Alþýðublaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 2
/►» .. II li : Miitlt Míál. Jn.I M,t. lauii EOITtJóTBr: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Fréttastjórt' Axnl Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiöur Guönason. — Símar 14900-14903. - Auglýsingasimi: 14906. - Aösetur: Alþýöuhúsiö vlö i ílverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiSja Alþýðublaösins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýöuílokkurinn. NÝTT SKIPULAG :| BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti j fyrir nokkru megindrög að skipulagi Reykjavíkur -n ■ . og næsta nágrennis. Skipulagsmálin hafa verið ■ lengi á döfinni, enda er hér um iviðamiíkið verk að ræða, sem langan tíma tekur að ljúka. Því ber vissulega að fagna, að þessi mál eru \ 'tkomin á þann rekspöl, að meginatriði skipulags- j ins liggja nú 'ljós fyrir, og að samstaða ríkir í a feorgarstjórn um málifð. Til þessa !hafa skipulagsmál borgarinnar um 4 of einkennzt af handahófi og tilviljunum, eins og ] ísjá má mörg dæmi, ef borgin er gaumgæfilega Ækoðuð. Þess eru dæmi, að reist hafa verið við = ísömu götu, andspænite hvort öðru, verksmiðjuhús : -og glæsileg íbúðarhús. Slíkt þekkist hvergi þar j sem þessi mál eru í góðu lagi. - Með nýja skipulaginu verður það yfirlýst 3 jstefna borgarstjórnar, að halda íbúðarhverfunum j ’hreinum, það er að segja, að í íbúðarhverfum verði t eingöngu íbúðarhús, iverzlanir og félagslegar mið- otöðvar, en ekki iðnaður eða annar atviinnurekst- -1 ' -'ur, sem þar á 'ökki heima. Ráð er gert fyrir stór- . >ura útivistarsvæðum, þar sem borgarbúar geta i notið veðurblíðu ivið leiki og aðra skemmtan. Þetta' ~ er vissulega vel, því slík svæði hefur okkur ein- , -tmitt vantað tilfinnanlega. Borgarstjóri og borgarstjórn eiga þakkir skild- TO j ar fyrir að ráðast til atlögu við þessi mál af þeim istórhug, sem nú 'hefur verið gert, og væntanlega á það skipulagsstarf, sem hefur verið unnið og er verið að vinna, eftir að bera borgurum Reykja- <vikur ríkulegan ávöxt. FRAMSÓKN OG B.Ú.R. BÆJARÚTGERÐ Reykjavíkur hefur eins og -önnur fyrirtæki, sem gera út togara, átt við tölu- v-erða rekstursörðugleika að etja undanfarin ár. Bæjarútgerðin var stofnuð fyrir atbeina Alþýðu- i fiokksmanna, sem um langt árabil höfðu barizt 4 fyrir því, að slíkum rekstri yrði komifð á fót. Bæj- i arútgerðin er nú eitt stærsta fyrirtæki Reykjavík- J ^urborgar og þótt hún 'hafi ekki skilað reiknings- legum hagnaði alla tíð, eins og raunar er um flest i togaraútgerðarfyrirtækil, þá hefur rekstur hennar ; setíð verið til fyrirmyndar og hún er einn stærsti afcvilnnuveitandi í borginni, Borgarstjórn samþykkti fyrir helgi framlag tII Framkvæmdasjóðs til að standa straum af gjald- fÖHnum skiiidum Bæjarútgerðarinnar. Við af- -í greiðslu þess máls greiddu borgarfulltrúar Fram- sólýiarflökksins atkvæði gegn þessari ráðstöfun. Verður sii afstaða vart skilin öðru vísi en svo, að Framsóicnarmenn séu á móti því að Bæjarútgerð- inni sé gert kleift að standa í skilum með skuld- bindingar sínar, -eins.og öðr-um borgarfyrirtækjum. 2, I4. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Perlonsokkarnir frá TAUSCH E'R vinna sér sífellt meira álit. Eftirspurnirt vex dag frá degi. Fylgist með fjöldan- um og notið TAUSCHER-sokka. Leyfishafar Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst, til að geta fengið sem bezta afgreiðslu. Umboðsmenn: ÁGÚST ÁRMANN H.F. Sími 22-100. m m 'i J Ð M. k T Togararnir og tólf mílna landhelgin. -ic Á aS leyfa þeim inn fyrir? + Gamal! sjómaður með ákveðnar meiningar. ír Vilja fleiri segja sína skoðun? tllMMIf IIMIIIIIMMtlMIIIIIIIMMIt' GAMALL SJÓMAÐUR skrif- ar: „Ég sé í dag frétt í