Alþýðublaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 13
FLUGFERÐIR Flufffclag tslands h.f. ullfaxi fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 08.00 í dag. Vél- in er væntanleg aftur til Revkja- víkur kl. 22.00 í kvöld. Skýfaxi fer til London kl. 10.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl 21.30 í kvöld. Sólfaxi fer til Glasgow og Kaypmannahafnar kl. .08.00 í fyrramálið. Skýfaxi fer til Osló og Kaupmannahafnar kl. kl. 08.20 í fyrramálið. Gijllfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 á þriðjudaginn. Gljáfaxi fer til Vágö, Bergen og Kaup- mannahafnar kl. 08.30 á þriðjudag inn. Sólfaxi fer til London kl. 10.00 á þriðjudaginn. Innanlnadsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar 3 ferðir, Vestmannaeyja 2 ferðir, ísafjarð fjarðar og Blönduóss. Á morgun er áætlað að fliúga til Akureyrar 3 ferðir, Vestmannaeyja, ísafjarð- ar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð- ar, Kópaskers, Þórshafnar og Eg- ilsstaða. SKIPAPPPTTIR Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla losar á Austfjörðum. Askja er í Leningrad. Hafskip h.f. Laxá fer frá Hull 24.7 til R- víkur. Rangá kom til Gdynia 23.7. Selá fór frá Norðfirði 23.7 til Hull og Reykjavíkur. Jöklar Ii.f. Drangajökull er í Hamborg, fer þaðan til London og Reykjavikur. Hofsjökull fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja. Lang- jökull fór frá Vestmannaeyjum 24. til Cambridge. Jarlinn lestar í Rotterdam 29. fer þaðan til R- víkur. Eimskipafélaff íslands h.f. Bakkafoss er í Manchester. Brú arfoss er í Reykjavík. Dettifoss fer frá New York 29.7 til Reykjavíkur. Fjailfoss fór frá London 24.7 til Antwerpen og Hamþorgar. Goða- foss fór frá Fáskrúðsfirði 24.7 til Ardrossan, Hull og Hamborgar. Giillfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag 25.7 til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss fer frá Seyðisfirði kl. 23.00 í kvöld 25.7 til Avon- mouth, London, Aarhus og Kaup- mannahafnar. Mánafoss er væntan legur til Reykjavíkur um kl. 24.00 26.7 frá Rotterdam. Reykjafoss kom til Reykjavíkur 23.7 frá Krist iansand. Selfoss fer frá Hafnar- firði kl. 21.00 í kvöld 25.7 til Rdtt- erdam, Hamborgar og Hull. Trölla foss fór frá Gdansk 24.7 til Ham- borgar Hull og Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Hvalfirði í dag 25.7 til Stykkishólms og Vest- fjarðahafna. Skipaú’gerð rflcisins. Hekla fór frá Reykjavík í gær til Norðurlanda. Esja fór frá R- vík í gær vestur um land í hring- ferð. Herjólfur fer frá Vm. kl. 2 0.00 í kvöld til Þorlákshafnar og | þaðan áfram tii Reykjávíkur. I Þyrill er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið er í Reykjavík.' Skipadeild SÍS. Arnarfell fór frá Arckangefsk 20.7 til Bayonne og Bordeaux. Jök urfell kemur til Reykjavíkur í dág frá Camden. Dísarfell er í Reykja- vík. Litlafell fer frá Reykjavík í kvöld til Norðurlandshafna. Helga fell er væntanlegt til Helsingfors 28.7, fer þaðan til Hangö og Aabo. Hamrafell fór 23.7 frá Palénno til Tuapse, Batumi og Reykjavíkur.' Stapafell fer í dag frá Reykjavík til Norðurlandshafna. Mælífell fór 23.7 frá Odense til Leningrad og. Grimsby. Framhald