Alþýðublaðið - 15.09.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.09.1964, Blaðsíða 15
— -Svo að það er umhugsun in um hina raunverulegu fjöl- /Skyldu þína, sem, yeidur þér leiðindum, sagði ég. — Ég held ekki. Hann saup stóran sopa úr bjórglasinu. Hann hafði einu sinni sagt mér, að það eina sem hann vissi um sína raunverulega fjölskyldu væri að hann hefði fæðst í Ports mouth, og að móðir hans hefði heitað Ada Hearn. Nafn föður hans hefði ekki staðið á fæð- ingarvottorðinu. — En þessi tvíburabróðir, sagði ég. — Þetta er allt mjög undar legt, sagði hann. — Ég hef allt af haft einhverja leynda fuíl- vissu um að ég ætti bróður ein hvers staðar. Og ég las ein- hvers staðar að slíkt sé ekki ó- algengt með tvíbura, sem verða viðskila eftir fæðingu. Og eftir það, sem skeði í dag . . . Hann sneri höfðinu, og horfði lengi á krána. Gegnum gluggann gátum við nú séð, að barinn, þar sem ég hafði hitt tvífara Peters, var nú fuliur af fólki. — Ég held, að ég verði að reyna að finna hann, sagði Peter. — Ég vona, að þú sért því ekki mótfallinn, Anne, þó að þér hafi ekki geðjast að honum. Ég vissi, að það myndi ekki þýða, þó ég segðist vera því mót- fallin. Við lukum við drykkinn okkar og brauðið, og gengum aftur til bílsins. Þegar við ókum í burtu rann skyndilega upp fyr- ir mér, að Peter var enn ekki búinn að segja mér það, sem hann hafði ætlað að segja mér, þegar við stoppuðum við Hvíta hestinn. 2. KAFLI. Bíllinn okkar var nýr, svo nýr, að.þetta var í fyrsta skipti, sem við ókum á honum út fyrir Lond- on. Peter var mjög stoltur af honum, því að þetta var fyrsti bíllinn, sem hann eignaðist, sem ekki var algjört skran. Hann hafði keypt hann til að halda upp á fyrstu góðu atvinnuna, sem hann fékk eftir tveggja ára leit. Atvinnan var fólgin í því að hann varð aðstoðarfyrirlesari við sögu deild f einum af hinum nýtízku- legu Londonarmenntaskólum. — Bíllinn hafði beðið hans, þegar hann sneri aftur til London eftir að hafa eytt leyfinu sínu í fjall- göngur f Austurríki. Það var í því leyfi, sem hann kynntist mér. Þegar við ókum út af bílastæð- inu sá ég litla bílinn, sem hafði staðið þar.þegar við komum. Ég tók eftir að það stóð Geo. Biggs á hliðinni á honum. Það kom í ljós, að Geo. Biggs var nokkurs konar skrankaupmaður í Sandy Green, Lanchester, sem keypti hvað sem var fyrir gott verð. Sandy Green reyndist vera út- borg frá Lanchester, og lá rétt fyrir utan næstu vegamót. Kjörmóðir Peters var læknir eins og maðúrinn hénnar hafði verið, og hún stundaði lækninga- störf 1 borginni. En hun bjó utan við borgina í fallegu hvítu húsi, umkringdu óræktarlegum garði. Þegar við komum þangað, sat dr. Lindsay í sólstól undir tré í garð inum. Við hlið hennar var bakki með mataríeyfum á. Gleraugun hennar höfðu runnið fram á nef- ið, og hún sat með lokuð augu og hendurnar krosslagðar á bók, sem lá í kjöltu hennar Peter flautaði lágt með bíl- flautunni, til að vekja hana. Hún opnaði rólega augun, veifaði okk- ur, lagði gleraugun og bókina á jörðina, stóð upp úr stólnum og gekk til móts við okkur. Á sama andartaki stökk hvítur loðhundur fram úr runnunum að haki hennar. En þegar hann kom auga á mig, snarstanzaði hann og tók að skjálfa og titra. Svo skreið hann bak við stólinn, sem dr. Lindsey hafði setið í, og faldi sig þar. Hún leit við. — Vitlausa stelp an þín, þetta er bara Peter, sagði hún. — Það er Peter — Peter, asninn þinn. En hundurinn barði