Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 11
ÍSLENZK ÍÞRÓTTAFÉLÖG IV.: Félagsheimili og íþróttahús Vals, KARFA 1 / KR FYRIRHUGAB er að byrja aftur á kvennatímum í JI Körfuknattleiksdeild KR o£ ve'rður þá byrjað með stuttu námskeiði ef nægileg þátt- taka fæst. Stúlkur, sem áhuga hafa á að æfa körfuknattleik með KR ættu að mæta á fundinn sem haldinn verður á mánu dag kl. 7.00 í Félagsheimiíi KR. KR-ingar hafa æft í karla- j flokkum í sumar undir J! stjórn tveggja bandarískra ‘; þjálfara, þeirra Serg. Robin- J J son og Serg. Broussard. ! : !; Verið er að undirbúa J > ? vetrarstarfið og verða vetr ! S artímar auglýstir bráðlega. J $ HWMMWtWMWWWWIMM Knattspyrnufél. VALUR SKÖMMU eftir síðustu aldamót tók knattspyrnuíþróttin að nema land hér í höfuðstaðnum. Fóru menn þá að mynda með sér félög, sem höfðu iðkun knattspyrnunnar að megin stefnumiði. Þessi knatt- spyrnualda, sem flæddi yfir bæ- inn hreif líka með sér unga menn innan KFUM. Og 11. maí 1911 var fooðað til fundar í lestrarstofunni í KFUM-húsinu til að ræða um það, hvort ekki væri hægt að stofna knattspyrnufélag innan KFUM. Það varð ofaná að stofna félagið og voru stofnendur 14. Fé- laginu var gefið nafnið VALUR. ife_..____________________________ Það mun hafa verið ætlunin í upp hafi að félagsstofnun þessi yrði vísir að óháðri íþróttastarfsemi innan vébanda KFUM. Þetta fór þó nokkuð á annan veg, því fljótlega tóku. Valsmenn að reyna sig við önnur félög bæjarins og fyrsta leikinn heyja þeir 19 14 við Fram. Keppa þeir síðan sem gestir í ís- landsmótinu 1915 og ganga í ÍSÍ og íþróttasamband Reykjavíkur á næsta ári. Sama ár, þ. e. 1916 taka Valsmenn þátt í íslandsmóti í fyrsta sinn. Valsmenn hafa löngum staðið í miklum framkvæmdum, Fyrsta verkefni félagsins á því sviði var að ryðja völl til æfinga vestur á Melum, þar sem var loftskeyta- stöðin, og var sá völlur vígður 6. ágúst 1911. Skömmu fyrir 1940 keypti félagið jörðina Hlíðarenda og hafa síðan verið umfangsmikl- ar framkvæmdir á þeim stað. Þar eru nú félagsheimili, malarvöllur og grasvöllur fyrir knattspyrnu og íþróttahús. Svo sem áður segir hóf Valur keppnisþátttöku 1916, en það var vart fyrr en undir 1930, að félag- inu er vaxinn svo fiskur um hrygg, að það getur blandað sér svo nokkru nemur í keppnina um titl- ana og fyrsta íslandsmeistaratitil sinn hlaut félagið árið 1930. Knattspyrnan var lengi vel eina íþróttin, sem Valur hafði á stefnu- Framhald á síðu 13. tWWWWWIWWWWWWWWWM Í.B.A. - Fram - b i dag kl. 4 í DAG kl. 4 fer fram leikur á Akureyrarvelli í bikar- keppni KSÍ. Eigast þar við Akureyringar og Fram-b. Það iið, sem sigrar, kenist í 8 liða úrslit ásamt 1. deildar- liðunum 6 ög KR-b. KR-LIVERPOOL Á MORGUN Á MORGUN kl. 6 e. h. leika KR- jngar seinni leik sinn í Evrópu- foikarkeppni meistaraliða gegn ensku meisturunum frá bítlaborg- inni Liverpool. KR-ingar héldu af Stað til þess leiks í gærmorgun jneð flugvél Flugfélags íslands hf. Lið KR verður þannig skipað Heimir Guðjónsson, markv. Bjarni Felixson v. bakv. Hreiðar Ársælsson h. bakv. Þórður Jónsson h. framv. Hörður Felixson, miðframv. Ársæll Kjartansson, v. framv. Gunnar Guðmundsson h. úth. Sveinn Jónsson, h. innh. Gunnar Felixson, miðframh. Ellert Schram v. innh. ÍR - Innanfélagsmót. Keppt í hástökki og kastgreinum á Melavelli á mánudag ki. 5. - Stj. Theódór Guðmundsson, v. úth. Liðið er lítið breytt frá því sem var í leiknum við Liverpool hér heima. Heimir kemur j markið í : stað Gísla. Heimir átti að vera 1 með í fyrri leiknum, en var þá meiddur. Ársæll Kjartansson kem- ur inn í stað Þorgeirs í stöðu vinstri framvarðar og Theódór Guð mundsson í stöðu v. útherja í stað Sigurþórs, sem mun vera frá vegna veikinda. Þeir sem sáu fyrri leik þessara aðila, eru ekki í neinum vafa um úrslitin, enda vart við því að bú- ast, að áhugamenn okkar hafi í fullu tré við þaulæi’ða atvlnnu- menn og má raunar segja, að eng- inn getur með nokkurri sannglrni ætlazt til slíks. Allt um það munu KR-ingar leggja sig alla fram, þótt við ofurefli sé að etja og ekki leggja árar í bát, þótt markamun- ur verði töluverður. Þetta eru andstæðingar KR á morgun Liverpool F. C. Englandsmeistarar 1964. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. sept. 1964 II

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.