Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1964, Blaðsíða 3
FERDINAND LASSALLEI Einn þróttmesti frumherji verkalýðs og jafnaðarstefnu í Þýzkalandi lézf fyrir 10 árum í rómantísku einvígi. ARIN eftir Napóleonsstyrjaldirnar voru sigurtími afturhaldsins í Þýzkalandi. Lítið varð úr hinum frjálsu stjórnarskrám, sem furst- ar höfðu lofað þjóðum sínum í ,,frelsisstríðinu”. í Prússlandi voru aðeins stofnaðar nokkrar ráð- gefandi samkomur. Óánægja var mikil með póli- tíska og andlega kúgun, svo og skiptingu þjóðarinnar. í marz 1848, aðeins mánuði eftir febrúar- byltinguna í Frakklandi, brauzt út bylting í Berlín og breiddi’st um allt Þýzkaland og Austurríki. En borgarstéttin hafði takmarkaðan baráttuvilja, og að lokum sigraði áfturhaldið öðru sinni. Þó varð að láta undan nokkrum kröfum frjáls lyndra, og fékkst meðal annars þing í Prússlandi. Einn þein-a, sem stóðu lengst til vinstri í þesari baráttu, var ung- ur maður, Ferdinand Lasalle. fíann fæddist 11. apríl 1825 og var sonur efnaðs kaupmanns í Bres- lau. Faðir hans vildi, að hann gerð- ist kaupmaður, en sjálfur vildi pilturinn fara í háskóla, og sótti hann mál sitt með sterkum vilja Cins og oft síðar á lífsleiðinni. Hann hóf nám í heimspeki og var kominn langt með doktorsritgerð um gríska heimspekinginn Her- akleitos, er hugur hans snerist að öðrum verkefnum. Hann flutti skilnaðarmál fyrir Hatzfeldt nokkra greifafrú og tapaði að vísu málinu, en greifinn varð svo þreyttur á málaferlunum, að liann féllst á að greiða frúnni nokkrar milljónir. Hann gekk einnig inn á að greiða Lasalle 400 dali á ári og komst Lasalle vel af með það fé, er það bættist við tekjur af eign- um hans. Lasalle varð eitt af mikilmenn- um siiinar samtíðar. Hann var vel viti borinn og rökfastur með ein- dæmum, fróður og hafði allt að spámannsgáfu til að sjá fyrir ör- lög Þýzkalands. Margir af mestu mönnum landsins urðu vinir hans og aðdáendur. Hann heimsótti Heine í París, og varð skáldið hrif- ið af honum, þótt mikið þyrfti til. Meðal vina Lasalles voru forn- menntafræðingurinn August Bo- eckh, sagnfræðingurinn von Rii- stov og herforinginn von Pfuel. Jafnvel náttúrufræðingurinn mikli, Alexander von Humbolt, kallaði Lasalle „undrabarn” og fékk Prússakonung 1859 til að af- nema bann við því, að Lasalle mætti dveljast í Berlín. Hann gekk því í flokk frjálslyndra manna, sem vildu fylgja eftir hugsjónum frönsku byltingarinnar og frelsa verkalýðinn. Frjálslyndir náðu meirihluta á Iprússneska þinginu og neituðu að veita fé til endurskipulagningar Iiersins. Kallaði konungur þá hinn iþróttmikla og einarða Bismaitk til starfa sem forsætisráðherra. Hann sendi þingið heim og tólc þá peninga, sem honum sýndist. Yildi, Ferdinand Lassalle Laslla þá, að þingmenn segðu allir af sér. Mundi stjórnin þann- ig missa grundvöll stjórnarskrár- innar og sitja eftir í skjóli hers- ins, en byssustingir eru ekki sér- lega þægilegir ráðherrastólar. Þetta olli vinslitum milli hans og hinna frjálslyndu, og ofsóttu þeir hann eftir það. Lassalle beindi nú kröfum sínum að verkalýðnum. Hyrningarsteinn kenninga Las- alles varða launamál, og hafði raunar verið settur fram áður af enska hagfræðingnum Ricardo. Kenningin er sú, að laun verka- manna mundu ávallt haldast við það lágmark, sem þeir þyrftu til að framfleyta sér og sínum. Þess vegna taldi Lassalle ekki unnt að bæta kjör þeirra við þáverandi þjóðfélagsaðstæður. Að sjálfsögðu er þessi kenning rétt, og hún á ekki aðeins við iðnverkamenn. Það er ekki ýkjamargt vinnandi fólk, sem hlýtur meiri laun en það þarf til naumasta framfæris. Hins vegar hefur ekki reynzt rétt að draga þær ályktanir af þessari kenningu, sem Lassalle gerði. Laun verkamanna hafa í rauninni vaxið og það ekki sízt fyrir atbeina þeirrar hreyfingar ,sem Lassalle tók þátt í að móta. Einn af leiðtogum frjálslyndra, Sehulze-Delitseh, hafði stofnað eins konar neytenda- og lánafélag