Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 6
-jj^- TUESDAY WELD er ekki hrædd við að skipta um skoðun að minnsta kosti ekki' hvað viðkemur hinu sterka kyni. Einu sinni þótti henni alveg ótækt, ef herrarnir voru ekki að minnsta kosti helmingi eldri en hún, — núna sést hún spóka sig með átján ára strák, sem er talsvert yngri en hún. Móði-r stráksins er 'að slá sér upp með Laurenee Harvey. Svona gengur þetta í Hollywood. SAGAN segir, að Liz og Burton hafi látið sjá sig á þekktum næturkiúbb á dögunum. Ekki var Liz fyrr komin inn fyrir dyrnar i skósíðu silkisanakvæmiskápunni sinni en allir á næturklúbbnum ætluðu alveg úr hálsliðnum, svo teygðu þeir álkurnar tii að sjá þau hjónin. En Burton fór með konu sína skömmu síðar af staðnum, og þá gát.u klúbbgestir aftur snúið sér að því að horfa á það, sem fram fór á sviðinu. En rétt á eftir opnuðust dyrnar að nýju, — inn kom Eddie Fischer, fyrrverandi eiginmaður Elísabetar. Hann settist einn við borð og enginn veitti honum sérstaka eftirtekt. ■4r ROCK HUDSON elskar allt, sem rautt er. Fyrsti bílinn hans var rauður. Fyrsta húsið hans var rautt og nú hefur hann pant- að með rauð teppi í húsið, er hylja eiga veggi jafnt sem gólf. Marilyn Maxwell er honum til aðstoðar við innrétt- ’&MSS'WS&W ingarnar, — en þau eru búin að vera saman svo lengi, að allir eru orðnir dauðleiðir á að WBi heyra um það, hvenær þau ætli að gifta ^jjm J[*jsS|| Og fleiri eru svo sem um boðið en Mar- ilyn. Hver einasta kona, sem leikur í kvik- ||lg|| l|| mynd með Rock er sannfærð um, að hún sé eina rétta konan fyrir hann, — en spurningin W K ’vjpWr er aðei-ns sú, hver hreppir hnossið á endanum. ■fc EN þrátt fyrir allt og allt á Eddie samt enn mikilli kven- hylli að fagna, að því er sögur segja. Nýlega flaug ung, dökkhærð fegurðardís ásamt móður sinni sem siðgæðisverði til Las Vegas til að heimsækja Eddie og hélt heim með svera gullfesti og skjöld um háls n: ið fangamarki Eddies. — En þetta kvenfólk er svo sem ekki við eina fjölina fellt. Daginn eftir flaug hún til Mexíkó til þess að dást að’ eftiriætis nautabananum sínum á leikvanginum. HINN vinsæli bítill John Lennon reyndi að komast óséð- ur um skemmtigarðinn Disneyland. En ekki varð honum kápan úr því klæðinu, þótt hann hefði bæði hatt og sólgleraugu. Nei aðdá- endur.Ur drógust að honum eins og segull að stáli og hann skrifaði nafnið sitt á ótal miða. Jafnframt viðurkenndi hann, að hann klippti si-g jaínan sjálfur. ■fr MAMIE van Doren segir, að það sé til almenningsþvotta- hús í Hollywood, þar sem er vínstúka í öðrum endanum og þar geta húsmæðumar fengið sér neðan í því á meðan sjálfvirku vélamar em að þvo þvottinn. Mamie segir, að það standi heima, að hún fái hér þrjá sjússa á meðan vélin er að ljúka sér af. -j^r NATALIE WOOD er fráskilinn eins og kunningjar hennar vita, — en ekki skortir hana aðdóendur. David Lange, bróðir Hope Lange er alltaf á éftir henni og Arthur Loew sömu leiðis, en Natalie lætur ekki uppskátt hver happið hlýtur. Hún hefur aldrei verið fallegri en nú eins og myndin sýnir. -jL RITA Hayworth er alltaf álitleg, segja þeir, sem gerst til þekkja. Hún kom nýlega til New York með dætur sínar tvær, Yasmin, 14 ára. dóttur Ali Khans og Rebeccu, sem er nítján ára. Rebecca er nauðalik móður sinni, að £ví er sagt er, — en má passa sig á því að hlaupa ekki í spik. NIICITA Krutsjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, er kampakátur þessa dagana. í New York er haldin hákapitalísk vömsýning, — en: allt fer út um þúfur, því að aðeins 150.000 gestir skoða sýninguna daglega i stað þeirra 200.000, sem gert var ráð fyrir. Nú hafa Bandaríkjamenn leitað til bræðra sinna í austri og beðið þá að taka þátt í vömsýningunni næsta ár, — fullvissir um, að það muni auka á áhuga manna á þessu fyrirtæki. ★ Blaðakóngurinn Beaverbrook lávarður eftirlét þekktum klúbb — „1940 Club“ mikla fjárupp- hæð — í erfðaskrá sinni, en lá- varðurinn var fyrsti formaður fél agsskaparins. Sir Winston Churchill ér heið- , ursmeðlimUr þessa klúbbs, sem í stofnaður var til minningár um | skerf Beaverbrooks