Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 8
HÖFNIN er heimur útaf fyrir sig, þar er meira að segja talað annað mál en uppi í bænum. — „Hafnarmál” væntanlega. Skipin eru svo smærri einingar þess heims og þar er ýmigt talað ,fiski- mál,’ eða .ferðamál.’ Svo tala mennirnir við höfnina um öll þessi mál af mikilli alvöru, þekk- ingu og ábyrgðartilfjnningu á máli, sem allur þorrinn skilur ekki. Sumir tala meira að segja ,verkalýðsmál.’ En samt er næst- um'alltaf gaman að skoða sig um við höfnina. Hún er aldrei alveg eins frá degi til dags og það má vera viðburðasnauður dagur, ef ekkert gerist þar markvert og fréttnæmt. Það var til dæmis í dag, þann 21. júlí 1964, sem skólaskipið Sæ- björg lagði úr höfn með bráðunga áhöfn til að_ kcnna henni sjóvinnu og færamennsku og aðstandendur, foreldrar, afar og ömmur, stóðu á bryggjusporðinum og horfðu á eftir afkvæmunum út í sjálft líf- ið og út á þetta víðáttumikla og blikandi haf, sem er svo viðsjálft, að mannskepnunni er ekki líft í því. Strákarnir hafa svo sem ver- ið nógu roggnir við bryggjuna, ef maður þekkir þá rétt, en út við Gróttu gæti ég trúað sumir hafi verið farnir að gulna í framan og við Garðskaga hefur líklega stað- ið upp úr þeim græn gallspýjan. Það eru til menn, sem segja að sjóveiki sé ekkert annað en í- 8 23. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ myndun. Eg las hins vegar einu sinni sögu af bandarískum manni, sem var kallaður í herinn og sett- ur til sjós á einhverjum stríðs- báti. Þeir róluðu svo nokkra túra yfir Atlantshafið og maðurinn reisti ekki höfuð frá kodda. Hann 4 beint á spítala. Hann var að dauða kominn úr sjóveiki. Ragnar Hermannsson og Óli Harðarson eru báðir 15 ára gaml- ir og stunda trollveiðar á Gull- björginni frá Kópavogi. Þeir stóðu uppi á bryggju vestur á Granda- garði og voru að hjálpa skipstjór- anum að taka í kríulappir. Skip- stjórinn heitir Guðmundur Falk, segist reyndar heita eitthvað meira, en sé venjulega kallaður þetta og því óþarfi að flagga með restina. — Hvað, gera þessir strákar um borð, Guömundur? — Þetta eru hásetar, maður. — Og eru þeir þá til nokkurs hlutar? — Blessaður! Þetta eru ágætir strákar og svo verður að kenna ungdómnum verkin, því alltaf vantar menn á sjóinn. Já, það er hægt að ná býsna góðu út úr þeim með lagni. Strákarnir verða feimnir, en auðséð er, að þeim þykir lofið gott og svo fer ég að spyrja Guðmund um aflabrögð og fiski- slóðir. Þá svarar hann mér ým- ist útúr, eða út í hött. Og svo spyr hann allt í einu svona til að láta mig ekki einoka yfir- heyrsluna: — Og hvað gerir þú svo, góði minn? •— Eg, ég er blaðamaður. — Þá ertu stórhættulegur maður. Það ætti enginn að tala við blaðamenn. Þeir snúa öllu nærðist ekki, svaf ekki nema með höppum og glöppum og var í stuttu máli sagt, afar illa haldinn. Maður gekk undir manns hönd og sagði honum, að þetta væri ein- tóm ímyndun, eða þá, að hann væri hreint út sagt, að leika sér Gullbjörgin á níræðisaldri. að þessum fjára. Sjóliðinn sjóveiki svaraði ekki með öðru en maga- slími. Eftir nokkra túra var það tekið til bragðs að kalla til al- vörulækni og láta hann leiða manninn frá villu síns vegar. En viti menn, sjóliðinn var fluttur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.