Alþýðublaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 11
i
x'.
-í
■ ÞAÐ hefur sýnt sig að undan-
förnu, að erfitt er að sækja gull
í greipar þeirra Skagamanna' ú
heimavelli, knattspyrnulega talað.
Yfirleitt hafa þeir, sem átt hafa
í höggi við þá á heimavígstöðv-
unum mátt láta í minni pokann,-
að vísu misjafnlega mikið.
— Það verður því að teljast vel
af sér vikið hjá Fram, að koma
þar, sjá og s.gra, svo sem raun
varð á, ekki hvað sízt, þegar þess
er minnzt hversu erfiðlega Frám-
liðinu hefur gengið í mótinu til
þessa. En hvað um það, sigur
Staðan í l. deild
Staðan í 1. deild er þessi:
Akranes 8 5 0 3 22:17 10
Keflavik 5 3 0 2 12: 8 8
KR 5 3 0 2 9: 6 6
Valúr 7 3 0 4 16:17 6
Fram 7 2 14 15:18 5
Þróttur 6 114 7:17 3
Efnilegir þrí-
stökkvarar
A unglingameistaramoti Is
landis
frjalsum íþrottum
um helgina atti Heraðssam-
bandið
Skarpheðinn
þrja
fyrstu menn 1 þns ökki og
þeir stukku allir lengra en
14
metra.
Sigurvegarinn,
Karl Stefansson, stökk 14,54
m., sem er nytt unglingamet,
Reymr Unns einsson, og Sig
urður Sveinsson stukku bað
ir 14,08 m., en Reynir sem
atti betra næst bezta stökk
varð annar. Reynir er til vin
stri
Frám 4:1 yfir stigahæsta liði I.
deildar til þessa, varð raunveru-
leiki á sunnudeginum var. Má því
scgja. að Framárar hafi rétt hlut
sjnri á' mótinu allmyndarlega. Þó
hins /Vegar sé-sigur þessi lævi
blandirin, vegna óskemmtilegs at-
viks, sem fyrir kom seint í leikn-
um, ög vitnar um skort skapstill-
irigár "og þess .jafnvægis hugans,
sem íþróttin á $ð þroska með þátt
takendum, og gera þá hæfa til að
mæta hvers kyns tilvikum með
.jafnaðargeði. Er hér átt við við-
uréign Geirs rparkvarðar Fram og
Ríkárðar miðframherja ÍA. Báðir
éru þeir þrautreyndir leikmenn.svo
serii vitað er, hvor í sinni stöðu.
Ekki verður annað sagt, en í þess-
ari viðureign hafi Geir gengið feti
framar, en hæft var, og sýnt af
-sér þau viðbrögð, sem betur fer,
eru með eindæmum í ísl. knatt-
spyrnu. Þótt markverði sé, sam-
kvæmt knattspyrnulögunum, ein-
um leikpianna heimilt að nota
hendurnar, nær sú heimild ekki,
bótalaut, ’til þess að lumbra með
þeim á nndstæðingi.
í fyrri hálfleiknum skoruðu
Framarar þrívegis og Akurnesing-
ar gerðu þá þetta eina mark sitt.
Þegar á fyrstu mínútu kom mark
Fram frá Guðjóni Jónssyni af
stuttu færi, og mjög illverjandi
fyrir Helga. Bakvörður jafnaði svo
að segja um leið og leikur var
hafinn, síðan bætir Baldur Schev-
ing öðru marki Fram við, og aft-
ur bætti Guðjón þriðja markinu
og þá úr aukaspyrnu af um 35
metra færi. Tvö þessi síðari mörk
verða að skrifast á reikning Helga
markvarðar, sem einhvern veginn
tókst að misreikna sig í vörninni.
Vissulega var þetta mikið áfall
fyrir Skagamenn að fá á sig tvö
mörk með slíkum hætti. En þrátt
fyrir það, halda þeir uppi mikilli
baráttu með góðum tilþrifum,.—
áttu m. a. skot í stöng. Síðar í
leiknum kom gott skot á mark
Fram, sem Geir varði með föstu
gripi. Ríkharður sótti allfast að
honum, og gerði tilraun til að
ná frá honum boltanum, er hann
kastaði honum niður, méð því
að spyrna til hans, aftur fyrir
sig, lenti þá högg á fót Geirs, og
féll Geir við. Baldur Þórðarson
dómari stöðvaði leikinn og gaf
aukaspyrnu. Geir varpaði þá bolt-
anum í höfuð Ríkharði, visaði þá
Baldur Geir út af, en það skipti
éngum togum, að Geir snérist hart
gegn Ríkharði og rak lionum höf-
uðhögg, frekar tvö en eitt, og
fgll Ríkharður við. Varð nú held-
ur betur hreyfing á áhorfenda-
svæðinu, hróp og köll, sem ekki
var að ástæðulausu. Skipti það
engum togum, að áhorfendur
þyrptust inn á völlinn í vígahug
og allt fór í upplausn um stund.
