Alþýðublaðið - 06.08.1964, Blaðsíða 3
Sovétstjórnin
í siæmri klemmu
Moskvu, Lundúnum og Peking
(NTB - Reuter)
SÍÐLA dags í dag lét Sovétstjórn-
in í ljós afstöðu sína til atburðanna
í Tonkinflóa. Er þar veitzt að j
Bandaríkjamönnum fyrir aðgerð-
ir þessar og allri ábyrgð lýst á
hendur þeim. — Meðan beðið var
fregna af afstöðu Sovétstjórnar-
innar til mála þessara tilkynntu
vestrænir fréttaritarar í Moskvu,
að blöð og útvarp þar í Iandi hefðu
sagt frá átökunum á mjög hlut-
lausan hátt undanfarið. Helguðu
þessir aðilar meginhluta rúms
síns til þess að minnast þess, að í
dag er ár liðið frá því að undirrit-
aður var samningurinn um til-
raunabann.
Stjórnmálafréttaritarar eru
þeirrar skoðunar, að Krústjov
Reykjavík 5. ágúst - KG.
í DAG komu liingað til
Iands 76 skógræktarmenn
frá Noregi, en 71 skógrækt
armaöur fór héðan með
sömu vél til Noregs og
munu þeir dvelja þar til 20.
ágúst. Þetta er í 6. sinn,
sem skógræktarmenn I Nor
cgi og íslandi fara slíkar
skiptiheimsóknir og er þcssi
jafnframt sú fjölmennasta.
Norsku gestirnir munu dreif
ast um landið og dvelja á
eftirtöldum stöðum: Hauka-
dal í Biskupstungum, Tuma
stöðum í Rangárvallasýslu,
Norðtungu í Borgarfiröi, á
Akureyri og Þingeyjarsýsl-
um og í Hallormsstað. Fara-
stjórar þeirra eru Ueland
Skogcjef og Froysten Ring-
set.
íslendjngarnir munu dvelj
ast í Suður-Þrændalögum og
efst í Guðbrandsdal. Fara-
stjórar þeirra eru ísleifur
Sumarliðason og Sigurður
Blöndal.
Á myndinni til vinstri sést
Iíákon Bjarnason skógræktar
stjóri taka á móti forsvars-
mönnum norsku skógræktar
mannanna, en til hægri sést
er íslenzku skógræktarmenn
irnir leggja af stað flugleið
is til Noregs. (Mynd: J. V.
muni sýna hina mestu gætni í
þessu máli. Sé hann kominn í mjög
erfiða aðstöðu milli hugsjónalegs
andstæðings síns, kommúnista-
stjórnarinnar í Peking og Banda-
ríkjanna. Var búist við því, að
Sovétstjórnin myndi lýsa yfir
mótmælum sínum vegna árásar
Bandaríkjanna en ek'íl blanda sér
beinlínis i málið.
Munu Rússar vera mjög áhyggju
fullir vegna þess álitshnekkis, er
þeir hafa beðið í Laos og Vietnam.
Er talið að þeir hafi bæði misst
tök á N-Vietnammönnum og Vi-
et Cong-hreyfingunni í S-Viet-
nam. Eru menn á því, að áhrif
Kínverja hafi í staðinn stórauk-
ist.
MWHMHMMMMMMHMttMMHHHHMHMMM HMHHHHM%MHHMHHHHHHMHHMM>W
islenzk stúlka yngsti
ræðismaður í heimi?
Rússneskar þotur
eru komnar til
Norður-Vietnam
Peking og Moskvu 5. ágúst
(NTB - AFP)
Óstaðfestar fréttir herma að í dag
hafi komið til Hanoi, höfuðborgar
Norður-Vietnam, orrustuþotur frá
Sovétríkjunum. Komu fréttir þess
ar frá heimildum, sem venjulega
hafa reynzt áreiðanlegar. Segja
þær, að sovézku þoturnar hafi
tvisvar sinnum millilent í Kína á
leið sinni til Norður-Vietnam. Var
það gert til að bæta á þær benz-
íni. — í Moskvu í dag gat Tass-
fréttastofan ekki gefið neinar stað
festingu um þetta mál en fréttin
kom frá Peking. Ekki tókst heldur
að ná í neina ábyrga embættis-
menn, er staðfest gætu frétt þessa
eða neitað' henni.
Góðar heimildir í Moskvu lögðu
álierzlu á það í kvöld, að þrátt fyr-
ir þann hugmyndafræðilega skoð-
anarnun, sem er milli Moskvu og
Ilanoi, hefðu Rússar ekki látið af
liernaðaraðstoð sinni við Norður-
Vietnam. Nýjustu fréttir herma,
að hcrgagnaflutningar liafi átt sér
stað í vor og sumar.