af síðu 5. komið í þeirra hlut að stjórna. fánasveit, sem tekur virkan þátt: í hátíðahöldunum þá daga, sem hátíðin stendur. • ý Alls er talið, að um 110 þúsurid manns hafi sótt hljómleika’ og sýn ingar lúðrasveitanna á þes'Sari há tíð. Ólafur Valur skýrði blaðinu- svo frá í gær, að Arnhem væri um 125 þúsund manna borg sem? hefði orðið mjög hart úti f stríð inu. Af 25 þúsund húsurri þar, hefðu innan við hundrað verið ó-! SURTSEY (Framhald af 4. sí3u). og var því gengið á fjörur og rekinn kannaður. Fyrir utan ýmis legt drasl fundust í rekanum slitrur úr blöðruþangi og grænþör- ungum. Vikurhrannir höfðu bor- izt upp í fjöruborðið á stöku stað og með vikrinum hafði rekið dreif af strábútum, sem voru mestmegn- is brot af melstöngum og hrossa nál. í þessari dreif fundust 7 fræ af þremur plöntutegundum, 5 mel fræ, 1 hvannarfræ og 1 fjörukáls fræ. Á einum stað í flæðarmálinu hafði skolað upp einni lifandi jurt með rót og grænum blöðum, sem reyndist vera baldursbrá. Ekki háfði hún þó fest rætur. Nokkru frá var lifandi stöngulendi af burnirót. Ætla hefði mátt, að mos- ar og skófir yrðu meðal fyrstu landnemanna, en þeirra gætti þó okki. Til að kanna, hvaða gró eða ;lægri verur væru einkum á sveimi yfir eynni, voru settar upp petrí- skálar, og var þeim komið fyrir á stöngum í 50 cm. hæð frá jörðu á tveimur stöðum. Voru skálarn- ár 4 á hvorum stað, ein með mygluæti, ein með venjulega bakt eriuæti, ein með blóðagar og ein með fjórum glycerinbornum þekju glerjum til þess að liöndla vænt- 'anleg gró. Skálarnar stóðu opnar Sí 5-7 klukkutíma. í þær settist engin mygla, og á sandinum sett- ‘ist engin baktería á venjulegt æti, þar væri mikill áhugi á samstarjX Nato ríkja, til að hindra aðrp styrjöld. Að lokinni dvöl í Arn hem heimsótti Ólafur síðan. SHAPE, höfuðstöðvar herja At- lantshafsbandalagsins rétt utan við‘ Parísarborg. vísu svo lítil borið saman við vegalengd milli íslands og megin- landsins, að ekki verður unnt að draga af því neinar stórvægilegar ályktanir um möguleika á flutn- ingi plantna milli fjarlægra staða. Hins vegar er þetta órækur vott- ur þess, að strandjurtir geta bor- izt lifandi í sjó, bæði sem fræ og heilar plöntur um skemmri veg. Berist hins vegar jurtir til Surts- ejýar, sem ekki finnast í Vest- mannaeyjum, fer málið að horfa öðruvísi við. Er því fróðlegt að fylgjast áfram með landnámi lífs- ins á Surtsey, segir Sturla að lokum. skemmd í stríðslok. Væri þess vegna ef til vill aðeins eðlilégt áf <en 11 kóloníur af 4 tegundum á Framhald úr opmi. frumstæðu verkfærum. Sighvatur sækir hraunmola og treður undir dekkin. Efár stundarkorn er gerð tilraun til að ná jeppanum úppúr, en sú tilraun ber ekki árangur: Jeppinn gerir sér lítið fyrir og ryður grjótinu undan hjólunum og situr allt við sama. En þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Edda hefur verið að kikja (með kíki að sjálfsögðu) suður að vatninu og gleður okkur nú með því að þar séu tveir jeppar. Verð ur því að ráði að Ketill og Sig- hvatur gangi suðureftir og athugi mcð aðstoð. Þeir eru rétt lagðir af stað þegar jeppamir koma til móts við þá og taka þá með til baka. Þetta eru tveir rússajeppar