Alþýðublaðið - 15.09.1964, Blaðsíða 7
I » l»l>IIIIIIIIIHIIIIIIIMMIMIHIIIMMHHIMMIIHIIIIIIIIMHMIHHIMMinHtMMMMHIIMIMMIMMlMMMHIIÍÍII|IMIIMMII|M|IMIMIHIIIMItMIIIIHIM(M(IMIM 1'l. iriMMMHHMIMMMMMMMMMMIIMHMMMMHMHMMMMMMMHMMHMMtMI HHHHHMMHHHMHHHMHMIHHHHHHHIII
'S
^IIIIIMIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII
INDVERJAR líta mjög alvar-
legum augum nokkur merki
þess, að hætta geti leikið á
styrjöld í Himalajafjöllum og
að Kínverjar hafi ef til vill í
hyggju að hefja nýjar árásir á
Norður-Indland.
Á undanförnum vikum hefur
æ meiri fjöldi indverskra her-
manna streymt til smáríkisins
Sikkim í Himalajafjöilunv en
þetta land liggur milli Nepals,
Tíbets og Bhutan og er hern-
aðarlega mjög mikilvægt (sjá
kort). Að undanförnu hefur'
frétzt um mikinn liðssafnað
Kínverja í dalnum Chumgi í
Tíbet, og 27. ágúst sóttu kín-
verskar hersveitir yfir landa-
mæri Sikkim.
Indverjar hafa lýst yfir, að
þeir muni standa fast við skuld-
bindingar sínar um að varð-
veita öryggi Sikkim og þá yfir-
lýsingu Nehrus heitins forsætis
ráðherra, að „litið væri á árás
á Sikkim sem árás á Indland.
Þess vegna streyma indverskar
hersveitir til fjallaríkisins, unn-
ið er af kappi þessa dagana að
lagningu vegar til Sikkim, en
hann er ætlaður til herflutn-
inga, og hafinn er undirbiining
ur að vörnum fjallaskarða, sem
að vísu er illkleift að verja.
Indverska stjórnin hefur sent
stjórninni í Peking orðsendingu
þess efnis, að líta verði á yfir-
gang á landamæi-um Sikkim
sem „skipulagðan lið í tilraun
um Kínverja til að viðhalda
spennunni á landamærunum”.
En þótt þetta sé talið rétt, er
spurt hvort eitthvað meira búi
undir hjá Kínverjum og hvort
Kínverjar séu í þann mund að
hefja nýtt hernaðarævintýri
jafnframt því sem ný árásar-
stefna verði tekin upp gagnvart
Indlandi.
★ FJALLARÍKIÐ SIKKIM
Sikkim er 7.299 ferkíló-
metrar að stærð og ér í ein
hverju hrjóstrugasta hálendi
heimsins. íbúar landsins, sem
hefur verið indverskt verndar-
ríki, eru 140 þúsund talsins. .
Sikklm komst undir yfirráð
Breta 1889. Ári síðar gerðu
Bretar og Kínverjar með sér
samning, þar sem kveðið var á
um, að indverska stjórnin væri
ábyrg fyrir öryggi Sikkim,
Samningur þessi var endurnýj-
aður 1950 og samkvæmt hon-
um fara Indverjar með utan-
ríkjsmái Sikkim, varnarmál og
margt fleira,
Tiltöluléga kyrrt hefur verið
í Sikkim síðan landið komst
undir brezka óg síðan ind-
vérska vernd, þótt sjáifstæðis-
taka Indverja kæmi ólgu af
stað og yrði til þess, að litlu
munaði að bylting væri gerð
gegn furstastjórn landsins. Það
var snarræði Indverja að
þakka, að landinu var bjargað
frá öngþveiti.
Sikkim er við rætur þriðja
stærsta fjalls heimsins, Ka-
chenjunga. Á 17. öld komst tíb-
ezk furstaætt til valda í landinu
og er enn við völd.
Núverandi fursti, Kumar
Palden Thondup Namgyal, sem
er 42 ára að aldri, kvæntist í
fyrra 21 árs gamalli fegurðar-
dís frá Bandaríkjunum, Hope
Cooke. Fresta varð brúðkaup-
inu um eitt ár, þar eð stjörnu-
spekingar fullyrtu, að árið 1962
væri óheillavænlegt til gifting-
ar. Völdin i Sikkim eru í hönd-
um furstans, nokkurra stjórn-
málamanna, sem eru fulltrúar
hinna ýmsu ættflokka og Irid-
verja.
