Alþýðublaðið - 17.09.1964, Side 2
4
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri:
Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulitrúi: Eiður Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu. Reykjávík. — Prentsmiöja Alþýðublaösins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðufl'okkurinn.
Að hafa rétt fyrir sér
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur lengi þótt berjast af
■mikilli hörku gegn kommúnistum. Er athyglis-
vert við þá baráttu, hve Alþýðublaðið hefur oft
reynzt hafa rétt fyrir sér, en Þjóðviljinn rangt.
Athugið nokkur dæmi:
.1) Strax eftir að Kommúnistaflokkur íslands vai'
stofnaður, fullyrti Alþýðublaðið, að flokkurinn
væri óeðlilega háður kommúistum í Moskvu
og yrði að hlýta stefnu þeirra. Margir forustu*
menn kommúnista frá þeim tíma hafa síðar
sagt skilið við kommúnismann og staðfest, að
Alþýðublaðið hafði rétt fyrir sér.
2) Þegar íslenzkir kommúnistar buðu Alþýðu-
flokknum samfylkingu fyrir stríð, sagði Alþýðu
blaðið, að þetta <væri skipun frá Komintem.
Þjóðviljinn þóttist hneykslaður á þessu of-
stæki, en mörgum árum síðar viðurkenndi
Brynjólfur Bjamason í fyrirlestri í Austur-
Þýzkalandi, að Komintern hefði gefið línuna
Alþýðublaðið hafði haft rétt fyrir sér.
S) Réttarhöld Stalíns yfir fjölda félaga sinna,
„játningar“ þeirra og aftökur voru kallaðar
réttarofsóknir í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn
sagði, að þessir menn væru svikarar, en Krúst-
jov upplýsti mörgum árum síðar, að svo var
ekki. Alþýðublaðið hafði haft rétt fyrir sér.
4) Þegar Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista
flokkurinn var stofnaður, sagði Alþýðublaðið,
að flokkurinn mundi verða háður utanríkis-
stefnu Rússa. Þjóðviljinn þvemeitaði, en Héð-
inn uppgötvaði sannleikann, þegar Rússar réð
ust á Finna. Alþýðublaðið hafði haft rétt fyrir
sér.
5) Alþýðublaðið hélt því fram í mörg ár, að stjórn
Stalíns væri taumláust kúgunarríki, þar sem
réttaröryggi væri ekki til, lögregluvald al-
gert, og persónudýrkun taumlaus. Þjóðviljinn
birti lofkvæði um hinn mikla Stalín við hvert
tækifæri. En svo flutti Krústjov ræðuna frægu
og afhjúpaði stjórn Stalíns. Alþýðublaðið hafði
enn einu sinni haft rétt fyrir sér.
Þjóðviljinn skrifar eins og gagnrýni Alþýðu-
'blaðsins á íslenzka kommúnista sé einhver ame-
rískur sjúkdómur, sem núverandi ritstjóri þess
gangi með. Sannleikurinn er sá, að Alþýðublaðið
hefur í 35 ára barizt gegn kommúnistum og skýrt
rétt frá eðli þeirra, tilgangi og starfi. Sagan hefur
sannað, að Alþýðublaðið hefur haft rétt fyrir sér.
Það skyldi þó ekki vera, að Alþýðublaðið fari einn
ig nærri sannleikanum um ástandið í röðum komm
únista nú, tilgang Bresnev-fundarins og úrslit
iians?
2 17. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
BAUER reiðhjól
PHILLIPS
KARL- OG KVEN-
Drengja og telpna.
Luktir
Dynamoar
FAKO
ÖRNI
Spíalastíg 8 — Pósthólf 671.
REIÐHJÓL
Varahlutir í flestar
gerðir hjóla
m
D
vrrr
iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiinmiiiiniiu ■ «'* iiimmmimiiimiiiiiww
+ Um staðsetningn Útilegumannsins.
ir Við veginn yfir Öskjuhlíð.
ic Á nútíminn erfitt með að skilja listaverk Einars?
-jA- Útilegumaðurinn, ekki „Útlagarnir".
•mimn iiiiii *»m iimimimmimimimmimmmimimmmmimmimmmmiimimimmimmimiiiiiiiiiiMiiiu
KR, KR. SKRIFAR: „Fyrir
nokkrum vikum skrifaðir þú smá
pistil um sta'ðsetningu „Útlaganna"
eftir Einar Jónsson, og þér fannst
eitthvað að. Þetta er hárrétt. Út-
lagarnir, þetta dásamlega snilid-
aryerk meistarans Einars Jóns-
sonar, er nú loksins steypt í bronz.
Þökk sé þeim, er að því stóðu. En
staðsetning þess er fyrir neðan
allar hellur. Það er falið bak við
trjágróður, fyrir öðrum en Vest-
urbæingum, — og mega þeir nátt
úrulega vel við una. En öðmm
listaverkum, sem kannske eru góð,
er tranað fram á almannafæri.
ÞRTTA KANN að eiga orsök,
sem annað fleira. Þegar Edinborg
arhertogi var hér á ferð, var þess
getið í blöðum, að honum var sýnt
það merkasta sem Reykjavík hatði
upp á að bjóða, þ. á. m. listaverk
Ásmundar. Listasafns Einars var
ekki getið. Það er eins og ýmsir
skammist sín fyrir Einar Jónsson
og hans verk, þau eru ekki í
tízku, og það virðist ofviða menn
ingarvitum þessarar kynslóðar að
fyigjast með hugmyndaflugi lians,
og tiieinka sér einhver brot af því.
ÚTLAGARNIR VIRÐAST stað-
festa þetta. Útilegumaðurinn, sem
lirakinn var í óbyggðirnar af ó-
mildu réttarfari, á þó það mikið
eftir af guðsneistanum í sál sinni,
að liann vill koma konu sinni lát-
inni í vígða mold. Tötrum búinn,
með tortryggnina í hverjum drætti
er liann kominn að kirkjugarðin
um, en það er lokað. Hin köldu
hjörtu 20. aldarinnar vísa honum
frá. Hann skrefar vestur á mela,
í áttina til útlendinganna á
Reykjanesi. Kannske þeir veiti
honum meiri skilning? En hann
skimar um öxl til kirkjugarðsins.
Hvers vegna ekki austur í Grims-
nes, eða tilvöræfanna og auðnu-
leysisins?
'•nr
EINAR JÓNSSON hafði ákveðna
hugmynd um staðsetningu Útlag-
anna, ef þeir yrðu settir upp á al-
manna færi, í sem eðlilegustu um-
Framhald á 13. síðu
Umferðarkennsla
fyrir börn
Sóknarnefnd Langholtssafnaðar stendur fyr-
ir reiðhjólanámskeiði í samráði við Slysa-
•varnafélag íslands og umferðarlögregluna,
sem hefst n.k. laugardag þann 19. sept. kl.
14 á lóð Vogaskóla.
Foreldrar hvetjið börn yðar til að sækja nám-
skeiðið og sjáið um að hjólin séu í lagi.
Slysavarnafélag íslands.