Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 13
VÉLAR TIL SÖLU Tilboð óskast í nokkrar dísel- og- benzínrafstöðvar, 2 háþrýstiioftkúta og uokkra rið'straums- og jafnstrauins- rafala af ýmsum stærðum. Vélar og rafalar eru. í misjöfnu ástandi. Vélarnar verða til sýnis og sölu í birgðageymslu Rafmangsveitna ríkis- ins, Elliðavogi 113, frá kl. 14—19 dagana 14.—15. og 16. september. Rafmagnsveitur ríkisins JÓNAS JAKOBS- SON SÝNIR í BOGASALNUM Reykjavík, 12. sept. - ÞB JÓNAS Jakobsson, mynd- höggvari og listmólari, opn- aði I dag sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Hann sýnir þar milli tuttugu og þrjátíu myndir, flest vatnslitamynd- ir og teikningar, 2 olíumynd ir og fáeinar höggmyndir. Jónas Jakobsson er lærður myndhöggvari frá Ríkharði og háskólanum í Osló, Hann segir þó, að málaralistin hafi verið sér engu síður hug- stæð. Flest málverkin eru landslagsmyndir (fantasíur). Jónas er 54 ára að aldri og þetta er fyrsta sýningin, sem ! > hann heldur. Allmörg verk j; eru til eftir hann á Akureyri J! þar sem hann dvaldist um ! j 10 ára skeið. Hér í Reykjavík J1 er höggmyndin Sjómaðurinn, !! sem stcndur hjá frystihúsi j J Júpíters og Marz, eftir liann. J! 'Myndirnar á sýningunni í j j Bogasalmun eru flestar til J! sölu. Sýningin stendur í tíu jj daga og er opin frá kl. 2 10. !! (Myud: JV). !; tttMMMtMMMttMMMMttMMtMMMMMtMM FLUGFERÐIR Flugfélag íslands h.f. Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 í dag. Vélin er væntan- leg aftur til Reykjavíkur kl. 23.00 í kvöld. Innanlandsflug: í dag, er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Vestmannaeyja og ísa* fjarðar Á morgun, er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðtr), Vest- mannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Kópaskers, Þórshafnar og Egils- staða. SKIPAFRÉTTIR Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. M.S. Katla hefur væntanlega farið í gærkvöldi frá Dalhousie í Kanada áleiðis til Piraeus. M.S. Askja er á leið til Reykjavíkur frá Stettin. Hafskip h.f. Laxá kemur til Rotterdam í dag. Rangá ei- vænt- anleg til Reykjavíkur í nótt. Selá er í Reykjavík. />■ Skipadeild . S.Í.S.: Ms. Arnarfell fór í gær frá Seyðisfirði til Hels- ingfors, Hangö og Aabo. Ms. Jök- ultell lestar á Norðuriandshöfnum. Ms. Dísarfell fer væntanlega 14. í>.m. frá Norðfirði til Liverpool, Avenmouth, Aarhus, Kaupmanna- hafnar, Gdynia og Riga. Ms. Litla- fell er á Hjalteyri. Ms. Helgafell fór 9. þ.m. frá Sauðárkróki til Gloucester. Ms. Hamrafell er vænt anlegt til Reykjavíkur 18 þ.m. frá Batumi. Ms. Stapafell er væntan- legt til Reykjavíkur á morgun. Ms. Mælifell er á Hvammstanga, fer þaðn til Sauðárkróks. Jöklar h.f. Ms. Drangajökull lestar á Vestfjarðahöfnum. Ms. Hofsjökull kemur væntanlega til Norrköping í kvöld og fer þaðan til Leningrad, Helsingfors og Vent- spils. Ms. Langjökull er í Aarhus. Ný gagnrýni á Kínveria Moskvu, 12. september (NTB - Reuter) SOVÉZKI kommúnistaflokkurinn hefur lýst því yfir í nýrri árás á kínverska flokkinu, að kommún- istahreyfingin hafi ekki lengur eina heimsmiðstöð. Hins vegar var því bætt við, að Kommúnista- hreyfingin gæti ekki lifað án vissra sameiginlegra meginreglna. Lögð er áherzla á nauðsyn sam- eiginlegra