Alþýðublaðið - 15.09.1964, Blaðsíða 6
LÖGREGLAN i Albany-borg í New York ríki hefur tilkynnt, *.ð
George Rice, slökkviliðsmaður, 21 árs að aldri, hafi játað að hafa
kveikt í 27 húsum, — af því að hann hefði svo agalega gaman af að
sprauta vatni!
DE GAULLE er mjög stoltur af herra Georges
Fompidou, forsætisráSherranum sínum, — og
í veizlu nýverið sagði forsetinn, að Pompidou
væri eins og Loðvík fjórtándi á sjakket!
Frönsku skopblöðin fréttu þessi ummæli
forsetans, og þar eð Pompidou dvelst á rívíer-
unni, hvenær, sem hann kemur höndum undir,
— kalla þau hann núna, — Loövík 14. með
bikinunum!
SCOTLAND Yard og ísraelska lögreglan er önnum kafin við að rann-
saka töfradrykk, sem menn hafa komizt á snoðir um að neytt er í
Afrikuríki einu, — en ekki hefur verið gefið upp, hvaða ríki það er.
Drykkurinn, sem er rammáfengur, — hefur þau áhrif á fólk, að
það blaðrar frá öilu, sem það veit, — og ríkisstjómin er nú hrædd
um, að unnt væri að nota þetta meðal til þess að komast að ríkis-
leyndarmálum. t
Efnasérfræðingar lögreglunnar geta ekki enn sem komið er sagt,
hvernig þessi drykkur er búinn til, — þeir vita þó, að hann hlýtur
að vera -framleiddur úr einhverri hitabeltisjurt, sem þeir enn ekki
vita, hver er.
AVA Gárdner lét svo ummælt yfir kokktell-
glasi á Miami á dögunum:
— Það er með ástina eins og ferðalögin.
Það er miklu skemmtilegra að vera á leiðinni
en koma á áfangastað!
BRÆÐURNIR Rafael og Rhadames Trujillo hafa ákveðið að setjast
að á Spáni með alla peningana, sem þeir erfðu eftir hinn myrta
föður sinn, einræðisherrann í dóminikanska lýðveldinu.
Þeir ætla að byggja höll í Madrid, — með leikhúsi, kvikmynda-
sal, ballsal og tveim sundlaugum.
HERTOGINN af Windsor fór til Tunis og varð
svo hrifinn af húsi hljómsveitarstjórans Georgs
Sebastiens, að hann bað húsateiknara um að
eikna eins hús handa sér, sem hann ætlar
að reisa á hinni sólgylltu strönd Spánar.
Þegar húsateiknarninn kom með teikning-
una til hans, leizt hertoganum ekki á blikuna.
— Kæri vinur, — ég gæti byggt heila höll
í New York fyrir þessa fjárupphæð, sagði
hann.
Og t'að var laukrétt. Húsameistarinn hafði nefnilega reiknað með
metrum í stað feta, — og húsið varð þar af leiðandi margfalt stærra
en það átti að vera.
Svo að nú verður hann aftur að setjast við 'að reikna.
FRÁ hinum góðu, gömlu dögum í Texas, — nánar til tekið, — árið
1850. Ókunnugur maður spurði gamlan Texasbúa:
— Hvernig stendur á því, að það eru svona miklum mun fleiri
konur en karlar hérna í héraðinu?
— Ég veit það ekki fyrir víst, var svarið, — en það er líklega
vegna þess, að svo margir af hinu göfuga kyni hafa verið hengdir!
SOFFÍA Loren er kannski bezta eiginkona í
heimi. Að minnsta kosti hafa fáar gert hið
sama og hún. — Hún kom fram í franska sjón-
varpinu um daginn og lofsöng Carlo sinn Ponti
'allan tímantt.
— Ég elska Carlo fyrst og fremst vegna
þess, að hann er svo góðlyndur, hlátur hans er
svo hlýr, hann er svo hreinn og beinn, — hann
stendur með báða fætur á jörðinni, Og svo er
miklu betra að vera gift eldri manni af því að hann er miklu eftlr-
Tátari konu sinni!
. Carlo hefur sjálfsagt þakkað Soffíu tinni hjartanlega hlýjar
kveðjur.
S 15. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Á BANDARÍSKRI rannsóknar
stofu hefur sérfræðingum nú tek
izt að framleiða töflur, sem te-
unnendur eiga vafalaust eftir að
notfæra sér í allríkum mæli.
Þessar töflur eru þannig að þær
innihalda te, sykur og sítrónu-
bragð. Nægir að setja eina þeirra
í bolla af sjóðandi vatni og þá
hefur maður tilbúið á stundinni
ilmandi sítrónute.
Tölurnar munu ætlaðar geim-
förum, að minnsta kosti fyrst í
stað.
★
Innbrot
Fimm dulbúnir stigamenn, vopn
aðir byssum, brutust fyrir skömmu
inn í hús greifynju nokkurrar í
Ajaccio, — en greifynjan var ein
mitt með veizlu í höll sinni.