einu dag- biaði borgarinnar, að útgeróarráö Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafi samþykkt að beita áhrifum sínum á æðri stöðum í þá átt að íslenzk- ir togarar fengju að veiða innan 12 mUna takmarkanna. Þetta þyk ir mér leiðinleg frétt, því befur verið marglýst yfir af ráðamönn- um þjóðarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi, að tak- markið væri. að friða allt land- grunniö fyrir útlendri ágengni og mun aiiur Iandslýður vera þar sam mála að það beri að stefna að því, hvenær sá tími kemur veit enginn í dag, en takmarkið er þetta. MYNDI ÞÁ EKKI verða þyngra undir fótinn þegar við sjálfir ís- lendingarnir, sem búnir eru að reka svona vel úr túninu, ætlum að hleypa togurunum með hin stórvirku tæki inn fyrir línuna og eyðileggja árangur þann, sem frið unin hefir haft í för með sér? Það er vitað að togararnir eru langt á veg kómnir með að tæma fiski- svæðin hér í norðurhöfum. Græn- landsveiðin minnkar áf frá ári, veiðarnar við New Foundland minnka, Halamið þurrausin og svona mætti lengi telja, Er þá meining þessarar manna að ganga nú algerlega af dauðum fiskisvæð unum innn 12 mílnanna líka? VH) HÖFUM UNNH) sigur í landhelgisgæzlunni með fullum sóma og nú eru þær þjóðir, sem harðast börðust, í fullum friði hvor við aðra og er það gott og báðum til sóma. En með því að opna nú svæðið fyrir innan 12 míl urnar fyrir íslenzkum stórvirkum drápstækjum, værum við beinlín- is að svíkja alla þá, sem nú hafa virt okkur á landhelgi okkár. Á ÞETTA lífsspursmál íslenzku þjóðarinnar,, að hafa áhrif, þótt erfiðlega gangi togaraútgerðin og skipin séu rekin með tapi. Hér er alltof mikið í húfi til að líta á stundarhagnað. Það gæti ef til vill fleytt þcssum þætti íslenzkr- ar útgerðar í örfá ár yfir örðugan hjalla, en það er aðeins stuttur tími. í öllum slíkum málum verð- ur að líta á langa framtíð og hugsa líka um þá, sem erfa landíð eftir okkar dag. Forfeður okkar eyddu skógi og gróðri, oftast af fátækt og illrj nauðsyn, en sú saga má ekki endurtaka sig, þótt í annari mynd sé. Fátækt gefur ekki til- efni til þess og þekking nú til dags er allt önnur á atvirinuhátt- um í nútíð og frámtíð en áður var. Ekkert getur mælt með því að nein slökun verði hér á gerð. ÉG TEL það mjög varhugavert, ”i ef nokkur stjórn hefir leyfi til I þess að gera slíkt og veit og vona í að núverandi sjávarútvegsmála j ráðherra láii enga leiða sig í slíka É freistni. Störf hans sem ráðherra hingað til, gefa ekki tilefni til aö gruna hann um slíkt. Ég er ekki lagafróður og veit ekki hvort ráð- herra hefir, heimild til að gefa slika undanþágu. Það ætti að fella inní fiskveiðilöggjöf landsins kafla sem algerlega útilokar að nokkur ríkisstjórn hafi heimild til að gefa slíkai’ undanþágur. Þá þyrftu þélr herrar í F. í. B. ekki að hafa fyr- ir að ræða um slík mál á fund- um sínum eða nauða í ríkisstjórn inni, hver sem hún væri, að gefa slíkar undanþágur. MIG MINNIR AÐ ísienzka fiski veiðilöggjöfin hafi verið samin rétt eftir 1920 dg samin var hún af vitrum mönnum, sem lögðu mikla vinnu í að koma lienni í rétt horf. Annar sá mæti maður sem þar vann að, ságði við þaiin er þetta ritar að har.n teldi þessa lög gjöf eina alira merkustu löggjöf, sem selt heíði verið. Hún liefii* staðið að ég held óbreytt frá upp- hafL Og allir vita live dýrmæt: þessi löggjöf hefir reynzt okkur ísiendingum. Og ég held að þar ætti heima klausa, sem algerlega útilokaði hugmyndir einstakra manna ura að vega að friðhelgi 12 mílna fiskveiðilögsögunnar. ÞAÐ MÁ ENGINN skilja orð mín sem svo, að ég beri kala til togaranna, þeim vil ég allt gott til lianda, en að gefa þeim opin Framh. á 13. síðtt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.