til að styðja iðnaðarmenn og verkamenn í smáiðnaði. Þetta taldi Lassalle, að mundi aðeins fram- lengja dauðateygjur verkalýðsins, og væri því vafasöm lijálp. Hann vildi, að verkamenn stofnuðu með sér framleiðslufélag, sem fengi stórlán hjá ríkinu. Til að það gæti orðið, varð að taka upp almennan kosningarétt. Lassalle ferðaðist um og hélt uppi óþreytandi áróðri, en hvar- vetna lögðu hinir gömlu, frjáls- lyndu félagar hans steina í götu hans og létu málssóknum rigna yfir hann. Hann ritaði fjölda bóka og bæklinga og eignaðist marga fylgismenn. Hinn 23. maí 1863 var „Hið almenna þýzka verkamanna- samband” stofnað, og var Lassalle kosinn forseti, þótt hann mæltist undan því. Hann bjóst við, að sam bandið mundi á skömmum tíma fá 100.000 félagsmenn, en þeir urðu aðeins nokkur þúsund. Mun það hafa valdið því öðru fremur, að hann sneri sér til Bismarcks. Lassalle bauð Bismarck stuðn- ing verkamanna við borgarastétt- ina gegn því, að almennur kosn- ingaréttur yrði lögleiddur. Ekkert varð úr samningum, en þegar þýzku ríkin sameinuðust og þýzka sambandsríkið var myndað, lét Bismarck lögleiða kosningarétt. Hann fékk konung einnig til að veita fé til eins framleiðslufélags verkamanna. Ferdinand Lassalle var heillandi glæsimeíini, sem naut mikillar kvenhylli. Hann lenti í mörgum ástarævintýrum, án þess að mikill hugur fylgdi máli. Komst hann meðal annars í kynni við Helenu von Dönniges, unga stúlku frá Bajaralandi, sem hafði til að bera eggjandi fegurð undir miklu, rauðu hári. Hún var hrókur alls fagnaðar, þar sem hún fór, og kem ur fram í endurminningum henn- ar, að hún hafði ekki sérlega sterka siðferðiskennd. Hún kynnt- ist Lassalle í Berlín 1862, og tók- ust með þeim ástir líkar þeim, sem aðallega er að finna í bókum. Af ýmsum ástæðum gátu þau þó ekki hitzt nema sjaldan. í júlí 1864 fór Lasalle til bað- staðarins Rigi í Sviss, þreyttur og dapur í bragði. Hreyfingunni mið- aði hægt, alltof hægt fyrir hann, sem ekki hafði þolinmæði til að bíða lengi eftir ávöxtum vinnu sinnar. Forsetastarfið í Yerka- mannasambandinu reyndi bæði á krafta hans og pyngju. Þá kom Helena til Rigi og hin- ar heitu tilfinningar þeirra bloss- uðu heitar en nokkru sinni. Þau ákváðu að ganga í hjónaband og hún tilkynnti það foreldrum sin- um, sem þá dvöldust í Genf. Hún hefði eins getað skýrt þeirn frá, að hún ætlaði að ganga að eiga brotthlaupinn tugthúsfanga. Hel- ena náði fundi elskhuga síns og lagði til, að þau flýðu til Frakk- lands og létu gefa sig þar saman. En nú var Lassalle sjálfum sér ósamkvæmur í fyrsta sinn á æv- inni. Hann skilaði stúlkunni til móður hennar, sem lét sem hún sæi hann ekki. Faðir hennar lok- aði hana inni, þvingaði hana til að segja skilið við Lassalle og trú- lofast rúmenskum greifa, von Ra- cowitza. Sjálf varð húh fyrir mikl um vonbrigðum, er hinn „glæstí örn“, sem liún hafði dáð svo mjög, kom fram eins og spakur hani í hænsnagarði hinnar borgaralegu kreddu. Nú var sem Lassalle missti ger- samlega stjórn á sér. Hann hélt málinu áfram og liitnaði í kolun- um, unz hann skoraði á von Dön- niges, föður stúlkunnar, í einvígi. Faðirinn bjargaði sér á liröðum flótta, en hinn nýi unnusti tók við áskoruninni. Fór einvígi þeirra fram í Carouge í útjaðri Genf hinn 28. ágúst, 1864. Lassalle fékk skot í magann og lézt þrem dög- um síðar eftir miklar þjáningar. Lassalle var grafinn í Breslau. Vinur hans, lieimspekingurinn August Boeckh lét gera graf- skriftina: „Hér hvílir það, sem dáið gat af Ferdinand Lassalle, hugsuðinum og bacáttumannin- um”. Vegna hæfileika sinna og hins Framh. á 13. siffn. Af hverju notar franska lögreglan SIMCA 1000? — Vegna yfiiburða aksturseiginleika SIMCA 1000 hvort sem ekið er á holótt- um vegi eða sléttri götu. Bergur Lárusson h.f. BRAHTARHOLTI 22. SÍMI 17379. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - .13. sept. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.