Alþýðublaðið - 06.08.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1964, Blaðsíða 2
mtstjórar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedikt GröndaL — Fréttastjörl: j Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar: j J.4900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð i Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Otgefandl: Alþýðuflokkurinn. Samvinna og pólitik j ÞAÐ EBU mikil tíðind?, að rúmlega 300 Ár- ( "tesingar hafa stofnað nýtt kaupfélag á Selfossi og ihyggjast taka upp samkeppni við eitt öflugasta og 'tnyndarlegasta samvinnufélag landsins, Kaupfélag Árnesinga. Mun hið nýja félag, sem nefnist Kaup- félagið Höfn, taka við kaupmannsverzlun og hefja j .starfsemi í haust. Samkvæmt hugsjón samvinnumanna, sem hyggir á algeru lýðræði, ætti stofnun fleiri en eins kaupfélags á hverju starfssvæði að vera óþörf og ©hugsandi. Samt hefur verkafólk á nokkrum stöð- um séð ástæðu til að relca sérstök kaupfélög eða pöntunarfélög, og nú er svo komið, að á öllu Suð- i, urlandsundirlendi er samvinnuhreyfingin klofin. I Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Ár- nessýslu eru alls staðar kaupfélög hlið við hlið — annað undir stjórn framsóknarmanna og hitt und- ; :ir stjórn sjálfstæðismanna. Svo virðist sem kaupmannaverzlun gangi iila í ; dreifbýli og smærri byggðum landsins, en sam- vinnuskipan ein geti þar leyst verzlunar- og fram- íkvæmdaþörf héraðanna. Virðist nú ætla að fara ; svo, aö í þessum hlutum landsins verði tvö kaup- félög við hverja höfn og fari skiptingin milli þeirra * eftir pólitík helmingaskipta milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Framsóknarmenn áttu meginþátt í upphygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar, og hún hefur orðið að stórveldi í lífsbaráttu þjóðarmnar. En á síðari árum, þegar frumherjarnir voru fallnir í valinn, hafa flokkshagsmunir sett sífellt meiri svip á hreyf- inguna, og pólitískt ofríki framsóknarmanna innan ; kaupíéíaganna hefur fanð vaxandi, eins og nýleg ; dæmi sýna. Með þessu hafa framsóknarmenn sjálf- ir kallað fram þá þróun, sem nú er hafin á Suður- iandi. Um leið og samvínnuhugsjónin vinnur mik- inn sigur, veldur framsóknarpólitíkin því, að sam- \ vinnuhreyfingin klofnar. Góður árangur , 'IIINIR ALMENNU frídagar á sumrin hafa fereytzt í hættutí na fyrir nútíma þjóðfélög. Þá verður umferð á. vegum úti svo mikil, að fjöldi ; slysa verður og anannfall er talið í hundruðum hjá hinum stærri þjoðum. Hér á landi er þessi hætta alvarleg, þar sem umferð er gífurleg á frumstæðu vegakerfi. Af þessum sökum er gleðiefni, a'ð ekki skyldi verða meira um slys en raun bar vitni um verzl- unarhelgina. Verður að þakka það hinni linnu- iausu aðvói'un í útvarpi og blöðum, og umfangs- mikilli hjaiparstarfsemi á vegum úti1. Hér hefur mikið átak sýnilega borið árangur, og ber að vona, að svo vei takist til í framtíðinni. Mest er þó um vert, aö hver ökumaður haldi ávallt vöku sinni. ,2 6. dgúst 1964 -r ALÞÝÐUBLAÐIÐ m ir B j !T | N Æj UJ Rþ k IJL GUNNAR THORODDSEN! GEIR HALLGRÍMSSON! AFKOMA MANNA vel'.ur á skattsvikum. Þetta komast menn að raun um með því að fletta skati skránni. Að vísu kemur í ljós um leið og menn kynna sér