Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 6
 NOBELSVERDUUN HANDA LUTHER Norska tímaritið Vaar Kirke kemur með þá uppástungu í síð- asta heíti, að bandaríski negra- presturinn Martin Luther King fái friðarverðlaun Nóbels fyrir ár- ið 1964, fyrir baráttu sína fyrir réttindaaukningu blökkumanna með friðsamlegum hætti. Blaðið lýsir Luther King sem merkasta manninum í baráttu blökkumanna fyrir jafnrétti — og þakkar honum að miklu leyti, að jafnréttislögin hafa nú tekið gildi. Vaar Kirke skrifar enn fremur að því sé kunnugt um, að sænsk- ir þingmenn hafi í hyggju að stinga upp á Luther King til verð- launanna, og bætir síðan við: ,Það yrði erfitt að finna nokkurn, sem væri betur að verðlaununum kom- inn. Friöarverðlaunin handa Lut- her King munu, með því táknræna gildi, sem þau hafa, verða verð- skulduð viðurkenning fyrir baráttu hans til að skapa frið og ein- drægni. Flóttamenn Tíu flóttamenn frá Kúbu náðu tii Key Largo, fyrir sunnan Miami á Flórída eftir 56 tíma ævintýralegan flótta undan lögreglu Castrós. Á leiðinni, eftir að þeir voru komnir út úr Kúbanskri landhelgi, lagð- ist kúbanskur eftirlitsbátur upp að báti þeirra og í bardaga, sem á eftir fylgdi, féllu tveir menn, einn af hvoru liði. Við komuna til Key Largo var bátur flóttafólksins blóði drifinn og þrír þeirra illa haldnir af hnífstungum. Flóttr.fólkið hafði talið nokkra fiskimenn á, að láta það hafa bát, sex mrtra langan, og á honum hófu þau flóttann á mánudag í siðustu viku. Þegar þau voru kom- in sektán kílómetra frá landi, — komu þau auga á eftirlitsbát og leifuðu hælis í litlum hólma og leyndust þar í tvo sólarhringa. Stuttu eftir, að þau hófu ferðina á ný, á miðvikudag, rákust þau á sama bát og þá var engrar undan- komu auðið. Bátur var settur frá borði á eftirlitsbátnum með þrjá menn ínnanborðs. Þtssa mynd af gömlum stein- iiausi rákumst við á í dönsku blaöi. í'ar voru lesendur spurðir hvor ieim fyndist myndin likjast einhve* um kvikmyndaleikara. Nú spyr 'ri við lesendur Alþýðu- blafs : s::iT!u spurningar. Við höf- um s.iáif r ákveðnar skoðanir á þessu máli. g 23. jjií 1D64 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ — Þeir lögðust upp að bátnum og hirtu allan aukafatnað okkar, úr og hið eina, sem unnt var að nefna vopn, gamlan hníf, sagði Valerio Mota, 38 ára gamall syk- urekruverkamaður eftir að gert hafði verið að sárum hans, en hann hlaut djúp stungusár. — Tveir þeirra hurfu aftur, en sá þriðji beindi að okkur riffli sínum og skipaði okkur að halda til eftirlitsbátsins. Þegar hann uppgötvaði, að við héldum í þver- öfuga átt, miðaði hann á eiganda bátsins og skipaði honum að breyta um stefnu. Hann neitaði og sió lögreglumanninn í höfuðið með stýrisárinni. Mota hélt áfram að segja frá hvernig riffillinn hrökk fyrir borð og lögreglumaðurinn dró upp hnif sinn. — Við reyndum að ná hnífn- um af honum og í hita bardag- ans lenti hann í hjarta eins okk- ar og hann féll örendur fyrir borð. Lögreglumaðurinn kom lagi á þrjá okkar áður en honum var kastað fyrir borð. Að öllum lík- indum hefur hann drukknað. — Torres og annar flóttamannanna hlaut lífshættuleg sár. Ekki er ljóst með hvaða hætti flóttamennirnir sluppu undan varðbátnum eftir þessi viðskipti, en sennilega hefur hann haldið áfram og ætlað lögreglumannin- um, sem var vopnaður, en