bara skott inu órólega niður í jörðina, Dr. Lindsay sneri sér að mér og brosti. — Þetta þýðir ekkert, hún held ur áfram að fela sig, þangað til hún hefur vanizt þér. Maður gæti haldið, að hún hefði alla sína ævi orðíð fyrir misþyrmingum, én sannleikurinn er sá, að við höfum átt hana síðan hún var smáhvolpur, og ég efast um að það hafi nokkum tíma verið danglað í hana hvað þá meira. Þetta er bara eðli hennar — hið leyndardómsfulla, kvenlega eðli hennar. Jséja, þetta gerir svo sem ekkert til. Ég er afar glöð yfir að sjá Þig. Anne. Mjög glöð. Hún tók fast í höndina á mér. Hún var fremur lágvaxin, en þrekin kona um sextugt, með liðað, hvítt hár, grá augu, miklar kinnar og undirhöku, sem í fyrstu leyndu þvi, hversu sterklegir kjálkar hennar voru. Hún var í gömlum og slitnum röndóttum baðmullarkjól. Peter kyssti hana, en fór svo til að tala við hundinn, sem stökk upp um hann í gleði sinni og sleikti hann allan í framan. En samtímis hafði hann ^auga með því, hvort ég nálgaðist. — Eruð þið búin að borða, spurði dr. Lindsay mig. og hélt ar ég svaraði því játandi, hélt hún áfram: — Ég beið ekki eftir ykkur. Ég hef gert mér það að reglu að bíða aldrei eftir Peter. En ég ætla að biðja frú Joy að búa til handa okkur kaffi. Ég býst við að ykkur langi í kaffi eftir ökuferðina. Rödd hennar var djúp og dá- lítið hranaleg, en þó vingjarn- leg. Mér geðjaðist strax vel að henni. Mér geðjast vel að því hversu framkoma hennar var blátt áfram, og að hún skyldi ekki gera meira veður út af því. að ég var hin nýja tengdadóttir hennar. Hún fór með mig inn í húsið og ky.nntLmig fyrir frú Joy, hor- aðri, en fjörlegri lágvaxinni konu, sem kom daglega til að taka til í húsinu og elda m;ð- degisverð fyrir dr. Lindsay. Frú Joy var á förum heim til sín, en hún var kyrr til að laga kaffi, og hún tók á móti mér með mun meiri tilfinningaofsa. Hún sagði mér að ég væri afar heppin stúlka að hreppa herra Peter, því að hann bæri mun meiri virðingu fyrir konum en sumir aðrir, sem hún gæti nefnt, og ef að hann hefði bara ekki þann leiða vana að skilja skóna sína eftir á miðju gólfi í því og því herbergi, sem honum dytti í hug að fara úr þeim, þá væri hann alveg fullkominn. Síðan fórum við dr. Lindsay út í garðinn aftur, þar sem Peter var nú seztur í stólinn undir trénu með hundinn í fanginu. Þegar við komum fór hann inn til að sækja fleiri stóla og sess-i ur, en hundurinn skreiddist af|- ur inn'í runnana. ‘ — Þessi heimski hundur, sagái dr. Lindsay um leið og hún settr ist. — Hann er algjör liálfvit}. Við hefðum átt að losa okkur við I , hana fyrir mörgum árum, en okH- ur var nú einhvern veginn farið að þykja vænt um hana. Eða ajS minnsta kosti Peter, og ég vair orðin vön því að hafa hana. Eti ég býst við að hún venjist þéb smám sariian. Ég verð að ját^, að tilfinningum mínum var sviþ- að háttað og hennar, þegar þu komst. Ég var mjög taugaóstyrle yfir að hitta þig, og ég hugsa að þú haftr sömu sögu að segjá. SÆNGUR Endumýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREIN SUNIN Hverflsgötu 57A. Simi 16788. Trúlofunarhrlngar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson Bankastræti 12. gullsmiðnr 2.4-2. Cop'vrijW P. t- B- Bcn 6 CQQgnHaO ChlNII ADilið — Allíaf skalt fcú þurfa að sýna ÖKAðnflRnl.* andúð þína. þegar ég hef kcypt plöntu, sem mér fellur í WfiilLCDIS WSC^OCÍlÉCSB ALÞÝÐUBLAÐIB — 15. sept. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.