af því rennur til að greiða
vexti og afborganir al' lánum til
verkefna, sem þegar er lokið eða
vel á veg komin.
Fénu til hraðbrautanna verður
í ár varið til vegagerðar á Reykja
nesbraut eða Keflavíkurvegi og
Þrengslavegi, 6,8 millj. verður
varið til Keflavíkurvegarins og fer
það fé að mestu í afborganir af
lánum, en talsvert verður unnið
í Þrengslaveginum fyrir samtals
3.2 milljónir.
Þá er komið að þjóðbrautunum,
og verður unnið að breytingum á
veginum hjá Þyrli í Hvalfirði fyr-
ir 1.9 miiljónir. Eijinig verður
unnið að vegagerð í Gilsfirði og
Grundarfirði, og á Vestfjarðavegi
verður byrjað á veginum framhjá
Þingmannaheiði — „með fjörð-
um“ — og unnið þar fyrir um 800
þús. kr. Fyrir 300 þús. kr. verður
einnig unnið á Breiðadalsheiði á
Vestfjarðarvegi, og 500 þús. kr.
verður varið í strandveg og öðrum
500 þús. kr. í Barðastrandarveg.
Á Norðuriandsvegi verður unn-
ið hingað og þangað fyrir alls 750
þús. kr. Af framkvæmdum þar
má nefna vegagerð og vegabætur
í Langadal og austan við Blönduós
í Reykjadal, vá Mývatnsheiði og
kringum Mývatn. í Strákavegin-
um verður unnið fyrir samtals 5
milljónir króna, mest lánsfé, en
í Sig'ufjarðarvegi verður sam-
kvæmt áætlun varið kr. 1.5 millj-
ónum. Á veginum úr Fljótum um
Ólafsfjörð til Akureyrar verður
unnið fyrir 1,4 millj, einkum á
kaflanum fyrir Múlann. Þá verð-
ur 2.2 mi'ljónum varið til vega-
gerðar á leiðinni frá Húsavík um
Tjörnes, Kelduhverfi og Kópasker
til Þórshafnar og unnið þar á ýms
um stöðum.
Til þjóðbrauta á Austurlands-
vegi frá Jökulsá á Fjöllum að
Höfn í Hornafirði renna 3.6 millj-
ónir, og verður á þeirri leið unnið
á 68 stöðum. Á Hellislieiði milli
Vopnafjarðar og Héraðs er áætlað
að vinna fyrir 600,000 kr., en á
Norðfjarðarvegi fyrir 1.1 miilj-
ón, einkum á Fagradal og kring-
um Eskifjörð, Fyrir 750.00 kr. verð
ur unnið að vegagerð á Suðurfjarð
arvegi frá Fáskrúðsfirði til Breið
dals um Stöðvarfjörð.
Á Suðurlandsvegi frá Vík í Mýr
dal til Selfoss á að vinna fyrir 1.4
millj. í sumar og á Þingvallavegi
fyrir 600.00, en sú upphæð fer að
mestu til greiðsiu skulda .
Á mörgum stöðum verður unn-
ið fyrir þær 27,2 milljónir, sem
ætlaðar eru til landsbrauta, en
fjárveitingin til þeirra er samtals
i 85 liðum. Mesíu framkvæmdirn
ar í sambandi við landsbrautir
verða á Vestfjörðum frá Bildudal
á Vestfjarðarveg um Trostans-
Framh. á bls. 13
Síldarstúlkur
vantar okkur til Siglufjarðar — Raufarhafnar — Vopna-
fjarðar. — Fríar ferðir og kauptrygging.
Stúlkurnar verða fluttar til milli staða eftir því scm síldm
verður. Upplýsingar í síma 34580.
Gunnar Halldórsson h.f.
__________
Laugardagsfrí
orðiti algeng
Reykjavík, 2Ó. júní. — GG.
ÞAÐ er mikil hreyfing í þá
átt hjá fyrirtækjum, sem við
semjtun við, að Ieyfa skrif-
stofufólki að vinna af sér laug-
ardagana, sagði Magnús L.
Sveinsson, framkvæmdastjóri
Verzlunarmannafélags Reykja
víkur, er við ræddum við hann
í dag. Þetta fyrirkomulag hef-
ur þegar komizt á. fyrir all-
löngu hjá mörgum fyrirtækj-
um og á vafalaust cftir að
brciðast út, og höfum við ekk-
ert nema gott um það að segja.
Auk þess má svo benda á,
að það hefur þegar í mörg ár
vcrið geysilega útbreitt meðal
verkamanna og iðnaðarmanna,
að þeir ynnu af sér laugardag-
ana. Hefur það verið gert þann
ig, að vinna hefst kl. 7,20 og
einn dag vikunnar er unnið
klnkkutímá lengur.
Af þessu sést, að fimm daga
vinnuvika flestra starfshópa
nálgast stöðugt. Fyrstir fengu
verkamenn hana,'síðan hafa,
mörg einstök kaupsýslufyrir-
tæki farið inn á svipaða braut
og leyft starfsfólki sínu að
vinna af sér laugardagana, og
nú síðast hafa ríki og borg
gert slíkt hið sama.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1964 $