hinir vopnlausir, eins og áður segir, að koma liðinu til hafnar hjálpar- laust. Latir jj Vinsældalista hljómplatna jj (hitlista) má gera með ýmsu g móti. Það hefur verið borið á f| suma vinsælustu vinsældalist- jj ana í Bandaríkjunum, að þeir H yrðu til við tóm svik og pretti. j Það er að segja, að plötufyrir- : : tækin múti blöðunum eða H þvingi þau til að setja ákveðn- i ar plötur á blað. Ekki er gott 1 að henda reiður á hvað satt er gj i slikum sögum, en ekki þarf H að lýsa því, hve miklum ó- H þægindum það getur valdið, ef H unglingur kaupir plötu og leik- a ur hana klukkustundum saman H í þeirri trú, að þetta sé vin- H sælasta og skemmtilegasta jf platan, sem fæst, en svo kemur H í ljós, að þetta er tómt fals og y platan er hundleiðinleg og ó- 1 vinsæl. 1 ■ H í Evrópu mun algengasta að- 2 ferðin vera að gera skoðana- gj kannanir meðal unglinga og jj annarra plötuneytenda, einnig y að fylgjast með söluskýrslum U hjá nokkrum stórum plötu g verzlunum. y Radio Luxemburg hefur um || margra ára skeið haft þátt, sem H unglingar gátu skrifað til og 'uraiiiiilll!UUUBBIIlli:illliUi!IB!l!I|]Hi:ilHll!!HHi]lllILIllllllllllUlllllli;i:i!l!!llli!Ili!:! látið í ijós álit sitt á hljómplöt- um. Eftir þessum bréfum var listinn gerður og hann hefur ætíð verið talinn mjög sann- ferðugur og gefa rétta mynd af velgengni platna í Evrópu. Nú er þessi þáttur liðinn undir lok. Ástæðan er sú, að sífellt færri unglingar hafa skrifað honum upp á síðkastið og að lokum voru bréfin orðin svo fá, að ekki var lengur grundvöllur fyrir því að gera listann. Ekki hefur fundizt nein óyggj andi skýring á þessari bréfa- fæð, vegna þess, að hlustendum Radio Luxemburg hefur ekkert fækkað. Sú skýring hefur kom ið fram, að unglingar séu orðn- ir svo latir, að þeir nenni ekki orðið áð halda á penna. Yið föllumst á þessa skýr- ingu. ■iiniiii KÖNGUR IÓK SÉR BAD Þar lifa menn við partkvæní og skógar eru ein hrísla. íbúar eru afkomendur hermanna Gengis Khan og hafa aldrei litið hjól augum. Franski mannfræðingurinn og rithöfundurinn, Michael Peissel, er nýkominn heim til Parísar eftir .tíu vikna dvöl í hinu því nær óþekkta Himalayaríki, Lo. Hann segir, að Lo sé konungsríki og íbúar þess lifi að heita má við sömu aðstæður og gert var á tím- um Gengis Khan. Peissel kvaðst vera fyrsti útlendingurinn, sem hefur fengið að kynna sér þjóð- hætti í Lo um langan aldur. íbúar Lo eru ekki nema 3500 talsins og þeir eru afkomendur hraustustu hermanna Gengis Khans, að sögn. Landið er dálítill skiki inn í kínverska ríkið og er undir stjórn Angun Tensing Tra- dul, konungs. Angun er hins veg- ar lénsmaður konungsins í Nepal og innir af höndum 800 nepalskar rúpíur í árlegan skatt til hans. — Það svarar til um 4.300 íslenzkra króna. Landslagið í Lo er eyðilegt í meira lagi, enda er ríkið í hópi hinna hæstu í heimi, nánar til- tekið í 4000 metra liæð. Þar er margt gamalla halla og rústa þeirra. Höfuðstaðurinn heitir Mu- stang. Hann er girtur miklum garði, sem er aðeins rofinn á einum stað af hliði og því er vandlega læst um nætur. í konungsríkinu er eitt tré, sem stendur við konungshöll- ina. í Lo eru engir vegir og íbúarnir hafa þar aldrei litið hjól augum, segir Peissel. Þeir rækta korn óg Framhald á 13 síðu Hinn fullk omni glf nur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.