Alþýðublaðið - 05.07.1964, Síða 8
BYGGINGARFELAG VERKA
TUTTUGU OG FIMM ár eru í dag liðin frá. því að
Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík var stofnað.
Á þessum aldarfjórðungi hefur félagið byggt sam-
tals 422 íbúðir, sem seldar hafa verið lágtekjufólki á
kfostnaðarverði og með hagkvæmum láns- og vaxta-
1
kjörum. í húsum þeim, sem félagið hefur byggt, búa
Úú um tvö þúsund manns, eða litlu færri en íbúar
ísafjarðarkaupstaðar.
Félagið er nú að byggja fjölbýlishús með 32 íbúð-
nm við Bólstaðahlíð og verið er að undirbúa bygg-
bigu annars samskonar húss við sömu götu.
BýGGINGAFÉLAG verkamanna í
Beykjavík er 25 ára þann 5. júlí
næstkomandi. Félagið var stofnað
í samræmi við lög um verkamanna
hústaði 5. júlí 1939, og eins og
segir í fyrstu fundargerð þess „i
þeim tilgangi að koma upp verka
mannabústöðum í Reykjavík".
Sfofnendur félagsins voru 173, en
n í eru í félaginu um 1300 meðlim
ii.
í samræmi við framangreindan
tilgang hefur féiagið starfað og
hfefur nú byggt samtals 422 íbúð-
ir frá tveggja til fjögurra her-
bergja, en alls eru húsin sem fé-
lagið hefur byggt á þessum 25 ár-
um nú orðin 123.630,6 rúmmetrar.
Skömmu eftir stofnun félagsins
úthlutaði Reykjavíkurbær því
stóru byggingarsvæði í Rauðarár
holti og var hafist handa við
byggingu fyrstu húsanna þar í
septembermánuði 1939. í Rauðar
árholtinu hefur félagið byggt 262
íbúðir, auk verz^unar- og skrif-
.stofuhúss, og standa hús félagsins
við Háteigsv., Meðalholt, Einholt,
Stórholt, Stangarholt, Skipholt og
Nóatún, og eru fjórar til sex íbúð
TÓMAS VIGFÚSSON
ir í húsi í þessu hverfi. Þegar lóð
ir þraut á þessu svæði fékk félag-
ið lóðir fyrir fjögur stór fjölbýlis
hús við Stigahlíð nr. 6—36, en í
hverri húsasamscæðu eru fjögur
stigahús. Hafa þarna verið byggð
ar 128 íbúðir, og loks er í bygg-
ingu hús með 32 íbúðum við Ból-
staðarhlíð nr. 40—44, og verður
íbúðurh í því úthlutað til kaup-
enda á næstunni. Þá er og hafinn
undirbúningur að byggingu sams
konar húss við Bólstaðarhlíð nr.
46—50.
Af íbúðunum, sem félagið hefur
5. júlí 1964 - ALÞÝÐUBLAÐJÐ
GUÐM. í. GUÐMUNDSSON
byggt eru 52 tveggja herbergja
íbúðir, 362 þriggja herbergja og
44 fjögurra herbergja, og er þá
einungis miðað við sjálfar íbúðar
hæðirnar, ein í kjöilurum húsanna
eru auk þess geymslur fyrir hverja
íbúð og sameiginleg þvot.ahús,
þurrkhús og herbergi fyrir upphit
unarkerfi, en hitaveita hefur nú
verið lögð í öll hús félagsins.
Stærð minnstu íbúðarinnar, sem
byggðar hafa verið er 53 ferm. en
þeirra stærstu 96. ferm.
í húsum þeim, sem Byggingar-
félag verkamanna í Reykjavík hef
ur byggt munu nú búa um 2000
manns, en það svarar til meira en
helmingi fleiri íbúa en í kaupstöð
um eins og Seyðisfirði og Ólafs-
firði og nokkru fleiri en íbúa Nes-
kaupstaðar eða Súðavíkur, en
litlu færri en íbúa ísafjarðar eða
Siglufjarðar, svo að dæmi séu
nefnd.
Á grundvelli þess markmiðs, að
koma upp íbúðum fyrir efnalítið
fólk hefur Byggingarfélag verka
manna starfað frá stofnun þess
fyrir 25 árum. Hús þess hafa
ávallt fullnægt ströngustu kröfum
hvers tíma, íbúðirnar þótt hag-
kvæmar, og smekklegar, án þess
að nokkurn íburð hafi verið að
ræða, og þær hafa verið látnar
kaupendum í té á kostnaðarverði,
sem jafnan hefur verið undir með
alverði miðað við byggingarkostn
að á teningsmetra í sambærileg-
um byggingum, sem byggðar hafa
verið á hverjum tíma .Við þetta
bætizt svo það, að þeir sem fuil-
nægja þeim ákvæðum, sem sett
eru fyrir því að menn geti fengið
íbúð í verkamannabústöðum, búa
við mun hagstæðari lána- og
vaxtakjör en almennt gerist á
frjálsum lánamarkaði og einnig
samkvæmt lagaákvæðum fyrir
ýmsar einstakar greinar útlána-
staífsemi.
Aðaltekjupóstar Byggingarsjóðs
verkamanna, sem lán veitir til
íbúðanna, grundvallast á framiög
um sem bundin eru í lögum, en
samkvæmt lögunum um verka-
mannabústaði ber bæjar- og sveit
arfélögum og ríkissjóði að leggja
fram visst framlag óafturkræft á
ári hverju ,sem rennur til bygg-
ingarsjóðsins, og ganga þessi fram
lög sumpart til þess að greiða
niður vexti og sumpart til útlána.
Þessi framlög hafá verið mjög mis
munandi há á hinum ýmsu tím-
um. í upphafi, þegar fyrstu lögin
um verkamannabústaði voru sett
árið 1929, voru þau ákveðin 1 kr.
á ári af hverjum íbúa bæjar og
sveitarfélags eða kauptúns, þar
sem byggingarfélag verkamanna
var starfandi, gegn jöfnu fram-
iagi úr ríkissjóði. Síðan hafa oft
verið gerðar breytingar á verka-
mannabústaðalögunum og þessi
framlög farið smáhækkandi, og
samkvæmt síðustu breytingu á lög
unum frá 1962, skulu sveitasjöðir
greiða árlega sem nemi 40—60
krónur á íbúa sveitarfélagsins, en
ríkissjóður er skuldbundinn tii að