og renna þeir sér hiklaust í skafl inn, en fara lúshægt. Áhafnir jepp anna eru skátar frá Akureyri og á- vallt viðbúnir til hjálpar, eins og skáta er siður. Þeir hjálpa okkur nú við að draga jeppann upp úr skaflinum, lána okkur síðan skóflu og segjast munu bíða eftir okkur hjá Gísla. Síðan kveðjum við þá að sinni og liöldum inn að Öskju- vatni. Við förum klakklaust yfir skaflinn að þessu sinni, notum að’- ferð skátanna og förum nógp hægt. (Hér lýkur fyrri hluta frá- sagnar). blóðagar. A hinum staðnum, eið- ánu, voru skálarnar undir stöðugu niðurstreymi og öskufalli, og á þeim voru 10 kóloníur af sömu bakteríutegund á venjulega bakt- eríuæfinni og 26 kólóníur fjögurra bakteríutegunda á blóðagar. Enda þótt rannsókn á tilkomu lífs í Surtsey liafi fyrst og fremst almennt gildi og veiti fróðleik um, hvernig og í hvaða röð lífverur berast til eyðieyjar og hefja þar landnám, getur rannsókn á til- komu lífs á Surlsey haft sérstakt gildi fyrir þekkingu okkar á að- flutningi jurta og dýra til íslands. Fundur framangreindra Iífvera s.vnir það, hve fljótt fuglar, plönt- ur og flugur liafa getað borizt til eyðistaðar án þess að um flutn- ing eftir landi sé að ræða. — Plöntuhlutar þeir, sem fundust, voru að vísu allir af strandjurt- um, en ekki er ósennilegt, að lægri sem æðri plöntur muni einn- ig geta borizt þangað. „Þær jurtir og jurtahlutar, sem nú þegar hafa fundizt á Surts- ey, vaxa í Vestmannaeyjum og hafa því borizt á sjó um 5-20 km. langan veg. Fjarlægð þessi er að Lögreglustööin (Framhald af Z. síðu). vonast til, að biðin yrði ekki lengri en tvö ár. Þótt nýja lögreglustöðin verði tekin í notkun, mun lögreglan hafa aukaaðsetur víðar, svo sem í Síðumúla og einhvers staðar í miðbænum, — en ekki vildi lög- reglustjóri um það segja, hvort aðsetrið yrði í gömlu lögreglu- stöðinni eða annars staðar. Hann sagði, að það mál hefði ekkert verið rætt ennþá. Loftleiðir - Félagslíf - Farfuglar — Ferðafólk Ferð í Þórsmörk um Verzl- unarmannahelgina. Ferð um Kjplveg og Þjófadali um Verzlunarmannahelgina. 12 daga ferð um Vestfirði með viðkomu í Æðey og Vigur hefst 5. ágúst. Skrifstofan að Laufásvegi 41 opin á hverju kvöldi. Allar nán- ari upplýsingar í síma 2-49-50. Framhald af síðu 1. afgreiða vélar félagsins snurðu- laust á Keflavíkurflugvelli strax á fimmtudagskvöld. Enn er verið að vinna að ýmsum breytingum af- greiðslunnar í Keflavík. Flytja þarf til í byggingunni pósthús, frí- verzlun og vistarverur starfsliðs flugvallarstjóra. Þeim breytingum, sem gera þarf vegna þessa, verður naumast lokið, fyrr en eftir tvo mánuði, og fyrr verður flugstöðin sjálf ekki komin í það horf, sem vera á. Að breytingunum verður unnið af kappi næstu tvo mánuði, en afgreiðsla og þjónusta eiga að geta gengið eðlilega fyrir því. Þegar félagið verður flutt suður eftir á fimmtudarinn, verður ekki annað eftir í Reykjavík en aðal- skrifstofurnar og starfslið það, sem tekur á móti farþegum í Reykjavík og annast brottför þeirra þaðan, Gert er ráð fyrir, að starfsfólk Loftleiða á Keflavíkur- flugvelli verði um 140 manns, og verða sumir sj.arfsmennirnir búsett ir syðra, en aðrir ekki. Öll viðhaldsþjónusta á vegum fé lagsins