Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 2
Kitstjörar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjörl: Aml Gunnarsson. — KitstjómarfuUtrúi: EiSur Guðnason. — Súnar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýCuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Náttúnigripasafnið NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGIÐ verður á þessu ári 75 ára gamalt. Telja má náttúrugripasafnið etllt að því eins gamalt, og ihefur það verið merk og þýðingarmikil stofnun í landinu alla tíð, þótt snikið hafi skort á, að það hefði húsnæði, fjármagn og aðra aðstöðu ti!l að verða það, sem náttúrugripa safn íslenzku þjóðarinnar þarf að verða. Á síðustu árum hefur vísindástarfsemi verið aukin verulega í sambandi við safnið, og hefur verið séð fyrir nýju húsnæði til þeirra þarfa. En því miður hefur sjálft safnið hlotið önnur og verri örlög. Hefur það 'verið lokað run ; fjögurra ára skeið, síðan það var f-lutt úr Safnahúsinu. Það er mikil sorgarsaga, að náttúrugripasafnið skuli vera lokað árum saman, þegar velmegun ís- flendinga er meiri en nokkru sinni og bygginga- iramkvæmdir stórfelldar. Má mikið vera, ef ein- hverjir þeirra áhugan^anna, sem byggðu safnið upp og hlúðu að því fyrr á árum, ekki snúa sér við í gröfinni, þegar svo illa er á málum haldið. Þetta ástand sæmir þjóðinni ekki. Verður að ráða varanlega bót á því sem allra fyrst. Deila um lönd DEILA Sovétríkjanna og Kína verður alvar- legri með hverjum mánuði, sem líður. Hefur deil- an til skamms tíma verið tálin snúast um hugsjóna mál, en er nú orðin hrein landamæradeila. Mao Tse-tung flutti nýlega ræðu fyrir japanska sendinefnd og réðist á Sovétríkin fyrir heimsveld issinnaða landvinningastefnu. Nefndi hann Finn- land og Eystrasaltslöndin í því sambandi1. Þá taldi hann, að Sövétríkin réðu stórum landssvæðum 1 Austur-Asíu, sem væru í raun réttri kínversk. Eru þetta svæði, sem rússneska keisararíkið komst yf- ir á 19. öld, en höfðu áður 'verið á valdi Kínverja. Loks sagði Mao, að Sovétríkin ættu að skila Jap- önum aftur Kurileyjum. Rússar hafa brugðizt illa við þessari árás Telja þeir, að Kínverjar styðji Bandaríkin með því að gera kröfu um afhendingu eyjanna til Japana. Segja þeir ennfremur, að Kínverjar hafi fyrst kraf izt Manchuríu 1954, þótt því hafi verið haldið leyndu til þessa dags. Ennfremur telja Rússar, að Kínverjar krefjist landa ekki aðeins af Sovétríkj- unum, héldur og af Burma, Vietnam, Kóreu, Mal- aysíu, Nepal, Bhutan og Sikkhim. Með þessum viðburðurm er deilan milli hinna voldugu stórvelda kommúnismans komin á nýtt stig og virðast horfur á lausn hennar minnka. Hlýt ur þessi þróun mála að hafa margvísleg stjórnmála íeg áhrif, sem geta komið fram á næstu mánuð- um. Glæsilegrur — IVIjúkur — Ilentugur — Endingrargóður GANTEX TÍZKUHANZKINN Veitið viðskiptavinum yðar góða þjónustu með því að bjóða þeim eingöngu rúmenska GANTEX hanzka. Við framleiðum þá bæði úr lambskinni (nappa, glasé og sútuðu) og úr svínaskinni. GANTEX RÚMENSK FRAMLEIÐSLA ÓFÓÐRAÐIR ULLARFÓ8RAÐIR SKINNFÓÐRAÐIR Útflytjendur: romanoÍxport 4 Plata Rosetti — Bucharest, Ruiuenla Símnefni: ROMANEXPORT — Bucharest Sovét selur Ind- verjum hergögn Moskva og Nýju Dclhi 11. sept. (NTB-RT). Sovétríkin samþykktu í dag að afhenda Indvenium hergögn í sam ræmi við nýjan samning, er ind- verskir stjórnmálamenn telja bæði vinsamlegan og nægjanlegan. Samningur þessi var undirritaöur tveim klukkustundum áður en mik ill fólksfjöldi með sovézk og ind versk flögg fagnaði forscta Ind- lands, dr. Sarvapallí Radhakris- 70 bátar með 3 6 jbús. mál og tunnur hnan, við komuna til flugvallar- ins við Moskvu. Er hann í opin- berri heimsókn í Sovétrikijunum um níu daga skeið. Síðar í dag átti hann viðræður við Krústjov forsætisráðherra og Mikojan for- seta Sové'.ríkjanna. Samtímis því, að Indland og Sov étrikin komust að samkomulagi um að Indverjar fái miklar birgð ir hergagna, er styrkja mjög varn ir Indlands, sendi hin opinbera kínverska fréttastofa Nýja Kína ú yfirlýsingu frá kínversku stjórn inni, þar sem Sovétríkin eru á- kærff fyrir aff styrkja opinskátt Indverja gegn, Kínverjum. Sov- étríkin og Indland hafa lengi stað iff saman, en nú hefur Krústjov- klíkan ekki lengur hirt um aS dylja það. Hin endurskoffunarslnn affa Krús jov-klíka gerir allt seJB hún getur til aff vinna gegn Kína, segir þar. Krústjov-klíkan hefup lengi birgt Indverja upp að vopu- um og hergögnum gegn Kínverji um, segir enn í yfirlýsingunnl, Sigurvon fékk 1300 tunnur undir Jökli Akranesi, 11. sept. II.Dan.-GO. SIGURVON fékk 130« tunnur af síld undir Jökli í nótt. Hún kom meff aflann til Akraness, þar sem meginið af honum fer í frost. Áta er í síldinni og þolír hún ekki langa geymslu. Affrir Akra- nesbátar eru farnir austur aftur, Báturinn fékk aflann í 3 effa 4 köstum og fyllti sig. Reykjavík, 11. sept. — GO. 70 bátar fengu í gærkvöldi 36 þús. mál og tunnur á miðunum suöaustur af Dalatanga. Hæstur var Sæhrímnir með 1600 mál, en Árni Magnús- son var með 1400. Langflest skip- amia voru meff minna en 1000 mál og tunnur. Síldin er mjög blönduð og mörg skipanna, sem liöfðu meldað sig í salt hættu við og fóru með afl- ann í bræðslu. Veiðin er nú að- eins á kvöldin milli klukkan 9 og 10, en þá kemur sildin upp i sjó. Annars lieldur hún sig neð- an við 100 faðma dýpi. Veður er gott á miðunum og útlit fyrir á- framlialdandi veiði. Jigurgeir Sigurjónssob hæstaréttarlögmaðu? Málflutnínpsskrifstof* ófflnsgötu 4. Siml 11041. • • SOLUSYNING í næstu viku á enskum og amerískum bókum um Engineering — Chemistry — Physics Verkfræði — Efnafræði — Eðlisfræöi í þar næstu viku bækur um Management — Business — Economics Stjórnfræði — Viðskipti — Hagfræði Snírbj DrrJónsson^ Co.lt.f. Hafnarstræti Símar 11936, 10103. 2 13. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.