Leikmenn Akurnesinga með
Jón Leósson í fararbroddi, slógu
hring um -hinn herskáa markvörð,
og fengu borgið honum á örugg-
an stað, meðan heift múgsins var
að réna. Stuttu síðar hélt svo leik
urinn áfram, Guðjón Jónsson fór
í markið og Framarar léku tíu
eftir það.
En þrátt fyrir það gafst Akur-
nesingum ekki að ná sér á strik
og skora þrátt fyrir það. Hins
vegar bættu Framarar einu marki
við. Ásgeir Sigurðsson skoraði, en
átti Helgi sinn þátt í því marki,
eða mistök hans.
Baldur Þórðarson dæmdi leik-
inn, og miðað við allar aðstæður
slapp hann furðu vel frá honum,
að minnsta kosti heill á húfi.
A.k.n.
Guðmundur sigraði í ■ tveimur greinum og setti met,
DANIR SIGRUÐU ÍSLEND-
INGA i SUNDI MEÐ 39:38
Sett voru fjögur íslandsmet
DANIR sigruðu íslendinga í sundi
með einu stigi, 39 gegn 38, en
keppninni lauk í Hilleröd í gær-
kvöldi. Eftir úrslit 200 m. bringu
sunds karla og kvenna, sem fram
fór í Kaupmannahöfn á sunnudag,
en í þeim greinum sigruðu Danir,
var búizt við öruggum sigri Dana.
En það fór á annan veg, íslend-
ingar náðu frábærum árangri, m.
a. voru sett f j.ögur íslandsmet. Guð
mundur Gíslason og Ilrafnhildur
Guðmundsdóttir settu sitt hvort
metið, en einnig voru sett glæsi-
leg met i báðum boðsundunum.
Hér koma úrslit í einstökum grein
um:
100 m: flugsund kvenna: Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir, 1.13,9
mín., sem er nýtt glæsilegt íslands
met. Kirsten Strange gerði sitt
sund ógilt. ísland hlaut 5 stig,
Danir ekkert..
100 in. skriðsund karla: Guð-
mundur Gíslason, 57,0 sek., annár
varð Lars Kraus Jensen, 58,3 sek.
íslands 5 st., Danmörk 3, Tími Guð
mundar er mjög góður, aðeins 2/10
úr sek. lakari en metið.
100 m. baksund kvenna: Þar
sigraði Kirsten Michelsen á 1.11,2
mín., en önnur varð Ásta Ágústs-
dóttir, 1.25,3 min. Danir 5 stig,
íslarid 3.
200 m. baksund karla: Lars
Kraus Jensen, 2.28,3 mín., Davíð
Valgarðsson, 2.37,6 mín. Danir
fengu enn 5 stig og ísland 3.
100 m. skriðsund kvenna: Kirst-
en Strangé, 1.03,0 mín., nýtt glæsi-
legt danskt met. Hrafnhildur synti
á 1.04,5 mín. Danmörk 5 stig og
ísland 3.
200 m. flygsund karla: Guð-
mundur Gíslason, 2.20,8 mln., nýtt
íslenzkt met. J. Pedersen, 2.43,&
mín. Norðmaðurinn Per A. Peter-
sen synti sem gestur og setti nýtt
norskt met, 2.19,0 mín. Fyrir flug
sundið fær ísland 5 stig og Dan-
ir 3.
4x100 m. fjórsund kvenna: Dan-
mörk sigraði á 4.58,2 mín. íslanri
fékk 5.20,6 mín., sem er íslenzkí
landsliðsmet.
4x100 m. fjórsund karla: íslanrt
sigraði á glæsilegu landsliðsmeti,
IFramhald á 4. Gíðul
Hrafnhildur setti glæsilegt met
í 100 m. flugsundi.
Jafrítefli 2-2
í gærkvöldi léku Þróttur og Valur
í I. dcild. Jafntefli varð, 2 möric
gegn 2. ‘—■v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júlí 1964 If-