málin, að skattsvikarana, marga hverja, munar ekkert um að borga helmingi meira en þeim er gert að greiða, og í raun og veru furða, að þeir skuli leggja sig niður við þessi löðurmannlegu svik í ails- nægtum. Hins vegar koma. svikin niður á öðrum, sá, sem ekki getur svikið, eða svíkur ekki, verður að borga meira vegna svika hins. Þannig borgar fá æki maðurinn fyrir þann ríka. ÉG TALAÐI við dugnaðarmann átta barna föður í gær, hann i hringdi til mín í;örvæntingu sinni. Þessi maður hefur í raun og veru verið sjúklingur árum saman og ekki getað stundað fag sitt vegna oínæmis, en hefur í þess stað leit- , að út og suður eftir vinnu og á ‘ kvöjdin og.um allar helgar hefur hann unnið við íbúð sína, reynt að spara sér allt og kaupa sem minnst. Hann hefur sýnt frábær- an dugnað og elju og eins konan hans, því að hún hefur leitað eft- ir vinnu utan heimilis þrátt fyrir sína niiklu ómegð. HANN SAGÐI: „Í5g hætti þessu. Þetta er vita þýðingarlaust. Ég á að borga 21 þúsund samtals. Ég hafði 130 þúsund skattskyldar og þetta á ég og mitt heimili að hafa til þess að lifa á, eða samtals 109 þúsund krónur. Miiljcnarinn í næsta húsi, með tvö börn, nýkom- in úr mánaðarsiglingu og með dýr an einkabíl á að borga 36 þúsund samtals. Ég gefst upp. Ég hætti þessu. Nú fer ég niður á bæjar- skrifstofur og segi mig á bæinn.“ HANN VAR fullur örvæntingar. Ég fann og heyrði, að hann hafði gefist upp. Ég hafði ekki búizt við því svo frábæran kjark hafði hann sýnt á umliðnum árum. Annar maður, sem byggði, seldi aftur fyr ir nokkrum árum og keypti aftur, og á nú að líkindum við sölu þeirr ar íbúðar um 300 þúsund, hefur í eignaskatt 1700 krónur. En kunn- ingi hans, sem á milljónir og gríð- arstórt einbýlishús, skuldlaust, hef ur 1200 krónur í eignaskatt. Hvern ,g er þetia hægt? Afkoma manna veltur á skatt- svikum. Maðurinn, sem hefur að- stöðu til að skammta sjálfum sér kaupið og senda skatistofunni skýrslu um það, lcemst vel af. Verkamaðurinn og opinberi starfs maðurinn, sem taka laun sín úr hendi hins opinbera fær brauðið nákvæmlega skammtað. Hann kemst illa af, enda verður hann að borga skyldurnar fyrir skattsvik- arana. GUNNAR TIIORODDSEN fjár- málaráðherra. Geir Hallgrímson boneaisoóri! Nú kemur fyrst Og fremst til ykkar kasta. Hér er manndómsverk að vinna. Þetta á- stand er gjörsamlejga óþolandi. Einstaklingarnir þola það ekki. Þjóðfélagið í heild þolir það ekki. UM HELGINA bættist nýtt fiskiskip í flota íslendinga, er Ingi- ber Ólafsson II., kom .til Keflavíkur. Ingiber Ólafsson II, er stálskip, smíðað í Noregi.hjá Ulstein Mekaniske Verksted a/s, Ulsteinsvik, og stærð þess er 147.8 brútto lestir. Skipið er knúið Caterpillar aflvél D379, 510 hestöfl miðað við stanzlaust álag, einnig eru tvær 60 ha. Caterpillar ljósavélar í skipinu. Skipið er byggt eftir ströngnstu regl um Norske Veritas og búið öllum nauðsynlegustu hjálpartækjum. Eig endur skipsins eru bræöurnir Óskar og Jón Ingibergssynir í Keflavík og Njarðvík. Skipið er keypt fyrir milligöngu Heildverzlunarinnar Heklu hf., og hefur fulltrúi fyrirtækisins, Kjartan Kjartansson, haft allan veg og vanda vegna kaupanna fyrir hönd fyrirtækisins. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.