Alþýðublaðið - 11.08.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.08.1964, Blaðsíða 16
í' \ l k i i b f 4 HARPER'S BAZAAR HEFTI UM iSLAND Reykjavík, 10. ágúst. - HKG. RITSTJÓRI Evrópuútgáfu tízku- blaðsins Ilarper’s Bazaar er kominn hingað til lands ásamt með ljós- myndara og tízkudömu. Fólkið er hingað komið til þess að safna efni í blað sitt, en hugmyndin er að gefa út sérstakt íslandsblað, þar sem um 16 síður verða teknar und- ir grein og myndir af landi og þjóð, cnnfremur verða í heftinu birtar tizkumyndir með ísland i bakgrunni. Tízkudaman, sem hingað er kom in, er sögð kunn í sinni grein, og mun hún hafa í pússi sínu -feikn- in öll af tízkuklæðuin frá Parísar borg. Fólk þetta hefur aðsetur í Reykjavík, en tekur sig upp snemma á hverjum morgni og fer í kynnisferðir últ um hvippinn og hvappinn. Þau flugu yfjr Súrtsey, l — en treystust ekki til lendingar. j Aftur á móti munu þau hafa fund I ið margan hentugan gufustrók hér . og þar til að hafa á bak við tízku- dömuna á myndum. Ritstjórinn, sem hér er, heitír Franz Weber, svissheskur að ætt, — en hefur aðsetur í París eins og allt þetta fólk. Tízkublaðsritstjórinn hafði aflað Framhald á síðu 4 Valbjörn sigraði VALBJÖRN Þorláksson sigr- aði glæsilega í tugþrautar- keppninni og setti nýtt ís- Icnzkt met. Myndin er af Val- birni í stangarstökkinu, en nánari frásögn og fleiri mynd ir eru á íþróttasíðunni. (Mynd JV). WWWMWtWtWrtWMttM | Einn umsækjandi um forstöðu I skattrannsóknar Reykjavík, 10. ágúst. - KG. RUNNINN er út umsóknar- frestur um stöðu forstöðu- manns rannsóknardeildar við embætti ríkisskattstjóra, og barst aðeins ein umsókn, frá Guðmundi Skaftasyni, Iög- fræðingi og löggiltum endur- skoðanda, sem undanfarið hefur starfað á Akureyri.— Guðmundur liefur einnig em bættispróf í viðskiptafræði frá Háskóla íslands. Auk þess rann einnig út umsóknarfrestur um stöður deildarstjóra og fjögurra full trúa við hina nýju rannsókn- ardeild og er nú verið að ) vinna úr þeim umsóknum. | llMMMMtMMtMMMMMMMtW Einn bezti sólarhringsafli á vertíðinni í fyrrakvöld Reykjavik, 10. ágúst. — GO. Ágæt veiði var í gærkvöldi bæði á Gcrpisflaki og 115-120 mil- ur NA af Raufarhöfn. Rúmlega 60 skip fengu 54200 mál og tunnur. Það er með betri sólarhringsafla á vertíðiimi. Ekkert hafði frétzt af veiði í dag, enda bezti tíminn ekki kom- inn þegar hringt var í síldarleitina. Agætt veður var á miðunum en svarta þoka. Þessir bátar fengu síld og tíl- kynntu hana til síldarleitarinnar á Dalatanga: Faxaborg 150 t., Ás- björn 1200, Björn Jónsson 500. Jón Kjartansson 2000, Jón á Stapa 650, Ásþór 450, Viðey 2100, Sól- rún 1000, Rán SU 900, Guðmund Jörundur III setti enn þá eitt metið Raufariiöfn, 10. ágúst, GÞÁ, GO.. þ. á m. var Jörundur ni. hjá Haf- TVÆR stöðvar fóru yfir 10.000 silfri með 2100 tunnur. Hann hefur tunnur í dag. Óðinn og Hafsilfur. þá 1-agt upp 7800 tunnur á þeirri 8 nótt og í dag hafa verið saltað- stöð einni. Það mun vera met. ar 6—8000 tunnur á Raufarhöfn, j Framhaid á síðu 4 ur Péturs 400, Gullberg 700, Sæ- úlfur 400, Grótta 800, Vörður 450, Jón Finnssop 600, Hafþór RE 800, Húni II. 350, Kambaröst 700, Lóm- ur 900, Mummi ÍS 600, Einir 250, Framh. á bls. 4 ÆlíDiYBID E» ÞriSjudagur 11. ágúst 1964 Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á- skrifendur. Frá vinstri: Bergur, bílstjóri fógeta, Kristján Eiríksson, Jón B. Jónsson, fógeti og Ágúst. Jóhannes bauð 180 þús. - annað uppboð veítt Reykjavík, 10. ágúst - GO DRÁPUHLÍÐ 48 í rigningu. Klukkan er að verða 2 og við liinkrum fyrit utan húsið. Upp boðið á risíbúð Ágústs Sigurðs- sonar verkamanns skal fara fram á tilsettum tíma. Volvo- bíll rennir að húsinu og út úr honum stíga yfirborgarfóget- inn í Reykjavík, Kristján Krist- jánsson, Jón B. Jónsson skrif- ari og Kristján Eiríksson lög- fræðingur fulltrúi Jóhannesar Lárussonar, hrl., sem ekki mætti sjálfur til leiks. Fógeti gengur upp tröppurn- ar, gýtur augunum útundan sér á fréttamanninn, sem er að munda Ijósmyndavélina. — Þið látið ekki á ykkur standa, segir hann heldur snúð- ugt. Ég held þið ættuð að ljós- mynda sjálfa ykkur! Þeir bauka nokkuð við dy.rn ar, svona til að fullvissa sig um að þeir hafi ratað á réttan stað og svo er gengið inn og upp. Ágúst tekur sjálfur á móti þeim. Hann er á skyrt- Framh. á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.