hérlendis flyzt nú til Kefla víkur, en viðhald Rolls Royce-vél- anna fer nú að mestu leyti fram í New York, en Cloudmaster-vél- anna í Noregi, eins og verið hefur, og eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á því á næstunni. Moskva: í annað skipti í þessari viku varði aðalmál- gagn sovézka kommúnista- flokksins, „Pravda” heilli síðu á laugardag til að birta útdrátt úr kínverskum yfir- lýsingum síðastliðin 16 ár, sem eiga að sanna aigera kú- vendingu kínverskra komm- únista í mikilvægur málum eins og friðsamlegri sambúð, afvopnunarmálum og stéttar- baráttu öreiganna. Bifreiðageymsla Frh. af 16 siðn. Ætti þó fjárskortur ekki aff standa því verki fyrir þrifum meðan stöðumælasjóður geym- ir milljónir á bankabókum. Það er orðið erfitt að finna bifreiðastæði í miðbænum, hv.ort sem er á annatímum, eða öðrum tímum dagsins. Þær þús undir bifreiðaeigenda, sem vinna í_ miðbænum eða við hann, mundu áreiðanlega kunna að meta slíka bifreiðageymslu. Það eru bifreiðaeigendur, sem hafa greitt þessar 2,5 mflljónir, sem að framan er getið. Þeir eiga þess vegna heimtingu á, að féð sé notað í þeirra þágu, en ekki látið peningastofnun- um í té, sem síðan nota það til úflána. Skólinn stækkar (Framhald af 16. síðu). notað með. Sagði Bjarni okkur, aff eitt næsta verkefnið í bygginga- málum barnaskólans yrði vafa- laust bygging leikfimishúss. Af, öðrum framkvæmdum í hreppnum sagði Bjarni, að unniff væri að undirbúningi malbikunar, lagningu holræsa, niðurfalla og vatnslagna, og vonir stæðu til, aff verulegar malbikunarframkvæmd- ir gætu hafizt næsta ár. Mývatnssveit (Framhald at 1. s!6n). á ferð í Mývatnssveit um þetta leyti’ sumars, og hótelin tvö, — Reynihlíð og Reykjahlíð, þar sem gistirúm eru fyrir 70-80 manns, hafa verið full allan júlímánuff. Þar að auki hafa hótelin stund- um fengið leigð herbergi á næstu bæjum fyrir gesti sína, auk þess sem fjölmargir hafa búið í tjöld- um. Útlendingar hafa verið fjöl- mennir í sveitinni, og liafa aldrei verið upppöntuð jafnmörg her- bergi fyrirfram fyrir þá og nú. Mjög jnargir ferðamenn, sem leggja leið sína upp á öræfin, t. d. í Öskju, koma við í Mývatns- sveit í annarri eða báðum leiffum. í vikunni, sem leið, fór Pétur i Reynihlíð með flokk manna inn á öræfi, og löguðu þeir veginn inn í Öskju, svo að hann mun nú vera orðinn góður á löngum köfl- um. Af öðrum samgöngubótum er helzt að nefna, að í vor og sumar var unnið að endurbótum á flug- vellinum rétt norðan við Reykja- hlíð, og er nú búið að lengja brautina í 600 m. svo að þar eiga að geta lent allar mini vélar en Douglas, og jafnvel Douglasvélar, ef mikið liggur við. Telja flug- menn völlinn nú hinn prýðileg- asta. — Þrátt fyrir óvenjulega mikinn ferðamannastraum í Mý- vatnssveit það sem af er þessu sumri, kvað Pétur Mývetninga ekki enn vera búna aff stofna ferðaskrifstofu, en á hótelinu í Reynihlíð hafa þrír menn veriff uppteknir við að veita ferðamönn um ýmiss konar fyrirgreiðslu nú að undanförnu, og hótelið hefur til umráða 3 til 4 bíla, sem fblutt geta fólk, ef óskað er. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1964 |,3;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.