funda kommúnista, eins og heimsþing það, sem Rússar leggja til að haidið verði um deilu Rússa og Klnverja á miðju næsta ári. Marxisma-Leninismá-stofnun sovézka kommúnistaflokksins not- aði væntanlegt 100 ára afmæli stofnunar fyrsta alþjóðasambands sósíalista, sem Karl' Marx átti for- göngu að, til þess að beina þess- ari gagnrýni gegn Kínverjum. Stofnunin sakaðí Kínverja um að beita sömu aðferðum, sem leiddu til upplausnar fyrsta alþjóðasam- bandsins. Kínverskir leiðtogar fari að dæmi allra fjandmanna verkalýðsins. Lassalle (Framhald af 3. síSu. sorglega en rómantíska dauðdaga varð Lassalle að hetju í augum þýzkrar alþýðu. Var hans lengi minnzt á hverju ári 31. ágúst. Hundrað ár eru liðin frá dauða hans, en enn hljóma þróttmikil orð hans til verkalýðsins: „Þið er- uð það bjarg, sem kirkja framtíð- arinnar verður reist á”. Thyge Dolva. Lesiö AlþýSublaðið ÁskriftasímÍM er 14900 VALUR Framh. af bls. 11. skrá sinni, en upp úr 1930 fer handknattleikurinn að nema land í félaginu og um 1940 er hann tek- inn á stefnuskrá félagsins. Þá hafa félagsmenn iðkað skíðaíþróttina töluvert og á félagið ágætan skiða- skóla í Sleggjubeinsdal við Kol- viðarhól. í dag ctarfar Valur í 3 deildum knattspymudeild, handknattleiks- deild og skíðadeild. Yfir þessu er svo aðalstjórn, sem er æðsta vald í málefnum félagsins milli aðal- funda. Formaður aðalstjórnar er Páll Guðnason. FRÁ KIRKJUDEGI SIGLUFJARÐARKIRKJU Siglufirði 8. sept. — ÓR. messa í kirkjunni, og hófst ist Kirkjukór Siglufjarðar- SÍÐASTLIÐINN sunnudag, þann 6. september, var Kirkju dagur Siglufjarðarkirkju. Þann dag fór fram hátíða hún kl. 14. Sóknarpresturinn sr. Ragnar Fjalar Lárusson messaði, orgelleikari var Páli Erlendsson og sönginn annað I kór Siglufjarðarkirkju. Sóknarpresturinn séra Ragnar Fjalar Lárusson fyrir altari, skrýddur hinmn nýja hökli, sem vígður var í messunni. Á altarinu sjást hin nýju altarisklæði. Mynd: Ólafur Ragnarsson. kirkju. Undanfarið hafa farið fram endurbætur og viðgerðir á kirkjunni og hefur hún m.a. verið hijóðeinangruð, og hefur hljómburður kirkjunncr batn- að mikið við það. Það, sem aðallega setti svip sinn á liátíðamessuna sl. sunnu dag, var vígsla ýmissa kirkju- muna, sem kirkjunefnd Sigiu- fjarðarkirkju hafði gefið, og Sigrún Jónsdóttir listakona í Reykjavík hafði gert. Aliir þessir munir eru handunnir og að mcstu leyti úr íslenzku efni, og hafa það aliir sameiginlegt, að vera' hin ágætustu iista- verk. Mestur þessara muna er fag urlega gerður hökull, sem sókn arpresturinn bar nú í fyrsta sinn, en hinir kirkjumunirnir eru hvítur altarisdúkur, altaris klæði, altarisbrún, klæði á prédikunarstól og gólfteppi í kór kirkjunnar. Litir og gerð allra munanna eru i fyllsta samræmi við aðra hluti í kórn um og myndar þetta allt mjög fagra heild. Frú Sigrún Jónsdóttiy var viðstödd hátíðaguðsþjónustuna og í ’lok • Hennar flutti hún á- varp, skýrði lielgitákn mun- anna og hvað fyrir sér hefði vakað við gerð þeirra. Voru henni þökkuð vel unnin störf og þakkaði hún traust það og vinsemd, sem forráðamenn kirkjunnar höfðu sýnt lienni. HttttMMtMttttttMttttMMttMttttttttttMMMMMMtMMttttttttMtMMtMMttMMMMtMtttM ttfeÍÍL ALÞÝÐUBLAÐI0 - 13. sept. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.