Alþýðublaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 16
ræla miðun er ysn Reykjavík, 22. júní. — HKG. RÖSKIÆGA 50 skip fengu sam- tals 46 þúsund mál síldar frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun. Síðan jiá hafa 18 skip tilkynnt um afla sinn til síldarleitarinnar á Raufarliöfn. í dag er bræla á mið- Umferð- arslys Réykjavík, 22. júní HKG. ÞAÐ slys varð á mótum Vestur götu og Framnesvegar í kvöld kl. 21,20, að 17 ára piltur, sem kom akandi vestan Vesturgötu á skelli nöðru skall á fólksbíl, sem kom af Framnesvegi með þeim afleið ingum, aö pilturinn þeyttist af hjólinu yfir bílinn og í götuna liinum mcgin. Hann handleggs- brotnaði og lærbrotnaði, — var fyrst fluttur á Slysavarðstofuna en þaðan á Landakot. Pilturinn lieimtir Brynjar Þórðarson. ununi og ekki útlit fyrir veiðiveð- ur í kvöld. Bátarnir láta ýmist reka eða leita hafnar með afla sinn. Allar þrær eru yfirfullar á Austfjörðum, svo að fæstir freista biðar, — en leita í þess stað vest- ur til Siglufjarðar og Eyjafjarð- arhafna, þótt langt sé að fara. — Veiðin er eins og áður mest í Hér- aðsflóa og á Gleltinganessflaki út af Seyðisfirði. Skipin, sem tilkynntu um afla sinn tii Raufarhafnar í dag voru þessi: Friðbert Guðmundsson með 800 mál, Guðmundur Pétursson með 900 mál, Sigurpáll með 1000 mál. Loftur Baldvinsson með 1000 mól, Eldborg með 1200 mál, Ás- björn með 700 mál, Höfrungur III. með 1000 mál, Draupnir með 650 mál, Bergur með 700 mál, Grótta með 700 mál, Björgúlfur með 750 mál, Sigurður Bjarnason með 1250 mál, Hannes Hafstein með 1150 mál, Einar Hálfdáns með 450 mál, Náttfari með 600 bnál, Pétur Jónsson með 300 mál, Hrafn Svein bjarnarson með 400 mál. Eftirtalin skip komu til Reyð- arfjarðar með afla sinn og leituðu löndunar síðasta sólarhringinn: (Framhald á 4. síðu). „H ERNAMSAN DSTÆÐING- AR" í SKEMMTIFERÐ m Reykjavík, 22. júní. — EG. Eitt hundrað fimmtíu og þrír „hernámsandstæðingar,” mest tiommúnistar íöltu sunnan úr Keflavík í gær. Þjóðviljinn skýrði að vísu svo frá í sunnudagsblaði feínu, er út kom á laugardags- kvöld, að þá um morguninn hefðu 200 manns hafið gönguna. 1 kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var lesin leiðrétting frá lögreglunni í Reykjavik vegna ÖTri frétta af þessari gönguferð. í leiðréttingunni var sagt, að um 120 manns hefðu hafið gönguna frá hliði Keflavíkurflugvallar en ekki 200 eins og fvrr hefði verið frá skýrt. Þegar garparnir lögðu af stað frá Kúagerði skömmu eftir klukk- an tvö á sunnudag voru þeir 153, en 5-6 manns sátu inni í bíl er fylgdi göngunni. Nokkrir slógust í hópinn er gangan kom hér niður í bæinn og (Framhald á i. síðu). Hvíldin var mörgum kærkomin. (Mynd: JV). Stilsker framkvæmdastjóra heilsað við komuna til ís- lands. (Myndir: JV. BANDALOG NAUÐSYNLEG MEÐAN SÞ GETA EKKI VARÐVEITT sagði Stikker á blaðamannafundi Reykjavík, 22. júní. - EG. Dirk Stikker, aðalritari At- antshafsbandaiagsins, kom til íslands í gærkvöldi með flugvél frá Flugfélagi íslands. Á móti honum tóku á flugvellinum Pétur Thorsteinsson, amhassa- dor og Agnar KI. Jónsson, ráðuneytisstjóri. Stikker lætur innan skamms af störfum, sem aöalritari samtakanna, en áður heimsækir hann öll aðildarrík- in. Stikker ræddi við blaðamenn í dag, en héðan fer hann strax í fyrramáliö. Hann kvaðst hætta störfum einungis a£ heilsufarsástæðum. Læknar sín ir liefðu eindregið ráðlagt sér að hætta. Ekki kvaðst Stikker þó algjörlega ætla að setjast í helgan stein, heldur halda á- fram störfum á öðrum vett- vángi, og ekki leggja eins hart að sér og áður. Undanfarin þrjú ár, sem hann hefur gegnt störfum aðalritara kvaðst Stikker hafa unnið minnst 14 klukkustundir á dag alla daga jafnt virka daga sem helga og án þess að taka sér frí frá störfum. Við fréttamenn ræddi hann, um starfsemi Atlántshafsbanda lagsins, og minnti á, að tilvera þess hefur átt afar ríkan þátt í að viðhalda friði í heiminum. Um þessar mundir sagði hann að væru um Xsex milljónir mUMHMWmiUMMMHMMW manna undir vopnum austan tjalds og vestan. Hann lagði ríka áherzlu á að samstarfið innan Nato væri ekki einungis hernaðarlegt, — heldur væri einnig mikið sam- starf á sviði stjórnmála og efnahagsmála og þeir þættir í starfsemi bandalagsins væru nú mjög mikilvægir. Stikker sagði, að þótt sátt- máli Nato væri' aðeins til 20 ára, þá þættíst hann þess full- viss, að ekkert riki mundi vilja segja sig úr bandalaginu, þá eða fyrr. Um slíkt hefðu engar raddir heyrzt. Því næst fór Dirk Stikker nokkrum orðum um sérstöðu ís- lands innan Nató og sagði þá m. a., að framlag íslands til bandalagsins væri ekki síður mikilvægt en framlög hinna að- ildarríkjanna. Framlag íslands Framh. á 4. síðu. 5 SKIP DRÓGU DRAUG Á FLOT Reykjavik, 22, júní, IIKG. NORSKA herskipið Diaug, sem hefur haft eftirlit með norska síid veiðiflotanum hér við land, strand aði á „Hellunni" við mynni Sig'lu fjarðar um klukkan 23.00 19. júní síðastliðinn. Skipið' náðist á flot á háflæði um klukkan 20.00 í gær kvöldi. Engar upplýsingar fást um það, livernig þetta vildi til, en skipherrann á Draug mun ckki mæta fyrir rétti hérlendis lieldur heima í Noregi'. Skipstjórar ís-- lenzku skipanna, sem aðstoðuðu við að ná Draug á fiot hafa aftur á móti lagt fram skýrslur sínar fyrir bæjarfógeta á Siglufirði, Ein ar Ingimundarson. „Hellan" er tangi, sem gengur út frá Siglunesinu út í fjörðinn og mun vel merkt á sjókortum. Eins og fyrr segir hafa ekki fengizt upplýsingar um það, hvernig þetta vildi til, — en ekki var þoku eða óveðri um að kenna, því að strandið varð í blíðskapar veðri eina björtustu nótt ársins. Blaðið hafði í gær tal af Ey- þór Hallssýni, ræðismanni Norð- tnanna á Siglufirði. Sagði hann, að fimm skip hefðu lcomið á vett vang tíl þess að koma Draug aft ur á flot. Þau voru Sigurvon RE (Framhald á 14. iíðu). 1:0 KR vann Fram í íslandsmótinu í gærkvöldi með 1 marki gegn 0,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.