til flughers- j ins í styrjöldinni. Stofnreglúrn- j ar mæltu svo fyrir, að engir ný- ir félagar skyldu teknir í klúbb- | inn, — og dauðinn hefur nú i minnkað meðlimafjöldann úr 50 í 30. Klúbburinn getur naumast lengi notið arfsins, — en auk fjárins gaf lávarðurinn klúbb- félögum sínum ýmsa smáhluti, — m. a. úr og bindisnælur, sem dregið verður um í hinum árlega hádegisverði klúbbsins í næsta mánuði. Sir Winston á eiginlega að stjórna drættinum, en ef hann getur ekki komið, mun núver- andi formaður, blaðakóngurínn Lord Rootes, stjórna athöfninni. ★ Brezki rithöfundurinn Al- istair MacLean (sem skrifaði „Byssurnar í Navarone") fór frá Englandi árið 1958 og settist að í Sviss, til þess að komast hjá þvi að borga þá gífurlegu skatta, sem landar hans lögðu á hann. Hann hefur nú snúið aftur til gamla Englands til þess að hefja nýtt líf, sem kráareigandi. MacLean hefur keypt krá í CornwaU, sem fræg er orðín um allt heimsveldið, því að Daphne du Maruier skrifaði bók, sem hann kallaði krána ef.ir Jama- ica Inn (Jamaica krá). — Ég er orðinn hundleiður á að skrifa, segir MacLean. Ég verð að reyna eitthvað nýtt. Ég hef alltaf haft áhuga á gisti- og veit- ingahúsarekstri, — ég er liðtæk- ur við mafargerð, og ég held, að ég njóti lifsins sem veitingamað- ur. , — En ékatturinn Alistair, — * spurði eiijn vina hans, — og hann svaraði: — Ég gíreiði hann fúslega fyr- ir svo mikla ánægju. Páfi í helikopter j PALL páfi 6. er frjálslyndur j eins og fyrirrennari hans, hinn ' elskaði og virti Jóhannes 23. Jóhannes 23 ferðaðist meira en nokkur páfi í náinni fortíð að minnsta kosti. Hann lét ekki' loka sig inni í stofufangelsi Vatikans- ins eins og fyrirrennarar hans höfðu látið sér lynda. Páll páfi 6. álítur einnig, að það detti ekki af honum gullhringarn ir, þótt hann umgangist venjulegt fólk og notfærx sér nútíma tækni Nýlega gerði hann aðra ferð sína með helikopter. Þá fór hann frá sumarhöll páfans, sem er skammt utan við Róm, til miðaldarbæjarins Orvieto, 150 kílómetra norður af höfuðstaðnum. Þar söng hann messu. Páll páfi hefur þó unnið sér DÝR SÖNGVARI DÝRASTI söngvari, sem Svíar hafa fengið til að skemmta sér, er hinn 22 ára gamli Ameríjcani, Paul Anka. Paul Anka vann sér það fyrst fcil frægðar að syngja lag ið Diana inn á plötu. Platan seldist svo vel, að nærri lá, að það slægi! öll met, -^en svo fór þó, að Bing i gamli Crosby hafði vinninginn, -- • hljómplatan með laginu Hvít jól, sem Bing isyngur, seldist í fleiri eintökum en nokkur önnur plata! í Bandaríkjunum hefur nokkum tíma gert. Paul Anka á eigið hljómplötufyr irtæki, þrjár útvarpsstöðvar í Kanada, tvær sjónvarpsstöðvar í Kaliforníu, nokkra búgarða í Tex as, eignir í Flórída og margt fleira, svo að engan þarf að undra, að hann er margfaldur milljónamær- ingur. Kostnaðurinn við hann er ekki hvað sízt sökum þess, að hann neitar að koma einn síns liðs. Hann syngur ekki nema með sinni eigin hljómsveit, — sem er skip- uð 18 manns, — og hans eigin ljósa meistari verður að stjórn lýsing- •unni,----annars þegir Paul Anka eins og steinn. ýmislegt fleira til frægðar í páfa dóminum en að fljúga í lielikopt- er. Nýlega sendi hann frá sér bréf til trúfélaga víðs vegar um heim, þar sem hann hvetur til einingar gegn trúleysinu. í bréfi páfa segir meðal annars, að nauðsyn beri til að standa saman vörð um sameig inlegar hugsjónir. Hann hvetur einnig til kristilegrar einingar og telur, að páfaembætti hinnar róm versk-katólsku kirkju þurfi ekki að vera þess Þrándur í Götu. Páfabréfið var sent til Gyðinga, múhameðstrúarmanna og áhang- enda hinna ýmsu trúarbragða í Af ríku og Asíu. Eiginmaðurinn kom heim og sagði konu sinni, að hann hefði verið að gera reyfarakaup: — fengið fjögur ný bíldekk fyrir sama verð og tvö kosta í búðum. — Þetta er alveg eftir ykkup karlmönnunum! svaraði hún. — Þið eyðið peningunum í bíldekk, . þegar þið eigið ekki bílinn til a^ setja þau, undir! — Láttu ekki svona, kona góð, svaraði hann hinn rólegasti. Hvenær kvarta ég, þegar þú kaupir þér brjóstáháldara? 6 9. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.