Reykjavík 5. ágúst — KG
UNGFRÚ Agla Sveinbjörns-
dóttir hefur nýlega öðlast viður
kenningu sem ræðismaður
Chile á jslandi. í því tilefni
spjölluðum við smávegis við
hana en Agla er 28 ára gömul
og því líklega yngsti ræðis-
maður í heimi.
— Hvernig stendur á þvi að
stjórn Chjle velur þig sem ræð
ismann sinn hér. Hefur þú
dvalizt þar eitthvað?
— Ég var þar í sex ár hjá
móðursystur minni Maríu
Helgadóttur en hún er gift Ro
bert Knoop verksmiðjueiganda,
en hann er ræðismaður íslands
í Chile. Hann er Þjóðverji að
uppruna en búinn að vera um
55 ár í Chile og eins og aðrir
innflytjendur þar lítur hann ein
göngu á sig sem Chilebúa. Móð
ursystir mín dvaldi erlendis,
sem barnfóstra þegar henni
var allt í einu boðið að koma
með til Chile fyrir 30 árum.
Hún þáði boðið og kynntist
manninum sínum þar skömmu
síðar.
— Hvernig líkaði þér í
Chile?
— Það yel, að fyrst ætlaði ég
aðeins að vera í eitt ár en þau
urðu fleiri og loks kom ég heim
fu%HHHH%HWHHHHHHHUHHHHWHH1HH%«HHHHHUHMH%HHHHHHUMHHHV
fyrir tveimum árum eftir 6 ára
dvöl. Og eins og allir aðrir
sem í Chile hafa dvalist lang-
ar mig til þess að koma þangað
aftur og dveljazt þar lengur.
— Hver er svo munurinn á
íslandi og Chile?
— Þau eru svo ólík þessi tvö
lönd að það er ekki hægt að
bera þau saman.
— Hvernig eru lífskjörin?
— í landinu eru aðallega
tvær stéttir og millistétt er
rétt byrjuð að myndast nú á
síðustu árum. Munurinn milli
hinna tveggja stétta er gífur-
lega mikill eins og annarsstað
ar í Suður-Ameríku. En það er
einkennilggt hvað fólk er á-
nægt, þó að það sé yfir litlu,
enda er sagt að kátasta fólk í
Suður-Ameríku séu Chilebúar.
Annars eru þeir mikið blandað
ir og upprunnið viðá að og var
sérstaklega mikill fólksstraum
ur þangað fyrir'og eftir síðustu
heimstyrjöld en er töluvert
minni.nú. Þó að mikið sé um
innflytjendur ber þjóðin ekki
merki þess heldur verða menn
fljótlega Chilebúar og ekkert
annað.
—- Hvernig er með atvinnu
líf?
— í norðurhluta landsins er
mjög þurrt og víða hefur þar
ekki komið dropi úr lofti svo
menn viti en þar eru auðugar
námur, sem eru helzta tekju-
lind landsmanna. Þegar sunuar
dregur verður landið frjósam-
ara og í Santiago, sem er fyrir
miðju landi eru veturnir eirvs
hlýir og beztu sumur hér
Framhald á síðu 4
Viðbrögð blaðanna við
aðgerðunum f Víetnam
Moskvu, Lundúnum, Washing-
ton og Peking. 5. ágúst
(NTB - Reuter).
SOVÉTSTJÓRNIN lýsti því yfir í
dag í tilkynningu Tass-fréttastof-
unnar að aðgerðir Bandaríkja-
manna gegn Norður-Vietnam gætu
leitt til umfangsmikilla hcrnaðar-
átaka og haft alvarlegar afleiðing-
ar. Bcri Bandaríkin alla ábyrgð á
þeim afleiðingxun, er hin vopnuðu
átök þeirra og hers N-Vietnam
geta haft.
í Washington ríkir mikil ánægja
með þær undirtektir er árás Banda
ríkjamanna á flotastöðvarnar hafa
fengið. Einkum er mikil ánægja
með það, að ríkisstjórnir nokk-
urra landa hafa lýst yfir stuðningi
sínum við aðgerðir þessar. Er þar
um að ræða löndin Bretland, Ástr-
alíu, Japan, Thailand, Filippseyjar,
Pakistan og S-Kóreu.
Ríkisstjórn Japans varð fyrst
ríkisstjórna Asíulanda til þess að
láta í ljósi afstöðu sína til árásar-
innar. Sagði talsmaður hennar, að
Japan styddi ákvörðun Bandaríkj-
anna um gagnárás, en jafnframt
því er látin í ljósi von um að fullt
vald á gangi mála náist sem allra
fyrst. — í Lundúnum er sagt, að
Bretar mótmæli árásum N-Viet-
manna á bandarísk herskip og
framkoma N-Vietnam sé brot á
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. —
Bretar muni styðja Bandaríkin í
Öryggisráðinu með tilliti til 51.
Framhald á síðu 4
ALÞYÐUBLAÐfÐ — 6. ágúst 1964 3