Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 9
TEXTI: GRÉTAR ODDSSON við, sém maður ségir óg bætá við að auki. j Eg fullvissaði hann um að ég væri tiltölulega mjög hættulaus og bætti ekki öðru við en því, sem væri öllum aðilum til hags- bóta. — Eg veit svei mér ekki, hvort ég á nokkuð að vera að hætta á slíkt, annars ertu meinlaus að sjá, segir Guðmundur og glottir eins og þettg séu dálítið vafasam- ir gullhamrar. Svo bendir hann á Gullbjörgina og segir með þó nokkru stolti: — Hún er nú á níræðisaldrin- um þessi. Var smíðuð árið 1883 og byrjaði sem skúta vestur í Flatey á Breiðafirði. Hún var þar samtíða gömlu Guðnýju, sem nú er orðin ónýt. Sú hefur nú alið upp nokkra sjómennina lags- maður og ýmislegt gæti hún sagt ef hún mætti mæla. Hún er næst elzta skip flotans, ég held að Millý sé eldri í árinu. Þó er það ekki víst. — Ætlið þið að verða sjómenn? segi ég og sný mér að strákun- um. — Tja, maður veit það aldrei, segir Ragnar og Óli kinkar kolli samþykkjandi. •— Eruð þið þá sjóveikir? — Stundum, segir Óli og Ragnar kinkar kolli samþykkjandi. — Þetta er hættulegur maður, segi ég og bendi á ljósmyndar- ann. Nú ætlar hann að taka af ykkur mynd. — Ætli það verði nú ekki frek- ar ómynd, segir Guðmundur og lítur til ljósmyndarans og segir brosleitur á svip: — Þú skalt ekki stíga lengra aftur á bak, væni minn, því þar er engin bryggja. — Eg fylgi tilliti Guðmundar og sé að ljósmyndarinn stendur á yztu nöf og hallar sér meira að segja fram yfir sjóinn. Svona áhugasamir menn ættu að fá á- hættuþóknun. Ólafur Magnússon og Sigurð'ur Páll Guffmundsson x3 ára. Þeir taka á móti tonni af kartöflum í einu. Við kveðjum þá Gullbjargar- menn og höldum upp á Granda- garð, ökum út í Örfirisey og lít- um inn í Fiskmiðstöðina. Okkur ber saman um að þar sé í raun- inni ekkert merkilegt að gerast, annað en það, að forkláraðir menn í hvítum sloppum eru að tilreiða fiskmeti ofan í Reykvíkinga. Á Ægisgarði er mikið um að vera. Þar liggja þrír togarar: — Síríus, Neptúnus Tryggva; togar- inn, sem fyrstur fór út til síld- veiða í flotvörpu undir stjórn uppfinningamannsins sjálfs, Bjarna Ingimundarsonar og svo Tngólfur gamli Arnarson, sem er í 16 ára klössun. Þessi gamli vík- ingur er kominn heldur betur til ára sinna, kom hingað fyrstur „nýsköpunartogaranna” og hefur flotið með sóma síðan og enginn veit til, að hann hafi nokkurn tíma hlaupið út undan sér eða gert hallæristúr. Hinum megin við bryggjuna er verið að skipa upp kartöflum og fleira góðgæti úr Hofsjökli. Úr forlestinni koma kassar merktir „Maggi” : — Hvaða helv .... Maggi er það? spyr ég ljósmyndarann og hann fræðir mig á því á hógvær- an hátt, að þetta sé hollenskt vörumerki fyrir súpur, kjötkraft vx og fleira ’góðmeti. Og ég sero þekkti ekki nema Magga í kók, þennan sem keyrir á BSR, — og þó ekki nema rétt af afspurn. Uppi á bíinum sem tekur við kartöflunum úr afturlestinnj standa tveir strákar. Mér finnst þeir vera ískyggilega ungir í þenn an bransa og vind mér að þeiro sem nær mér er og spyr hann eftir aldri. — Eg er 13 ára, og er ekkí nándar nærri kominn í mútur. — Er þetta ekki erfið vinna? — Það er miklu erfiðara að vinna í timbri, segir strákurinn og í því kemur sending neðan úr lest og hetjurnar ungu verða að standa klárar að taka á móti. Þá spyr ég teljarann við lúguna hvað mikið sé af kartöflum í skipinu. Hann segir það vera 100 tonn. — Strákarnir taka á móti grindinni, sem kartöflunum er staflað á og krókarnir eru hífðir um borð aft- ur. — Hvað er þetta mikið, sem þið takið á móti í einu? spyr ég. — Það eru 40 tuttugu og fimm kílóa pokar, eða nákvæmlega 1 tonn. Það fara 80 pokar á bílinn, eða tvö torin svo að strákarnir verða að ferma 50 bíla. — Hvað fáið þið í kaup? — Það eru eitthvað um 30 kr. á tímann, segir sá stutti. — Hvernig finnst ykkur svo að vera svona í eyrarvinnu? — Blessaður, það er alveg á- gætt. Stundum kemur dagur og dagur, sem ekkert er að gera og þá hvílir maður sig, en stundum Guðmundur Falk skipstjóri með Iærisveinum smum. Framhald á 13 síðu ALÞYÐUBLAÐIÐ — 23. júlí 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.