íbúar landsins skiptast aðal-
lega í þrjá ættflokka: Lepcha
Bhúta og Nepalbúa. Lepchar
erum hinir upprunalegu íbúar
landsins, en fáir erú eftir.
Bhútar komu frá Indlandi ,og
þeir eru ásamt Nepalmönnum,
sem fluttust til landsins á síð-
ustu öld, um það bil 80% þjóð-
arinnar.
Landamæri Sikkim og Tíbet
voru ákveðin samkvæmt samn-
ingi Breta og Kínverja 1890, og
skýrar ákveðin á næstu fimm
árum. En í nýjum kínverskum
kennslubókum og landakortum
er Sikkim „innlimað” í Kína
(en þeir telja m. a. mörg sov-
ézk landsvæði, Thailand, Ma-
laya og fleiri lönd kínversk)
Sikkim er kallað eitt þeirra
landsvæða, sem Kínverjar
voru rændir í ópíumstyrjöld-
inni.
★ ÁRÁSARFYRIRÆTLANIR
Mjög erfitt væri að verja
Sikkim, þar eð samgönguleiðir
eru fáar til Indlands og slæmar.
Aftur á móti eru vegir þeir,
sem hugsanlegt er að Kínverj-
ar notuðu til árása, m. a. veg-
urinn frá Tíbet um Chumbi-
dalinn, þar sem liðssafnaðurinn
mun fara fram, miklu betri en
vegirnir til Indlands.
Þeirri spurningu er varpað
fram, hvort hugsanlegt sé að
Kínverjar hyggi á árás á Sikk-
kim og að þeir muni síðan hefja
árás gegn Indverjum.
Kínverjar telja kannski, að
eftir lát Nehrus sé stjórn Ind-
lands veik og þjóðin sundruð,
og þar hafa þeir nokkuð til
síns máls. Kannski líta þeir svo
á, að vesturveldin séu önnum
kafin við vandamálin í Víet-
nam, Kýpur og víðar og að
Rússar séu önnum kafnir við
uppgjörið í kommúnistaheim-
inum. Vert er að hafa í huga,
að Kínverjar gerðu árás sína á
norðurlandamærahéruð Ind-
lands þegar Kúbu-deilan stóð
sem hæst, og að Kínverjar
vissu þá ekki, að henni mundi
lykta með samkomulagi. .
Furstahijónin í Sikkim
Landamæradeila Kínverja og
Indverja hefur aldrei verið jöfn
uð og styrjöldinni sem hófst
fyrir þrem árum er ólokið.
Margar sáttatilraunir hafa far-
ið út um þúfur og ekki hefur
tekizt að fá Indverja og Kín
verja til að undirrita landa-
mærasamning.
Sikkim kann að vei-a ógnað
eins og Indverjar staðhæfa.
Einnig kunna Indverjar að hafa
vakið athygli á ástandinu á
landamærum Sikkim til að
flýta fyrir samningaumleitun-
um um hernaðaraðstoð. Indverj
ar hafa byrjað viðræður við
Rússa um viðskiptasendingar í
Moskvu. Ef til vill vilja þeir
koma því til leiðar, að flýtt
verði fyrir keppni milli Rússa
og vesturveldanna, einkum
Breta og Bandaríkjamanna, um
að veita Indverjum hernaðar-
aðstoð.
En liversu alvarleg sem hætt
an er má búast við nýjum ó-
veðurskýjum á „þaki heims-
ins“.
SIKKIM er Iítið ríki í Himalaya-fjöllum og var
undir brezkri vernd til 1950, en hefur verið undiv
indverskri vernd síðan. Tíbet, Bhutan. Nepal og
Indland liggja að Sikkim. Flatarmál landsins er
2.744 fermílur og fólksfjöldi (1961) 162.189. Höf-
uðborgin heitir Gangtok. Landsmenn eru Búdda-
trúar. Indverjar ráða yfir mikilvægum vegum,
m. a. tveim helztu verzlunarleiðunum til Tíbet.
Hliðið að höllinni £ Sikkim.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. sept. 1964 y
/ , '
. .......................................mmmnmmnii..........nniiini............inuiin ................■ i immniiimmiinnmiiiiimiimmimmimmmimmimimimmmiiii.iimimmniirtimnmtiimimim mmnmn.mi .....................................................1.....