Glæpamennirnir ráku veizlugesti
eins og fé inn í herbergi og læstu
þá þar inni,'— en áður rifu þeir
þó dýrmætt hálsmen af hálsi greifa
frúarinnar og hótuðu að lemja
hana með járnstöng, ef hún léti
þá ekki hafa lyklana að peninga-
skápnum.
Glæpamennirnir höfðu á brott
með sér mikið fémæti, — bæði
peninga, gull og gimsteina.
Þeir rufu símasamband í höll-
inni og engin boð komust til lög-
#eglu fyrr -en fiskimenn nokkrir
heyrðu hjálparóp gestanna. Þá
voi-u glæpamennirnir allir á bak
og burt, — en höfðu haft nógan
tíma til að láta greipar sópa, því
að þeir voru uppundir klukku-
tíma að dunda þarna í höllinni.
„VEIÐIDRAGT"
Þessi sportdragrt er í svörtu og drapplitu, með svörtum flaueliskraga
og flauelisbryddingum framan á ermunum. Vestið er úr svörtu
flaueli. Þetta er tízkan veturinn 1965, að því er Christran Dior-liúsið í
París segir. — Takið eftir sokkunum, — þeir eru þykkir og útprjón-
aðir eins og fínast þykir um þessar mundir. Takið ennfremur eftir
skónum. — Þeir eru með „rúnnaðri" tá og nokkuð breiðum, lágum
hælum. — Við köllum þetta „sport-dragt“, — en Frakkarnir nefndu
þetta raunar veiðidragt. Frúin fer sem sagt í þetta, þegrar hún leggur
upp í veiðiferðir, — út í skóg, — eða á götum úti!
Kirkjumenn deila
um kynferðismál
í Stokkhólmi eru nú harðar deil
ur um afstöðu kirkjurínar til kyn-
ferðismála, — náið samband karls
og konu fyrir hjónaband, kynvillu
og annað slíkt.
Nýlega var haldinn biskups-
fundur í Stokkhólmi og kom þetta
mál þá mjög til umræðu. Deilurn-
ar hófust, þegar ritstjóra sænska
ikirkjublaðsins Vár kyrka, Carl
Gustav Boethius, lét svo um mælt
í útvarpsumræðum, að kirkjan
ætti að viðurkenna náið samlíf
karls og konu, þótt fyrir hjóna-
band væri, — ef báðir aðilar
gengju út í það með fullri ábyrgð
artilfinningu.
Ummælj hans vöktu mikla at-
hygli og ollu mikilli gagnrýni úr
ýmsiim áttum. Hann varði þessi
ummæli sín í bréfi, sem hann
sendi þiskupsfundinum. Þar benti
hann á, að mikill hluti þeirra sem
ganga í hjónaband hafa lifað sam-
an, en þau hafa gengið út í það
með fullri ábyrgðartilfinningu og f
gagnkvæmu trausti hvort til ann-
ars. Hann taldi það ósanngjamt
— já, blátt áfram óréttlát, að
kirkjan yfirlýsi verknað þeirra
sem einhverja siðferðislega óhæfu.
Biblían kveður ekkert á um það,
hvenær eða undir hvernig kring-
umstæðum samlíf karls og konu
eigi að hefjast né heldur er þar
minnzt á nauðsyn lagalegra fast-
mæla. Ekki er minnzt á spurning
una um samlíf fyrir hjónaband *í
nýja testamentinu og kirkjuleg
vígsla tíðkaðist ekki fyrr en langt
var liðið á daga kirkjunnar, að
því er Boethius ritstjóri sagði.
630 prestar og guðfræðinemar
hófu mótsókn gegn ritstjóranum
og afhentu Gunnari Hultgren, erki
biskup, bréf, þar sem ráðizt er
harkalega gegn kenningum Boet-
hiu-ar. Sú skoðun, sem fram kem-
ur í guðs orði og kirkjujátningum
um hina siðferðislegu hlið kyn-
ferðismála, á einnig að prédika af
þeim, sem talar í nafni kirkjunnar.
Mannlegt eðli hefur ekki breytzt
siðan biblían var rituð og læknis-
fræðin hefur ekki komið fram með
kenningar, sem stríða gegn hinum
10 boðorðum Móse. Að svipta fólk
iðferðislegum boðum væri að
ræna það reynslu guðs og valda
því kynferðislegri neyð.
Biskupsbréf frá árinu 1951 mót-
aði stefnu sænsku kirkjunnar í
kynferðismálum. Samkvæmt því
er allt kynlíf fyrir utan lijóna-
bandsins synd, — bæði gegn guði
og náunganum og kynvilla er
brot gegn boði guðs.
★ BÍRÆFINN þjófur brauzt inn
í svefnherbergi nýgiftra hjóna í
Gautaborg - muldraði „ástin mín”
öðru hvoru og stakk af með um
50.000 krónnr. — Ég var svo viss
um, að það væri maðurinn min»,
sagði unga frúin hnuggin við lög-
regluna.